Morgunblaðið - 12.12.1976, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 12.12.1976, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1976 19 Hluti Kammersveitar Reykjavfkur á æfingu f Hátfðasal Háskólans en tónleikarnir verða f Krists- kirkju sunnudaginn 12. des. kl. 16. Það eru strengja- og semballeikararnir sem eru þarna á æfingu. Ljósmynd Mbl. RAX. Jólatónleikar Kammer- sveitar Reykjavíkur Fjölbreytt efnisskrá í Kristskirkju KAMMERSVEIT Reykjavíkur heldur tónleika í Kristskirkju sunnudaginn 12. des. n.k. kl. 16. Þetta er þriðja starfsár Kammersveitarinnar og 10. reglulegu tónleikarnir. Sveitin er skipuð á nokkuð annan hátt en venjulegar kammersveitir, því f henni eru strengir, blásturshljóðfæri og sembal. 14 hljóðfæraleikarar leika í Kammersveitinni að staðaldri, en oft leika mun fleiri. Æfingar eru 2—3 sinnum í viku, en allt starf í sambandi við sveitina er sjálfboðavinna. Kammersveit Reykjavíkur hef- ur leikið við fjölmörg önnur tækifæri en reglulega tónleika og t.d. lék Kammersveitin á Listahátíð s.l. vor í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur þar sem um var að ræða flutning Sögunnar af dátanum. Kammersveitin skiptist í tvo hópa á þessum tónleikum, málmblástursleikara annars vegar og hins vegar strengi ' sjálfstæða og einnig með sembal. Málmblásturskvintett mun leiká verk frá baroktíman- um. Þá verður einnig fluttur sembalkonsert eftir Bach og leikur Helga Ingólfsdóttir ein- leik þar. Verður það verk flutt á sérstakan máta, þ.e. hljóð- færaskipan verður eins og venja var á baroktímanum. Eitt hljóðfæri verður með hverja rödd í stað þess að yfirleitt hafa þessi verk í seinni tíð verið flutt af stórum strengjasveit- um. Með þessari hljóðfæraskip- an verður verkið flutt í upprunalegri stíl. Þá verður m.a. fluttur jólakonsert eftir Corelli og i þeim flutningi munu einleikarar og strengja- sveit skiptast í tvo hópa eins og tiðkaðist í gömlum stil. Á efnisskránni eru verk eftir eftirtalda menn: Anthony Holborne. Lítið er vitað um A. Holborne, annað en að hann var lútuleikari og tónskáld. Meðal verka hans eru safn af dönsum fyrir málm- blásarakvintett og eru þessir dansar úr því safni. Johann Pezel. Fá tónskáld hafa skrifað eins mikið fyrir málmblásara og Pezel, eftir hann liggja ógrynni af verkum s.s. hið mikla dansa- safn „Hora Decíma“ og mikill fjöldi af sónötum. Henry Purcell Pureell er sennilega óþarfi að kynna fyrir íslenskum tónlistarunnendum. — Hann var orgelleikari í Westmister Abbey, skrifaði mikið af sprang Eftír Arnn Johnsen kirkjumusik, og einnig leikhús- verk. Samuel Scbeidt Scheidt er fæddur i Halle 1587. Nemandi Sweelinck og var frægur orgeileikari og tón- skáld í Þýskalandi. Arcangelo Corelli A. Corelli starfaði mestan hluta ævi sinnar i Róm. Var hann þar í miklu áliti sem tónskáld og fiðluleikari. Barst frægð hans víða um lönd og var hann mjög eftirsóttur kennari. í Róm naut A. Corelli stuðnings Perro Ottobonis kardinála. Út- vegaði kardinálinn A. Corelli bústað í höll sinni, en A. Corelli stjórnaði þar tónleikum hvern mánudag. Þóttu tónleikar þessir ávallt mestu tónlistar- viðburðir borgarinnar. A. Corelli lagði til þróunar hljómsveitarformsins Concerto grosso svo stóran skerf, að hann hefur oft verið nefndur faðir þess. „Jólakonsertinn" svo- nefnda ætlaði A. Croelli tii flutnings á jólanótt. Konsertinn er talinn eitt fegursta verk hans. Johann Sebastian Bach Ekki er vitað hvenær J.S. Bach skrifaði sembalkonserta sína, en líkur benda til þess að það hafi verið eftir að hann tók við starfi sínu í Leipzig. Kom þá m.a. i hans hlut að taka við stjórn kammersveitarinnar „Collegium Mucium". Að sjálfsögðu varð J.S. Bach að sjá kammersveit þessari fyrir nægum verkefnum. En J.S. Bach varð um líkt leyti einnig að sjá annrri kammersveit fyrir verkefnum, en sú sveit var hin musikalska fjölskylda hans. Um þetta leyti voru i eigu fjöl- skyldunnar 5 sembalar, 2 fiðl- ur, 1 piccolofiðla, 3 víólur, 2 cello og víóla da gamba. — 1 bréfi til æskuvinar síns Georg Erdmanns í Danzig skrifar J.S. Bach m.a. árið 1730: „öll börn mín hafa hlotið tónlistargáfu í vöggugjöf, og ég fullvissa þig um að við getum leikið og sungið saman bæði konserta og söngverk, einkum vegna þess að núverandi kona mín hefur sérlega hreina rödd...“ HLJÖÐFÆR ALEIKAR AR Einleikari: Helga Ingólfsdóttir, semballeikari Rut Innólfsdóttir Helga Hauksdóttir Ásdfs Þorsteinsdóttir I)óra Björgvinsdóttir Pierre Anderssen Sesselja Halldórsdóttir Auriur Ingvadóttir John Collis Jón Sigurðsson Helga Ingólfsdóttir Lárus Sveinsson Jón Sigurðsson Christina Tryk Ole Kristian Hanssen Bjarni (audmundsson konsertmeirstari fiðluleikari fiðluleikari fidluleikari fidluleikari vfóluleikari cellóleikari celloleikari bassaleikari semballeikari t rompct leikari trompetlcikari hornleikari básúnleikari túbuleikari Uppsetningabúðin Hverfisgötu 74, auglýsir Allt til uppsetningar á handavinnu. Öll fáanleg járn og snúrur Allt til skerma. Mikið úrval af púðaflaueli. Til gjafa: antik dúkar og púðar. Uppsetningabúðin Hverfisgötu 74. Frá aðalfundi Styrkt- arfélags aldraðra 1 Þingeyjarsýslu AÐALFUNDUR Styrktarfélags aldraðra í Þingeyjarsýslu var haldinn 4. des. sl. og kom fram í skýrslu fráfarandi formanns, Björns Friðfinnssonar, að félagið hefur að undanförnu beitt sér fyr- ir undirbúningi dvalarheimilis aldraðra á Húsavík og fjáröflun til hennar. Er byggingin nú hafin og hafa sveitarfélög í héraðinu stofnað sameiginlegt félag um byggingu og rekstur dvalarheim- ila fyrir aldraða og skipað sér- staka byggingarnefnd fyrir dvalarheimilið á Húsavík. Styrktarfélagið hefur nú þegar lagt fram nokkurt fé til dvalar- heimilsbyggingarinnar, sem því hefur áskotnazt með félagsgjöld- um og gjöfum og stendur nú yfir sérstök fjáröflun í sama skyni. Stjórn félagsins skipa nú Þuríður Hermannsdóttir, Húsavik, Öskar Sigtryggsson, Reykjahverfi, Elín Aradóttir, Reykjadal, Aðalbjörn Gunnlaugsson, Axarfirði, og Ingi- mundur Jónsson, Húsavík. Fréttaritari. Haraldur Magnússon viðskipta- fræðingur, Sigurður Benediktsson sölumað- ur, kvöldsimi 42618. Úrval fasteigna á söluskrá. 2ja, 3ja, 4ra og 5 — 8 herb. íbúðir. Einbýlishús og rað- hús. Fullgerð og i smíðum. Sérhæð Úrvals sérhæð við Álfhólsveg um 1 50 fm. I!!l LAPPONIA skartgripir frá Finnlandi KJARTAN ASMUNDSSON gullsmiður — Aðalstræti 8 4ra herb. íbúð óskast Höfum verið beðnir að auglýsa eftir 4ra herb. íbúð á Reykjavíkursvæðinu. Útb. fyrir áramót 2 millj. íbúðin þarf ekki að losna fyrr en eftir 8 mánuði. Benedikt Þórðarson héraðsdómslögmaður. 28644 nf.lLfjil 28645 Við bjóðum 3ja herb. ibúð á hagkvæmum kjörum við Bragagötu bað nýstandsett með þvottaaðstöðu Samkomulag um verð, útb. og losun. Opiö sem endranær um helgar. í dag frá kl. 1 —5. ftfdrCp f asteignasala Sölumenn: Heimasimar: Öldugötu 8 Finnur Karlsson, Þórhallur Sigurðsson, 25838 16787 ^ símar: 28644 : 28645 Valgarður Sigurðsson, lögPr 42633t

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.