Morgunblaðið - 21.11.1976, Síða 31

Morgunblaðið - 21.11.1976, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÖVEMBER 1976 67 Karlí krapimi Doc Savage — The Man of Bronze, am. 1975. Leikstjóri: Michael Anderson. Doc Savage er undarleg mynd, svo ekki sé meira sagt. Hún er byggð á teikni- myndasy.rpu, sem birtist fyrst 1933 í mánaðarlegu hasar- blaði og var hugarfóstur höf- undar, sem nefndi sig Kenneth Robeson. Robeson þessi skrifaði í allt 1 65 sögur um Doc Savage, en auk þess voru skrifaðar 1 6 til viðbótar. Hetjan, sem hafði alla eigin- leika Supermans, nema hann flaug ekki af sjálfsdáðun, varð all vinsæl á sínum tíma, sem Robeseon þakkaði ein- vörðungu söguuppbyggingu sinni, sem al^taf var sú sama. Doc Savage er heiðarleikinn uppmálaður, vill öllum mönnum 'gott, hann er yfir- náttúrulega sterkur og gáfað- ur og býr yfir ótrúlegri tækni- þekkingu og tækniútbúnaði. Hann er í stuttu máli hin fullkomna hetja, sem berst við slyngustu glæpamenn heimsins. Og það eru engir smáglæpamenn, því i flest- um tilvikum er um að ræða velferð alls mannkynsins. En, eins og hin fleyga setning er orðuð á ensku: „Have no fear. Doc Savage is here." iDoc Savage er eins konar James Bond sins tíma, enda uppbyggingin i sögunum þvi nær hin sama. Höfundar myndarinnar halda sig fast við upphaflega söguna, en virðast þó ætla að gera hana þannig, að beri í sér ádeilu. Augu hetjunnar skjóta gneistum, þegar hann ræðir við sérstaklega fallega stúlku, og þegar hann kyssir fiáll- kveðin vísa Carry on Behind, bresk, 1975. Leikstjóri: Gerald Thomas. Nr. 27 heldur áfram í sama dúr og hinar 26. Hálf- kveðnar vísur um kynlif í orði og á borði er hinn ófrávíkjan- legi stimpill þessara mynda. En tímarnir breytast og áhorf- endur með. Nú er kominn Emanuelle-tími og áhorf- endur hennar láta sér ef til vill fátt finnast um svo siða- vanda seríu sem Áfram- myndirnar eru. Þessar myndir höfða nú orðið til eldri kynslóðar en áður, til þeirrar kynslóðar, sem lætur Emanuelle lönd og leið. Það er út af fyrir sig athyglisvert, að Carry on myndirnar skuli enn vera framleiddar, og jafnframt sú staðreynd, að hana í lokin, er það gert á svo riddaralegan hátt, að slíkt hefur ekki sést síðan á timum þöglu myndanna. Auk þessa nota höfundarnir tónlist mikið til að undirstrika satiruna — hermanna- söngva i ættjarðarstíl er eins konar „leit motif" og undir- strikar komu hetjunnar til að bjarga málunum, um leið og músíkin undirstrikar fárán- leika sögunnar. Á köflum nær myndin þeim blæ, sem höfundarnir hafa ætlað sér, og þar er hún bráðfyndin. En inn á milli virðast þeir taka sig einum of alvarlega, svo áhorfendur eru alls ekki leng- ur vissir, um hvað þeir eru að horfa á. Þetta þótti mér koma nokkuð berlega í Ijós, á þeirri sýningu, sem ég sótti, þann- ig að áhorfendur virtust taka myndina bókstaflega, sem einlæga túlkun höfundanna á hetjunni. Þarna er ef til vill sú skekkja, sem höfundarnir gera. Þeir fylgja upphaflegu sögunni of vel, ganga ekki nógu langt í því að kasta fyrir róða viðteknum raunveru- leika í kvikmynd, þeim tekst ekki að ganga alveg framaf áhorfandanum með nógu brjálæðislegum sviðssetning- um og hugmyndum. En myndin er ekki síður athygl- isverð og áhrif hennar á áhorfendur eru eftirtektar- verð. SSP Kvik-i w myncK p11 /idctn 1 SIGURÐUR SVERRIR PALSSON breskir gagnrýnendur virðast taka með silkihönskum á þeim I skrifum sínum. Carry on Behind er af þeim jafnvel talin með betri myndum í seríunni, þó undirritaður komi ekki auga á þau gæði í svipinn. Sagan er svipuð og í öllum hinum, (Carry on Camping t.d.), allar persónurnar safnast saman á einn stað, hjólhýsastæði, til að njóta „friðar" i sveitinni. Atburðarásin^er síðan byggð utan um alls kyns mis- skilning, bæði i orðum og athæfi, en allt er að sjálf- sögðu leyst í sátt og sam- lyndi. Elke Sommer er ný í þessum myndum og hún leikur hér rússneskan forn- leifafræðing, sem talar bjag- aða ensku. Að sjálfsögðu snýr hún öllum setningum upp í mjög vafasamt mál, sem siðavöndum séntil- mönnum er ósamboðið að hlusta á, eins og Kenneth Williams gefur margoft til kynna með grettum sínum. Nú er horfinn úr hinum venjulega hóp Carry on leikaranna Sidney James, sem er nýlátinn, en að honum er nokkur sjónvar- sviptir, því Sid var venjulega í aðalhlutverkinu og mið- punktur atburða. SSP. Er ný stór- stjarna í npp- siglingn s f sfðustu viku birti vikublaðið Time stutta grein um ungan mann, sem kvikmynda- spámennirnir i Hollywood telja, að eigi ótrúlega bjarta framtfð fyrir sér. Hann heitir Sylvester Stalone, þrftugur að aldri, og hefur fengist nokkuð við skriftir og leikið f aukahlut- verkum f nokkrum myndum. Hann fitti sér þann draum f æsku að verða boxari, rithöf- undur og frægur leikari. Hann flæktist úr einu starfinu f annað, en Stalfone er sagður maður mjög viljasterkur og fi þessum flækingí sfnum missti hann aldrei sjónar fi draumnum. Það var svo fyrir skömmu, að Stallone skrifaði á þrem dögum handrit að kvikmynd um hnefa- leikamann, en neitaði að selja handritið, nema hann fengi að leika aðalhlutverkið. Framleið- endurnir, James Caan og Burt Reynolds, létu þetta eftir honum og nú segir fólk, sem séð hefur forsýningar á mynd- inni, að í Stallone sameinist leikhæfileikar Marlon Brando, A1 Pacino og Robert Mitchum. Forsýningargestir hafa verið yfir sig hrifnir af myndinni og bæði mynd og leikara er spáð útnefningu til Óskarsverðlauna næsta vor. Forstjóri United Stalione og meðleikari hans f Rocky, Taffa Shire, systir Francis Ford Coppofa. Sú mikla hrifning sem Stallone vekur með Rocky, á vafalítið rætur að rekja t.il þess, að áhorfendur eru orðnir þreyttir á sálfræðilegum og margsnúnum söguþræði, þreyttir á grimmum örlögum og „vondum hetjum í vondum heimi“. Hjá Stallone er heimur- inn kannski ekki svo vondur og hetjan er ekki i vafa um eigin verðleika. — og tilfinningar. Sylvester Stallone — hefur hann jafn mikla leikhæfileika og Brando, Pacino og Mitchum samanlagt? Artists — fyrirtækisins hefur sagt: ,jEg man ekki eftir svo makilli hrifningu með nýja mynd og nýja stjörnu síðan GIANT (Risinn) var gerð með James Dean.“ Myndin nefnist Rocky, og söguþráðurinn er einfaldur, jafnvel að mati Hollywood- framleiðenda. Rocky er hnefa- leikamaður („vegna þess að ég get ekki sungið eða dansað"), sem býr í Philadelphia og hefur ekki náð mjög langt f greininni. En skyndilega er hann drifinn fram í dagsljósið til að slást við sjálfan heimsmeistarann, því að á sfðustu stundu hafði mót- herjinn ekki mætt. Heims- meistarinn sér í þvf möguleika á auglýsingu að slást við Rocky, sem gengur undir viðurnefninu „ftalski folinn“. En Rocky berst kröftuglega og verður, er á myndina lfður, jafnframt ást- fanginn. Þetta virðist í stuttu máli vera megininntak myndar- annar, jafnframt því sem hún er sögð fyndin, einlæg og ætíð jákvæð. Boðskapur myndarinn- ar er aðeins einn — að þrauka til að ná þvi takmarki, sem hæfileikarnir leyfa, að vera maður. Stallone virðist sjálfur gæddur þessum hæfileikum, enda er Rocky sjálfsævisöguleg mynd. Framleiðandinn, Irwin Winkler, var gjörsamlega gátt- aður, þegar Stallone heimtaði að fá að leika aðalhlutverkið: „Ég trúi þessu ekki enn þá. Ég veðsetti húsið fyrir 50.000. dollara til að ná endum saman." Þegar þrefið um það, hvort Stallone fengi að leika aðalhlut- verkið, stóð yfir, átti hann sjálfur aðeins 104 dollara til að lifa af. Hann minnist þess þá að haf a sagt við konu sína: „Ef þér er sama um að fara út f garð og éta gras, þá brenni ég frekar þetta handrit en að láta annan leikara fá hlutverkið." Að sjálf- sögðu samþykkti hún það og að lokum lagði United Artists 1 milljón dollara í myndina. Leik- stjórinn John Avildsen (Save the Tiger, W.W. and the Dixie Dancekings) lauk upptökum á myndinni á 28 dögum. U.A. ger- ir sér vonir um að myndin nái inn rúmum 40 milljónum en Stallone, sem gerði samning upp á 10%, ætti ekki að þurfa að éta gras i framtíðinni. Hann er nú kominn á fimm-mynda samning hjá U.A. og fer fram á sjö stafa upphæð fyrir næstu mynd, sem á að vera um Edgar Allan Poe. Einnig hefur Stallone áhuga á að leika Superman, en mynd um það efni er i undirbúningi. Marlon Brando, sem hefur þegar verið fenginn til að leika föður Supermans f myndinni, hefur hins vegar úrslitavald um að samþykkja leikara í hlutverkið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.