Morgunblaðið - 06.11.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.11.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1976 fKttrgnniifiifrtfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árii Garðar Kristinsson Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6, sfmi 22480 Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands. í tausasölu 60.00 kr. eintakið. Borgarleikhús að hefur lengi verið draumur forráðamanna og starfsmanna Leikfélags Reykja- vikur að eignast nýtt leikhús. Nú er þessi draumur að rætast. Fyrsta skóflustunga hefur verið tekin að Borgarleikhúsi í nýja miðbænum. Þetta er tímamóta- viðburður í sögu Leikfélags Reykjavíkur og leiklistarlífi þjóðarinnar — en þó ekki sízt höfuðborgarinnar. Þeir eru margir, sem hefðu kosið að sjá híð nýja Borgarleikhús rísa við Tjörnina þar sem vagga is- lenzkrar leiklistar hefur staðið og þar sem hún hefur þróazt og þroskazt i átta áratugi En sam- staða gat ekki tekizt um það og um leið og fagnað er fyrstu framkvæmdum við Borgarleik- húsið i nýja miðbænum fylgja því þær óskir, að starf Leikfé- lags Reykjavikur þar megi verða jafn heilladrjúgt og jafn ríkur þáttur í menningarlífi Reykjavíkur og raunar þjóðar- innar allrar og verið hefur í gömlum og þröngum húsa- kynnum við Tjörnina. Borgar- leikhús mun rísa fyrst og fremst fyrir ötult starf Leikfé- lags manns sjálfra. í rúmlega tvo áratugi hafa þeir barizt þrotlausri baráttu fyrir því, að borgarleikhús verði byggt. Þeir hafa jafnframt lagt mikið og óeigingjarnt starf af mörkum til þess að safna fé til hinnar nýju byggingar. Þessi barátta Leik- félagsmanna hefur notið heils- hugar stuðnings borgarbúa vegna þess, að Leikfélag Reykjavíkur skipar alveg sér- stakan sess í borgarlífinu. Það vann sér þann sess með starfi brautryðjendanna en nýjar kyn- slóðir hafa síðan komið til sög- unnar og haldið þannig á mál- efnum Leikfélagsins, að það hefur haldið sínum hlut. Því ber að fagna. Nú hafa Leikfélag Reykjavíkur og Reykjavíkur- borg tekið höndum saman um að byggja nýtt Borgarleikhús, sem um ókomin ár mun hýsa starfsemi eins elzta menningar- félags höfuðborgarinnar. Eng- um þarf að koma á óvart, að Reykjavíkurborg vilji taka þetta mál upp á sina arma. Höfuð- borgin og þeir, sem ábyrgð bera á stjórn hennar, hafa jafn- an verið í fararbroddi í fram- kvæmdum á sviði menningar- mála. Má þar nefna byggingu Kjarvalsstaða, hins glæsilega myndlistarhúss á Miklatúni. Nú er Borgarleikhús komið á dag- skrá og síðan kemur röðin að nýju Borgarbókasafni. Þessar stórhuga framkvæmdir sýna, að þeir, sem stjórna málefnum Reykjavikurborgar, vilja hlúa að listastarfsemi í borginni. Bygging Borgarleikhúss verður dýr og því mikið átak fyrir borgarbúa. En mestu skiptir þó það starf, sem þar á eftir að fara fram. Það er rétt, sem Steindór Hjörleifsson, for- maður Leikfélags Reykjavíkur, sagði í tilefni af fyrstu skóflu- stungu, að hversu glæsileg og fullkomin sem þessi bygging vérður, verður hún aldrei að leikhúsi, lifandi leikhúsi, nema fyrir það starf og þau listrænu afrek, sem þar verða unnin. Bygging Borgarleikhúss á áreiðanlega eftir að taka mörg ár. Mestu áhugamonnum um þessa leikhúsbyggingu á eftir að finnast þau ár bæði löng og stundum erfið en þegar upp verður staðið hefur sá tlmi ver- ið fljótur að líða. Frá hverfa- fundi borgar- stjóra í Ár- bæjarhverfi Á hverfafundinum, sem Birgir ísl. Gunnarsson borgarstjóri efndi til i Ár- bæjarhverfi á þriðju- dagskvöld, urðu langar og miklar umræður og kom fram fjöldi spurninga. Fer útdráttur úr þeim og svörum borgarstjóra hér á eftir: Gísli Baldvinsson ræddi nokkur vandamál og bar fram spurningar í fyrsta lagi umferðarvandræði á horni Höfðabakka og Vesturlandsvegar og úrræði til bóta í öðru lagi hvort vetrar- brautin svonefnda upp Bæjarhálsinn sé nægilega vel búin fyrir veturinn. í þriðja lagi útivistarsvæðið við Elliða- árnar og æskilegar merkingar fallegra staða þar í fjórða lagi niunda bekk grunnskólans, sem ekki er í Árbæjar- skóla og hvort ekki komi gagnfræða deild þar innan ákveðins tíma í fimmtalagi stöðu Reykjavíkur gagnvart nágrannabæjunum og hvort þróunar- stofnun borgarinnar hafi kannað nánar fólksflutnmga út úr borginni. í sjötta lagi kvöldsölu og næturverslun. Hvort ekki sé orðið timabært að breyta þeirri stefnu að ekki sé hægt að fá hressingu að nóttu eða kaupa nýlenduvörur og mjólkurvörur á laugardögum og sunnudögum, eins og í nágrenni borgarinnar Og hvaða skilyrði séu sett til að slik sala geti farið fram Asmundur Jóhannsson spurði einnig um umferð á gatnamótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar 9. bekkur í Árbæjarskóla næsta haust Borgarstjóri tók það fyrst fyrir í svari sinu. Kvað þetta ein af þeim gatna- rnótum, þar sem líklegt sé að sett verði upp umferðarljós á næstu einu til tveimur árum Þangað til kvaðst hann mundi beina því til lögreglunnar, að hún reyni að halda uppi löggæslu á þessum stað þegar umferðin er hvað mest vegna atvinnu manna á morgn- ana, Kvaðst hann hafa orðið þess var að um helgar væri lögreglan þarna til að greiða fyrir umferðinni. Um Vetrar- brautina sagði borgarstjóri að hann hygði að farið hefði verið yfir hana nýverið, og gert við það sem var ábóta- vant svo hún sé tilbúin til að taka við umferðinni þegar snjóar. Hann kvaðst þó mundu kanna það enn betur hjá gatnamálastjóra Hugmyndinni um merkingar við Elliðaár t d við smáfossana frá stíflu og að Rafveitu- húsinu, sagðist hann mundi koma á framfæri. Hugmyndin væri mjög góð Fjórðu spuringu Gísla um 9. bekk grunnskóla, svaraði borgarstjóri, að nemendur muni á þessum vetri sækja Vörðuskóla, en i fjárhagsáætlun þeirri, sem fræðsluráð er nú með til um- fjöllunar, er gert ráð fyrir því að hefja kennslu 9 bekkjar i Árbæjarskóla næsta haust En til þess þurfi fjórar faéranlegar kennslustofur við skólann og er einmitt á fjárhagsáætlun að byggja þær þannig að hægt sé að setja þær upp fyrir næsta haust Sagði borgarstjóri að eins og reynslan væri annars staðar, væri gert ráð fyrir að börnum og nemendum fækki eins og hverfið er í dag Þess sjáist merki því nemendum hefði fækkað frá síðasta vetri um 52 og fækkað um þrjár deildir. En þegar vitað verði hversu ört Seláshverfi muni byggjast upp, þá verði að sjálfsögðu gerðar ráðstafanir til að íbúar, sem þar koma, fái aðgang að skólahúsnæði Hvað stöðu Reykja- víkurborgar gagnvart nágrannsveitar- félögunum varði, þá kvaðst borgar- stjóri vera sammála fyrirspyrjanda um að það væri visst áhyggjuefni að ýmsir ágætir skattborgarar úr Reykjavík hafi flutzt úr borginni yfir í nágrannasveitar- félögin Og m a af því að menn gerðu sér þetta Ijóst, hefði í framsöguræðu hans verið sagt, að lögð yrði meiri áherzla á dreifðari byggð, meira af einbýlishúsum og rað- og keðjuhúsum í nýju byggðasvæði en i nýjustu hverfunum sem nú eru í Reykjavík, til að gefa fólki meiri kost á þess háttar lóðum, sem þeir hafa sótzt eftir í nágrannasveitarfélögunum. í sjötta lagi var spurt, hvort ekki væri tímabært að breyta stefnunni i kvöldsölumálum, þannig að hægt yrði að verzla meira á kvöldin en nú er gert, sagði borgar- stjóri: Ég hef ekki trú á þvi að borgar- stjórn taki upp frumkvæði í því máli að breyta núverandi fyrirkomulagi. Kvöld- sölumálin voru mikið deiluefni i eina tið Margir aðilar deildu, neytendur, verzlunarfólk, kaupmenn og borgar- stjórn og niðurstaðan var sú að allir þessir aðilar gengu í að ná einhverju samkomulagi um opnunartima sölu- búða, sem allir gætu a.m.k. sæmilega við unað og sett var sú reglugerð, sem nú er í gildi. Enginn væri fyllilega ánægður en í reglugerðinni væri gert ráð fyrir rýmri sölutima en flestir nota sér, t.d. að verzlanir væru opnar til kl. 10 bæði þriðjudagskvöld og föstu- dagskvöld. Kvaðst borgarstjóri ekki trúaður á að borgarstjórn breyti þessu einhliða á eigin spýtur, þar sem samningsviðræður og sú lausn, sem fékkst var eftir svo hárfinum linudansi, að hann væri hræddur um að borgar- stjórn dytti út af linunni, ef hún ætti að fara að krukka í það á eigin spýtur. Fossvogsbraut óákveðin Guttormur Einarsson gagnrýndi það, að fram hefði komið i erindi borgarstjóra að leggja ætti til hliðar öll áform um einu lífvænlegu samgöngu- tengibrautirnar sem borgin átti skv fyrra aðalskipulagi að fá í framtiðinni og nefndi þar Höfðabakka, Fossvogs- brautina og Geirsgötu. Þetta sé gert jafnframt þvi að i frumskipulagi og uppbyggingu liggi fyrir að reisa íbúðar- hverfi fyrir 50 þúsund manns, sem mundi tákna 20 þúsund nýja bíla skv. þeim fjölda sem er á hvern bíl á Reykjavikursvæðinu. Yrðu skornar svona niður allar höfuðhraðbrautar- framkvæmdirnar, myndu fylgja geysi- lega mörg vandamál. Og í lok máls sins sagði Guttormur: Og sem rúsínu i pylsuendanum vil ég beina spurningu til borgarstjóra um blessaðan Seðla- bankagrunninn. Komið er grænt svæði yfir hann. Ég vona að það boði eitthvað gott. Borgarstjóri kvað það sem Gutt- ormur hefði sagt um umferðarkerfið að einhverju leyti á misskilningi byggt. Hann hefði ekki sagt að ætti að fella niður Höfðabakkann milli Árbæjar- hverfis og Breiðholtshverfa á brú, sem ráðgert er að komi yfir Elliðaárnar. Heldur hafi þaðverið Suðurlandsbraut- in frá Rauðavatni og inn að væntan- legum Höfðabakka, sem ráðgert er að fella niður. Hún átti að liggja eftir endilöngum Elliðaárdalnum, en menn vilja friða Elliðaárdalinn fyrir þeirri miklu mannvirkjagerð og umferð, sem því fylgir Hitt kvað borgarstjóri rétt að ekki væri gert ráð fyrir að sú brú yfir hafnarsvæðið sem aðalskipulagið gerði ráð fyrir, kæmi á næsta skipulagstíma- bili eða næstu 20 árum Það væri geysidýr framkvæmd og talið að hægt sé að leysa þau umferðarvandamál á auðveldari hátt Ekki kvaðst borgarstjóri heldur hafa afsagt Fossvogsbrautina, heldur að hún yrði ekki lögð nema með sameiginlegri ákvörðun Reykjavíkur og Kópavogskaupstaðar, vegna þess að hún er að hluta inni á landi Kópavogs Sjálfur kvaðst borgarstjóri þeirrar skoðunar að Fossvogsbraut þyrfti að koma í framtíðinni, en málið væri ekki komið á það stig, m a. vegna mikillar andstöðu í Kópavogi Sú ákvörðun biði því síns tíma. í framtíðinni þyrfti m.a. að létta af Miklubrautinni, sem hugsanlega þyrfti fyrr eða síðar að fara í sex akreinar, og að létta þurfi umferð eftir Álfhólsvegi og Digranesvegi í Kópavogi og því nauðsynlegt að halda möguleikanum á Fossvogsbraut opnum. Þá sagði borgarstjóri að Seðla- bankinn hefði sjálfur tekið þá ákvörðun á sínum tima að stöðva byggingarfram- kvæmdina við Seðlabankann Hefði bankinn síðan kynnt nýjar hugmyndir um byggingar á þessu svæði fyrir borgaryfirvöldum og væri verið að undirbúa nýjar teikningar, sem lagðar verði endanlega fyrir byggingarnefnd og skipulagsyfirvöld Verði þar gert ráð fyrir að fyrirhugað hús verði lægra en núverandi teikning sýnir. Aðalhúsið færist alveg yfir á lóð Sænska frysti- hússins, enda sé það hús mjög lélegt. En sá grunnur, sem nú er til, verði þá fyrst og fremst neðanjarðarbílastæði í tengslum við hina nýju byggingu. Muni Seðlabankinn væntanlega bráð- lega koma með sínar tillögur til borgar- yfirvalda Hann væri ekki hættur við að byggja og ekki væri heldur óskað eftir því. Raflýsing á Vatnsveituveg Jóhannes Óli Garðarsson fór þess á leit við borgarstjóra, að Vatnsveitu- vegur yrði lýstur frá Rofabæ að Vatns- veitubrú, en þar væri mikil umferð barna, bifreiða, hesta og vagna frá Fákshúsum, félagsheimili Fylkiso.fi. Borgarstjóri sagði, að ráðgert væri að lýsa upp Vatnsveituveginn að hluta, en vegna mikilla framkvæmda, einkum við Vatnsveitubrú og inn að Fáks- heimilinu, m.a. æð vatnsveitunnar, hefði því verið frestað en hann mundi athuga úrbætur Árni Jónsson spurði hvað liði um- sókn Hagsmunafélags húseigenda við Hraunbæ um bilskúrsbyggingarleyfi við Hraunbæ efri Borgarstjóri kvað það mál í meðferð hjá skipulagsnefnd og skipulagsdeild borgarinnar. Slik mál væru oft erfið eftir á, þegar áhugi vaknar hjá íbúðareigendum að byggja bilskúra eftir að hverfi er fullbyggt, þar sem ekki er gert ráð fyrir bilskúrum. Kvaðst hann mundu reka á eftir afgreiðslu málsins. Ásmundur Jóhannsson spurði hvaða knýjandi ástæður væru til að byggja félagsmiðstöð í hverfinu á Lýsing á skau vegum borgarinnar á sama tima sem byggingum tveggja félagsheimila þar miðaði ekki áfram vegna fjárskorts, þ.e. Félagsheimili Fylkis og félagsað- stöðu i kjallara væntanlegrar sóknar- kirkju Borgarstjóri sagði það rétt vera að tvö félagsheimili væru fyrirhuguð, þ.e. vallarhús fyrir íþróttafélagið og félags- miðstöð. Það hefði verið mat borgar- stjórnar að kirkjubygging ætti ekki að koma í veg fyrir félagsmiðstöðvar þarna þótt þar sé einmitt gert ráð fyrir félagsaðstöðu. Vallarhúsinu miðaði sæmilega áfram. Gert væri ráð fyrir 1 2 millj. kr. á þessu ári i vallarhúsið og að þvi yrði lokið á næsta ári, þannig að hægt yrði að byggja í samfellu. Þá væri útboðslýsing tilbúin að félagsmið- stöðinni og yrði hún auglýst mjög fljótlega. Fyrst auðu svæðin næst íbúðar- húsunum Metúsalem Björnsson spurði um gatnagerð í Seláshverfi og hvenær lóðir þar yrðu byggingarhæfar. Borgarstjóri sagði að stæði á samningum við landeigendur um skipti. Ákveða þyrfti nákvæmlega hvaða landsvæði þeir afhentu borginni undir götur og auð svæði og svo þyrftu þeir að skipta á milli sín innbyrðis. Fulltrúar þeirra hefðu nú tjáð sér, að samningar þeirra innbyrðis væru komnir það langt, að nú gætu þeir hafið viðræður við borgina. Ef samningar næðust fyrir áramót, þá myndi væntanlega á næsta ári sett á fjárhagsáætlun fyrsti hluti hverfisins en '/3 yrði tekinn á hverju ári, eftir að byrjað væri og lóðir í hverfinu gerðar byggingarhæfar á 3 árum Smári Wium spurði hvenær yrði gengið frá vegarspottanum milli Bæjar- háls og Hraunbæjar gegnt Hraunbæ 1 64— og 1 66 Borgarstjóri sagði, að þessi vegar- spotti hefði átt að hverfa skv skipulagi. Tekið hefði verið það ráð að halda honum um sinn og malbika hann. Ekki þætti þó rétt að leggja í mikinn kostnað fyrr en fullséð væri hvort nauðsyn væri á honum. Yrði svo, mundi að sjálf- sögðu reynt að ganga þannig frá honum, að hann yrði ekki til vansa fyrir umhverfið og óþæginda fyrir íbúana. Jóhann P. Jónsson spurði hvað væri fyrirhugað að gera við svæðið milli Hraunbæjar og Bæjarháls, þar sem raflínan liggur og hvenær mætti búast við framkvæmdum Borgarstjóri sagði það ekki endanlega ákveðið. Gert væri ráð fyrir að þar yrði autt svæði og op'ið, og kvaðst hann hyggja að nokkuð drægist að endanlega yrði frá þvi gengið Þorsteinn Sigfússon spurði hvenær fyrirhugað væri að ganga frá svæðinu norðan við barnaskólann og öðrum opnum svæðum í hverfinu. Og Ásta Gunnarsdóttir spurði hvort fljótlega Sjómannasamningar Afram er haldíð and- róðri gegn bráðabirgðalög- um þeim, sem ríkisstjórnin setti í haust vegna sjómannasamn- inganna og ómaklega er veitzt að Matthíasi Bjarnasyni, sjávar- útvegsráðherra, i því sam- bandi. Af því tilefni er ástæða til að rifja upp nokkrar einfaldar staðreyndir. Sjómenn sjálfir óskuðu mjög eindregið eftir breytingum á sjóðakerfi sjávarútvegsins. Öll- um var Ijóst, þ á m. forsvars- mönnum sjómanna, að for- sendur fyrir þeim breytingum væru breyttir kjarasamningar og þá um leíð nýtt fiskverð Rikisstjórnin stóð við sitt og setti lög um verulegan niður- skurð sjóðakerfisins. Fiskverð var hækkað í samræmi við það og nýir kjarasamningar undir- ritaðir, m.a. af trúnaðarmönn- um sjómanna. Hins vegarfeng- ust hinir nýju samningar ekki samþykktir nema i sumum sjó- mannafélögum, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og þáttaka í atkvæðagreiðslum var furðu- lega lítil. Sumir þeirra, sem undirrituðu hina nýju samn- inga, höfðu ekki einu sinni fyrir því að bera þá upp í félögum sínum. Þá var komin upp sú staða, að sjómenn í sumum landshlutum höfðu staðið við sinn hluta samkomulagsins, en annars staðar ekki Fullreynt var, að ekki var önnur leið fyrir hendi en setning bráðabirgða- laga til þess að tryggja jafna stöðu sjómanna. Þeir, sem gagnrýna þessa lagasetningu hafa nákvæmlega engin rök fyrir sínu máli og það vita þeir bezt sjálfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.