Morgunblaðið - 06.11.1976, Síða 7

Morgunblaðið - 06.11.1976, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1976 7 Sígur á ógæfu- hlið í geð- verndarmálum? Alþýðublaðið birti í gær frásögn af heimsókn á Kleppsspítala en f þeirri frásögn lýsir Tómas Helgason, yfirlæknir. þeirri skoðun sinni, að komist nýja geðdeildin við Landspítalann ekki I gagnið á næstu 2—3 ér- um muni síga é ógæfu- hliðina ( geðverndarmél- um. í frásögn Alþýðu- blaðsins segir m.a.: „Að þessari yfirferð okkar um Kleppsspítala lokinni var okkur orðið Ijóst, að allar deildir spítalans eru ofsetnar. Þetta gildir einnig um 10. deild, en það er deild fyrir alkohólista. Mikil hreyf- ing er þar á sjúklingum, enda eru þeir þar yfirleitt i eina viku, en fara síðan á göngudeild, annað hvort Flókadeildina eða að Vrfilsstöðum. Aðir fara austur að Gunnarsholti — eða út á götuna aftur til að hefja hringferðina á nýjan leik. Eftir að hafa gengið um deildir spítalans og skoð- að þá aðstöðu sem þessi eini geðspítali þarf að búa við, settumst við » skrif- stofu Tómasar i skrif- stofuálmu spítalans, en hún er Í bráðabirgðahús- næði sem reist var fyrir fjórum árum „og stendur vafalaust í 400 ár", eins og Tómas orðaði það. Þetta hús bætti mjög að- stöðu til lækninga, enda voru aðstæður þær áður en það reis af grunni, að fólk þurfti að sitja hvert ofan á öðru og lækningar fóru fram i stiganum, að sögn Tómasar. „Þetta er allt annað lif. Félagsráð- gjafar, sálfræðingar og læknar hafa hér sina að- stöðu og hér er göngu- deild að auki." — Eitt vandamál okkar er, að við höfum ekki nema 70 rúm á hreyfingu og getum þvi ekki tekið við nema hluta af þeim bráðveiku sjúklingum sem til okkar leita. Þáttur Í þessu er auðvitað að losna við þá líkamlega veiku sjúklinga sem eru hér að ástæðulausu, þótt venjuieg sjúkrahús geti tekið við þeim, sagði Tómas þegar við spurðum hann hvert væri helzta vandamál sjúkrahússins. Svo vantar okkur auð- vitað fé til að ráða fleira starfsfólk, hjúkrunarfólk, lækna, sálfræðinga, og félagsfræðinga. En alfa og ómega þessa alls er að nýja geðdeildin við Land- spítalann komist í gagnið innan 2—3 ára. Þar eiga að koma 60 rúm og þau þurfum við aðfá sem allra fyrst. Ef svo vérður ekki, er það sannfæring mín, að það sígur svo á ógæfuhlið- ina í geðverndarmálum okkar, að gamli óhugnaðarblærinn á Kleppsnafninu kemur aftur. Þróunin hefur verið sú, að meira og meira kemur hér af mikið veiku fólki, þannig að hinir sem auð- læknaðir eru, komast ekki að. Þess vegna verðum við að fá þetta pláss í nýju deildinni sem allra, allra fyrst. Ég skal segja þér það sem dæmi, að árið 1975 voru lagðir hér inn sex sinnum fleiri sjúklingar en 1962. En raunverulega þyrftu að vera hér helmingi fleiri rúm en hér eru nú þegar. Ástandið er þannig." Gærumálið prófsteinn Visir fjallar í forystu- grein f gær um gærumálið svonefnda á Sauðárkróki en þar blasir við að sútunarverksmiðja, sem veitt hefur fjölda fólks at- vinnu, verði að loka og hætta starfsemi sinni á næstu vikum vegna þess, að Samband isl. sam vinnufélaga hefur skyndi- lega tekið ákvörðun um að selja verksmiðjunni ekki gærur. Visir segir: „Fyrir skömmu fóru fram talsverðar umræður vegna drottnunaraðstöðu Sambandsins á sviði land- búnaðarafurðasölu. Ástæðan var sú, að sam- vinnuhreyfingin vildi heldur selja óunnar gærur úr landi en til innlendrar verksmiðju, sem það á i samkeppni við. Réttilega þótti ýmsum sem þetta væri skýrt dæmi um það, hvernig farið getur, þegar einstak- ir aðilar fá drottnunarað- stöðu á mörgum sviðum atvinnulífsins. Rikisstjórn- in hefur brugðist við með þvi að skipa nefnd þriggja manna til að gera athug- un á máli þessu í heild. Niðurstaða þessarar sérfræðinganefndar gæti orðið athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Þess er að vænta, að á grund- velli þeirrar skýrslu, sem hún kemur til með að skila, megi gera ráð- stafanir til þess að koma í veg fyrir háskalegar af- leiðingar hringamyndunar f atvinnulffinu. Það verður vissulega eftir þvi tekið, hvernig 'stjórnvöld bregðast við i þessum efnum. Eðlilegt er að sérfræðinganefndin fái starfsfrið í nokkurn tima, en hjá þvi er ekki unnt að komast að fylgst verði gaumgæfilega með fram- vindu málsins. Skjót lausn á þessu máli gæti flýtt fyrir um- ræðum um ráðstafanir til þess að sporna við hringa- myndun í atvinnulífinu. Hér er um grundvallar- atriði að tefla, sem ræður miklu um raunverulegt lýðræði f landinu. Gærumálið getur þvi orðið prófsteinn á það, hvert stjórnvöld stefna i þessum efnum." i Allra heilagra messa gf. Jfflcööttr (1. nóv.) og Allra sálna messa (2. nóv.) er minnst f dag. W | - jramoraun 1 Litur dagsins: Rauður: f | I Litur andans og pfslarvottanna. DÓMKIRKJAN. Messa kl. 11 árd. Jonathan Motzfeldt frá Juliane- háb á Grænlandi predikar. Séra Hjaiti Guðmundsson þjónar fyrir altari. Messa kl. 2. síðd. Allra sálna messa. Séa Jón Auðuns prédikar, séra Þórir Stephensen þjónar fyrir altari. Barnasam- koma kl. 10.30 í Vesturbæjarskól- anum við Öldugötu. Séra Þórir Stephensen. NESKIRKJA. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Séra Frank M. Hall- dórsson. Guðþjónusta kl. 2 síðd. Séra Guðmundur Öskar Ölafsson. LAUGARNESKIKRKJA. Barna- guðþjónusta kl. 10.30 árd. Séra Garðar Svavarsson. Messa kl. 2 síðd. Séa Jón Dalbú Hróbjartsson umsækjandi um Laugarnes- prestakall messar. Utvarpað verð- ur á miðbylgju 212m eða 1412 kílóriðum. Sóknarnefndin. KIRKJA ÓHÁÐA SAFNAÐAR- INS. Messa kl. 2. síðd. Séra Emil Björnsson. GRENSÁSKIRKJA Barnasam- koma kl. 10.30 árd. Guðþjónusta kl. 2 síðd. Séra Halldór S. Grönd- al. FRlKIRKJAN. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðni Gunnarsson. Messa kl. 2 sfðd. Séra Þorsteinn Björnsson. FELLA- OG HÓLASÓKN. Barna- samkoma f Fellaskóla kl. 11 árd. Séra Hreinn Hjartarson. FlLADELFlUKIRKJAN. Al- menn guðþjónusta kl. 8 sfðd. Ein- ar J. Gislason. HALLGRlMSKIRKJA. Messa kl. 11 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárus- son. Fjölskyldumessa kl. 2 síd. Séra Karl Sigurbjörnsson. LANDSPlTALINN. Messa kl. 10 árd. Séra Karl Sigurbjörnsson. BUSTAÐAKIRKJA. Barnasam- koma kl. 11 árd. Guðþjónusta kl. 2 síðd. Dr. Björn Björnsson prófess- Þorvaldur Karl Helgason æsku- or predikar. Kirkjukaffi á eftir. lýðsfulltrúi predikar. Séra Lárus Barnagæzla meðan á messu stend- Halldórsson. ur. Séra Ölafur Skúlason. Ijúkum verklnu... Ti! hjálpar vangefnum börnum ASPRESTAKALL. Messa kl. 2 sfðd. að Norðurbrún 1. Fundur i Safnaðarfélagi Ásprestakalls að lokinni guðþjónustu. Kaffi. Séra Grímur Grfmsson. Arbæjarprestakall. Barnasamkoma f Arbæjarskól- anum kl. 10.30 árd. Guðþjónusta í skólanum kl. 2 síðd. Æskulýðsfél- agsfundur á sama stað kl. 8.30 síðd. Séra Guðmundur Þorsteins- son. HJALPRÆÐISHERINN. Helg- unarsamkoma kl. 11 árd. Sunnu- dagaskóli kl. 2 síód. Hjálpræðis- samkoma kl. 8.30 síðd. Kaft. Daniel Öskarsson. ELLI- OG hjúkrunarheimilið Grund. Messa kl. 10. Altaris- Við guðþjónustur f kirkjum ganga. Séra Lárus Halldórsson landsins um helgina verður mál- messar. efnis vangefinna minnst og jafn- DIGRANESPRESTAKALL. framt verður tekið við framlögum Barnasamkoma kl. 11 f safnaðar- f þá söfnun sem staðið hefur yfir heimilinu við Bjarnhólastig. Guð- á vegum Hjálparstofnunar kirkj- þjónusta kl. 2 síðd. Séra Þorberg- unnar til byggingar afþreyingar- ur Kristjánsson. heimilis fyrir vangefna. KARSNESPRESTAKALL. Barnaguðþjónusta í Kársnesskóla , „ . „ kl. 11 árd. Guðþjónusta í Kópa- HÁTEIGSKIRKJA. Messa kl. 2 vogsklrkju kl n árd. Séra Árni sfðd. Allra heilagra messa. Séfa páisson Arngrímur Jonsson. GARÐASÓKN. Barnasamkoma í Hjálparslofmin kirkjunnar Gíró 20.000 DÓMKIRKJA KRISTS KON- Barnaskólasalnum kl. 11 árd. UNGS, Landakoti. Lágmessa kl. Séra Bragi Friðrikssom 8.30 árd. Hamessa kl. 10.30 ard. HAFNARFjARÐARKiRKJA. LANGHOLTSPRESTAKALL Barnaguðþjónusta kl. 11 árd. LANGHOLTSPRESIAKALL. Rúnar Egilsson guðfræðinemi Barnasamkoma kl. 10.30 ard. Guð- édikar Guðþjónusta kl. 2 sfðd. þjonusta kl 2 síðtL Minnmga- Séfa á Þórðarson sóknar. kvöld um Albert Schweitzer kl. 8.30, fjölbreytt dagskrá. Séra Arelius Nielsson. FRfKIRKJAN Hafnarfirði. BREIÐHOLTSPRESTAKALL. Barnaguðþjónusta kl. 10.30 árd. Sunnudagaskóli kl/ll. árd. Messa Safnaðarprestur. kl. 2 siðd. í Breiðholtsskóla. Séra Framhald á bls. 18. 'Fíat 128 árgerð 1975* Af sérstökum ástæðum er til sölu mjög vel með farinn Fíat 1 28 árg. 1 975, hvítur að lit (bíllinn er eins og nýr). Selst með útvarpi og vetrar- dekkjum. Bíllinn er ekinn aðeins 1 6 þús km. Er til sýnis og sölu í dag og á morgun. Uppl. síma 52557. LAUGAR- NESSÓKN Stuðningsmenn sr. JÓNS DALBÚ HRÓBJARTSSONAR hafa opnað skrifstofu að Lækjarveri, Laugalæk 6 símar: 8401 4 — 84031. Opið kl. 5—10 virka daga og kl. 2 — 6 um helgar. Upplýsingar um kjörskrá o.fl. Þeir sem vilja stuðla að kosningu, sr. Jóns Dalfcú eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna. Stuðningsmenn. HUSBYGGJENDUR VERKTAKAR Höfum til leigu mótahreinsivél og rafknúnar járnaklippur. a ?rfc I Laugavegi I78 simi 38000 Str ^lltsvnar kvöld verður sunnudagskvöld 7. nóvember að Hótel Sögu Súlnasal. c 3 Grísaveizla ★ Kl. 13.00. HúsiS opnaS Sangria og aðrir lyst- aukar 'tf Kl. 1 9.30 — Hátíðin hefst stundvíslega Matarverð aðeins kr. 1650.— á Kl. 20.30 Skemmtiatriði. ■jf Myndasýning — Costa del Sol if Fegurðarsamkeppni — Ungfrú Útsýn 1977 — forkeppni. if Ferðabingó: Spilað verður um 3. sólarferðir með Útsýn til Spánar og ítaliu ★ Dans: Hin vinsæla hljómsveit Ragnars Bjarna sonar.__________________________________ Ath.: Gestir sem koma fyrir kl. 20.00 fá ókeypis happdrættismiða og vinningurinn er ókeypis Út- sýnarferð til Spánar og ítaliu Munið að panta borð snemma hjá yfirþjóni. Hjá Útsýn komast jafnan færri að en vilja. Útsýnarkvöld eru skemmtanir í sérflokki þar sem fjörið og -stemmningin bregzt ekki. , 2 FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN N

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.