Morgunblaðið - 01.10.1976, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.10.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÖBER 1976 37 SIG6A V/öG^ £ 'í/LVEgAW OPIÐ TIL KL. 7 NV SENDING AF SÆNSKUM LOFT LÖMPUM LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL UÖS & ORKA Suöurlandsbraut 12 sími 84488 0 Heimilislausir kettir Frá Kattavinafélaginu barst þetta bréf nú nýverið: „Kattavinafélagið skrifaði ný- lega sveitarstjóra Mosfellssveitar um það að nú þegar haustar sé nauðsynlegt að fækka sem mest heimilislausum flækingsköttum ef um væri að ræða þar I sveit- inni. Á fundi sveitastjórnar var þessu máli vel tekið og mun fljót- lega verða gerð gangskör að þvi að deyða þessi vesalings dýr, sem hvergi eiga sér húsaskjól eða við- urværi. Ættu fleiri sveitarfélög að fara að dæmi Mosfellssveitar í þessu efni og eru það vinsamleg tilmæli Kattavinafélagsins til dýravina um land allt, að þeir stuðli að sams konar aðgerðum, hver í sínu byggðarlagi. Deyðum dýrin á mannúðlegan hátt fremur en láta þau hrekjast úti hjálparvana, hungruð og öll- um yl svipt í vályndum veðrum hins komandi vetrar." Þetta var ábending frá Katta- vinafélaginu og gefst hér tæki- færi til að íhuga stöðu þessara „minnstu “ í þjóðfélaginu. Nú er afstaðið verkfall þeirra sjónvarpsmanna og mesti hitinn farinn úr umræðum um það mál, en nokkur bréf hafa borizt þar sem bréfritarar hugleiða ýmislegt í framhaldi af þessum aðgerðum og birtist héreitt þeirra: • Sjónvarpsmenn „Kæri Velvakandi. Nú er eitt ólöglegt verkfallið enn yfirstaðið, og enginn segir neitt, þótt lög landsins séu þver- brotin af starfsmönnum rikisins. Þessir sömu lögbrjótar eru að smjatta á smábrotamönnum og heimta nöfn þeirra, jafnvel manna sem greitt hafa að fullu skuldir sínar, þótt stofnun þeirra skulda kunni að hafa orkað tví- mælis í byrjun. Ekki er meiningin að öðru leyti að ræða réttmæti kaupkrafna þessa fólks. Það kem- ur mér ekki við. En lögbrot opin- berra starfsmanna er alvarlegt mál og varðar okkur öll. En hinu vil ég vekja athygli á, sem snýr að ykkur fjölmiðlamönnum. Er eng- inn ykkar svo ötull og athugull, að hann geti grafið upp og upplýst, hvert er kaup þessa fólks fyrir dagvinnu + eftir- og næturvinnu eða útborgað mánaðarkaup. Við vitum að í mörg ár hefur dunið á okkur hvert verkfallið á fætur öðru, en aldrei er minnst á, hvaða kaup þetta fólk hefir. Fyrir nokkru fóru starfshópar með Þegar þeir komu út á þjóðveg- inn aftur hnipraði hann sig sam- an. Þurr vindurinn lék um andlit hans og hann byrjaði I huganum að fara yfir allt sem gerzt hafðl frá þeirri stundu sem þau komu inn f húsið. Hann varð að finna skýringuna á þvf hvers vegna þau héidu Linn sem fanga eftir. Hún vissi eitthvað. Eða kannski voru þau bara hrædd um að hún vissi eitthvað. — Miguel, sagði Jack — þegar þú hefur skilið mig eftir á hðtel- inu viltu þá ekki reyna að fara og finna hann vin minn eins og við töluðum um. — Alveg sjálfsagt, senor. Var það ekki senor Feex. — Jú og það er meira en bráð- nauðsynlegt að ég hafi uppi á honum. Hann varð eínnig að hafa uppi á Erln Bruce. Þegar hann bað um herbergisnúmer Bruce var honum sagt að hann hefði farið á veiðar. — Fjárakornið. Hvenær kemur hann aftur. — Bátarnir koma aftur inn um fjögurleytið. Sami Mexlkaninn varð fyrir svörum og hafði sagt honum með Handunninn glerborðbúnaöur. Sænsk listasmíði frá snillingunum hjá Kosta-Boda Lítið inn í hina glæsilegu nýju verzlun okkar i Verzlanahöllinni við Laugaveg. ' Kosta )í Boda Laugavegi 26 — Sími 13122 'jfcfZIIVlÖLLI IM,^ HÖGNI HREKKVÍSI „Hérna kisi minn...!“-------- 150—250 þúsund króna mánaðar- kaup í verkfall og gátu platað lægra launað fólk með sér i sam- úðarverkfall. Þegar sá hópur komst að hinu sanna aflýsti hann strax samúðarverkfallinu, eftir að hafa bakað vinnuveitendum sín- um um 100 milljón króna tjón. I mörg ár hefir láglaunafólki verið att út í verkföll, með þeirri niður- stöðu, að það hefur fengið 1 krónu móti hverjum 3—5 krón- um, sem betur launaðir hópar hafa fengið. Þetta vita allir, en alltaf er hægt að narra láglauna- fólkið út í þennan leik. Eitt enn. Því var ekki sjón- varpsfólkinu leyft að vera í verk- falli og Kaninn fenginn til að opna sitt sjónvarp á meðan? Jón Pétursson." Borgum sjálfar fatnaðinn Ein af sjónvarpsþulunum hringdi og vildi koma á framfæri skýringum varðandi skrif í dálk- um Velvakanda út af klæðnaði þeirra. Hún sagði að þær greiddu sjálfar allan kostnað varðandi klæðnað sinn og hún sagði að eng- in þeirra notaði hártopp. Hins vegar vildi hún benda á það að förðunarstúlkurnar sem væru snyrtisérfræðingar gætu gert ótrúlegustu hluti við þær og það væri þeirra hlutverk að sjá um útlit þeirra. Þeir sem koma oft fram verða að sjálfsögðu að líta vel út og skemmtilegra er að vera ekki alltaf í sömu fötunum og það er hlutverk þeirra sjálfra að út- vega sér öll þessi föt og er það dálítill skattur að greiða, eins og hún orðaði það. Sjónvarpsþulur- inn sagði að ef einhver þeirra væri t.d. ekki nema einu sinni í einhverri blússunni þá væri það líklega vegna þess að viðkomandi hefði fengið hana lánaða hjá ein- hverjum kunningja. Þá nefndi sjónvarpsþulurinn það að sum fyrirtæki erlendis auglýstu með því að sjá um klæðnað fólks sem kæmi fram í sjónvarpi að staðaldri og í Svíþjóð sagði hún að þulir væru í ein- kennisbúningum. Hún sagðist vita til þess að fréttamennirnir og veðurfræðingarnir fengju ein- hvern afslátt í karimannafata- verzlun þar sem þeir þyrftu að kaupa föt nokkuð oft vegna síns starfs. W\?70 'oNÖVUtf \ 6TA9/, <bLm \AfNc T6 VBLO V/9v 916/9 w fMn\ 9 mm AaT miA AT// VELVAKAIMDI Velvakandi svarar I slma 10- 100 kl. 10—11 f.h. frá mánu- degi til föstudags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.