Morgunblaðið - 22.10.1976, Page 1

Morgunblaðið - 22.10.1976, Page 1
44 SIÐUR 245. tb]. 63. árg. FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER Prentsmiðja Morgunblaðsins. Síðasta vopnahlé Líbana í óvissu Beirút, 21. október. Reuter AP Sfðasta vopnahléð f Lfbanon hið 57. á 18 mánuðum, var aðeins virt að takmörkuðu leyti f dag, og Lfbanir trúa þvf tæpast að blóð- baðinu sé lokið. Bardagar héldu áfram f suðurhluta landsins og skothrfð heyrðist f Beirút þar sem fámennar sveitir úr arabfska f'iðargæzluliðinu tóku sér stöðu meðfram vfglfnunni til að fylgjast með brotum á vopnahlé- inu. Vopnahléið sætti jafnframt harðri gagnrýni Iraka sem hafa verið einir helztu stuðningsmenn Palestfnumanna og vinstrisinna i Líbanon. 1 langri yfirlýsingu sem lesin var í Bagdad-útvarpinu sagði að leiðtogar þeirra fimm Arabalanda sem undirrituðu áætlunina um frið í Líbanon í Riyadh hugsuðu aðeins um að bjarga eigin skinni. Vinstrimenn í Líbanon segja að 16 hafi beðið bana og 30 særzt í stórskotahrfð frá Israel á líbanska þorpið Bint Jbail. í Tel Aviv var haft eftir óopinberum heimildum að léttir skriðdrekar sem ísraels- menn hefðu látið i té og mannaðir væru kristnum líbönskum her- Framhald á bls. 24 Foot vann London, 21. október. Reuter MICHAEL Foot, einn helzti leiðtogi vinstri arms Verka- mannaflokksins, sigraði f dag frú Shirley Williams úr hægri arminum f kosningu um stöðu varaleiðtoga flokksins með 166 atkvæðum gegn 128. Þar með er vinstri armurinn talinn hafa unnið annan mikilvægan sigur, en áhrif hans jukust á flokksþinginu í september þegar vinstrisinn- inn Norman Atkinson var kjör- inn gjaldkeri flokksins. Framhald á bls. 24 Smith heitir árangri Genf, 21. október Reuter IAN Smith forsætisráðherra Rhódesfu, og Ivor Richard, for- seti ráðstefnunnar sem Bretar efna til f Genf um myndun meiri- hlutastjórnar f Rhódesfu, sögðu f dag að þeir væru staðráðnir f að stuðla að þvf að ráðstefnan bæri árangur. Smith vildi hinsvegar ekki úti- loka þann möguleika að hann gengi af fundi ef krtjfur blökku- manna græfu undan þeim hug- myndum sem lægju á bak við ráð- stefnuna. Richard sagði að hann teldi ekki að ráðstefnan færi út um þúfur. Þeir munu ræðast við einslega áður en sjálf ráðstefnan hefst. Smith sagði að Bretar og Banda- ríkjamenn hefðu opinberlega samþykkt tillögur þær um lausn Rhódesíumálsins sem hann gekk að þegar Henry Kissinger utan- Framhald á bls. 24 Milljónir hylla Hua í skrúðgöngu í Peking Norður-kóresku diplómatarnir sem voru reknir frá Danmörku vegna smygls á eiturfyfjum og áfengi fara úr landi með lest. N-Kóreumenn furðu lostnir Peking, 21. októbet, NTB, Reuter SENDIHERRA Norður-Kóreu f Peking harmaði f dag að norska stjórnin hefði ekki ráðfært sig við stjórnina f Pyongyang áður en hún ákvað að vfsa norður-kóresku diplómötunum úr landi. Norski sendiherrann í Peking, Torleiv Anda, ræddi við norður- kóreska sendiherrann, Hyun Jun Keuk, að beiðni hins síðarnefnda. Hyun Jun Keuk kvað Norður- Kóreumenn undrandi á því sem gerzt hefði, en ekki er ljóst hvort hann harmaði framkomu diplómatanna í Ósló. Hins vegr furðaði hann sig á miklum áhuga fjölmiðla á málinu og vildi fá skýringu á honum. 1 Kaupmannahöfn segir Politik- en i dag að Norður-Kóreustjórn hafi viðurkennt að norður- kóresku diplómatarnir þar hafi framið lögbrot og hafi sent danska utanríkisráðuneytinu orð- sendingu. Jafnframt segir blaðið Framhald á bls. 24 Peking, 21. október. Reuter. AP. NOKKRAR milljónir Kfnverja, — hermenn, stúdentar, verka- menn, starfsmenn öryggisþjón- ustunnar og aðrir — gengu fylktu liði undir borðum og fánum um götur Peking f dag, gagnrýndu ekkju Maos formanns og þrjá stuðningsmenn hennar og fögn- uðu skipun Hua Kuo-feng f stöðu formanns kommúnistaflokksins. Gangan fór skipulega fram, sumir sprengdu „kínverja", aðrir börðu bumbur og almenn glað- værð fólksins minnti á þjóðhátíð. Þótt aðgerðirnar væru greinilega skipulagðar þóttust kunnugir sjá augljós merki þess að hreinsan- irnar að undanförnu nytu almenns stuðnings. Aðgerðirnar ná hámarki á sunnudag með fundi á Torgi hins himneska friðar og Peking- sjónvarpið sagði I kvöld að það myndi skýra frá „mikilvægri frétt“ á laugardag og aftur á mánudag. Hugsanlegt er talið að þá verði skipun Hua I formanns- stöðuna staðfest. Alþýðudagblaðið birti f dag grein þar sem Chang Chun-chiao, einn hinna fjögurra handteknu, virðist gagnrýndur fyrir meinta samvinnu með kinverskum þjóð- ernissinnum fyrir 40 árum. í greininni er „höfundur vissrar blaðagreinar" sakaður um að gagnrýna Lu Hsun, einn eftirlæt- isrithöfund Maos. Vestrænir sérfræðingar segja að auk þess sem valdhafarnir í Peking eigi eftir að ganga form- lega frá hreinsununum verði þeir að skipa í lausar stöður I flokkn- um, hernum og skrifstofustjórn- inni. Umræður sem nú fara greinilega fram virðast einnig fjalla um fimm ára áætlunina sem átti að ganga frá I janúar en tókst ekki, sennilega vegna stjórnmála- ágreinings. Lfklegt er talið að frú Chiang Ching og stuðningsmenn hennar verði sökuð um að vilja gefast upp fyrir Rússum eins og Teng Hsiao-ping sem var vikið frá völd- um f vor að undirlagi þeirra. Teng var gagnrýndur á sumum borðum í göngunni f dag, en orðalagið var Framhald á bls. 24 Deilur haf nar um Svalbarða Moskvu, 21. október. Reuter. SOVÉZKA stjórnarmálgagnið Izvestia sakaði Norðmenn f dag um að senda herskip og herflug- vélar til Svalbarða og hafa uppi áform um að hafa setulið þar. Saul Bellow fékk Nóbelsverðlaunm □ □ Sjágrein ábls. 21. -□ -□ Stokkhólmi, 21. okt. AP. Reuter. BANDARlSKA rithöfundinum Saul Bellow voru I dag veitt bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir „mannlegan skilning og skarpá skilgreiningu á menn- ingu samtfmans“ eins og segir f rökstuðningi sænsku akademí- unnar. Bandarfkjamenn hafa þar með fengið öll Nóbelsverð- launin sem veitt verða f ár og fyrstir þjóða einokað þannig verðlaunin. Bellow er sjöundi Banda- rfkjamaðurinn sem fær verð- launin í bókmenntum og sá fyrsti sfðan John Steinbeck hlaut þau 1962. Aðrir Banda- ríkjamenn sem hafa fengið verðlaunin eru Erneát Heming- way (1954), William Faulkner (1949), Pearl Buck (1938), Eugene O’Neill (1936) og Sinclair Lewis (1930). I Chicago kvaðst Bellow undrandi og ánægður þegar honum var sagt frá veitingunni. „Ritstörf eru einmanalegt starf, nú er ég allt í einu f sviðsljósinu, einkalff mitt er á uppboði.” Bellow er fæddur skammt frá Montreal og sonur Gyðinga sem fluttust frá Rúss- Framhald á bls. 24 Saul Bellow með Ivrr bjpkur eftir sig á blaðamannafundi f Oiicago. Blaðið segir að Norðmenn hafi þar með brotið gegn bókstaf og anda Parfsarsamningsins frá 1920 sem kveður á um yfirráð Norð- manna yfir Svalbarða en heimilar 38 ríkjum sem undirrituðu hann að hagnýta náttúrauðlindir þar. Aðeins Norðmenn og Rússar hafa notfært sér þann rétt en stöðugt deilt um túlkun samningsins. Fréttaskýrandi Izvestia, Sergei Zykov, hefur eftir Kjell Eliassen, yfirmanni lagadeildar norska utanríkisráðuneytisins, að Norð- menn geti ekki komið jpp herstöð á Svalbarða en haft þar setulið og kallar ummælin frjálslega túlkun sem brjóti f bága við bókstaf og anda Parisarsamningsins. Zykov segir það þjóna bezt hagsmunum Norðmanna og Rússa, almennum friði og auknu jafnvægi í Norður-Evrópu, að Parfsarsamningurinn verði virtur og Svalbarði verði sem hingað til vopnlaust svæði. Rússar treysti því að i starfsemi sinni á Sval- barða hlíti Norðmenn ákvæðum samningsins á sama hátt og Rússar sjálfir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.