Morgunblaðið - 26.11.1976, Page 5

Morgunblaðið - 26.11.1976, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1976 5 Fundir kirkjuþings fara tram i nnoarsal 1 Hallgrímskirkju. Frá kirkjuþingi: Leikmenn taki meiri þátt í kirkjulegu starfi A KIRKJUÞINGI þvl, sem nú stendur yfir I Reykjavík, hafa komið fram tillögur sem miða að þvl að leikmenn taki meiri þátt I starfi kirkjunnar. Er önn- ur tillaga, sem lögð hefur verið fram á þinginu, frá sr. Pétri Sigurgeirssyni, vtgslubiskupi, þess efnis að þingið hvetji til þess að leikmenn annist guðs- þjónustur á almennum bæna- degi á þeim stöðum, sem prest- ur getur ekki komið þvl við að flytja messu þann dag. Frá sr. Þorbergi Kristjáns- syni hefur komið sú tillaga að í fjölmennum prestaköllum skuli það heimilt að ráða leiía starfs- menn, er taki laun úr ríkissjóði, að því marki sem styrkur úr Kristnisjóði hrekkur ekki til. Af öðrum málefnum sem hafa komið til umfjöllunar á kirkjuþingi, má nefna ályktun um kirkjuhús I Reykjavík, og eru flutningsmenn sr. Pétur Sigurgeirsson og Hermann Þor- steinsson. Segir að þingið skuli beina þeim eindregnu tilmæl- um til rikisstjórnarinnar, Al- þingis og borgaryfirvalda að ljá byggingarmáli þess stuðning og vænti þess að kirkjuhúsið megi sem fyrst rísa af grunni. Þá flytur sr. Jón Einarsson tillögu til þingsályktunar um að skipuð verði nefnd til að gera úttekt á fjárhagsstöðu íslenzku þjóð- kirkjunnar og fjármagnsþörf hennar, og skili sú nefnd tillög- um fyrir næsta kirkjuþing. Menntamálaráðherrafundur Norðurlanda: Vilja hækka bók- menntaverðlaunin Menntamálaráðherra- fundur Norðurlanda, sem haldinn var í Kaupmanna- höfn fyrr í þessum mánuði, hefur lýst stuðningi sinum við að bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verði hækkuð sem allra fyrst úr 50 þúsund dönskum krón- um í 75 þúsund d.kr. eða i um það bil 2.4 milljónir ís- lenzkra króna. Verðlaunafjárhæðin hef- ur verið óbreytt frá önd- verðu eða í 15 ár. Einnig voru fundarmenn hlynntir því að gert yrði ráð fyrir sérstökum styrk að fjár- hæð um 25 þúsund d.kr. handa rithöfundi, sem birt hefði fyrstu bók sína á þremur næstu árum á und- an styrkveitingu. Á fundinum kom einnig fram, að gert er ráð fyrir nokkurri skipulagsbreytingu á úthlutun bókmenntaverðlaunanna, þannig að fulltrúar frá Sömum, Færey- ingum og Grænlendingum ættu eftirleiðis aðild að úthlutunar- nefndinni og að sama nefnd ann- aðist einnig styrkveitingar til út- gáfu norrænna rita i þýðingu á máli grannþjóðanna. Nefnd þessi fjallar einnig um úthlutun hins nýja 25 þúsund króna styrks, ef samþykktur verður, segir í frétta- tilkynningu frá menntamálaráðu- neytinu um þennan fund, sem Birgir Thorlacius, ráðuneytis- stjóri, sat af Islands hálfu. Ljósmyndasýning í Eyjum GUÐMUNDUR Sigfússon, ljósmyndari I Vestmannaeyjum, hefur opn- að sýningu á myndum sínum í Agógeshúsinu í Vestmannaeyjum. Á sýningunni eru 66 myndir, bæði i lit og svart-hvitu. Eru þetta gosmynd- ir, myndir frá sjónum, úteyjum, portretmyndir og ýmsar fleiri myndir. Sýningin er opin klukkan 20—22 á virkum dögum en á laugardag og sunnudag verður opið kl. 14—22. Sýningunni lýkur á sunnudag. Meðfylgjandi mynd er frá sýningunni. Kanna hvers vegna þorskurinn gefur sig til HAFRANNSÓKNASKIPIÐ Arni Friðriksson er um þessar mundir úti af Vestfjörðum við rannsókn- ir, sem fram til þessa hafa ekki verið stundaðar á fiskstofnunum við tsland að neinu ráði, en starfs- menn Hafrannsóknastofnunar- innar eru nú að hefja viðtækar rannsóknir á hreyfingu þorsksins miðað við hitastig sjávar og mis- mun ætis. Morgunblaðið ræddi í gær við dr. Sigfús Schopka fiski- fræðing um borð i Árna Friðriks- syni. „Við erum nú að fara í verkefni í sambandi við þorskinn, fylgjast með hreyfingum þorsksins á mið- unum frá Halanum og að Strand- grunni, með tilliti til breytinga sem verða á hitastigi sjávar og æti fisksins. Við erum nú búnir að vera 2 daga við þessar rannsóknir og verðum 10 í viðbót í þessari lotu. Á þessu svæði þéttist oft fiskur og gefur sig til og við erum að rannsaka nánar hvað veldur því. Hitaskilin, sem eru þarna víða, hafa ugglaust mikil áhrif en þetta hefur lítið verið kannað. Slik rannsókn kostar mikla yfir- legu á svipuðum slóðum og athug- un á breytingum frá degi til dags. Þetta er byrjúnin á stærra verk- efni sem þarf að gera á ýmsum árstíðum. En með þessu vonumst við til að geta varpað ljósi á það mál, hvað veldur að fiskurinn gef- ur sig til með tilliti til breytinga á umhverfisástandi og æti. Vest- fjarðamiðin eru talsvert sérstakt svæði í þessu tilliti við landið, en þó er ástæða til að gera þessar rannsóknir viðar.“ Laugavegur 66 □ ULLARKVENKÁPURNAR VINSÆLU KOMNAR AFTUR. MJÖG GOTT VERÐ. □ DÖMUKULDAJAKKAR □ SÍÐAR DÖMUPEYSUF □ DÖMUFÖT Q HERRAPEYSUR □ GRÓFRIFFLAÐAR FLAUELSBUXUR. □ „CAVALIRY TWILL" TERELENE & ULLARBUXUR O.M.FL. TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS iLfivhV±vrji:i Laugavegi 66 Simi (ró skipUxyði 28156 Laugavegur 20 □ MJÖG ÓDÝRIR VATTERAÐIR NYLON STUTTJAKKAR □ HERRAKULDAJAKKAR „SAILOR" □ KJÓLAR PILS FÖT MEÐ OG ÁN VESTIS □ NÝJAR GERÐIR DENIM BUXUR. □ STAKIR FLAUELSJAKKAR O.M.FL:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.