Morgunblaðið - 06.11.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.11.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÖVEMBER 1976 11 Húsfreyjan á Sandi” 99 Ný bók eftir Þórodd Guð- mundsson Skuggsjá hefur gefið út bókina „Húsfreyjan á Sandi“ eftir Þórodd Þóroddur Gudmundsson Guðmundsson og fjallar hún um móður hans. í fréttatilkynningu frá útgáfunni segir svo um verkið: „MEÐ bókinni um húsfreyjuna á Sandi er reynt að lýsa ævi alþýðu- konu í aðalsstétt, andlega skoðað, á langri ævi, frá vöggu til grafar. Óhjákvæmilega togast því ýmsar andstæður á um huga Guðrúnar Oddsdóttur, sem örðugt er að sam- eina, andstæður harðrar en heill- andi lífsbaráttu, veruleika og skáldskapar, þvi að hún er hálfa ævina gift þjóðfrægum rit- höfundi, trúar og efa, skins og skúra, tilhlökkunar og saknaðar, nokkuð sem aldrei er hægt að sætta til fulls. Lýst er tveim menningarheimil- um liðins tíma, gerólikum þó, æskuheimili fósturforeldranna í Garði, þar sem hún elst upp, og Sandsheimilinu, sem hún hefur að miklu leyti skapað sjálf. Sagt er frá tyggð hennar við átthaga, sem togast á við upplausnarástand millistríðs- og Fréttir fra iVogue Nýkomið: Slétt flauel Rrfflaó flaue/ Úrval af mynstruóum efnum 90 sm breiðum eftirstríðsáranna: Hún á í baráttu við fátækt, reynir heilsuleysi og ástvinamissi, reynir vetrarmyrk- ur og þrotlaust erfiði, en sigrast á öllu þvl, sem mótdrægt er, öðlast sálarfrið og heiðríkju þess hugar, sem vinnur bug á hverju verkefni við sitt öðruga húsmóðurhlut- verk. Hún eignast 12 börn, missir tvö þeirra, svo og mann sinn 20 árum áður en hún andast. Kærleiki hennar og fórnfýsi er takmarka- laus, viljinn óbugandi, þrekið ótrúlega þolgott. 17 siðustu ár ævinnar liggur hún lömuð, en heldur andlegu þreki sln óskertu og stjórnar heimilinu eftir sem áður fram yfir nírætt, er i raun og veru alltaf að þroskast, þar til hún fellur I valinn á 92. aldursári, róleg, örugg og trúuð á annað líf og sigur hins góða I tilverunni, þrátt fyrir mörg vonbrigði, sem tvær heimsstyrjaldir hafa haft i för með sér. Þannig er líf hennar: lærdóms- rlkt, fagurt og eftirbreytnivert til hinztu stundar að dómi þess, er ævisöguna ritar. Bókin fjallar um Guðrún Oddsdóttir heimilishætti og þjóðlíf tímabils, sem er ótrúlega auðugt af þegn- skap, samvinnu og samhjálp, manndyggðum og hugðarefnum, sem ryð og mölur fá ekki grandað, en eru gulli og grænum skógum dýrmætari." Danir vísa ásökunum Norðmanna um rányrkju á bug Skagen, 2. nóv. NTB. ÁSAKANIR Norðmanna um aó danskir fiskimenn stundi rán- yrkjuveiðar I Norðursjó eru full- komlega úr lausu lofti gripnar og ekki byggðar á neinum rökum, að því er Poul Dalsager, fiskimála- ráðherra Dana, sagði á fundi I Skagen á Norður-Jótlandi I dag. Hann sagði að fiskimálastjóri Noregs, Knut Vartdal, hefði borið Dani þessum sökum og sagt að þeir stunduðu rányrkju m.a. á síld, enda þótt tölurnar frá síð- ustu árum sýndu, að það væru Norðmennirnir sjálfir sem tækju drýgsta hlutann. Undir þetta tók einnig for- maður I Sjómannafélagi Skagen, Kaj Bork. Hann sagði að sann- leikurinn væri sá að Norðmenn hefðu fyrst ausið upp norður- atlantshafssildinni og nú teldu þeir röðina komna að Norður- sjávarsildinni. Bork sagði að I yfir þrjátíu ár hefði Danir fiskað um það bil hundrað þúsund tonn af síld árlega I Norðursjó, en þegar norski nótaflotinn hefði bætzt I hópinn hefðu veiðarnar margfald- ast og orðið um 600 þús. tonn árlega. Orðsending i til bif reiðaeigenda Höfum opið alla virka daga frá 8—18.40 og sunnudaga frá 9—17.40. Við þvoum og bónum bifreiðina á meðan þér bíðið. Bón- og þvottastöðin hf., Sigtúni 3 Frœóslufundir um kjarosamninga V.R. Aprentuð flauelsefni í glæsilega samkvæmiskjóla | Alls konar skemmtilegarleggingar I Nýjar tegundir af be/tum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.