Morgunblaðið - 26.11.1976, Side 14

Morgunblaðið - 26.11.1976, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1976 BÆKUR — BÆKUR — BÆKUR — BÆKUR — BÆKUR — BÆKUR — BÆKUR Skuggsjá: S jóf erðasögur og æviminning- ar burðarásinn í útgáfunni í ár BÓKAÍJTGAFAN Skuggsjá send- ir frá sér alls 18 titla á þessu hausti. 11 þerrra eru eftir ís- lenzka hiifunda, tvær fræðibækur og 9 bækur með lýsingum eða frásögnum fðlks. Tvær þýddar bækur koma út hjá útgáfunni auk 5 þýddra skáldsagnakilja, en þar á meðal eru þrjú hefti í flokknum Rauðu ástarsögurnar. Farmaður 1 friði og strfði heitir bók eftir Jóhannes Helga. I þessu verki segir frá minningum Ólafs Tómassonar, sem lengi var stýri- maður hjá Eimskip. Minningar þessar ná til þess er Ólafur fór sína fyrstu sjóferð sem barn að aldri á Motor Hans, og til þeirrar stundar er þýzkur kafbátur sökkti Dettifossi undan Ólafi í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Breið- firskir sjðmenn nefnist bók eftir Jens Hermansson. í henni er rak- in sjósóknarsaga á Breiðafirði. Eru það sannar sagnir allt frá fyrstu tíð. Faðir minn — Skipstjórinn er þriðja bók útgáf- unnar, sem fjallar um sjó- mennsku. Þessi bók hefur að geyma fjórtán þætti um látna skipstjóra, farmenn og fiskimenn, sem sakir sérstæðra eiginleika harðfylgi og dugnaðar urðu hver með sínum hætti áberandi menn i íslenzku þjóðlífi. Þættir þessir eru skráðir af börnum þessara látnu skipstjóra. Llf og lífsvið- horf nefnist bók þar sem séra Jón Auðuns segir frá uppruna sínum og uppvaxtarárum á Isafirði. Seg- ir hann frá innlendum og erlend- um mönnum sem hann telur ein- hvern hafa mótað lífsvið horf sin. Þá greinir hann frá afstöðu sinni til ýmissa guðfræðikenninga og ræðir um trúmál og kynni sin af ráðgátum dulsálfræðinnar. Þór- oddur Guðmundsson frá Sandi ritar bók um Guðrúnu Oddsdótt- ur, fyrstu húsfreyjuna á Sandi í Aðaldal. en Guðrún var gift hinu þjóðkunna skáldi Guðmundi Friðjónssyni. I þessari bók er ævi Guðrúnar lýst, ævi alþýðukonu, ævi andstæðna og harðrar lífsbar- áttu, þar sem á togast veruleiki og skáldskapur. Skuggsjá sendir frá sér bók þar sem rakin eru minningarbrot Sigurðar Haralz, en hann var m.a. landskunnur fyrir bækur sinar Lassaróni og Emigrantar. Þessi bók um Sigurð nefnist 1 moldinni glitrar gullið og er eftir Kormák Sigurðsson. Koma margar við sögu í þessari bók, m.a. Guðbrandur í Rikinu, Sigurður Jónsson, forstjóri Tóbakseinkasölunnar, o.fl., o.fl. Eiríkur Sigurðsson ritar austfirska þætti í bók er nefnist Af Sjðnarhrauni. Segir hér frá, m.a.,listamönnunum Finni Jóns- syni og Jóhannesi Kjarval, dr. Stefáni Einarssyni og móður hans, Margréti Jónsdóttur hús- freyju á Höskuldsstöðum í Breið- dal. Ennfremur segir frá prentlist á Austurlandi, upphafsmönnum hennar og menningaráhrifum o.fl, o.fl. Gamlir grannar nefnist bók með frásögnum af gömlum Breiðfirðingum og lífinu i eyjun- um og við Breiðafjörð, eins og það gerðist á fyrri tið. Eru þetta frá- sagnir af dugmiklu fólki, sem ekki var mulið undir. Rýnt I forn- ar rúnir heitir bók eftir Gunnar Benediktsson. Eru þetta ritgerðir i sambandi við frásagnir fornra rita íslenzkra. Varpað er nýju ljósi á ýmsa kunna atburði ís- landssögunnar. Hjá Skuggsjá kemur út bók eft- ir hina öldnu skáldkonu Elín- borgu Lárusdóttur. Heitir þessi bók Sannar dýrasögur.en með henni lýkur Elínborg rit- höfundarferli sínum, segir í fréttatilkynningum frá Skuggsjá. 1 bókinni segir Elinborg frá dýr- um þeim sem hún umgekkst og unni sem barn, og öðrum skepn- um sem hún síðar umgekkst sem prestfrú að Mosfelli. Níunda bindi einu heildarútgáfu Islendingasagna sem fáanleg er með nútimastafsetningu kemur að þessu sinni út hjá Skuggsjá. Heitir það Islendinga sögur með nútlma stafsetningu IX. r þetta nafna- og atriðisorðaskrá, en atriðisorðaskráin er nýlunda með útgáfu íslendinga sagna. Dular mögn hugans heitir bók eftir Harold Sherman. Þetta er bók sem fjallar um þá hugorku og yfirskilvitlega hæfileika, sem al- mennt eru nefndir ESP. Fjallað er um hugsanaflutning, huglækn- ingar, hugboð, fyrirboða, fjar- skyggni, drauma og dáleiðslu og sitthvað felira. Bókina þýddi Ingólfur Arna- son. Vogun vinnur heitir önnur þýdd bók som kemur út hjá Skuggsjá að þessu sinni. Er hún eftir Sir Edmund Hillary, en sá fjallagarpur rekur hér sögu sína og ævintýralíf, en segjá má að leynst hafi hætta við hvert fót- mál. Bókina þýddi Hersteinn Palsson. Loks koma út hjá Skugg- sjá afþreyingarbækurnar Hamingja hennar eftir Theresu Charles, Fórnfús ást eftir Barböru Cartland, Við bleikan akur eftir Margit Söderholm, Systir Marla eftir Else-Marie Nohr og Enga karlmenn takk eft- ir Sigge Stark. Njörður F. Njarðvík Séra Jón Auðuns Hannes Pétursson Þóroddur Guðmundsson. Idunn, Hladbúd og Skálholt: Um fjörutíu bækur í ár Systurforlögin Iðunn, Hlaðbúð og Skálholt munu gefa út 1 ár um fjörutfu bækur, þegar með eru taldar endurprentanir á eldri út- gáfubókum forlaganna. Eftir Hannes Pétursson kemur út bókin ÍJr hugskoti.Þessi bók hefur að geyma frumsamin kvæði og laust mál, en þetta er 14. frum- samda bók höfundar. Einleikur á glansmynd nefnist ný skáldsaga úr nútímalífinu eftir Þorgeir Þor- geirsson, en form þessarar bókar mun vera nýstárlegt, segir í fréttatilkynningu forlaganna. Pétur Gunnarsson sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu, sem heitir Punktur, punktur, komma, strik. Kafla úr þeirri bók hefur hann lesið upp í Háskolabíói og úti á landi. I leit að sjálfum sér nefnist önnur bókin frá hendi Sigurðar Guðjónssonar, sem áður hefur gefið út bókina Truntusól. Þessi bók er nk. skýrsla hreinskilins ungs manns um baráttu hans við að finna fótfestu í lífinu, festa hendur á lífsgildum, sem duga. Saga frá Skagfirðingum er fyrsta bindi mikils sögurits í árbóka- formi eftir Jón Espólín og Einar Bjarnason, sem fjallar um árabil- ið 1685—1847, en ýtarlegar skýr- ingar og viðaukar Kristmundar Bjarnasonar fræðimanns á Sjávarborg færa m.a. söguna nær nútímanum. Auk Kristmundar annast útgáfuna Hannes Péturs- son skáld og ögmundur Helgason BA. — Þá kemur út safnrit eftir Stefán Vagnsson frá Hjalta- stöðum í Skagafirði. Hefur það að geyma endurminninga- og frásöguþætti, þjóðsögur og nokk- urt sýnishorn af kveðskap Stefáns. Unnið er að Utgáfu á fyrra bindi ritverks er nefnist Svarfdælingar, og er vonast til að það geti komið út fyrir jól. segir i frétt forlaganna. Hefur þetta bindi að geyma ábúendatal í Svarfaðardal jafnlangt aftur og heimildir ná og jafnframt er getið niðja allra ábúenda. Höfundur- inn. Stefán Aðalsteinsson, féll frá áður en setning ritsins hófst, og kom það í hlut dr. Kristjáns Eldjárns að fylla það skarð er þar var fyrir skildi, varðandi síðasta frágang handritsins til prentunar og jafnframt ritar hann formála verksins. Hjá forlögunum koma út fjorar bækur eftir dr. Gylfa Þ. Gíslason. Þrjár þeirra eru samdar til not- kunar í menntaskólum og öðrum framhaldsskólum, en þar eru bækurnar Bókfærsla, Þættir úr viðskiptarétti og Þættir úr rekstrarhagfræði. Fjórða bókin, Bókfærsla og reikningsskil, er námsbók í viðskiptafræðum við Háskóla Islands, og jafnframt notadrjúg har.dbók allra þeirra sem annast bókhald, uppgjör og endurskoðun. — Veðurfar á Islandi nefnist bók eftir Markús Einarsson veðurfræðing , þar sem meginþáttur islenzks veðurfars eru gerð skil. Þá kemur út bók eftir dr. Magnús Pétursson háskolakennara i Hamborg, sem nefnist Hljóðfræði. Þessi bók er lýsing á hljóðmyndun í íslenzku, og er fyrsta rit sinnar tegundar á íslensku. Er þetta fyrsta bók úr fyrirhugaðri ritröð varðandi nám og kennslu, sem Iðunn gefur út að frumkvæði Kennaraháskola ísl- ands. I sama flokki bóka kemur út bókin lslenzkar bókmenntir til 1550. Hún er eftir þá Baldur Jóns- son, Indriða Gíslason og Ingólf Pálmason, en þetta er ágrip íslenzkrar bókmenntasögu á þessu tfmabili, ætluð skólum og almenningi. Auk þessara kemur einnig út hjá forlögunum bókin Setningarfræði, málfræði, hljóð- fræði. Hún er eftir Ingólf R. Björnsson íslenzkukennara og er einkum ætluð til notkunar I 9. bekk grunnskóla. Þetta er bók í nýstárlegu formi, og er m.a. eins- konar vinnubók nemenda. Þýddar skáldsögur eru þrjár: Sirkus eftir Alistair MacLean, Til móts við hættuna eftir Hamond Innes og 1 greipum dauðans eftir David Morrell. Barnabækur forlaganna eru all- margar. 1 afahúsi nefnist ný bók eftir Guðrúnu Helgadóttur, sem áður hefur gefið út bækurnar um Jón Odd og Jón Bjarna, en þær hafa báðar komið út í nýjum út- gáfum á þessu ári. — Helgi skoðar heiminn heitir bók eftir þá Halldór Pétursson listmálara og Njörð P. Njarðvfk lektor. Varð hún til með þeim hætti, að Halldór teiknaði röð mynda um lítinn dreng, hestinn hans og hundinn, en Njörður samdi siðan sögu sem fellur að myndunum. Myndirnar voru sýndar á sýningu Halldórs sem haldin var á Kjar- valsstöðum nú f haust. Sigrún fer á sjúkrahús nefnist bók eftir Njörð P. Njarðvfk, myndskreytt af Sigrúnu Eldjárn. Þetta er saga sem ætluð er það hlutverk að búa lftil börn undir þá nýju og stund- um erfiðu lífsreynslu að þurfa að leggjast á sjúkrahús. Bókin er samin í samráði við barnadeild Landakotsspitala. Þá koma út hjá forlögunum átta litprentaðar barnabækur. Tvær nýjar Tuma- bækur eftir Gunilla Wolde, tvær bækur um Emmu eftir sama höfund, tvær bækur um Kalla og Kötu eftir Margret Rettich, Breytingar f Grfsabæ eftir Annette Tison og Talus Taylor, höfunda bókanna um Barbapapa, og loks koma svo myndasögur af Barbapapa og fjölskyldu hans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.