Morgunblaðið - 26.11.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.11.1976, Blaðsíða 1
275. tbl. 63. árg. FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Bretland: 200 mílna frum- varpid lagt fram í Nedri málstofunni Hua Kuo-feng tekur skóflu- stungu fyrir hornsteini aö graf- hýsi Maós formanns, sem senn rís á Torgi hins himneska frið- ar í Peking. 1 ræðu, sem Hua hélt við at- höfnina f fyrradag sagði hann að kfnverska þjóðin hefði unn- ið glæstan og sögulegan sigur er barið var niður samsæri „þorparanna fjögurra". Hann sagði að ástandið f Kfna væri með afbrigðum gott, og hundr- uð milljóna manna um gjör- vallt landið væru f sjöunda himni, sigurglöð og full af hug- sjónum Og þrótti. AP-simamynd Kiísiir f þorpinu Muradiye f Austur-Tyrklandi eftir jarðskjálftann mikla í fyrradag. AP-símamynd. Lundúnum — 25. nóvember — einkaskeyti AP til Morgunblaðsins. Fyrsta frumvarpið, sam lagt var fram f Neðri málstofu brezka þingsins þegar það kom saman á ný f dag, var um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar umhverfis strendur landsins f 200 mflur. Frumvarpið er lagt fram f sam- ræmi við þá ákvörðun Efnahags- bandalagsins að koma á 200 mflna lögsögu við strendur allra aðildarrfkja sinna, meðal annars til að varna þvf að fiskstofnar, sem þegar eru hætt komnir vegna ofveiði sfðustu ára, gangi til þurrðar. 114 þorp í rústum -4000 fórust í jarðsk jalftamim Ankara — 25. nóvember — Reuter — AP. NÝIR jarðskjálftar skóku Austur-Tyrkland í dag, en ollu ekki manntjóni eða teljandi skemmdum að því er næst verður komizt. Nú er Ijóst að um það bil 4 þúsund manns hafa týnt lífi í þessum náttúruham- förum í Tyrklandi. Þar hafa yfir 100 þorp gjör- eyðilagzt, en auk þess hafa 14 þorp f íran lagzt í rúst. Vitað er að jarðskjálftarn- ir hafa einnig valdið tjóni í Sovétríkjunum, en stjórn- völd þar verjast nánari frétta. í smáþorpi einu í Tyrklandi hrundu 70 hús til grunna, og í Thailands- stjórn fram- selur flótta- menn í hend- ur Khmera Bankok — 25. nóvember —AP HERFORINGJASTJÖRNIN í Thailandi hefur framselt 26 flóttamenn frá Kambódfu f hend- ur hinna Rauðu Khmera, að þvf er fulltrúi stjórnarinnar skýrði frá f dag. Sagði hann að þessir flóttamenn hefðu í raun verið njósnarar, sem Thailendingum stafaði ógn af. Nú er talið að um 70 þúsund Framhald af bls. 1. rústum þeirra tókst aðeins að finna tvær manneskjur á lifi. Að- fararnótt fimmtudagsins létu þús- undir manna fyrirberast undir berum himni úti á víðavangi og þar af var fjöldi særðra. Björgunarstarf hefur verið með endemum erfitt. Nokkuð hefur snjóað á jarðskjálftasvæðunum, Danmörk: Kaupmannahöfn —25. nóvember — NTB. VIÐRÆÐUR dönsku stjórnarinn- ar og leiðtoga borgaraflokkanna um lausn kjaradeilunnar, sem hefur æ alvarlegri áhrif á ástandið f landinu, fóru út um þúfur f kvöld. Mun Anker Jörgen- sen forsætisráðherra gera grein fyrir viðræðunum f þjóðþinginu á morgun, að því er tilkynnt var f Kaupmannahöfn f kvöld. Ekki er ljóst á þessu stigi hvað orðið hefur til þess að binda enda á þessar viðræður, en Hilmar Baunsgárd, fyrrverandi forsætis- ráðherra, hefur greint frá þvf að samkomulag hafi náðst, en ekki hafi verið búið að samþykkja endanlegt orðalag á niðurstöðun- um. Segir Baunsgárd, að þá hafi rfkisstjórnin átt fund með for- ystumönnum verkalýðshreyfing- arinnar, en að þeim fundi loknum hafi verið tilkynnt að stjórnin hefði endurskoðað afstöðu sfnatil málsins, og þvf væri umsamin niðurstaða ekki lengur f gildi. Fyrr í kvöld hermdu áreiðan- legir heimildarmenn i Kaup- og í nótt komst frostið þar niður í 11 stig. Björgunarsveitir komust ekki þangað fyrr en um miðjan dag og voru þeir, sem alvarlegast hafa særzt, fluttir flugleiðis til Ankara. Aðrir voru fluttir í sjúkrahús í grenndinni og hjálparmiðstöð var sett upp í Muradiye þar sem jarðskjálftinn mannahöfn, að samkomulag stjórnarinnar við borgaraflokk- ana gerði ráð fyrir því að breyt- ingar á launafyrirkomulagi því, sem f gildi hefði verið síðan I ágúst, yrðu bannaðar fram til 1. «iarz á næsta ári þegar endur- skoðun átti að fara fram sam- átti upptök sín. Þar hafa búið um 6 þúsund manns, en óttazt er að þar hafi 2 þúsund farizt. Mörg ríki og stofnanir hafa þeg- ar boðið fram aðstoð sína við íbúa á jarðskjálftasvæðunum, þar á meðal Rauði krossinn, Atlants- hafsbandalagið og Efnahags- bandalagið. kvæmt ágúst-samkomulaginu, og sögðu þessir heimildamenn að samkomulagið gerði ráð fyrir viðurlögum ef út af þessu yrði brugðið, hvort sem í hlut ættu launþegar eða vinnuveitendur. I dag dró tvívegis til tíðinda við Framhald á bls. 25 Aðildarríki EBE munu hafa að- gang að fiskimiðum hvers annars og útfærslan um áramót felur ekki endilega í sér að veiðar ríkja utan bandalagsins séu útilokaðar, en veiðiheimildir til handa ein- stökum ríkjum utan EBE verða háðar samningum við bandalagið sem heild. Brezka stjórnin hefur óskað eft- ir breytingum á fiskveiðistefnu bandalagsins með það fyrir aug- um að bæta brezkum sjómönnum upp það tap, sem fyrirsjáanlegt er þegar þeir hafa ekki lengur að- gang að ýmsum miðum á fjarlæg- um slóðum. Bretar vilja koma á stærri einkalögsögu við strendur sinar en bandalagið hefur hingað til viljað fallast á. Upphaflega var farið fram á 100 mílna einkalög- sögu, en nú krefjast Bretar 50 mílna einkalögsögu. EBE hefur hingað til haldið sér fast við þá stefnu, að einkalögsaga aðildar- Framhald á bls. 25 Afvopnun undirbúin í Líbanon Beirút — 25. nóvember — NTB — Reuter SYRLENZKA gæzluliðið f Líban- on undirbýr nú afvopnun herja vinstri og hægri manna f landinu, en vopnaframsal deiluaðilja var einn liðurinn f friðarsamkomu- laginu, sem gert vaa f sfðasta mánuði. 1 samkomulaginu var einungis kveðið á um framsal á meiriháttar vopnabúnaði, að öðru leyti en þvi að Palestínumönnum í Suður- Libanon var heimilað að halda öllum sínum vopnum. I kvöld var enn óljóst hvert hlutverk sýrlenzka gæzluliðsins yrði að landamærunum, sem liggja að Israel, en Bandaríkja- menn reyna nú málamiðlun eftir diplómatískum leiðum. Samkomulag stjórnarinnar og borgaraflokkanna brást

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.