Morgunblaðið - 06.11.1976, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1976
Silfurdepillinn
Eftir Annette Bartee
húsinu sínu hátt uppi í trénu, og var nú
heldur örg á svipinn. En hún haföi ekki
fyrr sleppt orðinu en allir álfarnir hurfu
eins og dögg fyrir sólu.
En ég sá hvert þeir fóru. Þeir hlupu
eins og fætur toguðu að trégirðingu, sem
var þarna skammt frá, og þar var nú
sitthvað að ske! Fyrir utan eina holuna
var stórt auglýsingaspjald, en á því stóð,
að þarna gætu álfarnir keypt sér rjómaís,
hnetur og ávexti. Við holuna sátu nokkr-
ir álfar á sveppum, og þeir hámuðu í sig
rjómaís, sem var ljósblár á litinn, og
drukku grænleitan svaladrykk úr skelj-
um.
Á rósarunna, sem þarna var líka, var
skylti, og á því stóð að „ungfrú Snippet
— konungleg saumakona" byggi þar.
Skyltið var i laginu eins og örlítil skæri,
og það hékk í gullkeðju, sem leiftraði og
ljómaði í tunglskininu. Eftir þvi sem best
var séð, var feikinóg að gera, því ungfrú
Snippet var í óða önn að taka upp nýjar
kápur og kjóla og sýna viðskiptavinunum
varning sinn.
Hún kom út í dyrnar, og hélt á örlitl-
um, belikum hatti í annarri hendinni, en
i hinni bar hún geysilega fallegan kjól
sem var allur gullofinn.
„Farðu með þetta til drottningarinn-
ar,“ sagði hún við brúnklæddan álf, sem
sat í sendiferðavagni fyrir utan og ók
strax af stað gegnum loftið í áttina að
hæsta eikartrénu. Vagninn var hálf
hnetuskel og stór randafluga dró hann.
í námunda við heimili ungfrú Snippets
var skólinn, en honum hafði verið lokað í
tilefni hátiðahaldanna. Rétt hjá honum
var ansi myndarlegt birkitre, og upp við
það stóð augiýsingaspjald. Á spjaldinu
stóð:
HERRA UGLA húsaumboðsmaður,
málari, stofuskreytari og svo framvegis.
(Mjög rólegur og skapgóður, þótt eitt-
hvað blási á móti. Kátur og skemmtileg-
ur, þegar best gengur).
Undir spjaldinu hékk langt, grænt
pálmablað, og á það voru skráð öll þau
hús, sem til voru og laus til íbúðar. Rétt
Við gáfum
honum
kveikjara. —
Ilann er
of lítill
til að
vera með
eldspýtur!
-------------------------------------s
GRANI göslari
Klukkan hvað áttu að mæta í sirkhúsinu?
I !/Oi
Hann sver sig í móðurættina!
Segðu mér, mamma, hvar lærð-
ir þú altt þetta sem þú ert alltaf
að vara mig við?
Prestur (er að spvrja dreng):
Hvað segir nú guð um öll þessi
boðorð?
Drengurinn: Hvað ætli hann
geti sagt, — hann, sem hefur
sjálfur sett þau.
Er það satt að föðurbróðir þinn
sé orðinn svo veikur, að þið
megið búast við öllu?
— Nei, ekki öllu — við erfum
ekki nema helminginn.
— Heldurðu að maður geti
elskað tvær konur samtímis?
Já, þangað til önnur hvor
þeirra kemst að því.
V___________________________
Sjúklingur (meðóráði):
— Hvar er ég? — Hvar er ég?
— I Paradís?
Kona hans: Hvaða vitleysa er f
þér, maður. Sérðu ekki að ég er
hérna hjá þér?
— Ósköp er að sjá, hvað þú ert
vesældarlegur, gamli vinur.
— Já, ég get ekki sofið um
nætur.
— Hefurðu ekki leitað læknis?
— Jú, og það er einmitt reikn-
ingur hans, sem heldur fvrir
mér vöku.
Maigret og þrjózka stúlkan
Framhaldssaga eftir Georges
Simenon
Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi
2
tómötum og tvær kótelettur...
Margt var skrftið f þessum
heimi sem Maigret dvaldi f þessa
stund og hann varð að leggja að
sér til að sannfæra sig um að
hann væri ekki eins konar Gulli-
ver sem færi með ærslum um f
Putalandi.
Nokkrum kflómetrum frá Parfs
hafði hann sveigt frá bökkum
Signu, í, Poissy hafði hann ekið
upp hæðina og f miðjum ökrum
og vfnviðarökrum hafði hann
skyndilega komið auga á þennan
heim hvers tilvist var tiikvnnt af
stóru skilti sem á stóð byggingar-
lóðir Jeannevilles.
Fáeinum árum áður höfðu
sjálfsagt verið hér engi og akrar.
Sfðan hafði einhver kaupsýslu-
maður lagt leið sfna um, konan
hans eða viðhaldið hans báru
kannski nafnið Jeanne og þess
vegna hafði ba-rinn hlotið þetta
nafn.
Því að nú var hér bær með
götum og trjágörðum og veittu þó
enn takmarkað skjól fyrír kuld-
um.
Sums staðar höfðu verið byggð
stærri hús en á öðrum stöðum;
þetta var hvorki bær né þorp
heldur ófuligerður heimur, alger-
lega sér á parti. Hálfbyggð hús
með holum tóftum þar sem sfðar
yrði sett gler f virtust mæna á
vegfarendur sem fóru hjá.
„Draumurinn minn“ ... „sfð-
asti viðkomustaðurinn"....Frið-
land“... hvert hús virtist eiga sitt
nafn og hvert nafn gert af hinum
mestu tilþrifum. Og fyrir neðan
var Poissy, Signu, eins og sjálflýs-
andi band, þar sem alvöruskip og
bátar sigldu um f tign sinni og
handan við þessi ósköp járnbraut-
arteinar og þar fóru um alvöru-
járnbrautarlestir.
Hér virtist ekki annað virkilegt
en þessi kaupmannskona, hún
Melanie Chochoi sem hafði senni-
lega búið f einhverju nágranna-
þorpi og haft þar krambúð, en
flutt sig um set og forframast á
þessum nýja stað.
— Og hvað svo, litla vina?
— Já, við skulum nú sjá til...
hvað keypti ég fleira á mánudag-
inn var?
— Spennur...
— Allt fékkst hjá Melanie,
tannburstar og púður, olfa og
póstkort.
— Eg held það hafi svo ekki
verið fleira?
Maigret hafði gengíð úr skugga
um að úr búðinni var ekki hægt
að sjá heim að húsi Staurfótar.
— Nei! Mjólkin! mundi Felicie
eftir. — Eg var hér um bil búin að
gleyma mjólkinni.
Og með sama sjálfsöryggi og
áður sagði hún til skýringar við
lögregluforingjann.
— Þér hafið lagt svo margar
spurningar fyrir mig að ég
gleymdi að taka mjólkurkönnuna
með. A mánudaginn var ég áreið-
anlega með hana...
Eg hef sjálfsagt skilið hana eft-
ir f eldhúsinu... það er blá kanna
með hvftum doppum... hún er á
borðinu við eldavélina... Var ég
ekki með hana Ifka, frú Choichoi?
Hún hélt áfram eins og til að
sannfæra hann um að hún hefði
engu gleymt.
— Hvað sagði ég við yður á
mánudaginn, frú Choichoi?
— Ég held þér hafið sagt að
kötturinn minn væri Ifklega mcð
orm þvf að hann étur alltaf hárið
af sér.
— Bfðum við... Þér keyptuð
Ifka Kvikmyndablaðið yðar og
skáldsögu sem kostaði tuttugu og
fimm sous...
Fyrir innan borðið gat að lfta
skrautiegar kápum.vndir á blöð-
um og skáldsögum, en Felicie leit
ekki við þeim, hún vppti bara
öxlum.
— Ilvað verður það þá mik-
ið?... Þér verðið að flýta yður,
þvf að lögregluforinginn vill að
allt sé nákvæmlega eins og á
mánudaginn og þá tafði ég ekki
jafn lengi og nú...
Maigret greip fram f.
— Segið mér, frú Choichoi...
Fyrst við erum nú að tala um
mánudagsmorguninn... meðan
þér voruð að afgreiða fröken Feli-
cie, heyrðuð þér þá ekki f-bfl...
Frúin leit út á götuna fyrir ut-
an húðina...
— Það veit ég ekki... við skul-
um sjá... það er ekki svo að skilja
að hér sé mjög míkil umferð...
maður heyrir til bflanna úti á
þjóðveginum... hvaða dag var
það nú aftur? Eg man eftir rauð-
um smábfl sem virtist beygja bak
við hús Sebiles... En hvaða dag
það var...
Til vonar og vara skrifaði Mai-
gret samvizkusamlega niður f
minnisbókina sfna: Rauður smá-
bfll. Sebile.
Og svo stóðu þau á gangstétt-
inni, hann og Felicie sem kjagaði
f göngulagi og bar kápuna á öxl-
unum eins og slá, svo að ermarnar
flöksuðust á eftir henni.
— Þessa leið... þegar ég er að
flýta mér stytti ég mér alltaf
leið...
Lftill stfgur inn á milli hús-
anna.
— Hittuð þér engan?