Morgunblaðið - 06.11.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.11.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NOVEMBER 1976 21 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýslngar Volvo 144 — 142’73 Óskast keyptur. Uppl. i sima 331 19. Ný, ódýr dönsk teppi. Reppasalan, Hverfísg. 49, s. 1 9692. Ford dieselvél árgerð '74 cyl. til sölu ásamt sjálfskiptingu og drifi. Einrtií) . hurðir, frambretti 5 felgur 1 4" ofl. úr Ford Fairlane '63. Uppl. i síma 75638. Til sölu er barnarúm. einnig svartur kvenleðurjakki númer 16. Uppl. i sima 15621. Gott hey til sölu uppl. í síma 41006. Klínikstúlka óskast Einu sinni til tvisvar i viku frá kl 1 — 5. Uppl. i síma 1 6697 milli kl. 5 og 6. húsnæöi í Stór 3ja herb. íbúð í Háaleitishverfi til leigu með eða án húsgagna. Tilboð með uppl. um greiðslu og fjölskyldustærð. sendist Mbl. merkt „íbúð : 2566". Keflavik — Suðurnes Til sölu m.a.: í Garði gott eldra einbýlishús. Stórt óinn- réttar ris. Miklir stækkunar- möguleikar. Laust strax. í Keflavík 3ja herb. íbúð. Út- borgun aðeins 800 þús. 2ja og 3ja herb. íbúðir. Stór sér- hæð, góð einbýlishús. Sum laus strax. í smíðum 3 ja herb. ibúðir og einbýlishús. ennfremur húsgrunnur. Innri- Nj arðvík. Stór íbúðarhæð. Útborgun aðeins 1 millj. Laus strax. Ennfremur hús- grunnur og einbýlishús fok- held og fullbúin. Eigna og verðbréfasalan, Hringbraut 90, sími 92- 3222 Friðrik Sigfússon, fast- eignaviðskipti. Gisli Sigur- karlsson, lögmaður. Pianókennsla fyrir byrjendur. Uppl í sima 1 5206. Klæðum húsgögn Úrval af áklæði og kögri Fag- menn vinna verkið. Borgarhúsgögn Hreyfilshúsinu við Grensás- veg, sími 85944 — 86070. | | Helgafell 59761 162 IV/V — 5 □ Gimli 59761 187 =8 Kvenfélag Bústaðarsóknar Munið fundinn mánudaginn 8. nóv. kl. 20.30. Halldór Rafnar kemur á fundinn. Stjórnin. Kvenfélag Grensássóknar Fundur verður haldinn mánu- daginn 8. nóv. kl. 20.30. Kynning og kennsla í ger- bakstri. Munið basarinn i dag laugard. 6. nóv kl. 2. SIMAR. 11798 og 19533. Sunnudagur 7. nóv. kl. 13.00 1. Gengið á Vífilsfell. Farar- stjóri: Finnur Fróðason. 2. Bláfjailahellar. Leiðsögu- menn: Einar Ólafsson, og Ari T. Guðmundsson, jarðfræð- ingur. Hvaða skýringu gefur jarðfræðingur á hellunum? Hafið góð Ijós með ykkur. Verð kr. 800 gr. v/bilinn. Farið frá Umferðarmiðstöð- inni (að austanverðu) Ferðafélag íslands. Fíladelfía Almenn guðþjónusta i kvöld kl. 20.30. Séra Dennis Benn- ett frá Jamaika talar og syng- ur. Elim, Grettisgötu 62 Sunnudagaskóli kl. 11.00 Almenn samkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Guðspekifélagið Þjónustureglan hefur kaffi- sölu í Templarahöllinni á morgun. Húsið opnað kl. 1 5. Dagskrá: Ávarpsorð deildar- forseti flytur. Einsöngur Ragnheiður Guðmundsdóttir undirleikari Málfriður Kon- ráðsdóttir. Einleikur á píanó Skúli Halldórsson tónskáld. Kunnir Helgi P. Briem fyrrv. sendiherra. Vinir og velunnarar mætið. HeimabrúboðiÓ Óðinsgötu 6a Vakningarsamkoma i kvöld og annað kvöld kl. 20.30. Verið velkomin. Kvenfélagskonur Keflavík Námskeið ! hnýtingu byrjar þriðjudaginn 9. nóvember kl. 8 í Tjarnarlundi. Uppl. i sima 2393. Samtök Astma- og Ofnæmissjúklinga Fræðslu og skemmtifundur verður að Norðurbrún 1 laugardaginn 6/1 1 kl. 3. Þórir Bergsson ræðir um tryggingamál, og svarar fyrir- spurnum. Ævar Kvaran les upp. Veitingar og Bingó. Skemmtinefndin. I UTIVISTARFERÐIR Laugard. 6/11. kl. 20 Tunglskinsganga við Lækjarbotna Hafnarfirði, tunglmyrkvi, hafið sjón- auka með. Fararstjórar Kristján Baldursson og Gisli Sigurðsson. Verð 600 kr. frítt f. börn m. fullorðnum. Sunnud. 7/11 kl. 11 1. Þyrill með Þorleifi Guð- mundssyni 2. Kræklingafjara og ganga á Þyrilsnesi með Frið- rik Danielssyni. Ath. breyttan brottferðar- tírna. Verð 1200 kr. frítt f. bör^ m. fullorðnum. Farið frá B.S.Í. vestanverðu. Útivist. V? vr- i. /. . -----itír \T Æskulýðsvika K .F .U .M og K.F.U.K. Amtmannsstíg 2B Á samkomu Æskulýðsvikunn- ar i kvöld kl. 8.30 talar Hilm- ar Baldursson. Nokkur orð: Hólmfriður Bragadóttir og Þórarinn Björnsson. Söngur: Oddur og Ingi. Allir velkomnir radauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Volvo 145 '74 Sjálfskiptur, vökvastýri 135 hö. Ekinn 37. þ. km. Verð 2.5 millj. Skipti á ódýrari bíl kemurtil greina. Uppl. í síma 20635 í dag og næstu daga. Almenningsvagn. Til sölu er 45 farþega almenningsvagn, Scania Vabis árgerð 1965, ef viðunandi tilboð fæst. Nánari upplýsingar gefur Jón Stígsson. eftirlitsmaður fyrirtækisins. Séleyfisbifreiðir Keflavíkur, Sími 1590 Matvöruverzlun Kjöt- og nýlendurvöruverzlun í sérflokki á Stór-Reykjavíkursvæðinu til sölu. Mánað- arvelta ca. 10 milljónir. Tilboð sendist Mbl. fyrir 9. nóv. merkt: „Einstakt tæki- færi — 2564". Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar, Pick-up og sendi- ferðabifreiðar og International vörubifreið 1 0 tonna, er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 9. nóv. kl. 1 2 — 3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. ^ Salavarnarliðseigna. Saltsíld — Kryddsíld Hef opnað síldarmarkað. Hafið með ykkur ílát. Opið alla virka daga frá 8 — 5, laugard. og sunnud. 1 —5. Ólafur Öskarsson v: Herjólfsgötu og Garðaveg, Hafnarfirði, símar 52816 — 12298. Basar Styrktarfélagar Blindarfélagsins halda sinn árlega bazar í dag. 6. nóv. kl. 2. e.h. Margt góðra muna t.d. prjónavörur, leik- föng, kökur, skyndihappdrætti. Komið og gerið góð kaup og styrkið gott málefni. Bazarnefnd Blindrafélagsins. Notað orgel Sóknarnefnd Seltjarnarness óskar eftir að kaupa notað orgel, vinsamlegast hringið í síma 1-8126, kl. 6 — 8. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þl AVGLÝSIR l M ALLT LAND ÞEGAR Þl ALGLYSIR I MORGl NBLAÐINl Jón ValurMagna- son — Minning Fæddur 1. aprfl 1957. Dáinn 19. október 1976. Aðeins fáein kveðjuorð. Skelfing sér maður lítinn til- gang i þvi, að hann skuli vera farinn, ekki einu sinni orðinn tvf- tugur og næstum allt ógert í þessu llfi. Hver skilur dauðann? Hann kemur oft svo snögglega og öllum á óvart. Eftir sárasta söknuðinn, fer maður þó að hugsa um minn- ingarnar, sem hann lætur eftir sig, og þá getur maður ekki annað en brosað í gegnum tárin. Rósemi hans og góðlátleg kimni kemur manni til að huggast, og ég veit að hann myndi síst af öllu vilja, að vinir hans væru hnuggn- ir og niðurlútir hans vegna. Jón Valur Magnason var fædd- ur 1. apríl 1957 oj»,hét eftir af sfnum og ömmu i m'óðurætt, Jóni Dagssyni, brúarsmið frá Melrakkanesi í Alftafirði og Val- gerði Sæmundsdóttur frá Eystri- Garðsauka f Hvolhreppi. Hann fluttist ungur með for- eldrum sínum til Akraness. Þar sleit hann barnsskónum og varð stór og myndarlegur eftir aldri. I fyrstu hugðist hann ljúka menntaskólanámi, en hætti um tíma og fór að vinna við brúar- gerð, sem hann hafði gert i nokk- ur sumur ásamt náminu. Þaðan átti hann ekki aftur- kvæmt, því hann lauk sinni jarð- vist þar hinn 19. október. Jón Valur var elstur fjögurra systkina sinna og betri stóra bróð- ur var ekki hægt að hugsa sér. Eannig var hann mömmu sinni mikil stoð og stytta. Alla þessa bið ég að láta huggast við minning- una um góðan dreng, líka pabba hans, sem kom alla leið austur yfir Atlantsála til að leita hans. Þessi fátæklegu kveðjuorð eru aðeins ómur af þvf, sem ég vildi hafa skrifað. Um lífið, sem fáir skilja, og um dauðann, sem eng- inn skilur, en hvar sem Jón Valur er og hvert sem hann fer, veit ég að hans biður aðeins gott eitt. Odda frænka og Freydfs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.