Morgunblaðið - 22.10.1976, Side 20

Morgunblaðið - 22.10.1976, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1976 Rannsókn innlendra jardefna — getur leitt til verulegrar at- vinnu- og verðmætasköpunar hefur lítillega verið notaður hér til leirmunagerðar en fleiri nýtingarmöguleikar eru og þyrfti að athuga þá. Forathuganir hafa farið fram á að nýta leir, svo- nefndan Búðardalsleir til þess að búa til úr honum háhitaeinan- grun með rafbræðslu. Þarna er e.t.v. möguleiki sem vert væri að athuga. Kisiloxid. Hér fer á eftir framsaga Ingólfs Jónssonar (S), er hann flutti í sameinuöu þingi í gær, með tillögu til þingsályktunar um rannsókn á nota- gild innlendra jaröefna til iðnaöarframleiðslu. Hæstvirtur forseti. Verðmæt efni ef rétt eru nýtt. Eg leyfi mér að endurflytja til- liigu til þingsályktunar um rann- súkn á notagildi innlendra jarð- efna lii iðnaðarframleiðslu. Til- lagan hljóðar svo: ..Alþingi álykl ar að fela ríkisstjörnínni að láta fram fara ítarlega rannsókn á því, hvaða jarðefni innlend eru helst nýtanleg til iðnaðarframleiðslu miðað við arðsemi. staðsetnmgu og notagildi." Tillaga sú sem nú er endurflutt varð aldrei rudd á siðasta þingi. Var það vegna timaskorts, þar sem áliðið var þings, þegar til- lagan kom fram. En önnur tillaga, sem ég flutti nokkru fyrr á síðasta þingi, um endurvinnsluiðnað var samþykt, samhljöða hér í háttvirtu sameinuðu Alþingi. Má segja að sú tillaga, sem nú er til umræðu sé skild þeirri fyrri, þar sem gert er ráð fyrir í báðum tillögunum að vinna úr efni sem til er i landinu. I kennslubókum er frá þvi sagt, að á Islandi séu ekki verðmæt efni í jörðu, sem geti borgað sig að vinna. Það er rétt, að hér hafa ekki fundist kol eða málmar að verulegu marki. En jarðefni eru eigi að síður mörg hér á landi, sem líklegt er að séu verðma't ef þau verða notuð á réttan hátt. Má m.a. nefna basalt, vikur, leir, perlustein, titaniurikan sand, gjall, steinullarefni. Sérstakar graslegundir vaxa hér, er henta vel til plöntugerðar og fleira, sem nota má í stað timburs. Þau efni, sem hér eru talin, munu öll finnast á suð- vesturlandi i mjög ríkum ma'li og mörg þeirra einnig í öðrum lands- hlutum. Liklegt má telja, að markaður fengist erlendis fyrir hráefnið öunnið, en athuga ber, hvort vinnsla ga'ti orðið arba-r áður en að því ráði yrði horfið að flytja út öunnið efni. Víða erlendis, svo sem í Frakk- landi Þýzkalandi og Tékkaslóvakiu hefir basalt verið notað til sérstakrar og umfangs- mikillar iðnaðarframleiðslu í nokkra áratugi. Nauðsynlegt er að rannsaka, hvort hagstætt getur talist að vinna úr basalti hér á landi fyrir innlendan markað og til útflutnings. Reynslan hefir sýnt, að margt er ha'gt að vinna úr basalti og hefir sú vinnsla orð- ið að stóriðnaði í fyrrgreindum liindum. Tilraunir eru hafnar á vinnslu perlusteins. Gefa þær til- raunir gcðar vonir og jákva-ðan árangur. Skal nú gerð nokkur grein fyrir ýmsum innlendum jarðefnum, sem líklegt er talið, að notha'f séu til iðnaðar. Má m.a. nefna vikur og gjall. Þessi efni eru til margs nýtileg, svo sem fylliefni í léttsteypu, fylliefni í málningu, slípiefni t.d. til þess að slipa gler, síuefni margs konar og til plötuframleiðslu með mismun- andi trefjum, svo nokkuð sé nefnt. Þessi efni finnast í míklu magni viða á landinu. Nýíing vikurs og gjalls. Margt mætti segja um notkun vikurs og gjalls í landi þar sem ekki er skógur og allt timbur er innflutt, en sá innflutningur nem- ur um 2.000 millj. kr. á ári. Senni- legt má telja, að með vinnslu þess- ara efna séu möguleikar fyrir fleiri en eitt meðalstórt íslenskt iðnfyrirtæki er hefði markað bæði hér innanlands og erlendis. Rétt er að taka fram að eitt íslenskt fyrirtæki hefir fengist við útflutning á vikri frá Heklu- svæðinu nokkur undanfarin ár. Ekki virðist vera framtíð í því að flytja efnið út úr landi óunnið. Það ber vitanlega að stefna að því að vinna úr efninu hér á landi og flytja unna vöru á erlendan markað. Nokkur innlend fyrir- tæki nota vikur og gjall i húsa- hleðslusteina og miliiveggja- steina. Endurbætur væru æski- legar á framleiðslu a.m.k. sumra þessara fyrirtækja. Þarna er þörf aukinna rannsókna og prófana. Basalt aðaluppi- staða í steinull. Þá má nefna basalt, en eins og flestir vita er stærsti hluti lands okkar gerður úr basalti. Basalt gæti verið hráefni til fjölbreyti- legrar framleiðslu. Unnt er að bræða basalt og steypa úr því rör og gólfflisar. Gerðar voru nokkrar frumathuganir á þessari notkun basalts af iðnaðarráðuneytinu fyrir nokkrum árum. Basalt c aðaluppistaða í steinull, en þar er efnið blandað skeljasandi eða kalki. Notkun á steinull fer stöðugt vaxandi viðast hvar erlendis og jafnvel hér einnig, þó steinull sé innflutt og því tiltölu- lega dýr. Flutt eru til landsins nú um 1.000 tonn af plasthráefnum, sem notuð er til einangrunar- framleiðslu. Efni þessi eru tiltölu- lega dýr og kosta sennilega um eða yfir 400 millj. kr. i erlendum gjaldeyri á ári hverju. Til við- bótar fer innflutningur á steinull og glerull vaxandí. Gert er ráð fyrir, að byggingaryfírvöld muni á na'.stu árum gera auknar kröfur um eldþol þeirra efna, sem til bygginga fara og má því tclja lík- legt að steinull eða glerull, sem einnig er unnt að framleiða hér, komi í sviðsljósið aftur. Benda má á, að steinull var framleidd hér á landi áður fyrr, en það fyrirtæki hætti framleiðslu e.t.v. vegna þess, að vélar og tæki hafi ekki verið eins og best var á kosið, og einnig vegna þess, að þá var skort- ur á raforku og orkan tiltölulega dýr á þeim tíma. Basalt til sements- framleiöslu. Gera má ráð fyrir, að innlend fyrirta'ki, er framleiddi ca. 6—7 þús. tonn af steinull á ári mundi hafa góðan rekstrargrundvöll. Víða á Suðurlandi er titaníurfkur sandur, og bendir margt til að sandarnir gætu verið gott hráefni til steinullarframíeiðslu, ásamt basaltgrjóti, sem víða er mikið af. Það er nauðsynlegt að leggja áherslu á að hraða hagkvæmni könnun á framleiðslu steinullar hér á landi. En basalt er unnt að nota til fjölbreyttari framleiðslu. Margt bendir til þess, að hag- kvæmt gæ.tí verið fyrir okkur að bræða basalt ásamt öðrum efnum til framleiðslu á sementi. Eins og flestir vita er sement framleitt þannig, að kalk og bibarit er mal- að og slammað í vatni, og dælt inn Formað- ur fjár- veitinga- nefndar Jón Arnason (S) hefur verið end- urkjörinn formaður fjárveitinga- nefndar Alþingis. Varaformaður er Ingi Tryggvason (F) og fund- arskrifari Þórarinn Sigurjónsson (F). Titanríkur sandur. Á suðurströnd íslands er mikið af titanrikum sandi. Nokkrar athuganir hafa farið fram á nýtingu hans. Er nauðsynlegt að halda þeim athugunum áfram. Komið hefur í ljós, að í sandinum er 4—6% af járni, en í Bandarikjunum hefur járn verið unnið í námu, sem ekki hafði yfir 4% járniinnihald. Jón Jónsson jarðfræðingur skrifaði athyglis- verða grein í Suðurland 12. júní s.l. Greinin fjallaði um notkun innlendra jarðefna m.a. um islensku sandana. 1 niðurlagsorð- um þessarar greinar segir Jón Jónsson: ,,Af því, sem hér hefur verið sagt er Ijóst, að enda þótt sandarir íslensku hafi inni að halda athyglisvert magn af bæði Kísilútfellingar úr hveravatni við nýtingu jarðvarma t.d. eins og í Svartsengi mun falla til verulegt magn af kísiloxid. Þetta kísiloxid má hugsanlega nýta á ýmsa vegu, m.a. við gerð plantna bundinna með sementi til þess að auka styrkleika sementsins. Fleiri nýtingarmöguleikar munu einnig koma til álita. Rannsókn jarðefna. Eg hefi haft samband við Iðn- þróunarstofnun Islands og fengið miklar upplýsingar þar um það mál, sem hér er rætt um. í Iðn- þróunarstofnuninni eru starfandi áhugamenn, fróðir um þessa hluti, menn, sem vilja fá tækifæri til þess að hefja rannsóknir á innlendum jarðefnum i ríkari mæli en enn hefur mátt verða. Ræða Ingólfs Jónssonar, fyrrv. ráðherra, á Alþingi í langan snúningsofn, þar sem efnið er þurrkað fremst í ofnin- um, en í enda ofnsins glæðast efnin saman og myndast þar sementsgjall. í gjallið er siðan blandað gifsi og gifsið og gjallið er malað og er þá komið sement. Sé hráefnunum í sement biandað í bræðsluofn t.d. rafbræðsluofn, má bræða efnin saman og mynd- ast þá, að þvi er talið er, meira af þeim efnasamböndum, er nauð- synleg eru fyrir herslu sements- ins við glæðingu. Til landsins eru flutt 25—40 þús. tonn af sements- gjalli árlega, vegna þess að sementsverksmiðja ríkisins annar ekki eftirspurn. Meðalstærð af bræðsluofni er um 25—30 þús. tonn og því líklegt að slík fram- lciðsla gæti verið hagkvæm hér á landi. Þegar er hafin framleiðsla á sementi með rafbræðslu erlendis t.d. í Sovétríkjunum og tilraunir með slfka framleiðslu eru gerðar víða erlendis m.a. i Skotlandi. Veruleg raforkuþörf er við bræðslu á basalti til sementsfram- leiðslu og ætti þvi samkeppnisað- staða hér á landi að vera tiitölu- lega góð. Basalttref jar í stað asbests. Erlendis er unnið að tilraunum mcð framleiðslu á trefjum úr basalti. þ.e.a.s. án kalk í blöndunar sem ætlaðar eru til styrktar á sementsefnum og til ýmiss konar sérnota. Flestum mun vera kunnugt, að asbest- þræðir hafa verið notaðir til framleiðslu á svonefndum asbest- plötum og rörum, en einmitt um þessar mundir er verið að banna notkun asbests vegna heilsu- spillandi áhrifa í mörgum nágrannalöndum. Meðal þeirra trefja, sem talið er að komið geti í stað asbests eru basalttrefjar og steinullartrefjar. Voru niður- stöður þessara erlendu athugana þær, að basalttrefjar koma til álita sem styrktarefni í stað asbests. Mjög stór markaður er fyrir þessar trefjar og því vert að gefa athugunum á þessu sviði verulegan gaum. Hér gæti verið verkefni fyrir íslenst iðnfyrirtæki að framleiða vöru til útflutnings. Hér er tiltölulega ódýr raforka til bræðslu á basalti til trefjagerðar- innar. Og efnið er tiltölulega dýrt en flutningskostnaður frá land- inu þyrfti því ekki að vera þröskuldur i vegi fyrir því, að útflutningur gæti orðið að veru- leika. Víða erlendis eru þegar fram- leiddar plötur úr basalti, sem eru þannig gerðar að basaltið og leir og eða vikri og fleiri efnum er blandað saman og þau glædd við 1.000 — 1.400 gráðu hita. Bendir margt til að slík framleiðsla gæti orðið hagkvæm hér á landi. járni og títan þá mun þurfa tals- verðar rannsóknir og væntanlega miklar tilraunir áður en hægt verður að snúa sér að málm- vinnslu úr þeim.“ Þetta eru orð að sönnu. Það þurfa rannsóknir áður en að hugsanlegt er að vinna málm úr íslensku söndunum. En þetta eru athyglisverð orð hjá þessum fróða manni. E.t.v. eigum við þarna mikilsverðar námur, sem hægt er að nýta í framtíðinni. Leir til iðnaðar. Leir finnst hér i tiltölulega miklu magni viða á landinu. NokI?rar athuganir hafa þegar farið fram, en aðallega með tilliti til notkunar í múrsteina og hugsanlega til framleiðslu á hreinlætistækjum. lslenskur leir Það er örugglega mikið verk og vandasamt að rannsaka til hlítar það sém hér hefur verið nefnt. En það þolir ekki bið, að úr því fái skorist, hvort arðvænlegt er að efna til iðnaðarframleiðslu úr íslenskum jarðefnum. Líkurnar eru miklar fyrir því, að jarðefnin séu mikill auður, sem þjóðin geti notfært sér á næstu árum og um langa framtið. Athuga ber, að hve miklu leyti er unnt að hafa not af langri reynslu og þekkingu annarra þjóða í vinnslu margs konar jarðefna í fjölbreytilegum iðnaði. Flestum mun vera ljóst, að iðnaðurinn verður á næstu árum að taka við fjölda ungmenna, sem koma á vinnumarkað. Er því þörf á að nýta þá möguleika, sem kunna að vera fyrir hendi til þess að koma upp nýjum iðngreinum. Það er mikilsvert ef hráefnið er innlent og orkan er heimafengin. Hliðstæð jarðefni og hér hafa verið nefnd eru mjög verðmæt iðnaðarhráefni viða erlendis. Framhald á bls. 25 Þingfréttir í stuttu máli: Vestfjarðaskip — Sundlaug við end- urhæfingarstöð Vestfjarðaskip Sighvatur Björgvinsson (A) mælti fyrir tillögu til þings- ályktunar í sameinuðu þingi í gær, sem fjallar um sérstakt Vestfjarðaskip á vegum Skipa- útgerðar ríkisins, er sinni viku- legum vöruflutningaferðum frá Reykjavík til Vestfjarðahafna. Halldór E. Sigurðsson sam- gönguráðherra sagði það sam- dóma álit sitt og viðtakandi for- stjóra Skipaútgerðarinnar, að fyrst og fremst þyrfti að sinna Vestfjörðum og Austfjörðum um vöruflutninga, og þar dygði ekki minna en vikulegar ferðir, Sundlaug við endurhæfingarstöð Magnús Kjartansson (Abl) mælti fyrir tillögu til þings- ályktunar, sem hann flytur ásamt þremur þingmönnum, um sundlaug við endurhæfing- arstöð Borgarspftalans. Matt- hfas Bjarnason heilbrigisráð- herra lýsti stuðningi við tillög- una. Hann sagði að Reykjavík- urborg væri sá aðili, sem reist hefði og ræki Borgarspitalann, sem og hliðarstofnanir eins og endurhæfingarstöðina. Sér- fræðingar hennar ynnu-nú að athugun á því, hvern veg slíkri sundlaug yrði bezt fyrir komið við endurhæfingarstöðina. Ef a.m.k. yfir vetrarmánuði. Yrðu mál þessi tekin föstum tökum. Hitt væri vafasamt, hvort Herjólfur '•(áður Vestmanna- eyjaskip) hentaði til slfkra ferða, þar sem hann væri fyrst og fremst farþegaskip. Þing- menn Vestfirðinga tóku flestir til máls við þessa umræðu og kunngerði Þorvaldur Garðar Kristjánsson m.a. samþykkt’ Fjórðungsráðs Vestfjarða, þar sem m.a. var hreyft þeirri hug- mynd, að Vestfirðingar ættu og rækju slíkt vöruflutningaskip á sama hátt og Vestmannaeying- ar. sú athugun yrði jákvæð og Al- þingi samþykkti framkomnatil- lögu, myndi hann leggja allt kapp á, að fyrsta fjárveiting til þessarar framkvæmdar kæmist á fjárlög næsta árs. Albert Guð- mundsson (S) þakkaði flutn- ingsmönnum og heilbrigðisráð- herra frumkvæði og stuðning i þessu máli og hlý orð til endiftv hæfingarstöðvarinnar og starfs-’ fólks hennar, sem væri vel að þeim komið. Hann rakti gang þessara mála i borgarstjórn og hvað hana einhuga um að hrinda sundlaugarbyggingunni í framkvæmd. Einar Agústsson utanrikisráðherra mælti og með samþykkt tillögunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.