Morgunblaðið - 06.11.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.11.1976, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1976 30 HAPPDRÆTTI VIND- ÁSHLÍ Ð ARK VENN A UM MARGRA ára skeið hefur KFUK rekið sumarbúðir í Vindáshlíð í Kjós. Hafa þar dvalið á hverju sumri marg- ar stúlkur við leik og starf og geta nú dvalið þar milli 60 og 70 stúlkur í einu. Húsakostur í Vindáshlíð er nú HÓTEL BORG Okkar vinsæla kalda borð í hádeginu í da^ svefnskáli, með matsal, eldhúsi og aðstöðu fyrir kvöldvökur, eins konar setustofu, þá eru nokkrir litlir skálar og kirkja I 'sumar réðst stjórn sumarstarfs KFUK í Vindáshlíð i þá framkvæmd að reisa skála, sem nota á til leikja og íþrótta Er það allstórt hús, samtals um 390 fm Skiptist það i 250 fermetra íþróttasal og sundlaug sem verður með búningsaðstöðu. um 140 fermetra Húsið var teiknað hjá Húsnæðisteikni- stofunni og voru arkitektar þeir Björg- vm og Guðmundur Hjálmarssynir Nú hefur venð hleypt af stokkunum happdrætti til að standa undir kostnaði við bygginguna og í dag, laugardag. munu stúlkur úr KFUK ganga i hús » flestum hverfum Reykjavikur og bjóða miða til sölu skoðaðra. Þannig var með háþrýst- ing 75% karla ókunnugt um þann sjúkdóm, og sama má segja um helming kvenfólksins Það segir í skýrslunni að háþrýstingur, þe aukinn blóðþrýstingur, sé hættuleg- ur sjúkdómur, sem m a eykur likur á heilablæðmgum og kransæðasjúk dómi Það kom fram á fundi stjórnar Hjartaverndar að háþrýstingur hjá íslendingum er hærri en meðal ann- arra þjóða Þá er blóðfita íslendinga næst hæst í heiminum Mun sá áhættuþáttur kransæðasjúkdóma aðeins vera hærri meðal smáþjóðar- brots í Austur-Finnlandi Sagði Sig- urður Samúelsson, formaður stjórn- arinnar. að þróun hjarta- og æða- sjúkdóma á íslandi væri afar ugg- vænleg, sérstaklega þegar haft væri í huga að viðsvegar i heiminum færu þessir sjúkdómar minnkandi ElElElb|ta|b|b1E|ElElE|E|Elb|i3|E|E1EIElEl[ij) SfátÚH Bingó kl. 3 í dag. Aðalvinningur vöruúttekt fyrir 25.000.— kr. 01 Bl G1 B1 B1 B1 Bi G)G|E|E)Ell3lE|E]E|Í3|S|E|ElSlEnElElB1GligEl A veturna eru 31-60 ára karl- menn á Rvíkursvæðinu um 50 tonnum þyngri en að sumrinu Karlmenn á íslandi eru að meðaltali um 10 kilóum of þungir. Kemur þetta fram i rannsóknum Hjartaverndar, sem fjölmiðlum voru kynntar i gær. Segir þar að islenzkir karlmenn séu að meðal- tali um 10 kg yfir kjörþyngd, þ.e. þeirri þyngd sem erlend líf tryggingafyrirtæki hafa reiknað út, að sé heppileg þyngd fólks, til að það megi lifa vel og lengi. Þessi offita islenzra karlmanna er breytileg eftir árstiðum, segir i niðurstöðum rannsóknanna. Þannig þyngjast karlmenn sem næst 4 kg yfir vetrarmánuðina, en léttast svo aftur að sumri, en það þýðir að karlmenn i Reykjavik eru um 50 tonnum þyngri að vetri en að sumri. Það munu alls vera um 40 þús- und einstaklingar víðs vegar að af landinu sem rannsakaðir hafa verið á vegum Hjartaverndar, en rann- sóknastöðin hefur starfað siðan haustið 196 7. eða í um 9 ár Það kemur fram í skýrslu rannsókna- stöðvarinnar, að frá upphafi hefur verið unnið að ýmiss konar rann- sóknastörfum í samstarfi við inn- lenda og erlenda aðila Þannig hefur Munið markaðinn í Kristalsal að Hótel Loftleiðum kl. 2 í dag. Svölurnar félag núverandi og fyrrverandi flugfreyja. stöðin kannað liðagigt fólks, blóð- flokka íslendinga, mataræði, há- þrýsting, þ e of háan blóðþrýsting, en það er gert á vegum Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar Þá er nú verið að vinna að könnun á tauga- sjúkdómum með sérstöku tilliti til blóðrásartruflana á heilaæðum. og einnig er unnið að könnun á hugsanlegu sambandi háþrýstings og krabbameins Ennfremur hefur verið unnið að rannsókn á leyndri þvagfærasýkingu meðal kvenna, og loks hefur einnig verið unnið að könnun á áhrifum breytts mataræðis til lækkunar kolesterols í blóði Þar sem kunnugt er, að tiðni hjarta- og æðasjúkdóma er mikil hér á landi hefur rannsókn Hjartavernd- ar að verulegu leyti beinzt að því að kanna útbreiðslu þessara sjúkdóma, svo og ýmissa áhættuþátta sem eru þeim tangdir Helztu niðurstöður rannsókna Hjartaverndar eru m a : — Einkenni um kransæðasjúk- dóma fannst meðal 7.8% karla á aldrinum 34—61 árs — háþrýst- ingur fannst meðal 26.6% karla og 20 8% kvenna á sama aldri — sykursýki og byrjandi sykursýki fannst hjá um 5% hinna rannsök- uðu — offita fannst hjá um 30% skoðaðra — æðaþrengsli í fótum fundust hjá um 0.5% fólksins — blóðskortur fannst hjá um 2.5% karla — gláka fannst hjá um 2% skoðaðra — meðal kvenna fannst leynd þvagfærasýking hjá um 8% — blóðfita (kolesterol) íslenzkra karla er há í samanburði við aðrar þjóðir Um fjórðungur ísl karl manna er með verulega mikla blóð- fitu Það kemur fram í skýrslunni að verulegur hluti þeirra sjúkdóma sem fundust var áður óþekktur meðal Sagði Sigurður íslendinga hafa rangt mataræði og stunda of miklar kyrrsetur Sagði hann einnig að allt opinbert aðhald til heilnæmara mataræðis skorti tilfinnanlega á íslandi, því það væri meðal annars vegna opinbers aðhalds sem hjarta- og æðasjúkdómar væru á undan- haldi i ýmsum löndum Þannig vildi Sigurður að sett yrði á fót einhvers konar manneldisstofnun í svipuðum dúr og gert hefur verið m.a. i Sví- þjóð og Noregi, og einnig þyrfti hið opinbera að hafa frumkvæði að þvi að setja á stofn aðstöðu viða um borg og bý þar sem fólk gæti stund- að einhverja heilsurækt og líkams- æfingar. Kom fram að víða erlendis hefur verið komið á skipulegri starf- semi er beinzt hefur að þvi að gefa fólki kost á að halda línum og heil- brigði i lagi, en skortur á likamsþjálf- un eða áreynslu er mikill áhættu- þáttur við kransæðasjúkdóma. segir i skýrslunni. I þessu tilviki má taka fram, að í hóprannsókn Hjartaverndar á höfuð- borgarsvæðinu kom fram að um það bil helmingur allra karla vinna kyrr- setustörf Ennfremur kom fram að aðeins 20% karlanna á aldrinum 20—29 stunduðu reglubundna líkamsþjálfun, 13% á aldrinum 30—39 ára, 9% á aldrinum 40—49 ára og aðeins 2% á aldrin- um 50— 59 ára Þá kom það einnog fram að dánartíðni hjarta- og æðasjúkdóma er hér á landi helmingi meiri en dánartiðni allra krabbameinsteg- unda hérlendis Það sem hryggi- legra er, sagði Sigurður, er að samkv heilbrigðisskýrslum hefur á árunum 1950—1970 tíðni dauðs- falla vegna harta- og æðasjúkdóma , her á landi meira en tvöfaldazt STORBINGO B — Hafnarf iröi - verður haldið í Skiphól, á morgun kl. 1 5.00 Glæsilegir vinningar Málverk eftir listamennina: Eírík Smíth, Gísla Sigurðsson, Veturliða Gunnarsson, Svein Björnsson. ásamt fjölda annarra góðra og verðmikilla vinninga Heildarverðmæti vinninga kr. 400.000.00,— GOLFKLUBBURINN KEILIR r Nýjasta tízkan fyrir veturinn í Sigtúni á morgun kl. 3. ÞAÐ NÝJASTA í ANDLITSFÖRÐUN FRÁ LONDON, NÝJASTA HÁRTÍZKAN, FATATÍZKAN Á ALLA FJÖLSKYLDUNA. KARONSAMTÖKIN SÝNA ÓKEYPIS GESTAHAPPDRÆTTI. Drekkið sunnudagskaffið í Sigtúni N Húsið opnað kl. 2. FÉLAG ÍSLENZKRA SNYRTISÉRFRÆÐINGA á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.