Morgunblaðið - 22.10.1976, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTOBER 1976
15
varla á honum — eins og allt er í
pottinn búið — að saka félaga
sína um ódugnað, með meira eða
minna órökstuddum fullyrðing-
um. Við teljum nefnilega, að
sjaldan eða aldrei hafi fleiri fé-
lagsmanna FlM starfað að töku
ákvarðana og beinum fram-
kvæmdum en einmitt nú, þessi
árin.
FRUMKVÆÐI FÍM
Félag íslenskra myndlistar-
manna hefur átt frumkvæði að
ýmsum nýjungum að undanförnu.
Nefna má sem dæmi útgáfu Fé-
lagsbréfa, sýningar á sjúkrahús-
um i Reykjavík, vinnustaðasýn-
ingarnar í tengslum við Haustsýn-
ingu 1975, staðfestingu gjaldskrár
vegna sýningarvinnu auk þeirrar
fjölbreyttu starfsemi, sem fram
fer að Kjarvalsstöðum í samvinnu
við Bandalag Islenskra lista-
manna og Reykjavíkurborg. 1
framhaldi af þessu mætti spyrja
Braga Asgeirsson hvers vegna
hann gekkst ekki fyrir aðildinni
að alþjóðasamtökunum eða hafði
frumkvæði að sýningum erlendis
og útgáfu vandaðra rita um ís-
lenska list — á meðan hann sjálf-
ur var áhrifamaður i FÍM, meira
að segja sýningarnefndarformað-
ur?
LISTFRÆÐINGUR
A KJARVALSSTÖÐUM
Bragi virðist taka þá eindregnu
afstöðu í Morgunblaðsgrein sinni
23. september, að framkvæmda-
stjóri listráðs Kjarvalsstaða hafi
ekki átt að vera listfræðingur að
mennt. Slíkur sérfræðingur og
aðrir listfróðir menn hlytu þó að
vera ráðgefandi um starfsemi
stofnunarinnar. Þetta er nú satt
að segja dálítið brenglað og óljóst
í framsetningu greinarhöfundar-
ins. Rétt er að telja frásögnina um
afstöðu forráðamanna FÍM til
misskilnings uns annað kemur í
ljós. Sannleikurinn er sá, að lengi
var aðeins rætt um einstaka menn
og verðleika þeirra til að gegna
þessari stöðu í hópi félagsmanna
BlL og FlM. Menn bentu meira á
segja á alkunna framkvæmda-
menn, sem hvorki fylla flokk
myndlistarmanna né listfræð-
inga. Þegar málin tóku svo að
skýrast — og um það leyti sem
Hvítbókin kom út — var orðið
ljóst, að forustumenn BlL og
meiri hluti félagsmanna FlM
vildi fela listfræðingi starf hins
listræna framkvæmdastjóra Kjar-
valsstaða. Af þessum sökum töldu
menn enga nauðsyn bera til að
breyta viðkomandi málsgrein í
Hvítbókinni, sem fer svo óskap-
lega í taugarnar á greinarhöfindi.
1 samningunum við forráðamenn
Reykjavíkurborgar kom brátt í
ljós, að þeir voru sömu skoðunar.
Þar með voru úrslitin vitaskuld
ráðin. Við vitum ekki til að for-
ráðamenn BlL eða FlM hafi talað
tveim tungum í þessu máli. Hvað-
an gefst Braga heimildin til að
fullyrða um slíkt?
LÝÐRÆÐISLEG
VINNUBRÖGÐ
Að lokum vísum við þeirri full-
yrðingu Braga og þrástagli á bug,
að mikilsverð mál séu ekki tekin
til umræðu og ákvörðunar á fé-
lagsfundum okkar. öll mikilsverð
mál hafa einmitt verið lögð fyrir
félagsfundi hin síðari árin að
minnsta kosti og við teljum raun-
ar að svo hafi verið um langa hríð.
Arin 1974 og 1975 voru alls haldn-
ir fimm félagsfundir hvort árið
um sig með þátttöku sem svarar
tuttugu og fimm til rösklega þrjá-
tfu prósentum félagsmanna. Það
hlýtur að teljast mjög sómasam-
leg þátttaka. Til fundanna var
boðað bréflega þegar verkefni
lágu fyrir. Það er fullljóst að van-
þekking Braga á félagsmálum al-
mennt spillir mjög mati hans og
villir frásagnirnar. Við viljum
benda honum á að leita traustari
heimilda næst þegar hann geysist
fram á ritvöllinn.
f.h. stjórnar og sýningarnefndai
FlM
Hjörleifur Sigurðsson
+-
^o.MUU.
T T
Vöruskemma
Eimskips á
Akureyri
EINS og Morgunblaðið
skýrði frá í gær, þá er
Eimskipafélag íslands
h.f. að reisa nýja vöru-
skemmu á Akureyri, og
er ætlunin að taka hana í
notkun seint á næsta ári.
Eins og sést á þessari
mynd er skemman yfir
80 metra löng og meira
en 40 metrar á breidd.
Skipstjóra-
félag Norð-
lendinga
mótmælir
bráðabirgða-
lögunum
FUNDUR haldinn i stjórn Skip-
stjórafélags Norðlendinga 16. okt.
1976 mótmælir harðlega setningu
bráðabirgðalaga um kaup og kjör
sjómanna frá 6. sept. s.l. Stjórnin
bendir á, að skömmu áður hafði
gengið félagsdómur í málinu og
því ekki lengur um vafa að ræða
varðandi samningamálin og lögin
að því leyti algerlega óþörf.
Stjórnin bendir einnig á þá
óheillaþróun, að æ oftar skuli
gripið til þess ráðs að leysa samn-
ingamál sjómanna með lögum.
Ennfremur bendir stjórnin á,
að ekki var um yfirvofandi vinnu-
stöðvun að ræða og því ekki
ástæða til lagasetningar þess
vegna.
Fyrirhugaðar
breytingar
á vinnulög-
gjöfínni flestar
neikvæðar
1 FRÉTTATILKYNNINGU, sem
Morgunblaðinu hefur borizt frá
Sveinafélagi skipasmiða, segir að
á fundi félagsins s.l. fimmtudag
hafi verið rætt um fyrirhugaðar
breytingar á vinnulöggjöfinni.
Segir að fundurinn telji þrátt
fyrir nokkur atriði, sem teljast
megi jákvæð í breytingartillögu
ríkisstjórnarinnar á vinnulöggjöf-
inni, að þar sé fyrst og fremst um
að ræða staðfestingu á venjum
sem þegar eru I framkvæmd. Aðr-
ar breytingar sé I flestum tilfell-
um neikvæðar, og í mörgum til-
fellum sé um mjög alvarlega
skerðingu á samningsrétti og
verkfallsrétti verkalýðsfélaganna
að ræða.
HH •
y «•5t *