Morgunblaðið - 26.11.1976, Side 2

Morgunblaðið - 26.11.1976, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1976 Góðar fisksöl- ur í Grimsby TVÖ SKIP, skuttogarinn Dagný ufsi og karfi, en Bretar hafa frá Siglufirði og Ifnubáturinn Fróði, seldu fisk I Grimsby í gær og fengu bæði skipin mjög gott verð fyrir aflann. Dagný seldi alls 85 lestir fyrir 12.1 millj. króna og var meðalverð á kíló kr. 143. Segir i söluskeyti frá Grimsby að gæði aflans hafi verið mjög mikil og verðið eftir því, en stór hluti aflans hafi verið Viðræður að hefjast um leigu á Norglobal FRAMKVÆMDASTJORAR tsbjarnarins i Reykjavik og Hafsíldar h.f. á Seyðisfirði, þeir Jón og Vilhjálmur Ingvarssynir, halda til Noregs n.k. sunnudag til að ræða um leigu á bræðsluskipinu Norglobal við eigendur þess. Eins og kunnugt er hefur Norglobal verið hér við land tvær siðustu loðnuvertiðir og tekið á móti mikilli loðnu, t.d. var skipið hæsti einstaki lönd- unarstaðurinn bæði í fyra og hitteðfyrra. Á s.l. loðnuvertíð tók skipið á móti nærri 60 þús- und lestum, og verðmæti afurðanna var nokkuð yfir 500 millj. króna. Ef skipið fæst leigt í vetur og ekki kemur til neinnar stöðv- unar á loðnuflotanum né í landi, má fastlega gera ráð fyrir að skipið geti brætt a.m.k. 70 þús. lestir af loðnu og miðað við núverandi afurðar- verð loðnu, er útflutningsverð- mæti þessa magns tæpur millj- arðurlcróna. aldrei verið sérstaklega hrifnir af þeim fisktegundum. Fróði seldi 63.3 lestir af línu- fiski fyrir 10.4 millj. króna og var meðalverð á kíló kr. 165, sem mun vera næst hæsta meðalverð, sem Islenzkt skip hefur fengið á brezk- um markaði. Langanes frá Þórshöfn átti enn- fremur að selja í gær. Báturinn er með lausfrystan þorsk og rækju og af einhverjum ástæðum þurfti að bíða með söluna þar til i dag. INNLENT Ljósm. Mbl.: Friðþjófur. Tvö loðnuskip komu með afla til Reykjavíkur í vikunni. Voru það Gísli Árni og Helga 2. sem bæði voru með fullfermi. Verðmæti sumarloðnuafurða komið yfir 1 milljarð króna Svartolía hækkar um 10,5% FRÁ OG með deginum i dag hækkar svartolia í verði. Hækkar hvert tonn úr 19 þúsund krónum í 21 þúsund krónur, og nemur hækkunin 10.5% Verðhækkun þessi er eingöngu vegna erlendra verðhækkana. Rikisstjórnin stað- festi þessa hækkun í gær, en áður hafði hún hlotið samþykki í verð- lagsnefnd. ÞEIR loðnubátar sem voru á loðnumiðunum norður af Vestfjörðum í fyrrakvöld, fengu allir góðan afla og héldu þrír af fimm bátum, sem úti voru til lands í gærmorgun. Gísli Árni RE var með 530 lestir, Súlan EA með 570 lestir og Kap VE með um 400 lestir. Gísli Árni og Kap héldu til Siglufjarðar, en ekki er Mbl. kunnugt um hvert Súlan hélt. Talið er að út- flutningsverðmæti sumar- loðnuaflans sem er komin yfir 90 þús lestir sé yfir 1 milljarð kr. Tólf skip stunda nú loðnuveiðar, og voru flest þeirra í landi í fyrrakvöld, þar sem spáð var leiðjndaveðri. Það fór hins vegar svo að veður var nokkuð gott á loðnumiðun- um og köstuðu bátarnir í 4—5 vindstigum og óreglu- legri öldu. Köstin, sem þeir fengu, voru yfirleitt mjög góð. Mikil loöna virðist nú vera á veiðisvæði bátanna og eiga sjó- menn jafnvel von á að geta elt loðnuna austur fyrir land og vestur með vesturströndinni, er líður á, en veiðin mun að sjálf- sögðu byggjast mest á góðri tíð. Frá því að loðnuveiðar hófust í sumar hefur verið landað nokkuð yfir 90 þús. lestum og þarf ekki annað en að koma tvær góðar veiðinætur til þess, að 100 þús. tonna takmarkinu verði náð. Eftir þeim uppwýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, mun útflutningsverðmæti sumar- ioðnuaflans vera komið yfir 1 milljarð króna., og er þá miðað við að ein 9000 tonn af lýsi hafi fengist úr loðnunni og 12—14 þúsund tonn af mjöli. 18 nótaskip lengd eða byggt yfir þilfar þeirra LJÓST er að afkastageta loðnuflotans íslenzka mun aukast mikið í vetur, því samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem Morgunblaðið aflaði sér hjá Siglinga- málastofnuninni í gær, þá verða 18 nótaskip lengd eða byggt yfir þau eða hvort tveggja. Eitt þeirra skipa sem byggt verður yf- ir, er Akranestogarinn Víkingur sem að bera nærri 1300 tonn af loðnu eftir breytingu, þá er enn- fremur verið að byggja yf- ir Sigurð RE, en þessi skip eru systurskip. Reikna má með að burðargeta hvers skips aukist að meðaltali um 200 tonn. Skipin, sem verið er að byggja yfir eða lengja, eru þessi: Pétur Jónsson KÓ, Loftur Baldvinsson EA, Hilmir SU, Jón Finnsson GK, Hópsnes GK, Örvar SH, Náttfari ÞH, Ólafur Friðbertsson ÍS, Sigurður RE, Pétur Jóhannsson SH, Skírnir AK, Víkingur AK, Huginn VE, Gullberg VE, ísleifur VE, Örn KE, Albert GK og Harpa KE. Séra Jón D. Hróbjartsson hlaut flest atkvæði í lög- mætri kosningu MBB ATKVÆÐI 1 prestskosningum I Laugarnessókn 1 Reykjavík voru talin á Biskupsstofu 1 gær. Umsækjendur voru tveir, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og Pjetur Þ. Maack guðfræðingur. Á kjörskrá voru 3.018 og kusu 2159. Séra Jón Dalbú Hró- bjartsson hlaut 1.089 atkvæði og Pjetur Þ. Maack 1037 at- kvæði. Auðir seðlar voru 24 og ógildir 9. Kosningin var lög- mæt. Mbl. náði tali af sr. Jóni D. Hróbjartssyni í gær og innti hann fyrst eftir því hver væri að hans mati skýringin á þess- ari miklu kjörsókn, en hún var um 72%. — Það hefur ekki verið svo mikil kjörsókn um langan tíma hér í Reykjavik, sagði sr. Jón, og á hún sér sennilega margar skýringar. Laugarneshverfi er afmarkað hverfi og fólk þar er sér þess vel meðvitandi um það, þar eru margt fullorðinna, sem sýnir kirkju og kristindómi mikinn áhuga. Einnig má nefna að mikið var unnið af hálfu beggja umsækjenda og stuðn- ingsmanna þeirra og langt er siðan kosið hefur verið í þessu hverfi. Þá var hann spurður um álit á prestskosningum: — Þetta er bundið í lögum Framhald á bls. 25 Séra Jón Dalhú Hróbjartsson Sjálfstæðisflokkurinn: Flokksráds- og formanna- rádstefna hefst í dag FLOKKSRÁÐ- og formanna- ráðstefna Sjálfstæðisflokksins hefst 1 Reykjavfk 1 dag, föstu- dag, kl. 15 að Hótel Esju. Ráð- stefnur þessar eru haldnar ann- að hvert ár eða þau ár sem landsfundir flokksins eru ekki haldnir. Á ráðstefnunni eiga sæti fulltrúar vlðs vegar að af landinu. Ráðstefnan sem stendur í tvo daga, hefst með þvi, að formað- ur Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgímsson forsætisráðherra flytur setningaræðu. Að henni lokinni fer fram kjör stjórn- málanefndar og síðan flutt framsögúerindi i tveimur sér- málum, er tekin verða fyrir á fundinum — þ.e. „Kjördæma- skipan og kósningalög", sem Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- ráðherra, og varaformaður Sjálfstæðisflokksins fjailar um, og „Staða stjórnmálaflokkanna i löggjöf“, sem Ellert B Schram, aiþingismaður, fjallar um. Að framsöguræðum loknum fara fram almennar umræður. Fyrir hádegi á laugardag starfa starfshópar en eftir há- degi verður gerð grein fyrir umræðum í starfshópum, lögð fram drög stjórnmálayfirlýs- ingar flokksráðs og formanna- fundarins, umræður um stjórn- málaviðhorfið og stjórnmála- yfirlýsing afgreidd. Áætlað er að Flokksráð og formannaráð- stefnu Sjálfstæðisflokksins ljúki siðari hluta laugardags. Erindið var að eiga blaðasamtal við stúlkuna KOMIÐ hefur i ljós hvert var erindi piltanna tveggja á fund eina kvenfangans í Hegningar- húsinu við Skólavörðustig að- fararnótt s.l. miðvikudags, en piltarnir vofu gripnir i fangelsis- garðinum eins og kom fram I frétt Mbl. I gær. Erindi piltanna reynd- ist vera það að taka viðtal við stúlkuna fyrir unglingatímarit eitt í borginni. Stúlkan situr I gæzluvarðhaldi vegna Geirfinns- málsins og buðust piltarnir að fyrra bragði til þess að reyna að ná fundum stúlkunnar og taka við hana viðtal gegn góðri borgun. Gekk tímaritið að tilboðinu, en áður en viðtalið gat farið fram komst lögreglan i spilið og gerði áform piltanna að engu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.