Morgunblaðið - 06.11.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.11.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ. LAL'G ARDAGUR 6. NÓVEMBER 1976 29 VELVAKAIMIDI Velvakandi svarar f sfma 10- 100 kl. 10—11 f.h. frá mánu- degi til föstudags. 0 Nokkurorð til næsta manns Guðjón B. Guðlaugsson skrifar: ,.í sambandi við þá umræðu sem orðið hefur um þessi svoköll- uðu unglingavandamál. en eru réttara sagt uppeldisvandamál fullorðna fólksins vildi ég benda fólki á að tileinka sér lífsskoðun og takmark unglingareglunnar og sjá þá hvort vandamálunum fækkaði ekki; Sú er reynsla okk- ar. sem nú erum orðin gamalt fólk. en gengum ung í Regluna og höfum verið algjörir bindindis- menn siðan. að ekkert sé heilla- vænlegra en algjört bindindi og heilbrigt líferni. Mitt stærsta gæfuspor steig ég fyrir sextíu ár- um er ég gekk í barnastúkuna. Unglingaregla I.O.G.T. er búin að starfa hér á landi í níutíu ár. Frá því starfi eiga margir góðar minningar. jafnvel þó að leiðir hafi skilið. Reglan var fyrsti og bezti félagsmálaskólinn og reynsla hennar og starfshættir ættu að fléttast meira inn í barna- kennsluna og skólastarfið. Börnin hefðu meira gagn af að alast upp sem bindindismann- eskjur en þó að troðið væri i þau miklum lærdómi. En það myndi hjálpa börnunum að læra að forða þeim frá eiturnautnunum. Það ætti því að vera starfandi barna- stúka í hverjum barna- og ung- lingaskóla. Annað er ekki sæm- andi á þessum tímum manndóms og menntunar. Það er talað um að vanti pen- inga til ýmissa hluta m.a. til að starfrækja félagsskap. En þarna eru starfskraftarnir fyrir hendi., kennararnir. skólatíminn og þús- næðið. Og þó að þyrfti að kosta einhverju til eru það smámunir hjá öllum þeim skaða sem eitur- nautnirnar valda meðal æsku- fólksins og síðar þess fullorðna sem gefur sig þeini á vald. 0 Skólarnir komi til Ég býst við að einhver kennarinn segi sem svo að þeim beri ekki skylda til að gera annað en reyna að troða þessum lögskip- uðu fögum í nemendurna. En er ekki skólinn uppeldisstofnun samfélagsins og sá aðilinn sem helzt getur bætt úr vanrækslu heirriilanna? En eins og allir vita og margir hafa bent á. eru all- mörg heimili alls ekki fa-r um að ala upp börn og þá verður skólinn að koma til skjalanna í nafni sam- félagsins. Þeim heimilum. sem fær eru — Andartak... Þá sjáið þér. Og hann sá. Hún hafði rétt fyrlr sér. Þegar þau sveigðu inn á ann- an stfg kom pösturinn á mðti þeim á hjóli og kallaði þegar hann brunaði hjá. — Ekkert til yðar, fröken Fell- cie. Hún leit á Maigret. — Hann sá mig hér um sama leyti á mánudaginn. Eg held við hittumst hér þvf sem næst á hverjum degi. Þau gengu framhjá litlu himin- bláu húsi með litlum garði þar sem dýr og fuglar höfðu verið klippt út úr gerðinu á hinn ósmekklegasta hátt. Felicie opn- aði hliðið og flaksandi kápan hennar flæktist f stikilsberjatré. — Þá erum við komin... hér er garðurinn okkar... nú skal ég sýna yður garðhúsið. Þegar klukkuna vantaði nokkr- ar mfnútur f tfu höfðu þau gengið frá húsinu og farið út um bak- dyrnar sem sneri út að skógar- göngum. Leiðin til kaupmannsins og heim aftur var eiginlega hring- laga. Við eldhúsvegg uxu nellikk- ur. — Hann hlýtur að hafa staðið hér... sagði Felicie einbeittri röddu og benti á snúru sem var um uppeldi barna sinna. þarf aó sjálfsögðu ekki að hjálpa en þau virðast vera of fá í þessu þjóðfé- lagi. Astandið er engan veginn gott þegar börn innan við ferrn- ingu hanga reykjandi undir skóla- veggjununi. Það kostar a.m.k. peninga. ekki síður en félagsstörf- in. Kennurum og skólastjórum ætti að vera það kappsmál að uppræta þann ósið sem reykingar barna eru. að ég tali nú ekki um áfengis- neyzlu þeirra og aðra eiturnotk- un. Það er siðferðileg skylda hvers einasta kennimanns og æskulýðsleiðbeinanda að vera bindindismaður í oröi og verki. Þeir. sem það eru. þurfa ekki að óttast unglingavandamál. Viðvikjandi dansskemmtun fyr- ir unglinga vildi ég benda á að það ætti að fela góðtemplararegl- unni og íslenzkunt ungtemplurum að sjá um og hafa yfirstjörn á ötium dansskemmtunum þeirra. Templarar hafa sýnt og sannað nteð sínum ágætu bindindismót- um að þeir geta látið slíkar skemmtanir fara vel fram. Nýj- asta dæniið um það er frá því í sumar á Galtalækjarmótinu. þar sem ntörg þúsund unglingar döns- uðu þrjú kvöld i röð og allt fór vel íram og með mestu prýði. Enda var þess vel ga'tt að þar ka'ntist ekki vín að. Það myndi borga sig fyrir bæði þjóðfélagið og höfuð- borgina að leggja frani nokkurt fé til þeirrar starfsemi. Kostnaður við löggæzlu og slys myndi stórum minnka. Það hefur sýnt sig á öll- um skemmtunum góðtemplara. ba>ði úti og inni að þar þarf ekki lögga'zlu og þar verða ekki slys af slagsmálum eftir dansleiki. Hverjum dropa áfengis fylgir bölvun og öllunt öðrum eitur- nautnum. Guðjón Bj. Guðlaugsson. Efstasundi 30. Velvakandi þakkar Guðjóni bréfið en ekki er hann alveg viss unt að allir séu santmála starfsað- ferðurn unglingareglunnar þótt þeir séu bindindisntenn. Reglan hefur án efa unnið ntikið og þarft starf og það skyldi enginn van- meta en hvort allir vaeru því sant- þykkir að fela henni yfirstjórn allra dansskentmtana skal ósagt látið. Menn eru ef til vill santmáia unt takmarkið en oft greinir ntenn á um leiðirnar að því og svo er sjálísagt einnig í þessuni mál- um. Varðandi ntyndina ntá nefna að hana tók Friðþjöfur fyrir nokkru í Grintsey. HOGNI HREKKVISI /f'X ©ítre MeNMfht8y*4..Uc. Hann er á kjörskrá samkvæmt íhúaskránni. DRATTHAGI BLYANTURINN 0PIÐ TIL HADEGIS DÖNSKU GÓLFLAMPARNIR K0MNIR AFTUR SENDUM í PÓSTKRÖFU LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA Suðurlandsbraut 12 sími 84488 Símar. 53489 40446 Nýsmíði, innréttingar Smíðum hurðir, glugga og hvers konar innréttingar. Leitið tilboða Vönduð vinna, fljót afgreiðsla. Timburiðjan hf. Lyngási 8, Garðabæ Morgunblaðið óskar eftir biaðburðarfóiki AUSTURBÆR Skipholt 2—50 Skúlagata Háteigsvegur ÚTHVERFI Blesugróf Logaland Upplýsingar í síma 35408

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.