Morgunblaðið - 12.12.1976, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 12.12.1976, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1976 JÓHANN HJÁLMARSSON skrifar um bækur — VALTÝR PÉTURSSON skrifar um myndlist bóka Jóhannes Helgi: GJAFIR ERU YÐUR GEFN- AR. Formáli eftir Kristján Karlsson. Almenna bókafélagið 1976. ÞAÐ sem einkennir skrif Jóhannesar Helga öðru fremur er afdráttarlaus hreinskilni. Þegar hann berst fyrir ein- hverjum málstað eða gpgn ein- hverju sem honum þykir. órétt- látt er hann allur í því striði. Hálfvelgju þekkir hann ekki. Það er engin furða þótt finna megi í verkum slíks höfundar margt stundlegt, háð stað og tíma. En um leið eru skrifin heimild um það sem við höfum lifað. Jóhannes Helgi er skarp- ur penni, ágætlega ritfær greinahöfundur, og orð hans verða þyngri á metunum vegna þess að þau eru sprottin af lif- andi áhuga. Það er rétt sem Kristján Karlsson segir í for- mála að Jóhannes tali „ýmist beint til andstæðingsins eða lesandans af hita og tilfihn- ingu, svo að það er aldrei pappirsbragð að máli hans“. Greinasafn Jóhannesar Helga hefst á Tveir hausar til tungls- ins svari við grein eftir Jónas Árnason í Þjóðviljanum 1957 þar sem Jónas þóttist afgreiða hina ungu skáldakynslóð með fullyrðingu um að hún hirti ekki um alþýðu landsins. Ósmekklegast við þessa grein Jónasar sem er annars full af rangfærslum er að hann upp- hefur sjálfan sig á kostnað félaga sinna í rithöfundastétt, en margir þeirra höfðu aftur á móti fagnað bókum Jónasar. Svar Jóhannesar Helga er eftir- minnileg rassskelling. Hins vegar er smáletraður formáli greinarinnar sem skrif- aður hefur verið lesendum bókarinnar til glöggvunar þess eðlis að ekki verður hjá komist að leiðrétta hann. Jóhannes skrifar: „Sagan sem ekki þótti aldæla og Jónas Árnason taldi til marks um getuleysi ungu skáldakynslóðarinnar, sagan um hausinn sem fór til tungls- ins, var frumsmíð Ólafs Jóns- sonar, síðar bókrýnis. Sögurnar urðu skiljanlega ekki fleiri. Jónas hafði þannig rétt fyrir sér að þvi er varðar téðan Ólaf. „Ef flett er upp í Stefni, tíma- riti um þjóðmál og menningar- mál, 3. h. 1955, kemur í Ijós að Ólafur hefur unnið verðlaun í smásagnakeppni ritsins, tiu daga dvöl i Lundúnum eða Paris. Verðlaunasaga hans. Perlan, hafið og stjörnurnar, er birt i sama hefti myndskreytt af Kristinu Þorkelsdóttur. Þetta er alls ekki svo vitlaus saga, enda dómendur smá sagnakeppninnar sem völdu sögu Ólafs úr tugum smásagna sem bárust kunnir smekkmenn. Ritsjórar Stefnis voru þá Gunn- ar G. Schram, Matthías Johannessen og Þorsteinn Thorarensen, en til liðs við sig fengu þeir Andrés Björnsson til að kveða upp dóminn. I annarra Þjóðviljagrein, Vegna ritdóms (1959), kemur fram athyglisverð skoðun sem að minnsta kosti sumir ritdóm- arar og rithöfundar ættu að hugleiða Jóhannes bendir réttilega á að „sá tónn sem hæfir ádeiluskrifum, þar sem vörnum verður við komið, á ekki heima i ritdómum". Þetta gildir að sjálfsögðu um nýjan skáldskap, enda er Jóhannes að verja frumsmið ungs skálds. Mér eru þessar greinar minnis- Samfélag og manna Hagalin segir i ævisögu sinni Bokmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON stæðar, ritdeilan við Jónas Árnason og Vegna ritdóms. Hitt er svo annað mál að ekki ber að erfa það við menn þótt þeim massýnist. Pólitískt ofstæki er að vísu alltaf hvimleitt, bæði frá vinstri og hægri þótt bak- tjaldamakkið sé enn verra, en mönnum getur orðið á i mess- Jóhannes Helgi unni, ekki síst þeim sem temja sér prédikunartóninn. Ég get heldur ekki betur séð en Jóhannes sé að mælast tal sátta að einhverju leyti í eftirmála þegar hann skrifar: „Ég hef verið heppinn með óvini. Þeir eru engin dauðyfli. Heift sem til manns leggur, sprottin :f annarlegum hvötum, er mikill orkugjafi . Maður verður að vanda val óvana sinna engu siður en vina, að svo miklu leyti sem valið er :' valdi manns“. Mönnum mun ef til vill þykja svona eftir á að nokkrir óvinir Jóhannesar Helga, bókrýnirinn og fleiri fái of mikið rúm íGjafir eru yður gefnar. En þeirrar gerðar er Jóhannes Helgi að hann sést stundum ekki fyrar í sókn sinni og vörn, en að eðlisfari er hann dreng- skaparmaður. I greinum Jóhannesar Helga um launamál rithöfunda er víða þungur tónn, enda talað af eigin reynslu. Ég nefni greinarnar Þjóðin hætti að vera sníkjudýr á rithöfund- um(1967), Bók er bíó (1975) Bók er milljón (1975) ogBók er vara (1975). Félagar Jóhannesar eru býst ég við þakklátir honum fyrir þessar greinar og margar aðrar um kjör rithöfunda, en sjálfur hefur hann liklega ekki upp- skorið annað en tortryggna á „æðri stöðum" fyrar ádrepur sínar. Við lestur greinasafns Jóhannesar kom mér í hug að það sem Gumundur Glslason Ekki fæddur í gær um íslenskt vanmat og tómlæti. Hagalín gerði sér það snemma ljóst að rithöfundar þurfa að fá vinnu- frið og hann fæst ekki nema þeir njóti launa fyrir störf sin eins og annað fólk. Þeir Jóhannes og Hagalín eru báðir Vestfirðingar af sægarpakyni, náfrændur samkvæmt kynningu og viðtali Jónasar Guðmundssonar sem fylgir greinasafninu. Tvö önnur viðtöl við Jóhannes eru einnig birt í Gjafir eru yður gefnar og eru höfundar þeirra Matthías Johannessen og Birgir Sigurðs- son. I viðtali Matthiasar, Paradis af skít grasi og grjóti (1957), sem mér er jafn minnisstætt og það hefði birst i Morgunblaðinu í gær, segir Jóhannes um stefn- una í skáldsagnagerð okkar: „Ég veit ekkert ömurlegra en þegar menn tapa sinum eigin tón og þúsund litlir karlar út um allar jarðir eru að bisa við að apa nokkra risa“. Þetta er Jóhannesi líkt, enda er honum manna ljósast að „heimurinn breytist og maðurinn með“. Skáldsagnagerðin eins og aðrar listir þarf endurnýjunar við, en það sem er upprunalegt i fari höfundarins má ekki gleymast, verða undir. Jóhannes hefur samið skáldsögur þar sem mikið skap hans hefur komið fram og notið sín og m.a. á þann hátt verið trúr sjálfum sér. Samt held ég að ákaflyndi hans, heitur og óragur hugur fái best útrás í blaðagreinum. Um það er Gjafir eru yður gefnar til vitnis. Jóhannes Helgi tók á sínum tíma saman merkilega bók um Jón Engilberts: Hús málarans (1961). Listamannseðli Jóns Engilberts skildi Jóhannes manna best. Minningarorð um Jón sem birt eru á Gjafir eru yður gefnar er stór mynd af skapmiklum listamanni i smáu þjóðfélagi, raunverulegum kjörum hans og baráttu, skiljanlegri beiskju. 1 skemmti- legri grein, Afi á rauð, (1967) er líka minnst á Jóri og sagt: „Hann talar við hvern mann án tillits til þess sem hann vill heyra og segir það hátt“. I þessari grein eru lika kostuleg- ar myndir af Kristjáni Karls- syni, Ragnari Jónssyni, Ingi- mar Erlendi Sigurðssyni, Gunn- ari S. Magnússyni og fleirum. Jóhannes er ekki einugis ádeilumaður, heldur gerir hann töluvert til að skemmta les- endum sinum og tekst það vel. Kóngur flotans (1957) er hressileg grein um sjómannalif. Þar er m.a. lýst gömlum togur- um sem búið er að leggja og bíða þess að verða höggnir. í kvöldhúminu minna þeir á „drungalega kastala í gömlu ævintýri“. Minningargreinar Jóhannesar og nokkrar smá- greinar sanna hve Jóhannes á auðvelt með að komast að kjarna máls. Það er vandmeð- farin Iist, en sumum eiginleg, að visu fáum. Enginn skyldi halda því fram að Jóhannesi Helga bregðist rökvisi þegar honum er i mun að leiða lesandann í sannleika. Gjafir eru yður gefnar hefði að minu viti átt að vera stærri bók þvi að margar greinar eftir Jóhannes sem enn em I fersku minni verða útundan, fá ekki að fljóta með. Á greinasafnið mun engu að siður verða litið sem heimild um afdrifarika tíma, samfélag bóka og manna. Gallerí Solon Islandus HÓPUR af ungu listafólki hefur tekið höndum saman og opnað í Aðalstraeti 8 gall- erí, sem það nefnir sólon Islandus. Þetta er snyrtilegt og viðkunnanlegt gallerí. Húsnæðið hentar vel, og hér á árum var þarna til húsa kaffihús, ér margir listamenn stunduðu á sínum tíma, svo- Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON nefndur Adlon Bar. Það er því nokkur hefð í að lista- menn séu viðloðandi stað- inn. Ef lengra er farið aftur í tímann, þá mun Sigurður Breiðfjörð hafa látist þarna á þessu svæði og þar mun einnig Jónas Hallgrímsson hafa verið til húsa í eina tíð, en það er önnur saga. Það er samvinnufyrirtæki sem að þessu framtaki stend- ur, og sannarlega eiga að- standendur þessa galleris lof skilið fyrir að hressa svo skemmtilega upp á gamla miðbæinn. En það er sannar- léga þörf á slíku! Það var einnig tímabært orðið, að gallerí með menningarsniði risi upp hér í borg, og það er tillaga mín í sambandi við þetta fyrirtæki, að því verði á einn eða annan hátt gert kleift að lifa frjálslega. Borgaryfirvöld gætu vel hygl- að þessu fyrirtæki smávegis, þótt ekki væri nema til að vega upp á móti svokölluðu hallærisplani, sem er hinum megin götu. Ég fagna tilvist þessa gallerís af fleiri en einni ástæðu, og allar ættu að vera augljósar Gallerí Sólon íslandus er skemmtilegt nafn, og Sölvi heitinn Helgason má vel við una, að vera í þessum félags- skap. Fyrsta verkefni þessa fyrirtækis er samsýning á verkum aðstandenda þess. Þar kennir margra grasa. Málverk samklippur, teikn- ingar, skúlptúr, keramík, textill, vefnaður og vatnslita- myndir. Öllu er þessu vel fyrir komið, og hvergi of hlaðið eða þrengt að verkum. Þetta er fjörleg og fáguð sýn- ing, sem er hópnum til sóma í heild. Þvi má sannarlega segja , að hér sé farið mjög skemmtilega á stað, og svo verður framtíðin að skera úr um, hvernig til tekst með áframhald. Hér eru miklir möguleikar, sem ekki hvað síst eru í sambandi við staðarval gallerísins, það gæti ekki verið betra að mín- um dómi og næsti leikur er borgarbúa sjálfra: Að líta þar inn. Ekki vissi ég það áður, að Aðalsteinn Ingólfsson, list- fræðingur, væri að fást við höggmyndir. Hann hefur áð- ur gefið út Ijóðabók, en þarna á þessari sýningu á hann þrjá skúlptúra, gerða i járn. Lagleg verk að minum dómi, blanda af súrrealisma og abstrakt formi. Gunnar Örn á þarna nokkuð misjöfn verk, sem gefa til kynna, að um breytingu sé að ræða í myndlist hans. Kolbrún Björgúlfsdóttir sýnir kera- míksskálar, mjög þokkaleg- ar. Kristján Kristjánsson á þarna nokkrar samklippur, sem eru gott dæmi um hæfi- leika hans. Leifur Breiðfjörð kemur á óvart með teikn- ingar, sem eru ólikar þvi, sem ég hef séð frá hendi Leifs áður og nokkuð þungar á köflum. Magnús Kjartans- son er sjálfum sér samkvæm- ur og virðist heldur kaldari í lit þarna en á nýafstaðinni sýningu hans á Kjarvalsstöð- um. Steinunn Bergsteins- dóttir sýnir fjórar kisumyndir, meinlaus verk. Sigurður Örlygsson á þarna ef til vill bestu verkin. Þrjár myndir undir gleri eru það besta sem ég hef séð eftir Sigurð, og Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.