Morgunblaðið - 06.11.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.11.1976, Blaðsíða 10
OKKAR FRAMTÍÐ I REYKJAVÍK MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1976 Sundlaugin í æfingarstöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Konur úr kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra undirbúa basarinn, en eins og sjá má, kennir þar ýmsra grasa. Frá vinstri eru: Erna Helgadóttir, Skúlfna Stefánsdðttir og Helga Vala ísaksdðttir. má að orði komast. Hefur hún safnað og kostað t.d. hreinsi- tæki f sundlaug æfingastöðvar- innar, sem myndu kosta um eina milljón króna í dag. Þá hefur deildin og nýlega gefið milljón krónur til starfsem- innar. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra nýtur engra fastra beinna ríkisstyrkja til reksturs æfingastöðvarinnar. Jónína Guðmundsdóttir, forstöðukona æfingastöðvarinnar sagði á blaðamannafundinum, að ef félagið hefði ekki notið styrks frá almenningi um símahapp- drættið og jafnframt frá fjölda hópa, sem styrkja vildu starf- semi þess, og þá sérstaklega frá kvennadeild félagsins, væri þessi starfsemi sem rekin væri á Háaleitisbraut löngu fyrir bí. Stofnunin hefði t.d. verið fátæk af tækjum og öðrum búnaði, en til að standa straum af kaupum á þeim, hafi kvennadeildin að- stoðað gífurlega. Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra efnir til basars í Lindarbæ í dag KVENNADEILD Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra efnir á morgun til basars f Lindarbæ og hefst hann klukkan 14. All- ur ágóði rennur til æfingar- stöðvar félagsins að Háaleitis- braut og til starfseminnar f Reykjadal f Mosfellssveit, en þar rekur félagið sumarbúðir fyrir lomuð og fötluð börn. A basarnum verða til sölu föndur- vörur ýmis konar gerðar af kon- unum f kvennadeildinni og fólki, sem notið hefur þjónustu félagsins, hreinlætisvörur, brauð, rúmfatnaður og margt fleira. Jónina Þoríinnsdóttir, for- maður Kvennadeildarinnar sagði á blaðamannafundi nú fyrir helgina að í deildinni væru um 200 konur. Mikil vinna liggur að baki undirbún- ings þessa starfs, en þetta er þriðji og síðasti fjársöfnunar- dagur kvennadeildarinnar á þessu ári. Áður hafa konurnar staðið fyrir kaffisölu og bingói. „Þetta hefur verið samhentur hópur,“ sagði Jónína, ,,og við höfum haldið föndurfundi hálfsmánaðarlega og hvern fimmtudag mánuðinn fyrir basarinn. Þá hafa ýmsir, sem vilja styrkja félagið, sent inn handavinnu á basarinn. Við væntum fjölmennis á basarinn eins og venjulega," sagði Jónína, en undanfarin ár hefur allt verið uppselt um 2 til 3 klukkustundum eftir að opnað er. Eins og áður sagði rekur Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra æfingarstöð að Háaleitis- braut 13 í Reykjavík. Ennfrem- ur eru sumardvalarbúðir 1 Reykjadal og einnig hefur félagið til umráða fjórðung af barnaheimilinu Múlaborg, sem er í næsta nágrenni æfinga- *á \ ••* Jónfna Þorfinnsdóttir, formað- ur kvennadeildar Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra. stöðvarinnar við Háaleitis- braut. Kvennadeild félagsins er nú 10- ára og hefur á þessum árum lyft grettistökum, ef svo HVERFAFUNDIR BORGARSTJÓRA 1976 Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri flytur ræðu og svarar fyrirspurnum fundargesta Bakka- og Stekkjahverfi, Fella- og Hólahverfi, Skóga- og Seljahverfi Laugardagur 6. nóvember kl. 14.00 SELJABRAUT 54 (2. hæð) Bakka- og Stekkjahverfi. Fella- og Hólahverti. Skóga- og Seljahverfi A' Fundarstjóri: Magnús Jensson, byggingameistari Fundarrritari: Inga Magnúsdóttir, húsfrú. UMHVERFIÐ ÞITT Á fundunum verður: 1. Sýning á líkönum og upp- dráttum af ymsum borgar- hverfum og nýjum byggða- svæðum. 2. Litskuggamyndir af helztu framkvæmdum borgarinn- ar nú og að undanförnu. 3. Skoðanakönnun um borg- armálefni á hverjum hverfafundi og verða nið- urstöður birtar borgarbú- um eftir að hverfafundum lýkur Reykvíkingar — tökum þátt í fundum borgarstjóra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.