Morgunblaðið - 01.10.1976, Page 20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR l.OKTÓBER 1976
20
fltargtiiiMiKttfr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfuiltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóm og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavfk.
Haraldur Sveinsson.
Matthfas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Ámi Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sfmi 10100
Aðalstræti 6, sfmi 22480
Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 50,00 kr. eintakið.
Sjóðakerfi sjávarút-
vegs í því formi sem
það var í tíð vinstri stjórn-
ar, olli djúptækri óánægju
hjá sjómönnum um land
allt, sem settu fram ófrá-
víkjanlegar kröfur um end-
urskoðun þess og afnám að
hluta til. Það fólst einnig í
kröfum sjómanna að nýtt
útflutningsgjald yrði lög-
fest og ný lög sett um
stofnfjársjóð fiskiskipa.
Sjávarútvegsráðherra
beitti sér fyrir því að sjóða-
kerfið var að drjúgum
hluta niður fellt og ný lög
staðfest á Alþingi varðandi
útflutningsgjald og stofn-
fjársjóð. Þessum breyting-
um fylgdi gifurleg fjár-
munatilfærsla í sjávarút-
vegi, sem metin var á 4000
milljónir króna. Hækkun
fiskverðs grundvallaðist á
þessari breytingu. Á móti
og til jafnvægis kom að
gerðir yrðu nýjir samning-
ar milli allra þeirra aðila,
sem hér eiga hlut að máh,
þar sem skiptaprósenta
yrði m.a. endurskoðuð, til
að gera útgerðinni kleift að
mæta að hluta þeim mikla
viðbótarkostnaði, sem nið-
urfelling sjóðakerfisins
færði henni á herðar.
Nýir samningar, sem
komu í kjölfar þessa sam-
komulags og kerfisbreyt-
ingar, voru samþykktir í
sumum sjómannafélögum,
felldir í öðrum, en á stöku
stað ekki bornir undir at-
kvæði. tJt frá réttlætissjón-
armiði séð taldist það ekki
sanngjarnt, að hluti sjó-
mannastéttarinnar tæki á
sig þá kvöð, sem samkomu-
lagið og kerfisbreytingin
leiddu af sér, en aðrir nytu
fiskverðshækkunarinnar
án þeirra kvaða. Þannig
hafa þó mál staðið síðan í
febrúarlok sl. eða unz
samningar þeir, sem gerðir
voru, voru lögfestir, svo og
sú sáttatillaga, er sátta-
nefndin bar fram 28. júlí sl.
og fól í sér hækkun frá
gildandi samningum, og
fulltrúar sjómanna og út-
vegsmanna í nefndinni
höfðu undirritað, en voru
felldir við allsherjarat-
kvæðagreiðslu.
Um þessi lög segir sjáv-
arútvegsráðherra í viðtali
við Morgunblaðið í gær:
„Bráðabirgðalögin gera
ráð fyrir þvi að allir sjó-
menn njóti þeirra beztu
kjara, sem felast í sáttatil-
lögunni og sömuleiðis að
hún gildi frá 16. febrúar til
15. maí 1977, en kjör sjó-
manna á togurum yfir 500
brúttólestir gildi til 1.
janúar 1977. Bráðabirgða-
lögin kveða ekki á um neitt
annað en það, að verkbönn
og verkföll, þar á meðal
samúðarverkföll eru
óheimil. Hins vegar er
samningsaðilum heimilt að
koma að breytingum á
þeim stöðum, þar sem
samningar hafa ekki náðst
og þar er frjáls réttur
hvers verkalýðsfélags og
vinnuveitanda til samn-
ingagerðar. Samningarnir
á Súgandafirði eru einmitt
gerðir í samræmi við
bráðabirgðalögin... Ekk-
ert mér mér kærara en að
samkomulag og samningar
náist. ..“
Matthías Bjarnason sjáv-
arútvegsráðherra sagði
ennfremur í þessu viðtali:
„Mér er ljóst að línusjó-
menn á Vestfjörðum bera
miklu minna úr býtum en
t.d. sjómenn á skuttogur-
um. Á Vestfjörðum hefur
skiptaprósenta verið
hærri, sem nemur 1%.
Þess ber einnig að geta að
línuúthald hefur verið og
er óvenjulangt á Vestf jörð-
um og lengra en viðast
hvar annars staðar og verð-
mæti fisksins, sem kemur á
línuna, einnig minna, þar
sem steinbítur er þar mik-
ill hluti aflans, en verð
hans er minna en þorsks.
Þá eru landmenn á línubát-
um einnig hlutaráðnir og
„akkorðsbeitning" ein-
göngu i forföllum. Af þess-
um sökum hafa kröfur sjó-
manna á Vestfjörðum ver-
ið hærri.“ Þá sagði ráð-
herrann: „Samkvæmt
samningum er skiptapró-
sentan 28.2: en hefur verið
einu prósenti hærri vestra,
þannig að hún er 29.2%.
Samkvæmt upplýsingum,
sem ég hefi fengið, er það
hið sama og útvegsmenn
hafa boðið, en samkomulag
tekizt um á Súgandafirði
að viðbættum 0.8%“ Matt-
hías sagði að sér væri einn-
ig kunnugt um að útgerðin
myndi ekki greiða þessi
0.8%, heldur yrði fiskkaup-
andinn látinn bera þau, en
það komi út á eitt fyrir
sjómanninn.
í lok samtalsins segir
ráðherrann:
„Ég vil að lokum taka
fram, að ég er sannfærður
um það að sjómenn og allir
þeir, sem vilja líta á mynd-
ina í réttu ljósi og án allra
öfga, þeir skilja það að
nauðsynlegt var að setja
þessi bráðabirgðalög. En
þeim, sem hafa það fyrir
sið að ala á tortryggni og
fjandskap í þjóðfélaginu,
eins og ritstjórum Þjóðvilj-
ans, er þetta mjög kærkom-
ið. Hins vegar hljóta þeir
að vera ánægðir með að
bátar séu bundnir í höfn-
um, því allt þetta ár hafa
þeir krafizt þess af mér að
binda fiskiskipaflotann,
þar sem þeir hafa ekki
mátt heyra minnst á þorsk-
veiðar.“
Við þessu er þvi einu að
bæta, að lögin festa aðeins
lágmarkskaup og samn-
inga, sáttatillögu, er full-
trúar beggja samningsað-
ila höfðu undirritað. Sam-
komulag um hærri hlut en
lögin greina er eftir sem
áður frjálst, enda segir ráð-
herrann, að samningarnir
á Súgandafirði séu í sam-
ræmi við bráðabirgðalögin.
Þessar staðreyndir verða
menn að hafa í huga er
þeir meta réttmæti bráða-
birgóalaganna. Stóryrði
sem stangast á við stað-
reyndir, þjóna hins vegar
hvorki hagsmunum sjó-
manna né þjóðarinnar í
heild.
Bráðabirgðalögin og samn-
ingurinn á Súgandafirði
um trylltir af skelfingu eftir
fari.
Viðbrögðin einkennast einn-
ig af beizkju í garð stjórnvalda,
sem lofa öllu fögru, en lítið sem
ekkert hefur verið efnt af þeim
loforðum. Eftir jarðskjálftana í
mai var lofað að koma upp
timburhúsum. A þeim hafði
enn ekki örlað, þegar jarð-
skjálftarnir nú í haust byrjuðu.
Þegar Andreotti forsætisráð-
herra heimsótti Frioli I ágúst til
að segja frá fyrirætlunum
stjórnarinnar varð hann fyrir
aðkasti. Þegar sagt var frá fyr-
irhuguðum björgunaraðgerð-
um í sjónvarpinu skömmu eftir
að jarðskjálftarnir nú í haust
hófust, sneri fólk baki við
skerminum. „Ferðafólk —
komið og skoðið rústirnar okk-
ar,“ stendur skrifað á hálf
hrundum húsvegg. Það var
kveðja til nefndar, sem stjórnin
sendi til Frioli, til að kanna
ástandið. I mai var komið á fót
hjálparstofnun af einkaaðilum.
Hún skuldar nú um 660.000 Isl.
krónur. (3 millj. lírur). „Við
höfum ekki fengið eyri frá rík-
isstjórninni," sagði einn af
starfsmönnum samtakanna.
Annar sagði mér, að mikið
hefði borizt af peningum er-
lendis frá, en enginn vissi, hvað
orðið hefði um þá. Nágrannarn-
ir I Austurrlki eru hættir að
senda peninga, þeir koma sjálf-
ir með vistir og hlífðarföt og
reyna að vera þannig til aðstoð-
ar.
En það, sem virðist skorta
alveg jafn mikið og beinharða
peninga til uppbyggingarinnar,
er sálarstyrkur. Eftir fyrri jarð-
skjálftana I vor var enn hugur I
Ibúunum og þeir tóku saman
höndum við að endurreisa
heimili sín og vinnustaði. Jarð-
skjálftakippirnir á slðustu vik-
um hafa dregið úr kjarkinum
og flóttinn frá Frioli er i al-
gleymingi.
Christian Schneider,
Siiddeutsche Zeitung.
Skelfing og vonleysi
Frá jarðskjálftasyæð-
unum á Norður-Italíu
GEMONA er orðin að drauga-
borg. Allar byggingar eru rúst-
ir, húsgögn og alls kyns innan-
stokksmunir liggja hér og þar
eða blasa við gegnum fallna
veggi, slma- og rafmagnsstaur-
ar liggja eins og hráviður um
allt. Fólkið vafrar um, eða situr
við veginn út úr borginni, vafið
teppum til að verjast kuldanum
og rigningunni. Varla nokkur
segir orð, ótti og vonleysi skín
úr augum þeirra. Fyrir utan
borgina eru nokkrir menn að
reisa tjöld og bráðabirgðahús-
næði. Þeir, sem ekki hafa yfir
bifreið að ráða, bíða eftir bílum
frá hernum til að koma og fara
með þá út fyrir jarðskjálfta-
svæðið. Allar eigur verður að
skilja eftir annað en þá hluti,
sem hægt er að halda á. Þeir,
sem ekki eiga vini eða ættingja
annars staðar á Ítalíu, fara á
hótel í Lignano. Enginn veit,
hvar atvinnu verður að leíta,
eða f hvaða skóla börnin muni
fara.
„Við verðum öll að fara héð-
an burt,“ sagði borgarstjórinn
og horfði dapurlega yfir rúst-
irnar, sem eitt sinn voru
Gemona. Þar bjuggu 12000
manns. 400 dóu I jarðskjálftun-
um i maí s.l. 4000 hafa þegar
horfið þaðan síðan yfirstand-
andi jarðskjálftar hófust. Þeir,
sem enn eru eftir, eru nú að
taka saman pjönkur sfnar.
Sömu sögu er að segja af öðrum
borgum og bæjum í Friolihér-
uðunum. 30000 manns hafa
bætzt í hóp þeirra 40000, sem
misstu heimili sín i vor.
fara um eins og eldur f sinu og
verða til að fylla íbúa hérað-
anna enn meiri skelfingu og
vonleysi. Sögur af eldfjalli
nærri Tolmezzo, sem er löngu
útdautt, en ku munu gjósa
hvenær sem er á næstunni, af
margra metra breiðum sprung-
um, sem eiga að hafa myndazt.
„Fólkið heldur að jörðin muni
bókstaflega splundrast undir
fótum þeirra," sagði einn sjálf-
boðaliðanna, sem vinnur að þvf
að halda vegunum opnum og
aðstoða fólkið við brottflutning-
ana. Sjálfboðaliðarnir reyna
einnig að hughreysta fbúana og
róa þá, þar sem þeir bíða næst-
Viðbrögðin hafa einkennzt af
hræðslu og skilningsleysi á
þeim náttúruhamförum sem
eiga sér stað. Sögur um orsakir
og afleiðingar jarðskjálftanna