Morgunblaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTOBER 1976 Samhand dýraverndunarfélaga: Oddvitar tilnefni trúnað- armenn fyrir sambandið STJÖRN Sambands dýraverndun- arfélaga íslands hefur ritað öllum oddvitum landsins bréf þar sem farið er þess á leit við þá að þeir tilnefni trúnaðarmann fyrir Sam- band dýraverndunarfélaga ís- lands, að þvi er segir í fréttatil- kynningu frá sambandinu. Eins og flestum er væntanlega kunnugt er Samband dýravernd- unarfélaga islands einungis skip- að áhugamönnum, sem allir eru fullhlaðnir starfsskyldum brauð- stritsins og geta því einungis sinnt dýraverndunarmálum i sin- um fritima. Þetta kemur sér oft mjög illa þegar ieitað er til stjórn- arinnar frá hinum ýmsu lands- hlutum vegna ýmiss konar mála er upp koma um meðferð dýra. Því ákvað stjórn S.D.l. að koma upp kerfi trúnaðarmanna um landið allt. Svipað trúnaðar- mannakerfi og hér er áætlað að koma á er t.d. rekið af Dýravernd- unarsambandi Danmerkur með mjög góðum árangri. Er það von stjórnar S.D.Í. að oddvitar landsins bregði skjótt við og tilnefni trúnaðarmann í sinum hreppi og láti stjórnina vita sem allra fyrst. LESHRINGIR HEIMDALLAR: Leshringur um frjálshyggju 1. Hvað er frjálshyggja? — vísir að skilgrein- ingu. 2. Hvað er frelsi, vald, eign, jafnrétti? — vísir að greiningu stjórnspekilegra hugtaka. 3. Frjálshyggja og stjórnskipun. a) lýðræði, b) réttarríki, c) mannréttindi Kjartan G. Kjartansson leiðbeinandi leshringsins John Stuart Mill 4. Frjálshyggja og hagkerfi 5. Frjálshyggja og umhverfismál 6. Frjálshyggja og uppeldismál 7. Frjálshyggja og vestræn iðnríki SER FRJÁLSHYGGJA fyrst og fremst 1 9DU-ALDAR KENFJINGAR UM STJÓRNSKIP uU AN OG HLUTVERK RÍKISVALDSINS, EÐA ER HÚN VÍÐTÆKARI AFSTAÐA UM MANNLEGT EÐLI, MANNLEG SAMSKIPTI OG VALD í MANNLEGUM SAMFÉLÖGUM? A.S. Neill Bertrand Russel KJORDÆMAFUNDIR FORSÆTISRÁÐHERRA Geir Hallgrfimsson, forsætfisrádherra flytur ræðu og svarar fyrírspurnum fundargesta AUSTURLANDSKJORDÆMI Höfn í Hornafirði laugardaginn 23. okt. kl. 15.30 í Hótel Höfn. Takið þátt í fundum forsætísráðherra Klaus bartskeri (Jón Júlfusson) og Lars Mattheusson bartskera- nemi (Evert Ingólfsson) aðstoða rfkismann sem vantar hand- snyrtingu (Arnar Jðnsson). Skollaleikur á Austurlandi Alþýðuleikhúsið frumsýnir nýtt fslenskt leikrit á Borgar- firði eystra sunnudaginn 17. október. Leikritið heitir „Skollaleikur" og er eftir Böð- var Guðmundsson, tónlist er eftir Jón Hlöðver Áskelsson, en leikmynd, búninga og grímur gerði Messfana Tómasdóttir. Leikstjóri er Þórhildur Þor- leifsdóttir. Hlutverk í leikrit- inu eru 25 talsins og leika þau Arnar Jónsson, Evert Ingólfs- son, Jón Júliusson, Kristín Á Ölafsdóttir og Þráinn Karlsson. Skollaleikur gerist í Ham- borg og á Islandi á 17. öld. Leikritið er byggt á sögulegum grunni þótt frjálslega sé farið með atburði og persónur. Það greinir frá þýskum kaupmanns- syni, Lars Mattheussyni, sem gerist bartskeri, og fylgikonu hans, Matthildi. Þau flýja til íslands undan galdraofsóknum og ofbeldi auk þess sem þau ætla að lækna íslendinga af sárasótt. Á tslandi kynnast þau auk sjúklinga fyrirmönnum landsins, hinum brennuglaða Þorleifi Kortssyni, Runólfi biskupi lærða og Gísla lög- manni vísa á Hliðarenda. Þau komast að raun um að einnig á tslandi hefur galdratrúin feng- ið byr undir báða vængi. Þótt vettvangur Skollaleiks sé fjarri okkar tímum er efni hans ætlað að skfrskota til lfð- andi stundar. I leikritinu er komið inn á ýmis þau mál sem mjög eru á vörum fólks í dag, jafnt hér á landi sem annars staðar, svo sem mútuþægni, misbeitingu valds, ofsóknir og lagaflækjur. Rétt er að taka fram að leik- ritið er varla við hæfi barna. Frumsýning verður sem fyrr segir á Borgarfirði sunnudag- inn 17. október en síðan verður sýnt út vikuna á eftirtöldum stöðum i þessari röð: Seyðis- firði, Neskaupstað, Eskifirði, Stöðvarfirði, Reyðarfirði og Fá- skrúðsfirði laugardaginn 23. október. Að leikferð um Austurland lokinni verður sýnt á Akureyri, en síðan haldið til Reykjavfkur og Skollaleikur sýndur þar ásamt 1. verkefni Alþýðuleikhússins, Krumma- gulli. Kópavogur: Mikil brögð að því að útivistarreglur barna séu brotnar MIKIL brögð hafa verið að þvf f Kðpavogi, að börn og unglingar hafi ekki virt reglur um útivist barna. Lö^reglunni hafa borizt kvartanir vegna hðpa barna og unglinga, sem hafa safnast saman á kvöldin og valdið ðnæði og jafn- vel unnið skemmdarverk. Ásmundur Guðmundsson rann- sóknarlögreglumaður í Kópavogi sagði í samtali við Morgunblaðið i gær, að samkvæmt reglum ættu börn 12 ára og yngri að vera kom- in inn til sin fyrir klukkan 8 á kvöldin og 13—15 ára börn mega ekki vera úti lengur en til 10 á kvöldin. „Það eru mikil brögð að þvf að þessar reglur séu ekki haldnar og vill lögreglan beina því til foreldra, að þeir sjái til þess að börn þeirra séu ekki úti eftir leyfilegan tíma," sagði Ás- mundur. Þá benti Ásmundur ennfremur á það, að ljósaútbúnaður reiðhjóla væri ekki í sem beztu ásigkomu- lagi hjá unglingum í Kópavogi um þessar mundir. Eru reiðhjól tekin og flutt á lögreglustöðina, ef ekið er á þeim ljóslausum og verða foreldrar barnanna að koma á stöðina og leysa þau út. Vildi Ás- mundur brýna fyrir foreldrum að sjá til þess að hjólin séu í full- komnu lagi. Konur efla brunavarnir Akranesi, 20. október DAGANA 16. til 30. október ganga konur úr Kvenfélagi Akra- ness í hús hér og bjóða slökkvi- tæki og reykskynjara til sölu. Að- ur höfðu konurnar sent upplýs- ingar um brunavarnir i öll hús á Akranesi. Tækin sem boðin verða til sölu, eru til sýnis í verzlunar- glugga Bjargs h.f. Þar sem reykskynjarar og slökkvitæki auka mjög öryggi í heimahúsum sem annars staðar er trúlegt að bæjarbúar notfæri sér þessa sérstæðu þjónustu kven- félagsins. Frekari uppfýsingar viðvíkjandi þessum tækjum verða gefnar í síma 1279, 2195 og 1871. Júlfus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.