Morgunblaðið - 22.10.1976, Síða 2

Morgunblaðið - 22.10.1976, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1976 Ætla að opna Öðal aftur eftir eina viku Miklar skemmdir urðu á annarri hæð hússins í eldsvoða í fyrrinótt FORRAÐAMENN Oðals hafa ein- sett sé að opna veitingastaðinn að nýju á föstudag í næstu viku eftir þær skemmdir sem urðu þar innanstokks í eldsvoða í fyrrinótt. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá sfgarettu, en hann gaus þó ekki upp fyrr en alllöngu eftir að staðnum hafði verið lokað eða á fimmta tfmanum um nóttina. Slökkviliðsmenn voru fljótir að slökkva eldinn eftir að þeir voru kvaddir á staðinn, en þá höfðu þegar orðið miklar skemmdir á annarri hæð hússins af eldi og reyk. Að sögn Gunnars Sigurðssonar varaslökkviliðsstjóra fékk slökkviliðið tilkynningu um eldinn í Óðali um 4.22 og þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn logaði töluverður eldur inni á annarri hæð hússins einkum Austurstrætismegin. Varð- stjórinn taldi þá ekki ástæðu til að hætta á n^-itt heldur kallaði út allt slökkviliðið. Slökkviliðsmenn fóru inn um glugga með háþrýsti- stút og einnig inn ganginn og upp á hæðina með annan slíkan stút, og tókst á skömmum tima að úða nægilega vel yfir hættusvæðið og eftir um hálfa klukkustund hafði eldurinn algjörlga verið slökktur. Gunnar kvaðst vera mjög ánægður með frammistöðu sinna manna, því að bæði hefði tekizt að slökkva eldinn með skjótum hætti og enda þótt vatn hefði verið notað við slökkvistarfið hefði um leið tekizt að koma í veg fyrir að vatnsskemmdir hlytust af. Hins vegar væru miklar skemmdir á efri hæðinni af eldi og reyk og ekkert vatn hefði borizt niður á hæðina fyrir neðan, danssalinn, þar sem eldurinn var þó mestur, þannig að starfsfólk Samvinnu- ferða hefði getað gengið til starfa sinna á skrifstofunni eins og ekkert hefði í skorizt. Jón Hjaltason veitingamaður sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að skemmdirnar á skemmti- staðnum væru miklar, og þá á annarri hæðinni fyrst og fremst, en engu að síður hefðu forráða- menn Óðals sett sér það mark að opna staðinn að nýju á föstudags- kvöld í næstu viku. Að visu þyrfti að endurnýja allar innréttingar á efri hæðinni á þessum vikutíma, en Jón kvaðst þó í engum vafa um að þetta takmark næðist, þvi að bæði hefði Óðal á sínum snærum frábæra iðnaðarmenn, sem ein- mitt hefðu verið að vinna að lag- færingum á innréttingum staðarins, og hefði einnig yfir ötulu starfsfólki að ráða, sem væri bersýnilega staðráðið í a' koma staðnum aftur i gang á þess- um stutta tíma sem væri til stefnu. Jón kvað veitingastaðinn hafa verið tryggðan með eðlileg- um hætti, þannig að tjónið yrði Miklar skemmdir urðu f veitingasölum Óðals, en lagfæringar hófust strax f gærdag. (Ljósm. Mbl. Friþjófur) bætt hvað brunaskemmdirnar áhrærði. Óðal spannar að nokkru leyti tvær húsaraðir — Austurstræti 12a og Austurstræti 12, og er hús- næðið í eigu Ketils Axelssonar og Samvinnutrygginga. Eldurinn kom upp í þeim hluta hússins sem er i eigu Samvinnutrygginga, en þann hluta hússins átti Fram- sóknarflokkurinn áður og fékk i makaskiptum við Listasafn ríkis- ins, er það eignaðist Glaumbæ eftir að sá veitingastaður hafði orðið eldsvoða að bráð. Upptök eldsins í báðum tilfellum eru al- gerlega hliðstæð, þ.e. að logandi vindlingur hefur fallið milli stólsessa í sófa og síðan breiðst út. Borgarbókasafnið lánaði 1,1 milljón bóka síðastliðið ár SAMBAND fslenzkra sveitarfé- laga gekkst fyrir skömmu fyrir ráðstefnu um almenningsbóka- söfn f landinu. Á ráðstefnunni var m.a. lögð fram skýrsla um þætti f starfsemi bæjar- og hér- Sigalda: Landsvirk jun tekur að sér yfir- st jórn byggingarf ramkvæmda „ÞAÐ er orðin ákaflega knappur tfmi til stefnu og það er mikils virði að gangsetning fyrstu vélar- innar gagni sem fljótast," sagði Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóri formaður stjórnar Lands- virkjunar, er Morgunblaðið spurði hann f gær um frétt frá Landsvirkjun þess efnis að fyrir- tækið tæki að sér yfirstjórn fram- 2 sækja um Laug- amesprestakall UMSÓKNARFRESTUR er út- runninn um Laugarnespresta- kall. Tveir umsækjendur sækja um prestsembætti þar, sem séra Garðar Svavarsson hefur gegnt. Umsækjendurnir eru séra Jón Dalbú Hróbjartsson, skólaprestur og Pjetur Þ. Maack, cand. theol. Sóknarnefnd hefur enn ekki ákveðið kjördag, en áður þurfa umsækjendur að messa svo sem venja er í Laugarneskirkju. kvæmdanna við Sigöldu vegna seinkunar, sem orðið hefði á verk- inu hjá júgóslavneska verktaka- fyrirtækinu Energoprójeckt. Frétt Landvirkjunar er svo- hljóðandi: „Eins og kunnugt er, stefnir Landsvirkjun að því, að fyrsta vélasamstæða Sigölduvirkjunar komist í rekstur fyrir lok þessa árs. Vegna rekstraröryggis á vetri komandi er mjög æskilegt, að þessu takmarki verði náð. Hefur Landsvirkjun því með margvís- legu móti stuðlað að þvl að Energoprojekt, verktakinn við byggingarvinnu virkjunarfram- kvæmdanna, vinni upp þann tfma, sem framkvæmdir hafa af ýmsum ástæðum tafizt um frá verkbyrjun. Þar til nú fyrir skömmu hefur nokkur bjartsýni ríkt um, að ná mætti umræddu takmarki án frekari aðgerða. Að mati Landsvirkjunar I dag, þykir hins vegar fyrirsjáanlegt, að af- köst Energoprojekt við Sigöldu Hitaveituhitun kostar fjórðung af olíuhitun HAGFRÆÐIDEILD Reykjavfkurborgar gerir f nýút- kominni Árbók 1976 samanburð á kostnaði við hitun húsa með hita- veitu og gasolfukyndingu, og er niðurstaðan sú, að hitaveitu- kostnaður sé ekki nema 26% af kostnaði við hitun húsa með gasolíu. Er í þessu dæmi, sem sett er upp til samanburðar, tekinn heildarkostnaður við olíu- kyndingu annars vegar og hita- veitu hins vegar. Jafnframt er sett upp dæmí, þar sem reiknaður er beinn orkukostnaður og verður hlutfallið þar enn hagstæðara fyrir hitaveituna eða 25%. Þannig að kostnaður við að hita upp hús með hitaveituvatni í Reykjavík er um fjórðungur af þvi, sem mundi kosta að hita þau með olíu. séu ekki fullnægjandi til að tryggja, að fyrsta vélasamstæðan komizt í gagnið fyrir áramót. Líta Landsvirkjun og ráðunautar hennar svo á, að rekja megi orsak- ir þessarar þróunar til annmarka á stjórnun verktakans. Landsvirkjun og viðskipavinum hennar er það að sjálfsögðu mikið ÚTVARPS- NEFNDIN SKIPUÐ MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ hefur skipað nefnd til þess að gera samanburð á stöðu starfs- manna Rfkisútvarpsins f launa- kerfi fslenzka rfkisins og stöðu hliðstæðra starfsmanna f nálæg- um löndum f launakerfinu þar. Jafnframt skal nefndin hafa hlið- sjón af launum sambærilegra starfshópa innanlands. 1 nefndinni eiga sæti Magnús Bjarnfreðsson, tilnefndur af rík- isútvarpinu, Eiður Guðnason, til- neíndur af Starfsmannafélagi sjónvarps, Dóra Ingvadóttir, til- nefnd af Starfsmannafélagi hljóð- varps, og Indriði H. Þorláksson, skipaður án tilnefningar, og er hann jafnframt formaður nefnd- arinnar. Stefnt er að því að nefnin skili áliti fyrir árslok. hagsmunamál, að umræddum verkáfanga sé náð sem fyrst. Af þeim ástæðum hefur Landsvirkj- un I dag ákveðið f samráði við ráðunauta sfna að ganga inn f stjórnun byggingarframkvæmd- anna við Sigölduvirkjun. Er ráð- stöfun þessi gerð samkvæmt ákvæðum í verksamningi Lands- virkjunar og Energoprojekt, sem beitir Landsvirkjun heimild til aðgerða af þessu tagi, ef telja má, að framvindu verksins eða ein- stakra hluta sé stefnt í hættu með tilliti til tímasetninga." Samkvæmt upphaflegum verk- samningi átti öllum framkvæmd- um á Sigöldusvæðinu að vera lokið á seinni hluta þessa árs, en nú er verið að stefna að þvf að fyrsta vélin komizt í gang fyrir Framhald á bls. 24 aðsbókasafna á sfðasta ári. 1 skýrslu þessari kemur fram að útlán bóka 1 Reykjavík var rúm- lega 1.1 milljón eintaka. Hins vegar hafa fæst eintök á árinu verið lánuð út I bókasafninu f Búðardal, eða 426. Það er bóka- fulltrúi rfkisins, sem unnið hefur þessa skýrslu, en ekki hafa borizt skil á útlánum f öllum bókasöfn- Ráðstöfunartekjur bókasafn- anna var mjög misjafnar á sfðasta ári. Þannig höfðu almennings- bókasöfn i Reykjavík rúmlega 70 milljónir króna til ráðstöfunar, en safnið í Búðardal hafði engar tekjur til ráðstöfunar á árinu, samkvæmt skýrslunni. Þau bóka- •söfn, sem höfðu mestar ráðstöfun- artekjur auk Reykjavíkur eru á Akureyri og f Hafnarfirði, en ráð- stöfunartekjur safnanna fara yf- irleitt eftir fólksfjölda á viðkom- andi stöðum. Á Akureyri voru lánuð út á árinu liðlega 119 þús- und eintök og er það eini staður- inn utan Reykjavíkur, sem fór yfir þúsund í útlánum. Borgarbókasafnið f Reykjavfk keypti á síðasta ári bækur fyrir 15 milljónir króna, á Akureyri voru bækur keyptar fyrir 1.9 milljónir króna, í Hafnarfirði og Keflavík fyrir 1.8 milljónir króna og fyrir tæplega 1.7 milljónir á ísafirði. Bækur sem söfnin í ReyRjavík keyptu 16.872. á árinu voru samtals Um helmingur stöðu- mælasekta innheimtist MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til Sturlu Þórðarsonar fulltrúa lögreglustjórans f Reykjavfk og spurði hversu mikill hluti stöðu- mælasekta innheimtist. Sagði Sturla, að um það bil helmingur þessara sekta væri borgaður, en þegar viðkomandi sinntu hvorki fyrstu aðvörun um að ljúka málinu með 100 króna sátt né ítrekun þar um, væri málið sent Sakadómi. Síðasti kjördæma- fundur forsætis- ráðherra að sinni StÐASTI kjördæmafundur Geirs Hallgrfmssonar, forsætisráðherra að þessu sinni verður haldinn að Hótel Höfn á Hornafirði n.k. laug- ardag kl. 15.30. Með þeim fundi er forsætisráðherra búinn að halda tvo kjördæmafundi í öllum kjördæmum landsins utan Reykjavfkur. Kjördæmafundirnir hafa verið mjög vel sóttir og í lok hvers fundar hafa fundarmenn átt kost á að spyrja forsætisráðherra spurninga um þau málefni, sem þeim eru ofarlega í huga. Hefur þetta nýmæli mælst mjög vel fyr- ir og margir hafa orðið til þess að þakka forsætisráðherra fyrir þessar frjálsu fyrirspurnir. Geir Hallgrfmsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.