Morgunblaðið - 12.12.1976, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1976
3
„Tilhneiging til ad ýta
meðferð á geðsjúkum út
í útjaðra þjóðfélagsins”
- segir Halldór Hansen yfirlæknir
„ÞAÐ ER nauðsynlegt að hver
einstaklingur geri sér grein
fyrir því að hægt er að ofbjóða
andlegu þreki hans og að hver
einstaklingur getur staðið
frammi fyrir þvf sjálfur að
þurfa á aðstoð að halda fyrir sig
eða sina nánustu," sagði Hall-
dór Hansen yfirlæknir á barna-
deild Heilsuverndarstöðvarinn-
ar i Reykjavfk og formaður
Geðverndar félags Islands, I
samtali við Morgunblaðið í gær
um grundvallaratriði varðandi
uppbyggingu þjónustu við geð-
sjúka I landinu.
Gögn- og sjúkradeild
verða að fylgjast að
„Ástand hjá geðsjúklingi get-
ur verið þannig," sagði Halldór,
„að ekki sé unnt að sinna hon-
um á göngudeild og þvi þarf að
vera unnt að grípa strax til inn-
lagningar. Göngudeildir eru
ágætar og nauðsynlegar til að
fást við minna aðkallandi til-
felli, þótt þau séu ekki endilega
siður alvarleg. Á göngudeild
getur verið hægt að hjálpa fólki
sem er með geðsjúkdóm á al-
varlegu stigi, en göngudeild
sem fæst við of erfið vandamál,
drukknar algjörlega I slíkum
málum ef sjúkradeild er ekki
til staðar. Sum sjúkdómsstig
eru þannig að þau hljóta að
kosta innlagningu."
Keðjuverkanir
vegna geðsýki
„Hvað um keðjuverkanir í
sambandi við geðsjúklinga?"
„Keðjuverkanir eru eitt af
þvi sem kemur upp í sambandi
við alla geðtruflun, þvi einn
hefur áhrif á annan. Maður sér
þetta sérstaklega i sambandi
við börn. Ef geðveikt fólk er á
heimili þar sem börn eru, getur
allur starfskraftur heimilisins
Halldór Hansen yfirlæknir.
farið I að sinna hinum geðsjúka
og börnin verða oft afskipt.
Þetta ástand skapar oft and-
rúmsloft sem getur haft mikil
áhrif á börn og eyðilagt geð-
heilsu þeirra og eðlilega
skemmt á margan hátt.“
Geðsýki líður
í daglegri
tilvéru
„Fordómar varðandi geð-
veiki?"
„Ég held að flest okkar vilji
ýta frá sér því sem er óþægi-
legt, halda því i hæfilegri fjar-
lægð. Þvi er tilhneiging til að
ýta meðferð á geðsjúkum út I
útjaðra þjóðfélagsins þar sem
ekki ber mikið á vandamálinu.
Þetta sér maður alls staðar. Á
móti þessari tilhneigingu er
verið að vinna með því að ýta
geðrænni læknisfræði nær al-
mennri læknisfræði. Það hefur
ýmsa kosti i sambandi við það
að kenna-læknanemum og
hjúkrunarkonum vandamál
geðsjúkra í nánum tengslum
við almenna starfið. Þessi mál
eru liður í daglegri tilveru okk-
ar allra meira og minna og það
á ekki að þurfa að leita vanda-
málsins í útjöðrunum.
Framhald á bls. 42.
Þjóðmálaþættir
Ný bók eftir Jóhann Hafetein
5. bindið
af Grúski
Árna Óla
ísafoldarprentsmiðja
hefur enn sent frá sér
bindi af „Grúski" Árna
Óla, blaðamanns og rithöf-
undar, það fimmta i þess-
um flokki hans. Hér eru
átján nýir þættir á ferðinni
og kennir þar margra
grasa eins og fyrri daginn.
Þar má til nefna Hvítra-
mannaland, íslenzk þjóð-
trú um fugla, Lífið í al-
heimi og flugið til Marz og
Lífsspeki Helga Pjeturss.
Árni Óla er löngu þjóð-
kunnur fyrir ritstörf sín og
eftir hann liggja nú meira
en 30 bækur ýmislegs
efnis, auk aragrúa blaða-
og tímaritsgreina.
Geta má þess að með
hinu nýja bindi ,,Grúsks“
fylgir efnisflokkun fyrir öll
bindin fimm sem þá eru
komin út með þessu heiti.
ALMENNA bókafélagið
hefur gefið út bókina Þjóð-
málaþætti, eftir Jóhann
Hafstein, fyrrverandi for-
sætisráðherra. Er hér um
að ræða safn af ræðum og
ritgerðum frá nær fjög-
urra áratuga stjórnmála-
ferli Jóhanns Hafstein. í
fréttatilkynningu frá Al-
menna bókafélaginu um
útkomu bókarinnar segir
m.a.: „Jóhann Hafstein hóf
stjórnmálaferil sinn árið
1940 við upphaf nýrra tíma
í sögu vorri— mesta um-
brotaskeiðs, sem yfir
landið hefur gengið. Síðan
hefur hann jafnan staðið
þar nær, sem mikilvægustu
stjórnmálaákvarðanir voru
teknar og oft verið frum-
kvöðull þeirra, ýmist sem
áhrifamikill þingmaður,
ráðherra mikilvægra mála-
flokka eða sem forsætisráð-
herra.“
í aðfaraorðum segir Jóhann
Hafstein: „Hitt var mér aftur á
móti ríkt i huga, aó I stjórnmála-
starfi mínu hefi ég oftlega heyrt
undan því kvartað, einkum meðal
ungs fólks, að til lítilla fanga væri
að sækja í ritaðar heimildir um
þjóðmálin og önnur skyld mál-
efni. Slikt stæði fyrir þrifum
þroska hinna ungu, sem brenn-
andi áhuga hefðu á stjórnmála-
þróun og vildu láta hana til sin
taka. Ef til vill finnst þó engum
um það vert að lesa ræður og
ritgerðir frá liðnum árum, fram-
tíðin ein skipti máli. En liðin saga
hlýtur ætíð að móta framtiðina —
þar á milli eru órofa tengsl.“
Sumar
só/
um hávetur
Brottför:
Gran Canaria
Tenerife
Gran Canria
1 6. des. Uppselt
1 9. des. Uppselt
29 des Sæti laus
30. des. Fá sæti laus
6. jan. Sæti laus
9. jan Sæti laus
1 6. jan Sæti laus
20 jan Sæti laus
27. jan. Sæti laus /
Tenerife
Gran Canaria
Ferðaskrifstofan
Ferðaskrifstofan
VJSTURSTRÆTI 17 - SÍMI 26611 OG 20100