Morgunblaðið - 06.11.1976, Page 17

Morgunblaðið - 06.11.1976, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1976 17 i upp EHiðaárdalinn ír af skipulaginu Af hverfafundinum í Árbæjar- og Seláshverfi. Birgir ísl. Gunnarsson borgar stjóri svarar spurningum fundarmanna. Við borðið eru fundarstjórinn Skúli Möller og fundarritari Ingibjörg Ingimarsdóttir. snjóþungum vetri sem í fyrra reyndist erfitt að uppfylla allra óskir I þessum efnum, og ekki hafi verið bætt neitt við tækjakost borgarinnar, svo að hann væri sá sami og i fyrra. Þröstur Jónsson spurði hvort borgaryfivöld mundu ekki á næsta vetri láta moka botnlangana en ekki bara beint strikið eftir Hraunbæ, svo hægt væri að komast að öskutunnum og brunahönum og til og frá með sjúklinga. Og borgarstjóri vísaði í fyrra svar. Þá spurði Þr-östur hvort eigandi verzlunarlóðarinnar við Hraunbæ 102 ætti ekki að lúta þeirri kvöð að laga lóðina í kringum verzlunina, eins og aðrir íbúar hverfisins hefðu gert. Borgarstrjoi gat þess að borgin ætti í erfiðleikum með að fá ýmsa lóðarhafa m.a. verzunarlóðarhafa til að ganga frá sfnum lóðum og hefði í rauninni ekki vald til að knýja þá til þess annað en fortölur. Slík vandamál hefðu komið upp á stöku stað í borginni, en sem betur fer ekki víða tasvelli á Rauðavatni í vetur yrði gengið frá auða svæðinu neðan Bæjarháls, norðan við Garðhúsin. Hvort mögulegt væri að setja sparkvöll vestan við garðhúsin. Borgarstjóri sagði að skv. áætlun um umhverfi og útivist frá 1974 hefði verið áformað að leggja megináherzlu á opnu og auðu svæðin innan íbúðar- hverfanna. Kvaðst hann vonast til að hægt yrði að ganga frá þessum svæðum, a.m.k. þeim sem eru í mestum tengslum við íbúðarsvæðin, á næstu árum Ekki væru fram- kvæmdirnar tímasettar, nema frá ári til árs um leið og fjárhagsáætlun er ákveðin. Að því er einmitt verið að vinna nú og mundi hann taka þessar ábendingar til athugunar í því sam- bandi. Sparkvöll kvað borgarstjóri ekki á skipulagi á nefndu svæði, en kvaðst mundu kanna hvort einhver grund- völlur væri fyrir gerð vallar í einhverju formi, ef sléttað yrði, svo hægt væri að sparka bolta fremur en að gerður yrði sérstakur sparkvöllur. Jóhann P. Jónsson spurði hvort búast mætti við betri þjónustu í sam- bandi við snjómokstur i vetur miðað við sl. vetur. Borgarstjóri sagði að reynt yrði eins og mögulegt er að halda opnum strætisvagnaleiðum. Vélafloti borgar- innar væri sendur út á morgnana til að opna strætisvagnaleiðir, þegar snjór er. En það yrði að segjast eins og væri að í jafn snjóþungum vetri eins og var á sl. ári, þegar dag eftir dag tepptust stór svæði í borginni, þá væri mjög erfitt að vera nógu fljótur að halda uppi snjómokstri f venjulegum íbúðargöt- um. Þegar strætisvagnaleiðunum sleppi, þá fari tækin að sjálfsögðu í að moka á þeim svæðum, sem snjóþyngst eru. í Árbæjarhverfi væru svæði, sém væru mjög snjóþung og erfitt að komast um nema með aðstoð. í svo EKKI eru allir á eitt sáttir um Vopnafjarðarskemmuna, sem er verið aS reisa á túninu I Árbæjarsafni. Einum fyrirspyrjanda þykir hún ekki prýSa útsýniS. ARBÆINGAR hafa mikinn áhuga á fþróttamálum og var mikiS spurt um ýmiskonar aSstöSu viS fþróttavöllinn. Þarna er hús fþróttafélagsins Fylkis. Hjálmar Jónsson ræddi i nokkuð löngu máli margvisleg málefni Ár- bæjarhverfis og bar fram nokkrar spurningar Hann kvartaði undan þvi að íþróttafélagið þyrfti að borga húsa- leigu í iþróttasal skólans, sem í raun- inni væri of litill. Þá sagði hann að lofað hefði verið bráðbirgðaaðstöðu stökkgryfju eða jafnvel smáhlaupa- braut við enda iþróttavallarins og ekki orðið af efndum. Sömuleiðis þyrfti að setja stalla i áhorfendabrekkuna, sem væri alltof brött. Um leið minntist hann á búningsklefana, sem væri verið að byggja, og þakkaði það. Hjálmar ræddi um slæma umgengi um lóðina á Hraunbæ 102 og benti á,að nú hefði borgin sjálf keypt húsnæði fyrir heilsu- verndarstöð i nr 102 og þyrftu gestir þar að horfa út á Ijóta baklóðina þaðan Þá ræddi hann um svæðið hjá raf- linunum norðan við Hraunbæinn og hvort ekki mætti ganga endanlega frá þvi ódýrt. Svæðið mætti halda sínum uppruna með hólum og hæðum, ekki þyrfti að setja á það jarðýtur o.s.frv. Ætti að gera þetta sem allra fyrst og nota vinnuaflið í hverfinu næsa sumar. Loks talaði Hjálmar um Rauðavatns- svæðið og leyfi sem borgin hafði veitt Fylki að setja þar upp siglingaklúbb Einnig spurði hann um ætlun um að lýsa þar upp skautasvell. Spurði hann hvort þessir möguleikar væru fyrir hendi i náinni framtið í lokin ræddi Hjálmar um félagsmiðstöðina, og snjómoksturinn, benti á að það minnsta væri að innkeyrslum væri ekki lokað með snjómokstri þegar götur eru hreinsaðar svo ibúar þyrftu að moka sig út á göturnar Lýsing á svellinu á Rauðavatni Borgarstjóri kvaðst mundu taka aftur upp við íþróttafulltrúa þau mál, sem sneru að iþróttavellinum, sem fram hefðu komið i ávallt vinsamlegum viðræðum hans og iþróttamannanna, en íþróttafulltrúi væri þessa dagana að undirbúa sínar tillögur til fjárfestingar á næsta ári Þá vék borgarstjóri að lóðinni við Hraunbæ sem Hjálmar hafði talað um á breiðara grundvelli en því sem snýr að verzluninni, sem væri A-álman i þessari U-laga byggingu, sem þarna hefði átt að koma. Inn i þessa U-álmu átti að vera steypt torg Af A-álmunni, þ.e. verzluninni, hefði ekki verið byggður nema hluti, það sem ætlað var sem kjaliari. Síðan hefði verið gert ráð fyrir þvi að i miðjunni, inni á þessu svæði, yrði veitingastaður en á þeim fleti skyldi vera aðkoma fyrir þau þjónustufyrirtæki, sem yrðu i öllum álmunum, þ e A, B og C álmu Framkvæmd þessa skipulags hefði gengið mjög hægt Af A-álmu hefði aðeins verið byggður kjallarinn, B- hlutann byggði Byggingarfélagið Afl og er hann kominn i eðlilega stærð en ekki hefur verið áhugi á að byggja C-hlutann. Séu menn því að komast meira á þá skoðun að þessi skipulags- áform hafi ekki verið raunhæf, þannig að ekki séu til staðar þjónustuaðilar, sem vilja nýta slíka aðstöðu Þvi hefði hluti af þessari lóð verið óbyggður og umhverfið liðið fyrir það Hefði verið óskað eftir því við höfunda skipulags- ins að því yrði breytt og muni ný tillaga þeirra væntanlega íögð fyrir skipulags- nefnd í þessum mánuði Þar væri áformað að C-álman verði eingöngu íbúðarálma, en steypta platan yfir allri miðjunni falli niður og þar með hug- myndin um veitingahús. í opinu komi garður. Kvaðst borgarstjóri vona að þessi tillaga væri komin það langt að hægt yrði að leggja hana fyrir í nóvem- ber, svo hægt verði að byggja loka- hluta hússins. Um svæðið undir raf- linunni sagði borgarstjóri, að einmitt hefði verið ætlunin að gera svæðið eðlilegt. Menn skyldu átta sig á því að vinna við frágang á svona svæði væri furðulega dýr, þegar upp er staðið. Þó svona framkvæmdir virðist einfaldar í sniðum á pappirnum, þá hefði reynst svo sem á Fossvogssvæðinu að þetta yrðu dýrar framkvæmdir. Kvaðst borgarstjóri ekki vera frá þvi og tala af reynslu að Reynir Vilhjálmsson mundi geta komið með góða og ódýra hug- mynd hvernig ætti að ganga frá þessu svæði og siðan væri hægt að láta vinnuskólann fara i þessar fram- vkæmdir á næsta sumri. Hvað lýsingu á svelli við Rauðavatn áhrærði. skýrði borgarstjóri frá þvi að fulltrúar Kiwanismanna hefðu rætt við sig vegna þessa máls og hefði niðurstaðan orðið sú. að hann óskaði eftir því við Rafmagnsveituna þegar búið var að gera kostnaðaráætlun og það virtist viðráðanlegt, að það yrði gert nú i haust. Kvaðst borgarstjóri vonast til að það yrði framkvæmt innan skamms, þannig að lýsing gæti komið að haldi i vetur, þegar svell er á vatninu. Og þá jafnframt fyrir þá' bátaaðstöðu sem íþróttafélagð hefur áhuga á að koma upp á vatninu. Bláf jallavegi breytt á kafla. Steinn Halldórsson spurði vegna knattspyrnufélagsins Fylkis, hvort möguleiki væri á að koma upp flóð- lýsingu á fyrir Árbæjarvöll. Borgarstjóri kvaðst mundu kanna það, en kvaðst ekki mjög bjartsýnn á það Flóðlýsingin er geysilega dýr bæði i uppsetningu og rekstri. Ef einn fengi vildu allir fá og ekki hefði verið farið inn á það að flóðlýsa félaga- vellina. Yrði að skoða það mál meira i samhengi Theodór Óskarsson gagnrýndi snjó- moksturinn í Bláfjöllin á sl. vetri og kvað veginn ekki nægilega vel stað- settan Þá vék hann að gömlu húsunum í Árbæjarsafni Líknarhúsið væri mjög Ijótt og hefði verið farið til Vopnafjarðar til að fá hjalla gefins. Sagði hann Líknarhúsið og Vopna- fjarðarhúsin Ijókka hverfið Loks vék hann talinu að Landspítalanum og beindi þvi að borgarstjóra að í stað þess að krækja fyrir spítalann, sem alltaf er að stækka, mætti bara aka í gegnum hann Asmundur Jóhannsson ræddi mál, sem þegar hafa komið fram hér að framan og kom fram með uppástungu um snjómokstur, hvort ekki mætti nota i stað veghefla og jarðýtna litlar dráttarvélar eins og bændur eru með og setja framan á þær kústa og sópa göturnar þá myndi ekki myndast svell þegar snjónum væri komið í burtu. Slikt hefði hann séð i Danmörku Ræddi hann m a Félagsmiðstöðvar- málið og sagði að í Hábæ stæði grunnur að kirkju. Þvi mætti ekki Ijúka við þessa byggingu og nýta hana þar til fé er fyrir félagsmiðstöð eins og gert var i Bústaðakirkju. Borgarstjóri sagði að nýlf.ga hefði verið samþykkt i borgarráði skipulag af Bláfjallasvæðinu í heild Minnti hann á að Bláfjöllin eru rekin sameiginlega af sveitarfélögum i nágrenninu og allar ákvarðanir þurfi að samþykkjast af þeim öllum, þ e Reykjavik, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Garðabæ Skipulagið geri ráð fyrir að vegurinn flytjist til á kafla, þar sem hann er snjóþyngstur. Og reyndar þau miklu bílastæði, sem nú eru uppi við skálann og eru til mikilla trafala, þau flytjast upp fyrir, þar sem snjóléttara er. Ekki er búið að ákveða hvenær þetta kemur i fram- kvæmd, en það mundi gera greiðfær- ara inn eftir Auk þess þarfnist vegur- inn verulegra endurbóta til að vera fullkominn vetrarvegur, en erfitt er að ryðja hann á köflum Sagði borgar- stjóri að einmitt þessa dagana væri verið að ræða hvernig skipulagsrekstur svæðisins eigi að vera Svæðið var tvískipt rekstrarlega, annars vegar sjálf skiðamannvirkin, sem voru undir stjórn iþróttafulltrúa borgarinnar, sem vann það í umboði sveitarstjórnanna, en hins vegar borgarverkfræðings- embættið sem sá um ruðning á vegin- um. Kvaðst borgarstjóri fúslega viður- kenna að stundum hafi ekki verið nógu gott samræmi þar á milli En nú væri verið að breyta þessu skipulagi, þannig að það yrði alveg á einni hendi og vonaðist hann til þess að það yrði í betra horfi nú en siðastliðinn vetur. Um Árbæjarsafn kvaðst borgarstjóri ekki viss um að allir væru sammála Theodóri um að húsin þar séu til óprýði fyrir umhverfið Ekki þýddi að deila um smekk. Tilgangur Árbæjar- safns væri að sjálfsöðu sá að varðveita þau hús sem hafa eitthvert g^ildi, byggingasögulegt, listrænt eða sögu- legt gildi og þurfa að hverfá úr sínu náttúrulega umhverfi, en verðskuldi að vera geymd og endurbyggð Því hefði Líknarhúsið verið flutt þangað Kvaðst borgarstjóri telja að þeir sem gengju um safnið sæju að þar væri unnin mjög merkileg starfsemi. Um Vopna- fjarðarhúsin væriþað að segja að þjóð- minjavörður hefði tekið upp viðræður við borgaryfirvöld fyrir nokkrum árum um að sameina kraftana í landinu og stefna að varðveislu húsa Niðurstaðan hefði orðið sú að borgin samþykkti á svæði Árbæjarsafns til varðveislu hús utan af landi, ef þau verðskulduðu að verða geymd á safni og ríkið sæi um uppsetningu þeirra. Slik starfsemi væri ekki einskorðuð við ísland, menn þekktu það frá Norðurlöndum Ár- bæjarsafn hefði verið byggt upp hægt Ekki hefði verið eytt miklu til þess, en það fjármagn hefði verið vel nýtt af fólkinu, sem hefur veitt þvi forstöðu og raunar furðulegt hvað það hefði getað gert af vanefnum, miðað við þær til- töluiega litlu fjárveitingar sem þangað hefðu farið. Kvaðst borgarstjóri sann- færður um að þegar safnið er orðið stærra og komið i betra form og búið að byggja boð meira eftir skipulagi þá verði það Lorgarbúum, landsmönnum og ekki sist Árbæingum til sóma og gleði Þá vék borgarstjóri að félagsmið- stöðinni og kirkjubyggingunni, sagði að hér væri um tvær gjörólikar stofn- anir að ræða sem ekki eigi að útiloka hverja aðra Hann minnti á að kirkju- byggingar i borginni eru ekki borgarmannvirki, heldur byggðu söfnuðirnir sjálfir hver sína kirkju, að visu með styrk frá kirkjubyggingarsjóði Reykjavíkur og að einhverju leyti með rikisstyrk Félagsmiðstöðin fyrirhugaða sé fyrsta sérhannaða Félagsmiðstöðin sem byggð er í Reykjavik, en aðrar slíkar verði innréttaðar i Fellahelli í Breiðholti og kjallara Bústaðakirkju, sem tekin var á leigu. Þær væru ekki bara fyrir ungt fólk heldur alhliða félagsstarfsemi, þar sem geti verið skjól fyrir öll þau félög yngri og eldri íbúa, sem félagsstarfsemi stunda og þurfa aðstöðu til, kvenfélög, iþrótta- félög, skáta o.fl En borgin sjálf rekur ekki nema tiltölulega lítinn hluta félagsstarfseminnar i félagsmiðstöðv- unum Sagði borgarstjóri að þó rými sé i kjallara kirkjunnar þá efist hann um að til langframa fari þar saman að stunda slika félagsstarfsemi og þá sem fara á fram i kirkjum Knútur Hákonarson ræddi áfram snjómokstur i hverfinu og hafði vantrú á að dráttarvélar dygðu til sliks Jón Baldursson ræddi sama mál og taldi skipulagi á mokstri áfátt Einnig ræddi hanr, fráganginn á svæðinu undir raflinunum og lýsti áhuga á þeirri hugmynd að græða svæðið upp með unglingavinnu og hugsanlega sjálfboðavinnu frá íbúum sjálfum, eins og hefði verið gert i Breiðholti Haraldur Haraldsson þakkaði borgarstjóra skemmtilegan fund Hann spurði hvort borgin ætti sjálf nokkrar lóðir, sem úthlutað yrði á Selás- svæðinu, þegar þar að kemur. Hann kom lika inn á snjómoksturinn. Borgarstjóri kvaðst mundu ræða við gatnamálastjóra um ábendingar um snjómoksturinn, þannig að ekki verði mokað fyrir innkeyrslur við ruðninginn Skipulag Selássvæðis gerði ráð fyrir að byggð yrðu 178 einbýlishús. 1008 raðhús og 204 fjöl- býlishús. Svæðið væri allt i einkaeign og i dag liti ekki út fyrir að borgin mundi hafa þar neitt af lóðum til út- hlutunar eða ráðstöfunar A.m.k. ekki nema eina og eina lóð i makaskiptum við eigendur. Að langmestu leyti yrðu það landeigendur sem kæmu til með að selja sínar lóðir þarna eða byggja á þeim sjálfir Siðan þakkaði borarstjóri fundarmönnum komuna og góða fundarsetu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.