Morgunblaðið - 22.10.1976, Page 23

Morgunblaðið - 22.10.1976, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTL'DAGL'R 22. OKT0BER 1976 23 igismadur: rjóta a brjóta Ik niður ,4ögum” Að lög Ég bað þá ..viðmælanda' minn að spyrja yfirdýralækni, hvenær hann komi í hús SS Þá varð mjög löng þögn, en loks kom forstjórinn aftur og sagði „Vfirdýralæknir er mjög tíma- bundinn og getur ekki talað við þig, en bað mig að skila, að hann mundi hringja í þig frá Akureyri." (sem hann auðvitað ekki gerði) Þetta kvöld var haldinn fundur í stjórn SS, þar sem eftirfarandi bókun var gerð „Fimmtudaginn 30 sept 1976, kom stjórn Slátursamlags Skagfirðinga saman ásamt Eyjólfi Konráð Jónssyni og Sveini Jóhannssyni i sláturhúsi fé- lagsins, þar sem von var á Páli A Pálssyni til að taka út sláturhúsið Jón Björnsson hafði tal af Steini Þ Steins- syni fyrir hádegi og spurði hann, hve- nær von væri á yfirdýralækni, og sagði hann, að hann mundi koma um kaffi- leytið, en það mundi taka um 3 tíma að skoða KS-húsið, en hann vissi ekki hvort yfirdýralæknir léti sig um að fara með þeim enska (erlendur dýralæknir var með í ferðinni) um KS-húsið og skoðaði húsið hjá okkur á meðan Siðan skeður það að beðið var allan daginn og enginn kom Þá var beðið um símtal við Stein Þ eða Pál A Pálsson á sláturhúsi KS. sem aldrei kom Þá skeður það að við fréttum, að Helgi Rafn Traustason hafi boðið dýra- læknunum og þeim enska i kvöldmat Þá hringir Eyjólfur Konráð heim til Helga og biður um samtal við yfirdýra- iækni, en honum er sagt að hann sé að borða Þá bað Eyjólfur um að Páll A Pálsson sé spurður um hvenær megi búast við honum að skoða húsið, en Helgi kemur með þau boð til baka. að yfirdýralæknir muni hringja til Eyjólfs frá Akureyri, þar sem hann sé svo timabundinn Hafði Eyjólfur af þessu tilefni samband við Sveinbjörn Dag- finnsson ráðuneytisstjóra, Halldór Sig- urðsson landbúnaðarráðherra og Ing- ólf Jónsson fyrv ráðherra, sem hringdi heim til Helga Rafns og fékk að tala við yfirdýralækni, sem lofaði að koma á sunnudag að taka húsið út Stjórnin ákvað að sýna enn langlundargeð í trausti þess að sláturleyfi fáist strax eftir úttektina á sunnudag. en fól Eyjólfi Konráð Jónssyni hrl að sækja málið ella að lagaleiðum, þar á meðal að krefja rikið skaðabóta Fleira ekki tekið fyrir Fundi slitið Guðm Stefánsson Jón Björnsson Sigurpáll Árnason. Næsta dag sendi ég yfirdýralækni eftirfarandi skeyti: Páll A. Pálsson, yf irdýralæknir, Keldum, Reykjavík í framhaldi af atburðum þeim, er gerðust í gær, er þér neituðuð að koma I sláturhús Slátursamlags Skagfirðinga, þótt þér væruð hér á staðnum og genguð jafnvel svo langt að neita að ræða við forsvarsmenn Slátursamlagsins, eða mig ( síma, samhliða neitun héraðsdýralæknis að taka húsið út, ákvað stjórn félags- ins að fela mér að halda málinu til laga og leita (trasta réttar fyrir dóm- stólum, ef þörf krefur. Þar sem þér hétuð því ( símtali við Ingólf Jónsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra að koma n.k. sunnudag og taka húsið út, ákvað stjórnin þó, eins og segir í samþykkt hennar ,,að sýna enn lang- lundargeð ( trausti þess, að slátur- leyfi fáist strax eftir úttektina á sunnudag" . Þetta tel ég bæði rétt og skylt að tilkynna yður nú þegar og óska þess jafnframt, að þér tilkynnið Jóni Björnssyni, Hellulandi, hvenær sunnudagsins þér hyggist taka húsið út. Með kveðju, Eyjólfur Konráð Jónsson, hrl. Þessu svarar Páll A. Pálsson með eftir- farandi bréfi: 2. október 1976 Hr. alþingismaður Eyjólfur Konráð Jónsson Brekkugerði 24, Reykjavík. Þakka tvö skeyti frá yður dagsett 28/9 og 1/10 1976, varðandi sláturhús á Sauðárkróki. Vegna fjar- veru úr bænum fékk ég skeyti þessi fyrst í hendur að kvöldi föstudags 1. október. Þér óskið eftir því í skeytum þess- um að kannað verði hið bráðasta hvort sláturhús Slátursamlags Skagafjarðar uppfylli þær reglur sem gilda um sláturhús. Sm(ði virðist þó ekki lokið ( húsinu samkvæmt skeyti yðar. Eins og ég tjáði yður er við hitt- umst fyrir rúmri viku siðan hefi ég verið á stöðugu ferðalagi, og verð það einnig f næstu viku. Ferðalög þessi eru að beiðni Landbúnaðar- ráðuneytisins til að sýna fulltrúum breskra og bandarfskra heilbrigðis- yfirvalda sláturhús sem flytja afurðir til Bretlands og Bandaríkjanna. Að þessu sinni hefur skoðun þessa breska fulltrúa á sláturtilhögun og sláturhúsum verið mun ftarlegri og tlmafrekari en áður hefur verið, tek- ið um þrjár klukkustundir, jafnvel meir. Þvf var það að skoðun á Sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðár- króki sem hófst strax og við komum þangað kl. 15.30 var eigi lokið fyrr en klukkan var ca. 18.45. Þá var eftir að ræða við héraðsdýralækninn og forráðamenn hússins um allmörg atriði og komast til Akureyrar bflleið- is til að ná þar sfðustu kvöldvél til Reykjavikur, en á Akureyrarvelli áttu farþegar að vera mættir kl. 21.45. Þar sem tfmi var svo naumur til umræðna og athugasemda um húsið ákvað ég að tala ekki að þessu sinni við menn úr Skagafirði sem óskað höfðu eftir að hitta mig að máli, eða að svara f sfma þessa stund. Að sjálfsögðu var enginn tfmi þetta kvöld til þess að skoða slátur- hús Slátursamlagsins enda farið að bregða birtu. Baðég Stein Steinsson héraðsdýralækni að greina forsvars- mönnum Slátursamlagsins frá því hvers vegna ég gat ekki skoðað sláturhús þeirra. Það er á misskiln- ingi byggt að ég hafi neitað að skoða hús þetta, tfminn var bara of naumur til þess að það væri hægt. Stjórn Slátursamlags Skagfirðinga ásamt Eyjólfi Konráð Jóns- syni alþingismanni Ingólfur Jónsson, alþingismaður, náði f mig gegnum sfma að loknum umræðum f þann mund að ég var að leggja af stað frá Sauðárkróki. Tjáði ég honum að vegna tímaskorts gæti ég ekki skoðað hús Slátursamlagsins þá um kvöldið, en skyldi reyna að gera það sunnudag þann 3. okt. ef flugveður leyfði, en næstu viku verð ég enn á ferðalögum. Ofangreint vil ég taka fram til að leiðrétta misskilning sem fram kemur í áðurnefndum skeytum. Virðingarfyllst, Páll A. Pálsson. Hvert er valdsvið yfir- dýralæknis? Nú er.dokað við En loks nokkru fyrir hádegi sunnudaginn 3 þ m berast boð um það frá héraðsdýralækni. að yfirvaldið mum birtast eftir hádegið sem og varð þótt talsvert seinna væri en boðað hafði verið hver svo sem ástæðan var Og nú heldur Páll A Pálsson áfram frásögninni Landbúnaðarrá ðuneytið, Reykjavik. Að höfðu samráði við ráðuneytis- stjóra Sveinbjörn Dagfinnsson, skoð- aði ég sfðastliðinn sunnudag þ. 3. þ.m. Sláturhús Slátursamlags Skag- firðinga á Sauðárkróki að beiðni for- ráðamanna þess. Á liðnu sumri var sláturhús þetta endurskipulagt og endurbætt, en undanfarin ár hefur sláturhúsið verið starfrækt á undanþáguheimild ráðu- neytisins. Ekki lágu þó fyrir samþykktar teikningar af húsinu áður en fram- kvæmdir voru hafnar svo sem lög gera ráð fyrir. Við skoðun mfna kom í Ijós að ýmsu er enn áfátt miðað við gildandi reglur um sláturhús og þann búnað, sem nú er krafist af nýjum eða ný- uppgerðum sláturhúsum hér á landi, og smfði f húsinu ekki að fullu lokið. Gerði ég forráðamanni hússins grein fyrir því í stórum dráttum, hvers væri ábótavant að mínu mati. Var þá bæði um að ræða óheppilegt fyrir- komulag og ófullnægjandi frágang. Skrá um það fylgir sfðar. Að lokinni skoðun á þessu húsi vil ég taka fram eftirfarandi: 1. Hús Slátursamlags Skagfirð- inga er innréttað sem sauðfjárslátur- hús fyrst og fremst. í Ijós kom, að þar var ekki að finna sérstaka aðstöðu til slátrunar stórgripa nema einn gálga. Smfði er enn ólokið. Frystirar og frostgeymslur eru ófull- nægjandi að frágangi. 2. Verulegar og kostnaðarsamar breytingar hafa verið gerðar á húsi þessu f sumar án þess að fyrir hafi legið samþykktar teikningar, svo sem lög mæla fyrir um. Því hefur margt farið úrskeiðis um fyrirkomu- lag. Húsið uppfyllir nú ekki nema að nokkru leyti gildandi reglur um út- búnað sláturhúsa og kjötfrystihúsa, þó sumt hafi verið vel gert varðandi breytingar. 3. Ef hafin verður starfsemi í þessu húsi, hefur það f för með sér, að mun erfiðara verður fyrir héraðs- dýralækni að framkvæma heil brigðisskoðun og annað eftirlit, sem honum er skylt, þar sem hann þarf að vinna f tveim húsum samtfmis, en mikil áhersla er lögð á, að slfkt eftirlit sé sem best. 4. Ekki virðist nein brýn nauðsyn vera á því að hefja starfsemi f þessu húsi (sbr. 1. nr. 30/66), þar sem örskammt frá er nýtt og vandað sláturhús, sem er sérstaklega inn- réttað bæði fyrir slátrun sauðfjár og stórgripa og getur annað allri slátrun f héraðinu. Virðingarfyllst, Páll A. Pálsson. Reykjavík 3. okt. 1976. Menn taka að skjálfa Og nú landbúnaðarráðherra Hr. yfirdýralæknir, Páll A. Pálsson, Sóleyjargötu 7, R 4. okt. 1976 í bréfi yðar, dags. f dag, varðandi sláturhús Slátursamlags Skagfirð- inga er ekki tekin afstaða til, hvort sláturhús félagsins skuli hljóta lög- gildingu til sauðfjárslátrunar á þessu hausti. Af þeirri ástæðu tekur ráðu- neytið eftirfarandi fram. Samkvæmt lögum nr. 30/1966, 2. gr., um meðferð skoðun og mat á sláturafurðum, er skilyrði þess, að til löggildingar sláturhúss komi, að yfir- dýralæknir eða viðkomandi héraðs- dýralæknir mæli með löggildingu húss. Ráðuneytið fer þess þvf á leit við yður, að þér gefið út ákveðna yfirlýs- ingu um, hvort þér mælið með lög- gildingu hússins eða ekki, þannig að ráðuneytið geti tekið málið til end- anlegrar afgreiðslu. H. E. Sig. Og svo Páll aftur. Taldir eru til 22 liðir í ódagsettu bréfi „sem ekki eru í samræmi við gildandi reglureða lagfæra þarf Og mðurlag bréfsms er svohljóð- andi . Vinnutilhogun í þessu húsi við slátrun sauðfjár tel ég gamaldags og er erfitt að samræma hana þeim krofum til heilbrigðisskoðunar sem nú eru í gildi Væntanlega hefði betur til tekist ef menn hefðu gefið sér betri tíma „Hótunarbréf" E.K.J. næsta morgun. Þá sendi ég bréfið fræga um hús Slátursamlagsms svohljóðandi Landbúnaðarráðherra Arnarhvoli Reykjavfk. 6. október 1 976. Með bréfi þessu tilkynnist for- sætisráðherra, landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra, að sauðfjár slátrun hefst í húsi Slátursamlags Skagfirðinga, Sauðárkróki, snemma morguns fimmtudagsins 7. þ.m. og mun ég með eigin hendi slátra fyrsta dilknum, hvort sem sú löggilding, sem skylt er að veita lögum sam- kvæmt hefur verið framkvæmd eða ekki. Þess er hér með krafizt að stjórn- völd sjái um, að dýralæknir eða full- trúi hans verði f húsinu meðan slátrun fer fram og gegni skyldu- störfum sfnum, en slátrun stórgripa mun hefjast þegar að sauðfjárslátrun lokinni. Virðingarfyllst, Eyjólfur Konráð Jónsson Vituð ér enn eð: hvat Nú veit ég ekki hvort fleiri orð þjóna tilgangi. og eftirleikmn kannast menn v.ð Bezt er því líklega að fólk lesi bara í eyðurnar. þær eru stórar — eru hrópandi — blasa við augum hvers sæmilegs manns Svo var veitt leyfi til sauðfjárslátrun- ar, um það er lauk og hélt ég á tímabili að ég yrði að skreppa norður og skjóta naut Söguna um þetta segi ég ekki að fyrra bragði. þótt saga væri til næsta bæjar Hver hefur skotið hrút — og hver hefur ekki skotið hrút? Hvar má skjóta hrút — og hvar má ekki skjóta hrút — eða þá Hver má skjóta hrút — og hver má ekki skjóta hrút Fyrst var ég ásakaður fyrir að brjóta log svo var ég sakaður um að hafa hótað að brjóta log Engm log er mér kunnugt um sem ég braut í þessari sennu og heldur engm sem ég hótaði að brjóta — eða hvaða lög banna manm með byssuleyfi að slátra sínum hrút i húsi sem ekki fékkst loggilt sem sláturhús Ég hef skorað á þá sem bera mig sokum að nefna emhvern lagastaf. sem ég hótaði að brjóta — ég endurtek , Hvaða lög hótaði ég að brjóta? Svarið óhikað og berið sokum þvi að engan mann (eða dagblað) mun ég hundelta út af þessu máli Hugsamr minar i flugvélmm á leið- inm norður á ég emn Um þær segi ég það eitt að ég þóttist þá viss um að ranglæti og valdníðslu væri unnt að brjóta á bak aftur i þessu tilfelli án þess að brjóta lög — en gerði mér um leið grein fyrir þvi, hve hrikalega auð- velt er að brjóta niður fólk með „lög- um' I þetta skipti tókst það ekki En hversu oft hefur það ekki tekizt — Og hversu oft á það ekki eftir að takast ef Og nú vona ég að máli þessu geti verið lokið af minni hálfu a m k

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.