Morgunblaðið - 06.11.1976, Síða 5

Morgunblaðið - 06.11.1976, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NOVEMBER 1976 Takmarkid: Engin slysaalda í ár Lögreglan kannar ástand ökutæk ja: Sektum miskunar- laust beitt ef eitthvad reynist vera í ólagi LÖGREGLAN kannaði ( fyrra- kvöld ástand bifreiða ( höfuð- borginni, eins og fram kom ( Mbl. ( gær. Morgunblaðið hefði samband við Baidvin Ottósson, varðstjóra ( umferðardeild lög- reglunnar, og spurði hann hver hefði orðið útkoman úr könn- uninní. Kom ( Ijós, að lögreglan færði 63 bifreiðir til skoðunar. Þar af voru númer tekin af 18 bifreiðum, 13 fengu leyfi til að fara beint á verkstæði en eig- endum 32 bifreiða var gefinn nokkurra daga frestur til að kippa ýmsu f lag, sem ábóta- vant þótti. Að sögn Baldvins er þetta svipuð útkoma og oftast áður. Baldvin Ottósson sagi að lög- reglan myndi gera svona kann- anir af og til. Sagði hann að vissara væri fyrir menn að hafa bílana sína í lagi, þvi sektum væri miskunnarlaust beitt ef ekki er allt í lagi með bílana. Voru sektarupphæðir hækkað- ar verulega nú í haust. Nefndi Baldvin sem dæmi, að sekt fyr- ir að mæta ekki f aðalskoðun væri allt að 6 þúsund krónur og 4000 þúsund krónur þurfa þeir að borga sem ekki mæta i end- urskoðun. Ef mikilvæg tæki bifreiðarinnar, svo sem stýri og hemlar, eru ( ólagi, má sekta bíleigendur um 10 þúsund krónur og ef handbremsan er i ólagi, má sekta viðkomandi um 5000 krónur. Ef ljósaútbúnaður er í ólagi er bfleigandinn sekt- aður um allt að 6,500 krónur og ef eitt dekk er ólöglegt, er sekt- in 3000 krónur og síðan 2000 krónur fyrir hvert dekk til við- bótar, sem ólöglegt er. Mbl. spurði Baldvin að lok- um, hve sektir væru háar ef sama bifreiðin væri með margt í ólaga Sagði hann að þá væri hæstu sekt beitt, en vægari sektir við öðrum atriðum, sem í ólagi reyndust. Merkjasöludagur Flugbjörgunar- sveitarinnar í dag HINN árlegi merkjasöludagur Flugbjörgunarsveitarinnar er i dag, 6. nóvember, og verður nú eins og áður leitað á náðir lands- manna með kaup á merkjum. Þetta er tuttugasta og annað árið sem sveitin heldur merkjasölu, en merkjasalan hefur verið aðal- tekjulind hennar undanfarin ár að þvf er segir í fréttatilkynningu frá flugbjörgunarsveitinni. Victor Sparre. Sýning Sparres framlengd Kertamarkaðurinn er hafinn Stórkostlegt úrval. Komið og skoðið pottaplöntuúrvalið Mikið af fallegum ódýrum burknum. 35 kg. gulrófupokar á aðeins 2500 kr. Fallegir ódýrir heimilisblómvendir. Garðshorn, Fossvogi, simi 40500 SHEAFFER EATON Sheotiar Eoton dM*IOn ot Tentron Inc. TEXTRON Hvíti depillinn merkir adþetta sé dýrSheaffer, en verdmidinn vekurundrun. Ef madur sér og handleikur Sheaffer panna fer manni ad langa í hann, en hann virdist þó í dýrara lagi. Sú stadreynd, ad hann er mikid til handunninn gerir þad óhjókvœmilegt. Nú hefur tekist ad framleida sérstakt sett þar sem erTriumph kúlupenninn, lindarpenninn og blýanturinn. Frógangur allur er hinn fegursti. þótt verdid sé ótrúlega lógt er Triumph nógu gódur til ad hljóta merkingu medhinum vídfrœga hvíta depli Sheaffer. Hann er tókn bestu skriftœkja í heimi. Eitt viljum vid bidja ykkur um og þad er ad geta gódfúslega ekki um verdid þegar þid veljidTriumph til gjafa. Hvers vegna œtti T •. L od ijosta upp iriumpn '*vndormá"? bySheaffer. Sheaffer information: 25.155. GLIT Innlendur iónaóur -hangandi og standandi, sívinsæl. ■ ■ . • . , ■ - . . , ' : <:. ■ ..... . ■■■• •'■■: ■■ Ntl HAFA um eitt þúsund gestir skoðað sýningu Victors Sparres í Norræna húsinu og meðal ann- arra sýningargesta hafa verið nemendur nokkurra myndiistar- kennara og hafa þær skoðunar- ferðir mælzt sérlega vel fyrir. Á sýningunni eru 52 málverk og hafa þegar selzt 7 þeirra og 12 litógrafíur. Ákveðið hefur verið að fram- lengja sýninguna til 14. nóvember en upphaflega átti henni að ljúka nú um helgina. í tengslum við sýninguna hefur um helgar verið sýnd mynd um listamanninn og geta hópar fengið að sjá hana á öðrum timum eftir sgtnkomulagi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.