Morgunblaðið - 12.12.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.12.1976, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1976 fttttgwtlrlaMfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6, sími 22480 Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið. Vitlaus fréttaflutningur Fréttir, sem erlendar fréttastofur senda út um landhelgismál okkar tslend- inga, eru afar bágbornar svo að ekki sé meira sagt. Alltof oft eru þær afbakaðar eða tóm vitleysa, sem stafar af þvf, að hinir er- lendu fréttamenn, sem skrifa þær, hafa enga þekkingu á land- helgismálinu og er þvf hættara við að misskilja og fara rangt með það sem sagt er. Hvað eftir annað hefur Morgunblaðinu þðtt ástæða til að kanna sannleiksgildi slfkra frétta, sem borizt hafa frá erlend- um fréttastofum með þvf að hafa beint samband við þá, sem bornir hafa verið fyrir þessum fréttum. Og hvað eftir annað hefur komið f Ijös, að þessar fréttir hafa verið úr lausu lofti gripnar. Þetta er rifjað upp hér vegna þess, að frétt, sem send var út á fimmtudagskvöld og höfð var eft- ir Gundeiach, samningamanni Efnahagsbandalagsins, varð til- efni umræðna utan dagskrár á Alþingi í fyrradag og fslenzkir ráðherrar krafðir sagna á grund- velli hennar. f viðtali við Einar Agústsson utanrfkisráðherra f fyrrakvöld upplýsti Gundelach svo, að hann hefði aldrei látið þau orð falla, sem eftir honum voru höfð, heldur hefðu fréttamenn sjáifir dregið ályktanir af um- mælum hans varðandi veiðiheim- ildir Sovétrfkjanna og heimfært þau upp á horfurnar í samninga- viðræðum við fsland. Á svona vit- leysu eru umræður utan dagskrár á Alþingi tslendinga byggðar. Þetta dæmi sýnir, að enn einu sinni er gerð tilraun til að kynda undir möðursýkisleg viðbrögð f sambandi við landhelgismál okk- ar en margt bendir þó til, að þær tilraunir eigi sér miklu minni hljómgrunn en nokkru sinni áð- ur. Þó má sjá hér og þar ályktanir um, að undir engum kringum- stæðum beri að gera samninga við Efnahagsbandalagið. Eigum við nú ekki f þetta sinn að fara okkur hægt f slfkum yfirlýsingum? Hversu margar ályktanir voru ekki samþykktar um það, að aldrei skyldi samið við Breta? En það var samið við Breta með stór- kostlegum árangri. Enn sem kom- ið er, hefur Efnahagsbandalag Evrópu engin tilboð gert. Við skulum bfða og sjá hvaða tilboð Efnahagsbandalagið gerir okkur, og þegar þau liggja fyrir, getum við tekið málefnalega afstöðu til þess, hvort það þjónar hagsmun- um okkar að gera samninga við bandalagið. t þvf sambandi hljót- um við að hafa nokkur megin- sjónarmið f huga. f fyrsta lagi þjónar það almennum hagsmun- um þjóðarinnar f bráð og lengd að lifa f friði og sátt við nágranna okkar. f öðru lagi skiptir það máli fyrir afkomu okkar sjálfra að hafa greiðan aðgang að fiskmörk- uðum f öllum Evrópulöndum, þ.á m f Bretlandi og öðrum EBE- löndum. f þriðja lagi hefur það þýðingu fyrir stefnu okkar f fisk- verndunarmálum að ná sam- komulagi um fiskverndun við nálægar þjóðir. f fjórða lagi hljót- um við að vega það og meta á grundvelli væntanlegra tilboða frá EBE og með framangreind sjónarmið I huga, hvort samning- ar um gagnkvæmar fiskveiði- heimildir þjóni hagsmunum okk- ar. Ef ekki, þá verður að sjálf- sögðu ekki samið um neitt slfkt. Eins og Morgunblaðið hefur áður sagt er ástæðulaust á þessu stigi málsins að bfta sig f ákveðna af- stöðu með eða móti samningum. f þetta sinn höfum við fulla stjórn á gangi mála, einfaldlega fisk- veiðilögsögu okkar. Við höfum þess vegna stöðu til að meta mál- in út frá skynsemi og beinum þjóðarhagsmunumog alger óþarfi að láta tilfinningaleg sjónarmið enn einu sinni verða yfirgnæf- andi. Það er liðin tfð. Þjóðhátíðarsjóður Hagnaður af sölu þjóðhátfð- armyntar nam rúmlega 300 milljónum króna. Nú hefur Seðlabanki Islands ákveðið að hagnaði þessum verði að mestu leyti varið til stofnunar Þjóðhá- tfðarsjóðs er hafi það sérstaka verkefni að vinna að varðveizlu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið f arf. Tillögur þess efnis hafa verið kynntar og ekki annað að sjá en rfkisvaldið sé þeim samþykkt. Þannig er hug- myndin sú, að ákveðinn hluti af ráðstöfunarfé sjóðsins gangi til náttúruverndar og annar fastur hluti til varðveizlu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverðmæta á vegum Þjóðminjasafns. Sem dæmi um viðfangsefni, sem sjóðurinn væntanlega mun styrkja er bygg- ing sögualdarbæjarins f Þjórsár- dal. Þegar um er að ræða ráðstöf- un á svo miklum fjármunum er eðlilegt, að skiptar skoðanir verði um það. Þannig er ekki óeðlilegt að menn hafi velt þvf fyrir sér, hvort verja ætti þessum pening- um til byggingar t.d. Þjóðarbók- hlöðu, sem f undirbúningi er. En þegar málið er skoðað ofan f kjöl- inn verður Ijóst, að hér hefur vel til tekizt. Hvað er okkur kærara en einmitt landið sjálft og nátt- úrufegurð þess og þau menning- arlegu verðmæti, sem við munum skilja eftir fyrir ókomnar kyn- slóðir, verðmæti, sem munu tengja þær við þetta einstæða land og sögu þess, alveg eins og það hefur valdið þvf, að við, sem hér lifum nú höfum fest hér svo djúpar rætur? Við höfum efni á þvf að verja umtalsverðum fjár- munum til þessara verkefna nú f tilefni 1100 ára afmælis fslands- byggðar. Við höfum efni á þvf að veita okkur þann munað að leggja verulega fjármuni til þessara verðugu verkefna, enda f sam- ræmi við annað á Þjóðhátfðarár- inu að veita þessu fé til varð- veizlu menningarverðmæta, eins og forsætisraæðherra benti á f ræðu sinni, þegar hann tók við gjöf Seðlabankans. Margvfsleg merk verkefni voru ákveðin f sambandi við þjóðhátfð- ina 1974, sem nú stafar Ijómi af, s.s. hringvegurinn, Gjábakkaveg- ur, sem nú nýtur mikilla vin- sælda, söguritunin f samráði við Hið fslenzka bókmenntafélag og vel er á veg komin o.fl. En að sönnu verða Þjóðarbókhlaðan og Landgræðslusjóðurinn þó eitt helzta minnismerki þessarar merku hátfðar. Landgræðslan hefur fengið sinn vfsitölutryggða milljarð, og nú er að vinna að þvf, að bóka-þjóðin fái sfna Þjóðar- bókhlöðu, enda samþykkt fyrir þvf á Alþingi. Rey kj av í kurbréf Laugardagur 11. desember*♦•»•»»♦< Texti og leirburður Sitt sýnist hverjum. Það er fróðlegt að sjá, hvernig beztu menn getur jafnvel greint á um merkingu einföldustu orða, hvað þá þegar afstaða er tekin til þjóðmála, einstakra manna eða málefna. Um tindana næða vind- ar ólíkra skoðana. Algengara er að merkir menn og mikilhæfir kalli yfir sig deilur og dóma, meðan þeir lifa en þegar þeir eru allir. Þó er ekkert einhlitt eða óumdeilanlegt í þessari ófull- komnu veröld og það þarf ekki neinn Predikara til að segja okk- ur það. í nýútkominni bók Hannesar skálds Péturssonar, (Jr hugskoti, þar sem birtast nokkur kvæði skáldsins og hugleiðingar, sem sýna inn í hugskot hans og auka okkur skilning á viðhorfum hans, er kafli, sem nefnist Um texta. Þar segir Hannes Pétursson m.a.: „I bókmenntaskrifum hérlendis, sérstaklega um ljóðagerð ungs fólks, er hugtakið texti mjög ásækið. Hvergi hefur merkingar- svið þess í gagnrýni verið skil- greint. Halldór Laxness lætur orðið hins vegar merkja bókfest, samfellt mál höfunda, segir oft að þessi eða hinn riti góðan eða vondan texta. Þótt orðið sjálft sé gamalt í málinu, er það tilgerðar- legt notað á þennan veg. Sjálfsagt er orðið texti í bók- menntaskrifum etið upp eftir Laxness. I ljóðagagnrýni er þó lögð í það önnur merking en hann gerir: þar sýnist það haft um hátt- leysur, allra helzt þær sem ein- hvern veginn þarf að eyrna- marka, en gagnrýnendur hika við að flokka með fullgildum skáld- skap i frjálsu formi...“ Siðan seg- ir skáldið, að það segi langa sögu „að gagnrýnendum skuli vera þægð í því að kalla háttleysur í nútima-ljóðagerð texta jafn oft og raun er á orðin. Það gæti til að mynda bent til vöntunar hugtaks er samsvari leirburði, án þess gagnrýnendur geri sér það ljóst, en leirburð er örðugt að kalla undirmálsljóð í frjálsu formi, þar sem það orð er bundið viðmiðun- um sem giltu þegar allur kveð- skapur átti að standa í hljóðstaf...“ Hannes Pétursson segir rétti- lega, að vanburða skáldhæfi- leikar, eins og hann kemst að orði, sem fyrr fengu útrás í leirburði, hljóti nú að birtast í formleysum og órímuðum ljóðum, enda er slíkur skáldskapur mestu ráðandi nú um stundir: „af því að þess eru engin likindi að skáldhæfileikar tslendinga hafi vaxið svo á þess- ari öld, að hin ungborna tfð sé þar langtum betur í stakk búin en fyrri menn, hvað þá heldur að frjálst ljóðform sé þess eðlis að það geti ekki leitt til ómyndar sem jafngildi leirburði f eldra brag...“ I sumum tilfellum má vafalaust til sanns vegar færa, að orðið texti sé notað i þeirri merkingu, sem skáldið segir, en þó er langt frá því að það sé einhlítt. Það þarf ekki annað en að líta á nýlegan ritdóm i Tímanum eftir Gunnar Stefánsson, sem skrifar um þess- ar mundir einna skilmerkilegast um íslenzkar bókmenntir og jafn- framt af hvað næmastri innlifun; ritdómurinn fjallar um nýjar ljóðaþýðingar Jóns Helgasonar. Enda þótt Gunnar sé ekkert ofan- tekinn yfir kveri þessu og þýðing- um Jóns, þá sýnir hann skáldinu og verkum hans þá virðingu, sem Gunnari er eiginleg og Jón Helga- son og ljóðlist hans eiga skilið. 1 þessum stutta ritdómi Gunnars kemur orðið texti tvisvar fyrir. Gunnar segir í sambandi við þýð- ingu Jóns Helgasonar á einum þekktasta sálmi danska sálma- skáldsins Kingos, að þýðandi verði „auðvitað að gæta þess að halda samtiðarhugmyndum sín- um utan við hinn gamla texta". Enginn þarf að láta sér detta annað í hug en orðið sé notað i jákvæðri merkingu, svo gott sálmaskáld sem Kingo var á sin- um tíma. Og í niðurlagi ritdóms Gunnars segir hann ennfremur: ,Jín alltaf er gaman að lesa nýja texta frá slíkum íþróttamanni (þ.e. Jóni Helgasyni)." Engum blandast hugur um að Gunnar Stefánsson leggur þarna einnig jákvæða merkingu i þetta orð, enda eiga beztu þýðingarnar ekki annað skilið, svo að eitthvað er nú merking þess á reiki, þótt því sé aftur á móti ekki að neita að Gunnar Stefánsson fjallar í þess- um ritdómi um hefðbundinn skáldskap og ummæli Hannesar Péturssonar um vondan texta í nýskáldskap þurfi ekki að eiga við i þessu tílfelli. En þetta litla dæmi sýnir þó, að merking orðs- ins texti er mjög á reiki, svo að ekki sé meira sagt, enda er ekki unnt að láta orð merkja eitt um hefðbundinn skáldskap, en annað um það nýjabrum, sem skotið hefur rótum i íslenzkri ljóðlist hér á landi í kringum miðja þessa öld. Uppgjör nóbelsskálds Um þetta er fjallað hér af þeirri einföldu ástæðu, að islenzk tunga stendur hjarta okkar næst og öll umfjöllun um hana — og þá ekki sízt merkingu orða — er í senn mikilvægt og hnýsilegt umræðu- efni. 1 málflutningi sínum vitnar Hannes Pétursson i Halldór Laxness. Engir hafa haft önnur eins áhrif á þróun islenzks rit- máls á þessari öld og Þór- bergur Þórðarson og Halldór Laxness. Halldór fjallar m.a. um Þórberg I nýútkominni minninga- bók sinni, eða eins og hann kýs sjálfur að nefna (Jngur eg var, „skáldsögu í greinaformi" eða „bókmenntalega blaða- mennsku“ og segir, að hugsjón sin sé að gera blaðamennsku fagurfræðilega; „hefja hana til listgreina innan bókmenntanna", en tekur þó fram „að alt hefur verið einhverntima fyr“ og má það til sanns vegar færa. Bók þessi er að sjálfsögðu i nánum tengslum við fyrri minn- ingabækur nóbelsskáldsins, Skáldatíma og í túninu heima, sem kom út á s.l. hausti, og eru allar þessar bækur að sjálfsögðu I senn fróðlegar og skemmtilegar, enda kennir þar margra grasa. I miðbókinni „I túninu heima", fjallaði Laxness m.a. um Krist á þann veg, að kalt vatn hlýtur að hafa runnið milli skinns og hör- unds á hverjum sanntrúuðum kristnum manni, enda þótt þess hafi ekki orðið vart og hvorki heyrzt stuna né hósti frá kirkj- unnar mönnum vegna ummæla skáldsins; þó hafa kristnir menn ekki við að berja hver á öðrum, vegna óliks skilnings á gömlu erfðagóssi eins og meyjarfæðing- unni, sakramentinu og uppstign- ingunni, eða hvort tala eigi um „upprisu holdsins" eða „upprisu dauðra". í staðinn fyrir að rök- ræða við þá, sem draga kristin- dóminn og tilvist höfundar hans í efa, berast kirkjunnar menn íslenzkir á banaspjót og stundum með þeim hætti, að ugg setur að hverjum þeim, sem kýs að hafa Krist einan að leiðtoga sinum. En ekki skortir þó andlega reisn hina öndverðu póla íslenzkrar kirkju, sr. Sigurbjörn biskup í nýútkomnu ræðusafni eða sr. Jón Auðuns í ævisögu sinni. Halldór Laxness hefur ávallt talað tæpitungulaust. Skoðanir hans hafa komið mönnum á óvart og hann hefur ávallt verið óhræddur að ræða um „viðkvæm- ustu mál“ án tillits til þess, hvern- ig orð hans koma við aðra. Og hann hefur ekki slegið af þessari sjálfsögðu kröfu til sin og lesenda sinna þótt aldurinn færðist yfir hann. Hann segir þó I Ungur eg var, að hann hafi ekki getað grátið drengur, en siðan hafi hann meyrnað mjög og nú „þarf ekki annað en vissa samhljóma í tónlist og mér vöknar um'augu". Slagkraftur skáldsins hefur þó ekki minnkað. Og hvort sem mönnum líkar betur eða ver, þá er tekið eftir því, sem hann segir, það hlýtur að vera skáld- inu að skapi, svo mjög sem hann hefur sjálfur iðkað þá list að kalla á andsvar við verkum sin- um. Hann kom sér ekki fyrir í neinum fílabeinsturni að nóbels- hátíð lokinni, heldur lét hann hendur standa fram úr ermum. Hann hefur gert upp við sig flesta hluti, m.a. kommúnisma, lét sér fátt um finnast virðinguna og skrifar eins og síungur sé, hvað sem það kostar; skrifaði sumar af beztu bókum sinum, eins og lnnansveitarkróníku, sem kemst einna næst því íslenzkra samtima- rita að unnt sé að jafna henni við fslendingasögur. Þá er ekki úr vegi að benda á að minningabæk- ur hans, eða „skáldsögur f greina- formi“, eru í nánum tengslum við Guðsgjafaþulu, sem áreiðanlega er einnig rituð með hliðsjón af aðferð fslendinga sagna. Guðs- gjafaþulu hefur Laxness nefnt, „ritgerð I skáldsöguformi". í fyrrnefndri minningabók, í túninu heima, er skáldið að venju ófeiminn að fjalla um viðkvæm- ustu málefni, eins og fyrr getur, og þar kemur Kristur heldur bet- ur við sögu, enda þótt það hafi farið fram hjá kirkjunnar mönn- um, eins og sagt var. t kafla, sem heitir Bók sem islendingar nenna ekki að lesa, þ.e. biblfunni, segir skáldið að Gamla testamentið sé „hryssingslegt og á margan hátt óyndislegt rit og hlýtur að vekja óbeit jafnt barna sem fullorð- inna; mjög ókristilegt rit...“ Og skáldið bætir við, að „vanaleg- um skóladreing núna er ógerning- ur að ráða af guðspjöllunum að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.