Morgunblaðið - 26.11.1976, Side 20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1976
20
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10100.
Aðalstræti 6, simi 22480
Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasolu 60.00 kr. eintakið.
BIERMANN
Fyrstu einkenni ein-
ræöis eru þau, að
stjórnvöld ráðast gegn
prent- og málfrelsi; blöð-
um, tímaritum og öðrum
fjölmiðlum er breytt í
ófrjáls málgögn þeirra,
sem um stjórnartauminn
halda. ()g að því kemur, að
þau verða ekki annað en
eins konar gjallarhorn á
fjöldafundi einvaldsherra.
Þessi þróun hefur að sjálf-
sögðu orðið í þeim löndum,
þar sem nasismi og fasismi
hafa náð undirtökunum,
eins og menn hafa orðið
vitni að á þessari öld, svo
og herforingjaklíkur alls
konar og er skemmst að
minnast þess hörmulega
ástands, sem ríkti í Grik.k-
landi, meðan einræðisklika
herforingja réð þar
ríkjum. Sama er uppi á ten-
ingnum í f jölmörgum lönd-
um Suður-Ameríku og
Afríku, eins og kunnugt er
— og þá hefur Asía ekki
..eldur farið varhluta af
ágangi þessara ofbeldis-
afla; jafnvel Indira
Gandhi, sem komst til
valda með lýðræðislegum
kosningum, hefur leyft sér
að breyta lýðræðisríkinu
Indlandi í hálfgert ein-
ræðisríki. Hefur verið
ömurlegt að fylgjast með
þeirri þróun, sem þar hef-
ur átt sér stað.
En hvergi hefur andlega
ofbeldið þó verið atkvæða-
meira né ömurlegra en í
þeim ríkjum, þar sem
kommúnistar hafa sölsað
undir sig völdin. Hér í blað-
inu hefur oft og einatt ver-
ið tíundað hvernig prent-
frelsið er fótum troðið í
kommúnistaríkjunum, og
almenn mannréttindi eru
þar af svo skornum
skammti, að minnir einna
helzt á þriðja ríkið.
Þetta er sorgleg stað-
reynd, því að ýmsir sósíal-
istar halda því fram, að só-
síalismi og lýðræði hljóti
að fara saman þó að raunin
hafi orðið önnur, þar sem
staðreyndirnar tala.
Morgunblaðið hefur
reynt að fylgjast eins ná-
kvæmlega með þessari þró-
un og unnt hefur verið,
stundum við litlar vinsæld-
ir kommúnista hér á landi,
sem hafa kallað það kalda-
stríðs stefnu að vara við
því ofbeldi, sem kommún-
ismanum jafnan fylgir.
Flestir helztu rithöfundar í
kommúnistaríkjunum eru
annað hvort þögulir eða
láta lítið að sér kveða, eða
þá að þeim hefur verið
fleygt í fangabúðir, svo að
ekki sé nú talað um þræla-
búðirnar, Gulagiö, sem
Solzhenitsyn hefur minnt
okkur svo óþyrmilega á.
Það eru ekki einungis
andstæðingar kommúnis-
mans, sem hafa orðið and-
legu ofbeldi hans að bráð í
þessum ríkjum, því að nú
höfum við fyrir okkur
dæmi, sem er mjög sér-
stætt; vísnasöngvari og
trúbadúr, sem kallar sig
kommúnista, Wolf Bier-
mann hefur sætt sömu ör-
lögum og andkommúnist-
inn Solzhenitsyn: hann
hefur verið rekinn úr landi
og er nú útlagi. Samt hefur
Biermann reynt að túlka
málstað valdhafanna í Au-
Þýzkalandi og hvatt landa
sína til að flýja ekki vestur
fyrir múrinn alræmda. En
hann hefur ekki haft er-
indi sem erfiði; fyrst hann
flýði ekki frá Au-
Þýzkalandi, var hann ein-
faldlega rekinn úr landi,
gerður að útlaga! Málum
er þannig komið í kommún-
istaríkjum, að þar er ekki
einu sinni rúm fyrir yfir-
lýsta kommúnista, hvað þá
aðra.
Biermann er rekinn í út-
legð vegna þess að hann
hefur gagnrýnt þjóðskipu-
lag kommúnismans — og
þætti engum mikið í lýð-
ræðisríki, en slíkur maður
á ekki heima í kommúnista-
ríki. Hann hlýtur að verða
útlagi frá landinu. Slík ör-
lög segja meiri sögu en allt
það orðagjálfur, sem berst
okkur frá áróðursstofnun-
um kommúnistaríkjanna.
APN og Novosti, svo að
dæmi séu nefnd, geta ekki
með þúsundum áróðurs-
greina breytt þeirri mynd,
sem útlegð Biermanns gef-
ur af au-þýzku þjóðskipu-
lagi. Þessi ákvörðun komm-
únistastjórnarinnar beinir
athyglinni að þeirri stað-
reynd, hversu völtum fót-
um það stjórnarfar stend-
ur í raun og veru, sem þolir
ekki einn vísnasöngvara
innan sinna alræmdu
múra.
Málgagn au-þýzku stjórn-
arinnar, Neues Deutsch-
land, segir að Biermann
muni „hverfa í myrkan
fjölda anddíommúnískra
kjaftaska".
Biermann er á öðru máli:
„Þetta er aðeins ósk-
hyggja, og ekki lýsing á
raunveruleikanum,“ sagði
hann.
Kynning á dagvistarmálum:
ALLIR eru á einu máli um að dagvistarmálin
séu í hinu mesta óstandi og að mikið átak
margra aðila þurfi að koma til svo að málin
verði þannig til lykta leidd að við verði unað.
Mbl. hefur síðstu daga fjallað um dagvistar
málin í sambandi við kynningarviku þá sem
efnt var til. Að þessu sinni var leitað til
nokkurra framámanna í verkalýðshreyfing-
unni og fleiri og eftirfarandi spurning lögð
fyrir þá: ..Hvernig á að þínum dómi að standa
að því að leysa hin erfiðu og brýnu dagvistar-
mál, sem eru nú til umræðu?" Þeir sem
svöruðu voru Auður Torfadóttir, stjórnm. í
V.R. Bjarni Jakobsson, form. Iðju, Björn Jóns
son, forseti ASÍ, Jónína Þorfinnsdóttir form.
Hvatar, Þórunn Einarsdóttir, umsjónarfóstra
Sumargjafar, og Þórunn Valdimarsdóttir
form. Verkakvennafélagsins Framsóknar. Þrjú
fyrrnefndu svara í dag, en svör hinna birtast I
laugardagsblaði
dagvistarmálin?
Hvemig
á
að leysa
AuÓur Torfadóttir,
stjórnarm. í
Verzlunarmanna-
félagi Reykjavíkur.
Þegar dagvistarmál eru rædd
þykir mér sem oft vilji brenna
við að gleymist að hugsa um
hagsmuni barnsins. Ekkert er
þó algilt i þessu fremur en
öðru, ég tel til dæmis að börn
hafi mjög gott af því og verði
fyrir þroskavænlegum áhrifum
að dvelja á dagvistarstofnunum
a.m.k. hluta dags. En kannski
ekki öll börn. Frekar en að
segja að öll börn hafi ósköp gott
af því að vera alltaf heima hjá
sér og hreyfa sig aidrei innan
um önnur börn. Málin eru ekki
svo einföld. Ekkert er bara
annaðhvort hvítt eða svart, plús
eða mínus. Á þetta verður ekki
komið neitt lag fyrir en viður-
kennt er að dagvist og réttur til
dagvistar eru liður í samneyzlu
þjóðfélagsins. Þegar karlmenn
hætta að segja: „Því skyldi ég
og konan min borga fyrir aðrai
manneskjur og þeirra börn
dagheimili fyrst mín kona vinn-
ur heima og hugsar um okkar
börn?“ Þegar menn átta sig á
að samneyzla þjóðfélagsins er
Auður Torfadóttir
ekki afmarkað svið og kona sem
nýtur dagheimilspláss fyrir
barn sitt verður ekki endilega
aðnjótandi einhverrar annarrar
þjónustu samfélagsins, sem
hún greiðir þó skatta til.
Þetta kemst ekki í viðunandi
horf meðan fjármálapólitíkusar
segja: „Ef þið viljið dagvistar-
stofnanir — bendið þá á hvað á
að skera niður í staðinn?"
UM það er ekki að ræða að
skera annað niður, heldur að
fella dagvistarkostnaðinn inn í
heildarmyndina og viðurkenna
hannn sen sjálfsagða og eðli-
lega staðreynd í nútímaþjóð-
félagi og líta ekki á dagvistar-
málin sem fjárhagslegan bagga
og aukagemling.
Bjarni Jakobsson,
form. Iðju
í fjárlagafrumvarpi ríkis-
stjórnarinnar eru áætlaðar 85
Fyrri hluti
millj. til dagvistarmála. En það
mun þurfa um 230 milljónir kr.
á næstu fjárlögum til að standa
undir þeim kostnaði er til þarf,
til að ljúka við þau heimili sem
þegar eru í smiðum, skv. út-
reikningum menntamálaráðu-
neytisins. Vantar því um 145
millj. kr. til að endar nái sam-
an.
Haft er eftir Birgi ísl.
Gunnarssyni borgarstjóra í
Mbl. 18. nóv. sl. að fyrirhugað
hafi verið að byrja á smíði dag-
heimilis í Hólahverfi á þessu
ári, en af því hefði ekki orðið,
þar sem staðið hefði á teikning-
um. Það er að mínu mati harla
lítilfjörleg afsökún. En í fram-
haldi getur borgarstjóri þess að
menntamálaráðuneytið hafi
þann undirbúning með hönd-
um. Þá er þess getið, að þessi
framkvæmd verði búin til út-
boðs fyrir áramót og er það
nokkur bót í máli.
Það leikur ekki minnsti vafi á
því að það þarf að vinda bráðan
bug að því að leysa þessi mál,
Bjarni Jakobsson
þar sem nú bíða yfir 400 börn
einstæðra foreldra og náms-
manna eftir dagheimilsplássi í
Reykjavík einni og yfir 1000
börn eru á biðlista eftir leik-
skólaplássi.
Þá eru ótalin þau börn, sem
foreldrar hafa orðið að koma
fyrir á einkaheimilum. Er mér
ókunnugt um hvað mörg þau
kynnu að vera né hvort nokkur
könnun hefur verið gerð á því.
Þessi börn tel ég hvað verst
sett, þar sem þau geta mörg
hver dvalist nema stuttan tíma
á hverju heimili — eiga sér
aldrei vissan samastað. Eins og
við þekkjum er óvissan eitt hið
versta er allir fá að kynnast
einhverju sinni á lífsleiðinni.
Það fer þess vegna ekki hjá því
að fyrir barni, er svo komið
fyrir, að það verður óhjákvæmi-
lega fyrir sálrænum áhrifum,
sem ekki verður séð fyrir hver
kynnu að verða.
Ég er þeirrar skoðunar, að
allir sem einhvers eru megnug-
ir eigi að leggjast á eitt um að
leysa þessi vandamál. Það má
t.d. nefna að hlutdeild í lausn
þessa máls gætu átt í samein-
ingu ríkið, borgin og bæjar-
félögin. Einnig tel ég rétt að
verkalýðsfélögin taki málið til
gagngerðar athugunar, það er,
hver þeirra þáttur gæti orðið til
að leysa þetta sameiginlega
vandamál, sem óhjákvæmilega
snertir þjóðina alla.
Björn Jónsson, for-
seti Alþýdusam-
bands Íslands
Ég lít á lausn dagvistarmála
sem ákaflega brýnt hagsmuna-
mál alls almennings og þó alveg
sérstaklega þeirra, sem við svo
lág laun búa að útilokað er að
þeir geti framfleytt heimilum
sínum nema bæði hjónin vinni
úti, en fyrir einstætt foreldri er
úrlausn mála á þessu sviði for-
senda þess að það geti yfirleitt
stundað atvinnu.
Að auki kemur hér til að
nægileg fjölgun dagvistarheim-
ila er atvinnuvegunum og þjóð-
Björn Jónsson
inni í heild beint hagsmuna-
atriði.
Af þessum sökum virðist mér
eðlilegt og raunar sjálfsagt að í
þessum efnum þurfi allir að
leggjast á eitt, verkalýðssam-
tökin, ríkisvaldið, sveitarfélög-
in og atvinnurekendur. En ef
til vill er það óskhyggja ein að
slíkt gerist. En hitt er víst að
verkalýðssamtökin munu taka
málið upp í samhengi við kjara-
baráttu sína næstu mánuði og
tel ég ólíklegt að við það verði
skilið nema við unandi leiðrétt-
ing náist. En það verður ekki
nema til komi mjög auknar
fjárveitingar frá ríki og sveitar-
félögum. Takmarkið hlýtur að
vera það að hinir löngu biðlist-
ar eftir dagvist verði úr sög-
unni og að þeir sem á þurfa að
halda eigi þess kost að koma
börnum snum í örugga og
uppeldislega heilbrigða gæzlu.