Morgunblaðið - 12.12.1976, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1976
fyrir þann þátt, sem hann átti i
samningu stjórnarskrárinnar
en setunni f forsetaembættinu.
Madison fæddist í Virginíu-
ríki 16. marz og ólst þar upp
skammt frá heimili Jefférsons.
Tvitugur lauk hann háskóla-
prófi i stjórnvísindum og sögu,
en hóf svo laganám, að eigin
sögn til að tryggja sér framtíð,
sem byggðist sem minnst á
vinnu þræla.
Vorið 1776 var Madison kjör-
inn fulltrúi á stjórnarskrárþing
Virgfnfu, og fylgdi því kjöri
einnig sæti í þingnefnd Virgi-
níu. Vann hann þar að samn-
ingu stjórnarskrár Virginíurik-
is og fór brátt af honum hið
bezta orð. Þrátt fyrir góða
frammistöðu voru kjósendur
ekki fyllilega ánægðir með
þingmann sinn, og segir sagan
að það hafi einkum verið vegna
þess að Madison neitaði að
halda þeim romm- og púnsveizl-
ur að þeirra tíma sið. Hami náði
þvf ekki endurkjöri vorið eftir,
en var þá kjörinn i rfkisráð
Virginíu, og sfðar einn fulltrúa
Virginíu á Bandarikjaþing.
Þegar hér var komið sögu
voru Bandaríkin aðeins sam-
steypa 13 fyrrum nýlendna
Breta með ólíka hagsmuni, lög
og siði. Madison hafði mikinn
hug á að mynda úr þessu 13
ríkjum eina órofa heild, og það
var mikið fyrir hans orð að
stjórnarskrárráðstefna Banda-
rfkjanna var boðuð í Philadelp-
hia árið 1787.
Áður en ráðstefnan hófst
hafði Madison unnið að drögum
að stjórnarskrá fyrir Bandarfk-
in, og voru þessi drög hans
nefnd „Virginfuáætlunin". Fór
svo að ráðstefnan í Philadelph-
íu samþykkti stjórnarskrá 17.
september 1787, sem að miklu
leyti var byggð á drögum Madi-
sons. Áður en nýja stjórnar-
skráin gengi í gildi þurftu %
ríkjanna 13 að staðfesta hana,
og Virginía rak endahnútinn á
málið með því að verða nfunda
ríkið til staðfestingar. Þar átti
Madison mikinn hlut að máli,
því andstaðan var hörð.
Næstu árin lét Madison makið
að sér kveða á bandaríska þing-
inu og var náinn samstarfsmað-
ur Jeffersons. Þegar svoJeffer-
son tók við forsetaembættinu
skipaði hann Madison utan-
ríkisráðherra og því embætti
gegndi Madison í átta ár, eða
þar til hann tók sjálfur við for-
setaembættinu í marz 1809.
Það var á ráðherraárum
Madisons að Bandaríkjunum
tókst að ná samningum við
Frakka um kaup á gríðarmiklu
landsvæði, sem Frakkar áttu f
Amerfku, og nefnt var Loui-
siana. Landsvæði þetta var alls
um 2.165.000 ferkflómetrar, en
innan marka þess eru nú öll
rfkin Louisiana, Missouri, Ar-
kansas, Iowa, Norður- og Suður-
Dakota, Oklahoma, Nebraska
auk hluta af Kansas, Colorado,
Wyoming, Montana og Minne-
sota. Fyrir allt þetta land áttu
Bandarfkin að greiða 15
milljónir dollara, en þegar öll
kurl voru komin til grafar nam
heildargreiðslan rúmum 27
milljónum dollara.
Forsetaár Madisons voru
fremur viðburðalftil, ef frá eru
taldar deildur við Breta, sem
leiddu til þess að Bandaríkin
sögðu Breíum stríð á hendur 1.
júni 1812. Bretar höfðu lengi
leikið þann leik að stöðva
bandarísk skip á höfum úti og f
brezkum höfnum, gera farma
þeirra upptæka og taka banda-
ríska sjómenn nauðuga til þjón-
ustu í brezka flotanum. Er talið
að á þessum árum hafi alls um
fjögur þúsund bandarískir sjó-
menn verið neyddir þannig til
að þjóna i brezka flotanum, og
var mótmælum bandarfskra
yfirvalda ekki sinnt.
Bandaríkin voru illa undir
styrjöld búin, og framan af
gekk alt á afturfótunum. Tókst
Bretum meðal annars að senda
herlið til höfuðborgarinnar
Washington, þar sem þeir báru
eld að forsetabústaðnum og
þinghúsinu. En eftir það tók að
síga á gæfuhliðina fyrir Banda-
rfkjamennog þeim tókst að
hrekja Breta á undanhald.
Lauk styrjöldinni með friðar-
samningum í ársbyrjun 1815.
Eftir að Madison lét af for-
setaembættinu 1817 dró hann
sig að mestu í hlé. Hann lézt
1836.
Kona Madisons var Dorothea
Payne Todd, og er hún talin
hafa verið einna vinsælust allra
forsetafrúa Bandaríkjanna.
Dolley Madison, eins og hún
var kölluð, vann sér þannig sess
á eigin spýtur í sögu landsins.
Henni lét vel að umgangast
fólk, og vann hylli þeirra, sem
henni kynntust. Sögð var hún
nokkuð glysgjörn, hún notaði
neftóbak, og hafði yndi af pen-
ingaspili.
JÁMES Monroe var Virginíu
búi eins og þeir Washington,
Jefferson og Madison, fæddur
þar 28. apríl 1758. Sextán ára
gamall hóf hann hásólanám, en
lagði það á hilluna 1776 til að
berjast með löndum sfnum 1
Frelsisstrfðinu f fjögur ár við
góðan orðstýr. Að lokinni her-
mennsku lauk hann svo prófi I
lögfræði.
Monroe var aðeins 24 ára þeg-
ar hann tók sæti í þingnefnd
Virginiu, og átta árum síðar var
hann kjörinn öldungardeildar-
þingmaður. A þingi hélt hann
uppi gagnrýni á stjórn
Washingtons forseta, en engu
að sfður skipaði Washington
hann sendiherra i Frakklandi
1794, og sat hann þar í tvö ár.
Síðar skipaði Jefferson hann
sérlegan sendiherra til að aó-
stoða sendiherrann í Parfs við
samningana um Louisiána-
kaupin, sem fyrr er getið. Þá
var Monroe einnig um tima
sendiherra í Bretlandi.
Árið 1811 skipaði Madison
forseti Monroe utanríkisráð-
herra, og gegndi hann því em-
bætti þar til hann tók við for-
setaembættinu í marz 1817.
Helzta framlag Monroes
sögu Bandarfkjana var á sviði
utanríkismála, og naut hann
þar góðs stuðnings utanríkis-
ráðherra síns, sem var John
Quincy Adams. Þannig tókst
Monroe árið 1821 að ná
samningum við Spán um kaup á
Florida, sem verið hafði
spánskt yfirráðasvæði. Þekkt-
ast er þó nafn Monroes í sam-
bandi við Monroe-kenninguna
svonefndu, sem fram kom i
ávarpi hans til þingsins i
desember 1823, en þar varar
hann rfki Evrópu við afskiptum
ctf málefnum ríkja Nýja heims-
ins. Hefur þessi yfirlýsing
Monroes haft mikil áhrif á
utanrikisstefnu Bandaríkjanna
allt fram á þennan dag.
Þegar spánverjar afsöluðu
sér yfirráðum f Florida var svo
komið að fyrrum nýlendur
þeirra f Norður-, Mið- og Suður-
Ameríku höfðu hver af annarri
hrist af sér nýlenduhlekkina og
stofnað sjálfstæð lýðveldi.
Fram til þess höfðu Bandarikin
ekki þorað að móðga Spán með
þvf að viðurkenna þessi nýju
rfki, en eftir Florida-kaupin var
ekki lengur neitt til fyrarstöðu.
Vmsir óttuðust að Spánverjar
gerðu tilraunir til að endur-
heimta sumar fyrri nýlendur
sfnar, og var sá ótti aðalhvati
Monroes þegar hann samdi
yfirlýsingu sína. Yfirlýsingin,
eða kenningin, er í þremur lið-
um, sem hér segir:
2
Eiginhandaráritanir, forsetanna sex sem sagt er frá.
1. Ekkert Evrópuveldi skal seil-
ast til nýlenduyfirráða f Nýja
heiminum (Ameríku).
2. Bandarikin láti - stjórnmál
Evrópu afskiptalaus.
3. Ríki Evrópu reyni ekki að
beita áhrifum sínum á rikis-
stjórnir amerisku heimsálf-
anna.
Eftir að Monroe lét af em-
bætti í marz 1825 gerðist hann
rektor Virginiuháskóla, auk
þess sem hann hafði áfram
nokkur afskipti af stjórnmál-
um. Hann átti nú við nokkra
fjárhagsörðugleika að strfða,
því hann hafði um langt skeið
látið eigin mál sitja á hakanum,
og erindisrekstur hans á vegum
rfkisins hafði kostað hann stór-
fé. Úr þessu rættist þó þegar
þingið féllst á að bæta honum
kostnaðinn með serstakri fjár-
veitinu.
Monroe lézt í New York 4.
júlf 1831, á 55 ára afmæli sjálf-
stæðisyfirlýsingar Bandaríkj-
anna. Það er einkennileg tilvilj-
un að þrír af fimm fyrstu for-
setunum hlutu þennan dánar-
dag, en John Adams og Thomas
Jefferson létuzt báðir á
fimmtugsafmæli sjálfstæðis-
yfirlýsingarinnar, 4. júlí 1826.
Jofin Quincy
Adams
JOHN Quincy Adams er eini
forsetasonurinn 1 sögu Banda-
rfkjanna, sem sjálfur varð for-
seti. Hann þjónaði landi sfnu
allt frá 14 ára aldri, þegar hann
var sendur sem túlkur og ritari
handarfska sendiherrans 1
Rússlandi, og þar til hann lézt 1
Fulltrúadeild þingsins tæplega
áttræður að aldri.
John Quincy fæddist f Massa-
chusetts 11. júlí 1767, og var
barn að aldri þegar hann varð
áhorfandi að orrustunni um
Bunker Hill, sem sást frá heim-
ili hans. Ungur að árum dvald-
ist hann lengi með föður sínum,
John Adams, siðar forseta, í
Evrópu, og stundaði nám bæði f
Frakklandi og Hollandi.
Það var árið 1781 að John
Quincy fór sem túlkur og ritari
til St. Pétursborgar, og tveimur
árum siðar varð hann einn af
riturum bandarfsku nefndar-
innar f París, sem vann að
samningunum er bundu enda á
Frelsisstríðið.
Þegar John Adams eldri var
skipaður sendiherra í Lor.don,
kaus sonurinn að halda heim til
framhaldsnáms og lauk hann
þar lögfræðiprófi frá Harvard-
háskóla. Vann hann sfðan ýms
lögfræðistörf, en ritaði jafn-
framt blaðagreinar, meðal ann-
ars til að halda uppi vörnum
fyrir hlutleysisstefnu Washing-
tons forseta varðandi styrjöld
Breta og Frakka. Þessar grein-
ar hans vöktu athygli forsetans,
sem skipaði hann sendiherra í
Hollandi, þá aðeins 26 ára gaml-
an. Eftir að John Adams hafði
tekið við forsetaembættinu,
skipaði hann svo son sinn
sendiherra f Þýzkalandi.
Arið 1802 var John Quincy
kjörinn Öldungadeildarþing-
maður, og um tfma var hann
einnig prófessor í ræðu-
mennsku og framsögn við Har-
vard. Ekki þótti hann nógu ein-
dreginn fylgismaður flokks
federalista, sem þá var alls ráð-
andi í Massachusetts, og var því
hrakinn af þingi eftir sex ára
setu. Ari sfðar skipaði Madison
hann sendiherra í Rússlandi.
Áðið 1817 hóf John Quincy
átta ára starf sem utanríkisráð-
herra Bandarfkjanna, og hefur
hann verið talinn einn þeirra
merkustu, sem það embætti
hafa skipað.
I lok sfðara kjörtímabils Mon-
roes forseta olli klofningur í
flokki republikana þvf að ekki
náðist samkomulag um næsta
forseta, og voru þvf fjórir menn
tilnefndir, þeir John Quincy
Adams, Andrew Jackson,
William Crawford og Henry
Clay. Við fyrstu atkvæða-
greiðslu hlaut enginn þeirra
hreinan meirihluta, en Jackson
hins vegar flest atkvæði. Varð
þá að kjósa á ný um þrjá efstu
mennina, og snerist þá Clay,
sem lent hafði í fjórða sæti, í lið
með Adams, sem náði kosn-
ingu. Þegar svo Adams nokkru
síðar skipaði Henry Clay utan-
ríkisráðherra, hófu Jackson og
fylgismenn hans harða áróðurs-
herferð gegn forsetanum, og
sökuðu þá Clay um „leyni-
makk“ f sambandi við kosning-
una. Þessar árásir á John
Quincy Adams ollu hörðum
deilum innan flokksins, og
urðu til þess að Jackson og fylg-
ismenn hans hófu svo til strax
baráttu fyrir því að hindra end-
urkjör Adams f forsetaembætt-
ið að fjórum árum liðnum.
Þetta tókst þeim, því Andrew
Jackson var kjörinn forseti í
næstu kosnangum, og fyrir Ad-
ams lá að draga sig í hlé eins og
þótti sæma fyrrum forseta.
Svo fór þó ekki, því ári eftir
að John Quincy lét af forseta-
embættinu var hann óvænt
kjörinn á þing, og þvf þingsæti
hélt hann til dauðadags, eða i
17 ár. Honum var gefið i skyn
að það væri niðurlægjandi fyrir
fyrrum forseta að taka sæti á
þingi, en svaraði þvf til að það
gæti á engan hátt talizt niður-
lægjandi að þjóna þjóð sinni
með þingstörfum eða opinber-
um störfum.
Á þingi vann hann ötullega
að merkum málum, en mest
beitti hann sér fyrir setningu
laga, er miðuðu að afnámi
þrælahalds.
Benjamin
Franklin
BENJAMlN Franklfn, sem
John Adams var 1 nöp við þegar
þeir voru saman f Parfs 1 sjón-
varpsþáttunum um Adams-
fjölskylduna, var einhver fjöl-
hæfasti maður síns tfma, fræg-
ur um alla Amerlku og Evrópu
sem útgefandi, heimspekingur,
vfsindamaður, stjórnskörungur
og samkvæmismaður.
Hann var algerlega sjálf-
menntaður en stóð jafnfætis
fremstu lögfræðingum Breta í
viðræðum um réttindamál fbú-
anna í amerísku nýlendunum,
fann uþp eldingavarann þótt
hann fengi enga menntun í
visindum og var eftirsóttur í
samkvæmislifi Frakka og Breta
þar sem hann umgekkst meðal
annars fremstu andans menn
Evrópu á 18. öld. Hann undir-
ritaði fjögur skjöl sem mestan
þátt áttu f stofnun Bandarfkj-
anna: Sjálfstæðisyfirlýsinguna,
bandalags sáttmálann við
Frakka, Parísarsamninginn í
lok frelsisstriðs Bandarikjanna
og bandarísku stjórnarskrána
— og var eini maðurinn sem
var þess heiðurs aðnjótandi.
Franklin fæddist 1706 í
Boston og var yngstur margra
barna enskra foreldra. Faðir
hans framleiddi kerti og sápu
en barðist í bökkum og 12 ára
gamall varð hann lærlingur f
prentsmiðju bróður sfns. Bróðir
hans rak hann þegar hann
komst að því að hann hafði
gabbað hann til að birta ritgerð-
ir eftir sig. Hann fór þá til
Ffladelfíu, réðst til starfa I
prentsmiðju Samúel Keimers
og „græddi fé með iðni og spar-
semi“. Um nftján mánaða skeið
vann hann í prentsmiðju f
London og skömmu eftir heim-
komuna til Fíladelfiu 1726
stofnaði hann prentsmiðju og
samdi ásamt Joseph Breintnall
ritgerðasafnið „The Busy-
body“.
Hann vakti mikla athygli og
keypti skömmu síðar blað sem
hann kallaði „Pennsylvania
Gazette" og varð síðar „Satur-
day Evening Post“. Næsta
framtak hans var útgáfa „Poor
Richard’s Almanack” 1732. Al-
Framhald á bls. 27