Morgunblaðið - 22.10.1976, Page 40

Morgunblaðið - 22.10.1976, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTÖBER 1976 Sykurnáma Siggu gömlu Eftir Ann Richards til húss Siggu gömlu. Gummi íkorni rak lestina og skoraði á alla að standa sig nú. Hann var Siggu auðvitað ákvaflega þakk- látur, því ef hún hefi ekka á sínum tíma hjúkrað honum, hefði hann alveg eins getað látið lífið. Bjöllurnar höfðu þegar byrjað á eyði- leggingarstarfi sínu. Sigga gamla var alveg örvæntingarfull og minnstu mun- aði, að hún færi að gráta. Alli árrisuli reyndi af fremsta megni að drepa bjöll- urnar með handklæði, sem hann sveiflaði i kringum sig, en svo fjölmennar voru þær, að þetta var næsta vonlítið. „Það er ég handviss um, að óþokkinn hann Gráálfur hefur haft hér hönd i bagga!“ hrópaði Alli. En einmitt á sama andartaki, sem allt virtist orðið vonlaust, komu íkornarnir á vettvang, en fyrir þeim fóru þau Ingunn og Tobbi. íkornarnir ætluðu allt að æra með tísti sínu, þar sem þeir þutu milli sykurrófnanna og beittu klóm og kjafti í baráttu sinni við bjöllurnar. Og bjöllurn- ar komust brátt að þeirri niðurstöðu, að þær háðu vonlaust strið við þessi rauð- latu, rófustóru, æstu dýr. Því enda þótt mannfólkinu þyki ginið á íkornunum lít- ið, er það í augum bjöllunnar áþekktast gríðastórum, gapandi helli. Bjöllurnar sáu sitt óvænna og flugu af stað. íkornarnir, Sigga gamla og Alli horfðu á þær hverfa í fjarska. „Guði sé lof!“ andvarpaði Sigga. „Og lofaðir séu íkornarnir!“ sagði Alli árrisuli. En þegar þau sneru sér við, til að horfa á íkornana, voru þeir allir á bak og burt. Þau litu yfir trjágirðinguna og sáu hvað öll halarófan hvarf í skóginn. Sykurrófuuppskeran reyndist betri en nokkru sinni áður, og úr rófunum tókst Siggu að vinna heilmikið af sykri. En af Tobba íkorna er það að segja aó hann var stórhrifinn af ævintýrum sín- um og félaga sinna. Og svo vel féll honum Ingunn íkorni í geð og hjálpsemi hennar við Siggu gömlu, að hann bauð henni að gæða sér á hnetunum sínum yfir vetur- inn. Þér sofið! Þér getið ekki hald- ið yður vak- andi! Þér sofið! MORÖJK/ kafp/no GRANI göslari 1A?3 * Vilduð þér tala við mig? Eg léttist ekki um eitt einasta pund, en peningaveskið mitt léttist jafnt og þétt. 4 -o- POLLUX Guð. Þarna ertu, ég hélt eitt- hvað hefði komið fyrir þig? Forvitinn maður hitti dreng með reiðhest í taumi. — Hvert ætlar þú að fara með þennan hest? — Til dýralæknisins. — Æ, lofaðu mér að skoða hann. Ég hef vit á hestum. — Gerðu svo vel. Forvitni maðurinn skoðaði hestinn f krók og kring, mjög vandlega. — Ég fæ ekki séð, að neitt gangi að þessum hesti, sagði hann loks. — Nei, hvers vegna ætti eitt- hvað að ganga að honum? — Vegna þess að þú ert á leið með hann til dýralæknisins. — Já, það er satt, þetta er reið- hesturinn hans. Hún: Borðaðu nú ekki of mikið, Hans minn. Mundu eftir þvf, sem læknirinn hefur sagt, að þú verðir að gæta hófs bæði f mat og drykk. Hann: Hvern fjandann varðar mig um lækninn. Heldurðu að ég fari að svelta mig f hel til þess að treina f mér lífið? Ungur læknir segir við vin sinn, sem er rithöfundur: — Það er ekki von að þú getir samið neitt af viti, þegar þú hefur aldrei ró og næði. Rithöfundurinn: Það er rétt, geturðu lánað mér biðstofuna þfna? Framhaldssaga aftir. Rosamary Gatenby Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 51 Og enn kom vélin aftur. Hún flaug lágt yfir svæðið þar sem ungfrú Everest og Tim Donan voru. Kannski flugmaðurinn væri að leita að einhverju — nei hann hafði fundið það, þvf að hann sveíflaði vélinni til. Þetta hlaut að vera einhver sem þekkti stúlkuna. Nei, þetta var meira en Iftíð skrftið. Og þarna kom Donan með ungfrú Everest f eftirdragi og þau riðu greitt. Vélin sveimaði yfir þeim, lækkaði flugið... — Guð minn sæll og góður! Earl snerist eins og skoppara- kringla á gólfinu. Þaðleit út fyrir að vélin ætlaði að lenda. Hann kveikti á senditækinu. — Billy, Billy heyrir þú til mfn? — Já... — Flugvélin er að lenda. Komdu hingað eins og örskot. Og án þess að bfða svars greip hann riffilinn niður af veggnum og hlóp út úr dyrunum. Hann stillti sér upp við brautarendann og reyndi að gefa flugmanninum bendingu um að hann mætti ekki lenda. Flugvélin kom f áttina til hans, snart jörðina og stóð svo kyrr. Earl hljóp f áttina til hennar. Ungur Ijóshærður maður opnaði dyrnar og leit f kringum sig. Hann var ekki ósvipaður unga manninum sem hafði leikið aðal- hlutverkíð f „Leyndardómnum f Leningrad" sem hann hafði séð nokkrum dögum áður. — Þér megið ekki lenda hér, hópaði hann og beindi riflinum að honum. — Þetta er eínkaeign. — Afsakið en talstöðin mfn bilaði. Eg náði ekki sambandi við turninn f Midland, svo að ég gat þar af leiðandi ekki lent. Get ég ekki fengið að hringja? — Þér megíð ekki lenda hér. Húsbóndi minn ... Ungi maðurinn stökk léttilega niður úr vélinni. — En nú ER ég lentur ... Hann lét eins og hann sæi ekki riffilinn og var bæði glaður í bragði og óþvingaður og gekk f áttina til Earls eins og hann hefði fagnað honum sem góðum vini. Earl hefði auðvitað getað hleypt af og dúndrað f brjóstkass- ann á honum. Hvers vegna gerði hann það ekkí? Kannski vegna þess hann hafði aldrei skotið neinn? Hann ætlaði að hopa á hæli en það var um seinan. Kauðinn rétti út höndina og gaf honum eitt vfnk. Aður en Earl víssi af hafði rifillinn verið sleginn úr hendi hans og hann hrökklaðist aftur á bak vegna þess að höggið hafði sannarlega verið ósvikið. Þegar hann hafði skreiðst á fætur var maðurinn kominn með rifilinn f hendurnar. — Jæja, nú skulum við koma okkur inn f skúrinn, sagði hann glaðbeittur. Ilér stoðaði engin elsku mamma. Earl reis hægt á fætur. — Flýttu þér nú! En Earl gaf sér góðan tfma. Hann lét eins og hann kæmist varla úr sporunum. Maðurinn vissi sem sé ekki að Billy var á leiðinni hingað á jeppanum. Ef hann gæti nú bara tafið tfmann. — Svona úr sporunum nú! Hann fann að riffillinn var rek- inn f bakið á sér. Og þá þurfti ekki að segja honum að flýta sér. Það fór ekki eins og hann hafði vonað. En það var þó mesti munur að nú hafði hann komið auga á hana. Honum hafði tekizt lendingin prýðilega og honum hafði einnig tekizt að fá vörðinn til að fara f burtu og skilja Helene eftir eina. Hann hafði kannað svæðið vel og nákvæmlega áður en hann gerði tilraun til lendingar. Hann beið um hrfð eftir að hafa bundið fanga sinn og iokað hann inní á litla salerninu f kofanum og fylgdist með hvort einhverjir fleiri kæmu á vettvang. Svo fannst honum tfmabært að fara aftur af stað og færa vélina á hinn brautarendann. Hann sté um borð og ræsti hreyflana. Þegar hann sneri vélinni sá hann að maður og hestur höfðu numið staðar. Skyndilega sló hann f hestinn og reið aftur f áttina til Helene. Fari það f það kolað. Verðinum var orðið Ijóst að hann hafði gengið f gildru. Ef hann flýtti sér ... hann ók eftir brautinni og gaf inn. Um leið og hann hóf vélina á loft sá hann jeppa koma brunandi og bremsa við hinn endann á braut- ínni... Hann myndi aldrei komast til hennar á undan nema þvf aðeins Hann flaug aftur yfir staðinn þar sem hann hafði séð hana áður til að athuga hvað hún hefðist að. Hann sá að hesturinn stefndi til fjalla og hún hvatti hann óspart sporum. Fjöllin hamingjan góða! En hún átti ekki um aðra leið að velja. Hann flaug á undan og leitaði með logandi ljósi að eínhverjum stað sem hann gæti lent á. Hann flaug aftur yfir hana tíl að sjá hvernig henni reiddi af. Hestur- inn hennar var að klifra upp fjallshlfðina. Þetta hlaut að reyna á skepnuna. Og hann sá að vörður- inn nálgaðist hana æ meira. „ Tvfvegis flaug hann yfir til að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.