Morgunblaðið - 11.12.1976, Side 8

Morgunblaðið - 11.12.1976, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1976 Seljum nokkur sófasett með miklum afslætti Stílhúsgögn h. f., Auðbrekku 63, Kópavogi, sími 44600. % Morgunblaóid óskareftir biadburdarfóíki Vesturbær Úthverfi Skólabraut ' Blesugróf Hjarðarhagi 1 1 42 Laugarásvegur 77 Austurbær skiphoit 1—5o Upplýsingar í síma 35408 Jólavaka í Fríkirkjunni sunnudaginn 12. desember 1976 kl. 17.00 Efnisskrá: 1. Einleikur á orgel: Sigurður ísólfsson — J.S. Bach Pastorale 2. Ávarp: Sr. Þorsteinn Björnsson. 3. Fríkirkjukórinn. Velkomin vertu vetrarperlan fríð. Lag: íslenzkt sálmalag. Ljóð: Helgi Hálfdanarson. 4 Einleikur á orgel: Sigurður ísólfsson — 4 kóralforspil. J.L. Emborg: Ó hve dýrlegt er að sjá J.S. Bach: Sjá himins opnast hlið. J. S. Bach: Heiðra skulum vér herrann Krist. J.S. Bach: í dag eitt blessað barníð er. 5. Jólaguðspjallið lesið af Sigríði A. Valdimarsdóttur. 6. Einsöngur: Hjálmtýr Hjálmtýrsson — Aðfangadags- kvöld jóla. Lag: Sigvaldi S. Kaldalóns. Ljóð: Stefán frá Hvítadal. 7. Ræða: Halldór E. Sigurðsson, landbúnaðarráðherra. 8. Fríkirkjukórinn: Guðs kristni í heimi krjúp við jötu lága. Lag. Rómverskt lag. Ljóð: V.V. Snævarr. 9. Einsöngur: Hjálmtýr Hjálmtýsson — Jesús þú ert vort jólaljós. Lag: C. E. F. Weyse. Ljóð: Valdimar Briem. 10. Almennur söngur: Heims um ból Lag: Franz Grúber. Ljóð: Sveinbjörn Egilsson. 1 1 . Lokaorð: Sr. Þorsteinn Björnsson. Fríkirkjufólk fjölmenni Allir velkomnir. Kvenfélag Frikirkjusafnaðarins Bræðrafélag Fríkirkjusafnaðarins. Jólabasar Viðeyingafélagsins verður að Hall- veigarstöðum, sunnudaginn 13. desember og hefst kl. 2 e.h. A boðstólum verða gómsætar kökur og góður jólavarningur. Viðeyingafélagið Jólabasar Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna mun á næstunni veita lán til sjóðfélaga. Lánin verða eingöngu veitt þeim sem eru að byggja / kaupa eigið húsnæði og gegn veði í hlutaðeig- andi fasteign. Lánstíminn verður 12 ár og ársvextir 18% miðað við núgildandi vaxtakjör. Þeir sjóðsfélagar ganga fyrir sem hafa verið í sjóðnum frá upphafi, enda hafi iðgjöld verið greidd skilvíslega a.m.k. til 1. október s.l. Umsóknir um lán skulu sendast stjórn sjóðsins, Freyjugötu 27, Reykjavík á eyðublöðum sem sjóðurinn lætur í té, eigi síðar en 31. des. 1976. Reykjavik 9. desember 1976 Stjórn Lífeyrissjóðs rafiðnaðarmanna. 'Allt P jólabaksturinn Ódýrar möndlur og hnetu- kjarnar. 12. teg. dropar og Essens. Kúrenur— Kókosmjöl. Konfekt marsipan. Hveiti — Sykur — Flórsykur — Púðursykur á hagstæðu verði. Jólapappír — Jólakort — Frí- merki — Servíettur — Kerti. 0pið * Aclfínr kl. 6 I dag. MoKJUÍ , Ásgarði 22, sími 36960. Skemmdarverk í Lissabon Lissabon, 9. des. Ntb. IBÚAR í Lissabon voru vatnslaus- ir i allan gærdag eftir aö sprengja eyðilagði vatnsleiðslu til borgar- innar. Varð sprengingin við þorp- ið Povoa de Santa Iria sem er í 18 km fjarlægð frá Lissabon. Fyrir þremur dögum sprakk sprengja við járnbrautarteina i höfuðborg- inni og þurftu yfir eitt hundrað þúsund manns að fara gangandi til vinnu sinnar meðan unnið var við viðgerðir. Lögreglan kveðst ekki vita hverjir hafi staðið að baki skemmdarverkum þessum. EBE-fundi frestað Briissel, 9. des. NTB. EFNAHAGSBANDALAGIÐ hef- ur aflýst fyrirhuguðum ráðherra- fundi f Hollandi 20. og 21. desem- ber þrátt fyrir mótmæli utanrfk- isráðherra Danmerkur, K.B. An- dersen. Danski utanrfkisráðherr- ann sagði að mikilvæg málefni myndu gjalda þess illílega ef fundinum yrði frestað. Samkvæmt diplómatiskum heimildum í Briissel var það hol- lenzki utanríkisráðherrann Max van ser Stoel, sem hafði forgöngu um að aflýsa fundinum til að forð- ast gagnrýni á nýja stefnu Hol- lands gagnvart þróunarrlkjunum, en Stoel er sem stendur formaður ráðherraráðs Efnahagsbandalags- ins. Hollenzka rfkisstjórnin mun gröm yfir því að EBE skuli ekki hafa tekizt að móta sameiginlegt og betra tilboð til þróunarland- anna og hefur gefið ótvirætt til kynna að vegna þessa muni Hol- lendingar gripa til þess ráðs að móta sjálfstæða stefnu í þessum málum. Var búizt við þvi að málið yrði rætt á nefndum ráðherra- fundi fyrir jól. K.B. Andersen sagði að hann myndi hafa notað tækifærið til að gera grein fyrir því meðal annars hvernig Danir hafa greitt atkvæði á Allsherjarþinginu. Danir hafa legið undir nokkru ámæli vegna þess að þeir hafi ekki fylgt öðrum EBE-löndum við ýmsar atkvæða- greiðslur á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Manntjón í jarðskjálfta Jóhannesarborg, 9. des. Ntb. AÐ MINNSTA kosti einn náma- verkamaður beið bana og tveir slösuðust þegar nokkrir minni háttar jarðskjálftar skóku f gær- kveldi suðurafriska námabæinn Welkom, sem er 280 km suður af Pretoria. Stjórnvöld óttast þó að fleiri hafa látist. Saknað er rosk- innar konu og tveggja barna. Hús sem þau voru í hrundi til grunna. Fjöldi bygginga skemmdist. Skjálftarnir mun hafa mælzt um 4.8 stig á Richter og stóðu f um það bil tvær mínútur. Desmond Bagley lauk ekki það snemma við nýju söguna sína að hún gæti komið út á íslensku í ár og því kemur hún út næsta haust. En þess í stað gefur Suðri nú út spennandi og ævintýralega sögu eftir amerískan höfund, Charles Williams. Allar sögur hans gerast á sjó og þetta er sú fyrsta sem út kemur á íslensku. Charles Williams er tvímælalaust í fremstu röð þeirra sem skrifa spennandi bækur og nýja bókin eftir hann heitir ELDRAUN Á ÚTHAFINU. Tryggið yður eintak í tíma. Saga um ofsafengna vnJureígn á Kyrrahafi SUORf Gærufóðruðu karlmannakuldastígvélin frá Clarks nýkomin. Litir brúnt og svart. Margar gerðir. Póstsendum SKÓBÆR, Laugavegi 49, sími 22755. Verð 10.450.-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.