Morgunblaðið - 26.11.1976, Síða 15

Morgunblaðið - 26.11.1976, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1976 15 Arnarhóll FYRIR fjórum árum var frá því sagt I fréttum , að Seðlabanki Islands ætlaði að láta reisa skrif- stofuhús á bílastæðinu við Arnar- hól. I örstuttum pistli í dálkum Velvakanda í Mbl. benti ég á, að slíkt hús skyggði á hið fágætlega fagra útsýni af Arnarhóli. Ég sagði líka frá því, að Einar heit- inn Sveinsson húsameistari Reykjavlkur, sem þá var enn á lífi, hefði látið bóka eftirfarandi mótmæli sln gegn þessari ráða- gerð: „Ég er mótfallinn þvl, að Arnar- hólssvæðið verði skert með bygg- ingu á þessum stað, en álft, að stuðla beri að stækkun þess eins og mögulegt er vegna hins fagra útsýnis og fleira á þessum önd- vegisstað Reykjavíkurborgar." Ég lagði til, að hætt væri við þá ráðagerð að reisa þarna stórhýsi, algerlega að nauðsynjalausu. Margir þökkuðu mér þessa ábend- ingu, en enginn mótmælti henni opinberlega. Lá þetta mál svo I þagnargildi I hálft ár. En 27 júní 1973 var þess getið I útvarpsfréttum, að byrjað væri að grafa fyrir grunni þessa húss. Kom það öllum mjög á óvart, að I þetta yrði ráðist þá, um háanna- tímann, þegar mjög skorti bæði mannafla og fé til arðgæfra fram- kvæmda. — Ég birti þá nokkrum dögum síðar smágrein I Mbl. þar sem ég mótmælti þvl, að reist yrði þarna stórhýsi, sem um aldur og ævi lokaði fyrir eitthvert dásam- legasta útsýni f Reykjavík. Strax á næstu dögum tóku margir undir þessi mótmæli mín, bæði I blöðum og útvarpi, og að lokum var haldinn fundur um málið á Arnarhóli. Ég átti tal við ýmsa borgarfull- trúa um málið og síðan gekk ég á fund þáverandi forsætisráðherra, Ölafs Jóhannessonar, borgar- stjóra, Birgir Isleifs Gunnarsson- ar, Svanbjörns Frimannssonar þá- verandi Seðlabankastjóra og Glsla Halldórssonar arkitekts, Basar í Betaníu BASAR verður I kristniboðs- húsinu Betaníu, Laufásvegi 13, laugardaginn 27. nóvember næstkomandi kl. 2—6. Allur ágóðinn rennur til kristniboðs- starfsins I Eþiópíu, þar sem basarnefnd segir að mikilla fjármuna sér þörf, þvi margir biði og hrópi á hjálp. Samkoma verður i húsinu um kvöldið kl. 8.30. Ræðumaður verður Halla Bachmann, kristniboði. „Skólarnir vanbúnir að gegna því hlutverki sem ætlað er til” — segja skólastjórar á Norðurlandi vestra Sauðarkróki 24. nóvember SKÓLASTJÓRAR grunnskólans, frá Siglufirði, Sauðarárkróki og úr Skagafirði, staddir á fundi í gagnfræðaskóla Sauðarkróks hinn 19. nóvember, gerðu eftir- farandi samþykkt: „Fundurinn beinir þeirri eindregnu kröfu til háttvirtra alþingismanna kjördæmisins, að þeir hlutist nú þegar til um það, að fjárhagslegur rekstrargrund- völlur fræðsluskrifstofunnar á Blönduósi verði tryggður. Fundurinn telur skrifstofuna nú þegar hafa sannað ágæti sitt og telur það stórt skref til baka ef starfsemi þessi félli niður vegna lítilfjörlegra skipulagslegra atriða og þráteflis milli sveitar- félaga og rikisvalds. Fundurinn væntir þess að háttvirtir alþingismenn sýni máli þessu fullan stuðning, þar sem það er komið I algjöra sjálfheldu.“ Ennfremur ályktuðu skóla- stjórarnir eftirfarandi: „Fundurinn lýsir fullum stuðningi við kröfur kennara um bætt kjör. Einkum bendir fundur- inn á, að misræmi í launum fyrir starf við sömu stofnun er algjör- lega óviðunandi og óþolandi. Léleg kjör kennara hafa nú þegar leitt til þess, að skólarnir eru vanbúnir til að gegna þvi mikilvæga hlutverki sem löggjaf- inn ætlast til. Þau kjör, sem kennarar búa við, hafa gert það að verkum, að hæft fólk hefur fælzt frá störfum við skólana og horfið að störfum á almennum vinnumarkaði sem býður betri laun. Bætt kjör kennara — betri skóli; betri skóli — betra þjóð- félag.“ Guðjón sem þá var forseti borgarstjórnar Reykjavikur. Ég greini vitanlega ekki frá þessum einkaviðtölum, enda er nú 3‘/4 ár síðan, en vil þó geta þess, að ég færði það í tal við Gísla Halldórsson, að nota mætti holu þá, sem þá þegar var búið að grafa í Arnarhól fyrir bílastæði á tveimur hæðum og tyrfa siðan yfir, Ymsir aðrir tóku undir það. Siðan yrði Sænska frystihúsið rif- ið, þegar Bæjarútgerð Reykjavík- ur mætti missa það, en svo er ekki enn. Allt sumarið 1973 var haldið áfram að grafa og sprengja og loks var sett bárujárnsgirðing i kring um þetta sár i Arnarhóli, og hefur svo verið í tæp þrjú ár, að þessi hola hefur verið engum að gagni, en flestum til leiðinda. Vmsir voru farnir að vona, að þessar byggingarhugmyndir myndu gleymast á þessum þrem- ur árum, eins og sumar aðrar slik- ar, sem samþykktar höfðu verið af stjórnvöldum, og óþarft er upp aðtelja. En nú fyrir nokkrum dögum var frá því sagt í einhverju dag- blaði, að ráðamenn hefðu nú horf- ið frá fyrri hugmyndum um að reisa skrifstofuhús í holunni, sem svo mikið lá á að gera fyrir þrem- ur árum og miklu hafði verið kostað til. — En nú vildu þeir fá lóðina, sem Sænska frystihúsið stendur á, láta rífa það og reisa skrifstofuhús á þeirri lóð. Ég sleppi öllum hugsanlegum hug- leiðingum um þessa breytingu frá fyrri áætlun, en vil aðeins aftur benda á það, að á þessu svæði má ekki reisa neitt nýtt hús, hvorki stórt eða lítið, fallegt eða ljótt, skynsamlegt eða tilgerðarlegt. Ut sýnið yfir sundin á að vera frjálst. Eg bendi aftur á hógvær aðvörunarorð Einars heitins Sveinssonar, hins vammlausa manns. Þetta mál er í höndum tveggja valdaaðila, borgarstjórnar Reykjavikur og bankastjórnar Seðlabankans. Ég og margir aðrir, sem láta sér annt um fegurð Reykjavíkur, vona, að þeir ágætis- menn, sem hér um ræðir, hætti við allar ráðagerðir um húsbygg- ingu á þessum stað. 24. nóv. 1976 Einar Magnússon. .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.