Morgunblaðið - 26.11.1976, Page 36

Morgunblaðið - 26.11.1976, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1976 VlfP '^5 MORöUN-ípJ KAFHNU 1 S GRANI göslari WILLOOSHBV * fiovLe- Þau hreinlega klæmast á laginu okkar heyrirðu það? — Mamrna, er pabbi stundum óþekkur? — Nei, nei, barnið mitt. Pabbi er alltaf þa;gur. — Hvers vegna gaf vinnukon- an honum þá utanundir f gær- kvöldi? Kennslukonan: Hvað er þetta, Pétur. Ertu að leika þér hér og kemur ekki I skölann? Pétur: Þarna kemur það. Ég vissi að ég hafði gleymt ein- hverju. Gesturinn (vondur): Það er hár í súpunni. Þjónninn: Ljóst eða rautt? Ef það er Ijóst, er það af Kötu, annars af Stínu. — Þykir þér spfnat gott? — Nei, og mér þykir vænt um, að mér skuli ekki þykja það gott, þvf að ef mér þætti það gott, myndi ég borða það, en ég hata þetta kálgresi. f hóteli. Ungfrúin: Getið þér hjálpað mér til þess að fá herbergi og bað? Þjónninn: Ég get hjálpað yður til þess að fá herbergi, en þér verðið :ð baða yður sjálfar. BRIDGE / UMSJÁ PÁLS BERGSSONAR Spil dagsins er frá Evrópu- meistaramótinu árið 1954. I leik milli Austurríkis og Þýskalands unnu báðar þjóðir slemmu á sér- stæðan hátt. Spilið var þannig. Norður S. 1)9842 H. KG3 T. ÁK752 L. — Vestur S. A3 H. 42 r. G64 L. D108754 Austur S. K76 H. 107 T. D1083 L. KG32 Heyröu, ætlar þú að keyra? — Bíddu þá augnablik. „Súkkulaðimyndir” ,,Ég er einn þeirra sem er mjög óánægður með kvikmyndaval sjónvarpsins, sérstaklega á laugardögum, en yfirleitt eru það svo til eingöngu myndir frá Bandaríkjunum. Yfirleitt eru þetta „súkkulaðimyndir" með herra og dömur með „súkkulaði- bros“ og fólk sem á alltaf dollara, þó svo það vinni ekkert. Og þessar leikhúsmyndir eru allar eins. Er útilokað að sjónvarpið geti fengið efni annars staðar frá, ég trúi því varla að óreyndu, að sjónvarpið geti ekki fengið betra efni frá öðrum þjóðum. Lítum á í kvöld, 20. nóv. Ensk mynd, maður til taks, og banda- rísk dellu-mynd. Er þetta til þess fallið að halda unglingunum heima við? Nei, engum! Ég skora á menntamálaráðherra að beita sér fyrir því að róttæk breyting verði á þessum hugsunarhætti, að menn virðast ekki sjá annað en enskar og bandarískar myndir. Og hvað er boðið upp á sunnu- daginn 21.nóv? Adams- fjölskyldan, ekki einu sinni held- ur tvisvar, annar þátturinn var endursýndur. Ég loka yfirleitt fyrir þessa hundleiðinlegu þætti um spillta, hrokafulla yfirstétt í Bandaríkjunum og Bretlandi. Ég vona að ráðherra taki í taumana, við viljum líka sjá efni frá öðrum löndum. Ég var mjög hrifinn af myndum Ingmars Bergmans með Liv Ull- man og Erland Josephsson, einnig Suður S. G105 H. ÁD9865 T. 9 L. Á96 Austurríkismaðurinn dr. Karl Sneider, einn af höfundum Vínar- sagnkerfisins, var sagnhafi í 6 ijörtum í suður. Utspil vesturs /ar lágt lauf, sem Sneider tromp- iði í borði. Nú spilaði hann spaða )g vestur tók gosann með ás. Aft- jr var trompað lauf frá vestri í jorði. Spilað hjarta, sem sagnhafi ók heima og spilaði öllum hjört- jm sínum. Vestur lét tígul og þá /ar austur fastur í kastþröng þeg- ir sagnhafi tók á laufás. Athugið itöðuna þegar 4 spil eru á hendi. Á hinu borðinu var þýski spilar- nn í norður sagnhafi í 6 spöðum. \ustur spilaði út laufi, sem tekið ar á ás. Nú var spaðagosa spilað >g bæði austur og vestur létu lágt. >agnhafi fór nú heim á tígul og pilaði lágum spaða. Austur stóðst kki mátið og lét kónginn en vest- ir neyddist til að taka á ás. Sagn- íafi tapaði þannig aðeins einum rompslag og spilið féll. — P.B. AICI.YSINGASIMIXN' ER: 22480 íRargunhlBbií) Maigret og þrjózka stúlkan Framhaldssaga eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 19 — Mér er alveg sama.. .Ég full- vissa yður, herra lögregluforingi að ég hef ekki.. — Já einmitt.. .já, þú segir mér frá þvf seinna. Tvo bjóra, þjónn! Enn ypptir hann öxlum. Hér sér hann einnig gesti sem hafa borið kennsl á hann og selja þann kostinn vænstan að hverfa frá lauksúpunni við svo búið. — Er hún ástkona þfn? — Hver? Sjáum nú til! Drengurinn er innilega undrandi. Um það er ekki að viliast. — Felicie... Og það er eins og hugsun á borð við þessa hafi aldrei hvarflað að honum, þvf að hann endurtek- ur... — Felicie.. .ástkona mfn? Hann var á mörkunum að hef ja dramatfska játningu og svo kem- ur þessi maður sem hefur örlög hans f hendi sér, þessi Maigret, sem hefur látið útsendara sfna vera á hælum hans sfðustu tvo dagana og talar við hann um vinnustúlku frænda hans.! — Ég get fullvissað yður, herra lögregluforingi... — Allt f lagi... Við skulum koma núna. Það er einhver sem hlustar. Tvær konur við næsta borð sem eru að púðra sig hafa sperrt eyr- un. Þeir eru komnír út aftur og Maigret sér að nokkrir leigubflar standa við gangstéttina skammt frá. Hann ætlar að gefa einum bendingu og á þvf andartaki heyr- ist skothvellur. Maigret sér að leigubfll brunar af stað og hverf- ur út f náttmyrkrið f áttina til Boulevard Rochechouart. Allt gengur svo hratt fyrir sig að sekúndubrot Ifður áður en hann gerir sér grein fyrir þvf að pilturinn hefur gripið um brjóst sér og reikar f spori og leitar eftir einhverju til að styðja sig við. Maigret segir eins og ósjálfrátt: — Hittu þeir þig? Lögregluþjónninn sem stóð skammt frá hefur þotið að leigu- bflunum. Hann sest inn f einn og bfllinn þýtur af stað. Petillon hnfgur niður, hann reynir að æpa, en frá honum heyrast aðeins torkennilegar stunur. Morguninn eft: „Jazzleikari nokkur Jacques Petillon, varð I gærkvöldi fyrir skoti á Place Pigalle. Tilræðis- maðurinn hvarf, en hann mun hafa verið f bifreið. Rannsókn fer nú fram og leit er haldið áfram.“ Búizt er við að hér sé á gerð einkaharmleikur ef til vill af- brýðisuppgjör. Jazzleikarinn særðist alvarlega og var fluttur á Beaujonsjúkrahúsið. Lögreglan vinnur að málinu.“ Það er ekki rétt. Upplýsingar lögreglunnar til blaðanna eru ekki nákvæmlega sannleikanum samkvæmt. Að vfsu eru Jacques Petillon á Beaujonsjúkrahúsinu. Lfðan hans er að vfsu svo alvarleg að læknarnir vita ekki enn fyrir vfst hvort hann muni halda Iffi. Kúla hafði farið inn f vinstra lungað. Hvað snertir það atriði að lög- reglan leiti morðingjast er önnur saga Þegar Maigret er inni á skrifstofunni hjá yfirmanni sfn- um segir hann beiskur f bragði. — Þetta var mér að kenna. herra forst jóri.. .Ég vildi fá mér eitthvað að drekka.. .Ég var Ifka að hugsa um að ungi maðurinn fengi örlftið tóm til að jafna sig áður en ég kæmi með hann hing- að.. .Hann var algerlega niður- brotinn maður. Hann hafði verið í ægilegri pressu allan daginn. Auðvitað var það rangt af mér.. .En sá sem notfærði sér þetta er bersýnilega ekki fæddur í gær... Þegar ég heyrði skotið rfða af var það drengurinn sem ég hugs- aði fyrst um.. .Ég lét lögreglu- manninn um að reyna að elta leigubflinn.. Þér hafið sjálfsagt lesið skýrsluna. Leigubfll brun- aði um Parfsarborg þvera og endi- langa og þegar hann nam staðar var enginn farþegi f honum.. .Bfl- stjórinn var handtekinn þrátt fyr- ir hávær mótmæli. En ég hafði látið gabba mig duglega. Hann leit öskuvondur á skýrsl- una sem tekin hafði verið af leigubflstjóranum: „Ég var að bfða við Place Pig- alle, þegar maður sem ég þekkti ekki bauð mér tvo hundruð franka fyrir — eins og hann orð-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.