Morgunblaðið - 01.10.1976, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR l.OKTÓBER 1976
29
Borgarráð mótmælir:
Rádherra snidgengur
löglega umsagnaraðila
BORGARRAÐ Reykjavfkur semþykkti með 4 atkvæðum gegn einu á
fundi slnum si. þriðjudag svohljóðandi tillögu Björgvins Guðmunds-
sonar:
„Borgarráð mótmælir harðlega þeim vinnubrögðum menntamála-
ráðherra að sniðganga algerlega vilja Fræðsluráðs Reykjavfkur við
setningu aðstoðarskólameistara við Fjölbrautaskóiann i Breiðholti, en
við afgreiðslu málsins í fræðsluráði hlaut dr. Bragi Jósepsson 5
atkvæði, en sá umsækjandi, er ráðherra skipaði, Rögnvaldur Sæ-
mundsson, hlaut aðeins eitt atkvæði.
Felld var svohljóðandi frávís-
unartillaga frá Kristjáni
Benediktssyni með 4 gegn einu
atkvæði: „Við setningu aðstoðar-
skólastjóra við Fjölbrautaskólann
I Breiðholti var farið að tillögum
skólameistara Fjölbrautaskólans
og fræðslustjóra Reykjavlkur.
Þótt meirihlut fræðsluráðs væri
annarrar skoðunar en framan-
greindir aðilar, gefur það ekki
tilefni fyrir borgarráð til ályktun-
ar I málinu.“
Albert Guðmundsson óskaði bók-
að:
Frávísunartillaga borgarráðs-
fulltrúa Framsóknarflokksins á
ekki rétt á sér, þar sem fram
kemur, að ráðherra leitar um-
sagnar skólameistara og fræðslu-
stjóra og byggir ákvörðun sfna á
umsögnum þeirra, sem lögum
skv. eru ekki umsagnaraðilar skv.
samningi milli menntamálaráðu-
neytisins og Reykjavfkurborgar
um Fjölbrautaskólann f Breið-
holti, sem gerður er skv. lögum
frá Alþingi um heimild til stofn-
unar Fjölbrautaskóla frá 5. aprfl
1973.
Tillaga Björgvins Guðmundsson-
ar var samþ. með 4:1 atkv.
Markús örn Atntonsson óskaði
bókað:
Á fundi fræðsluráðs f gær létu
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
bóka eftir sér, að þeir fordæmdu
þau vinnubrögð menntamálaráð-
herra við veitingu stöðu aðstoðar-
skólastjóra við Fjölbrautaskólann
f Breiðholti að ganga f berhögg
við nær einróma vilja fræðslu-
ráðs.
Máli sínu til stuðnings vfsa
fræðsluráðsmenn Sjálfstæðis-
flokksins til samnings um Fjöl-
brautaskólann, sem borgarstjóri
og menntamálaráðherra undirrit-
uðu 16. október 1973, en þar segir
m.a.:
„Skólinn skal vera hluti af
skólakerfi Reykjavíkurborgar
undir stjórn fræðsluráðs og yfir-
stjórn menntamálaráðuneytisins.
Skólastjóri, kennarar og aðrir
uppeldislegir starfsmenn hans
skulu skipaðir eða settir af
menntamálaráðuneyti að fengn-
um tillögum fræðsluráðs."
Með vfsan til þessa greiði ég
framkominni tillögu í borgarráði
atkvæði mitt.
Sigurjón Pétursson óskaði bókað:
Ég tel, að lagalegur réttur
menntamáfaráðherra til að skipa
hvem þann umsækjanda, sem
honum sýnist í umrætt embætti,
sé ótvfræður.
Undir mörgum kringumstæðum
er einnig bæði rétt og réttlætan-
legt að ganga á móti vilja meiri-
hluta í fræðsluráði eins og t.d.
þegar um er að ræða, að pólitisk-
ur meirihluti er að hygla skjól-
stæðingi sfnum,
Um slíkt er ekki að ræða f þessu
tilviki. Af sjö fulltrúum f fræðslu-
ráði studdu fimm einn aðila, en
sá, sem ráðherra skipaði, hlaut
aðeins eitt atkvæði.
Ég tel því, að ráðherra hafi
freklega misbeitt valdi sfnu við
skipun f þetta embætti og tek
undir mótmæli annarra gegn
slfku framferði.
Magnús L. Sveinsson óskaði bók-
að:
Þar sem samningur milli
menntamálaráðuneytisins og
Reykjavfkurborgar um stofnun
f jölbrautaskóla í Breiðholti, dags.
16. okt. 1973, gerir ekki ráð fyrir,
að menntamálaráðherra leiti um-
sagnar annarra en fræðsluráðs
við skipan skólastjóra, kennara og
annarra uppeldislegra starfs-
manna fjölbrautaskólans, og
menntamálaráðherra hefur við
skipan aðstoðarskólastjóra gengið
f berhögg við nær einróma vilja
fræðsluráðs, en skotið sér á bak
við umsagnir aðila, sem nefndur
samningur gerir ekki ráð fyrir að
leitað sé til við slfka stöðuveit-
ingu, tek ég undir framkomin
mótmæli og greiði þvf tillöbu B.G.
atkvæði.
í sambandi við bókun Alberts
Guðmundssonar f borgarráði 21.
þ.m. (sbr. 15. lið fundargerðar-
innar) óskaði Kristján Benedikts-
son bókað:
Eins og fram hefur komið eru
skiptar skoðanir um, hver hljóta
hefði átt stöðu aðstoðarskóla-
stjóra við Fjölbrautaskólann f
Breiðholti.
Ágreiningur um slíka hluti er
að minum dómi ekki óeðlilegur og
sjálfur hafði ég ákveðna skoðun á
þvf, hverjum bæri að veita þessa
stöðu.
Þar sem bókun Alberts Guð-
mundssonar er mjög villandi, að
því er staðreyndir varðar, tel ég
nauðsynlegt, að eftirfarandi komi
fram:
1. Réttur menntamálaráð-
herra til þess að setja einn hinna
þriggja umsækjenda f stöðuna er
ótvfræður og óumdeilanlegur
bæði skv. fræðslulögum og þeim
samningi, sem menntamálaráðu-
neytið og Reykjavfkurborg gerðu
um stofnun Fjölbrautaskólans.
2. Ég fæ ekki séð annað en að
málsmeðferðin hafi f fyllsta máta
verið með eðlilegum og hefð-
bundnum hætti. Fimm fræðslu-
ráðsmenn mæltu með dr. Braga
Jósepssyni, einn með Rögnvaldi
Sæmundssyni og einn skilaði
auðu. Skólameistari Fjölbrauta-
skólans mælti með Rögnvaldi svo
og fræðslustjórinn í Reykjavfk,
Kristján Gunnarsson, sem gaf
skriflega og rökstudda umsögn
um umsækjendur.
3. Furðu mfna vekur, að borg-
arfulltrúi í Reykjavík skuli telja
það ámælisvert af ráðherra að
leita umsagnar fræðslustjórans f
Reykjavfk, þegar um er að ræða
að velja yfirmann við eina
stærstu og vandmeðförnustu
Framhald á bls. 31
i Ifenwood CM
er tuWKomnast^
é
véV\n
■mOBM
OQ ""Tatis kona' o°ta
a\U °Íkl láao'eg a"S
zvsszr*'w;r4o.«o-
1,0. kaH'kvo”1 Verðfrá kr
e« stéiskábÞevrara^^^g
HEKirg-g
JUDO
BYRJENDANÁMSKEIÐ
Japanski þjálfarinn Naoki Murata 4 DAN þjálfar í
öllum flokkum. Innritun og upplýsingar í síma
83295 alla virka daga frá kl. 1 3 — 22.
JÚDÓDEILD ÁRMANNS
ÁRMÚLA 32.
OPNUM í DAG!
AÐRA
BLÓMA- OG GJAFAVÖRUVERZLUN
í BANKASTRÆT111
í TILEFNI DAGSINS BJÓÐUM VIÐ
10% AFSLÁTT AF ÖLLUM VÖRUM
í BÁÐUM VERZLUNUM OKKAR (
HAFNARSTRÆTI OG BANKASTRÆTI
BIDM£AVIMIR
HAFNARSTRÆT1 3 OG BANKASTRÆT111 SÍMAR 12717 OG 23317