Morgunblaðið - 12.12.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.12.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1976 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Verzlunarstjóri Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga óskar að ráða verzlunarstjóra sem fyrst. Umsóknir sendist Gísla Jónatanssyni kaupfélagsstjóra eða starfsmannastjóra Sambandsins, sem gefa nánari upplýs- ingar, fyrir 22. þ. mán. KAUPFÉLAG FÁSKRÚÐSFIRÐINGA Atvinna óskast 19 ára stúlka óskar eftir vinnu eftir hádegi frá áramótum (helst í Árbæjar- hverfi). Vön afgreiðslu, hefur gagnfræðapróf, góð vélritunarkunnátta. Meðmæli ef óskað er. Upplýsingar í síma.75732. Kleppsspítalinn Hjúkrunardeildarstjóri óskast á deild IV á spítalanum frá 1. janúar n.k. Umsóknum ber að skila til hjúkrunarforstjóra spítalans fyrir 25. þ.m. og veitir hún nánari upplýs- ingar. Hjúkrunarfræóingar óskast á deild I á spítalanum nú þegar eða eftir samkomu- lagi. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunar- forstjóri spítalans. Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á næt- urvöktum nú þegar eða eftir samkomu- lagi. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunar- forstjórinn, sími 38160. Reykjavík 10.12. 1976. Skrifstofa ríkisspítalanna, Eiríksgötu 5. Hagvangur hf. óskar að ráða framkvæmdastjóra fyrir einn af viðskiptavinum sínum. Um er að ræða fyrirtæki — í málmiðnaði — úti á landi — fremur stórt — með margvíslegar rekstrargreinar málmiðnaðar Við leitum að manni sem — er atorkusamur — hefur reynslu af mannahaldi og er dugmikill stjórnandi — hefur reynslu af fjármálum — er tilbúinn til að beita skipulegum aðferðum í rekstri. / boði er — sjálfstætt og fjölbreytt starf — góð starfsaðstaða — góð kjör. Skriflegar umsóknir, ásamt yfirliti yfir menntun, starfsferil og mögulega með- mælendur, sendist fyrir 20. desember til Hagvangur hf. c/o Sigurður R. Helgason, Rekstrar-og þjóðhag fræðiþjónusta, Klapparstíg 26, Reykjavík. Farið verður með allar umsóknir sem algert trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað. Loftskeytamann vantar til afleysinga á skuttogara frá Reykjavík. Upplýsingar í síma 1 2958. Læknaritari með starfsþjálfun óskast að Reykjalundi í fullt starf eða hluta starf. Umsóknir sendist yfirlækni sem veitir nánari uppl. Vinnuheim.Hið að Reykjalundi, sími 66200. r Oska eftir starfi Hef víðtæka reynslu við stjórnun og rekstur fyrirtækja í verzlun og iðnaði. Einnig félagsmálum. Hálfs dags starf kemur til greina. Get hafið störf 1 janúar '7 7. Þeir sem óska frekari uppl. sendi nafn til augl. deildar Mbl. merkt. „Reynsla — 4666 '. Sjúkraþjálfar Staða yfirsjúkraþjálfa á endurhæfinga- deild spítalans er laus til umsóknar frá næstu áramótum eða eftir samkomulagi. Upplýsingar ásamt umsóknareyðublöð- um fást hjá starfsmannahaldi. St. Jósepsspíta/inn Landakoti. Atvinna Viljum ráða röskan, vandvirkan starfskraft til iðnaðarstarfa, frá næstu áramótum. Upplýsingar á staðnum, ekki í síma. Sigurður Elíasson hf., Auðbrekku 52, Kópavogi. Kröfluvirkjun Stúlkur í mötuneyti og ræstingakonur óskast til starfa við Kröfluvirkjun eftir áramót. Uppl. í skrifstofu Miðfells h.f. við Kröfluvirkjun, sími 96-44180. Aðstoð íslands við þróunarlöndin auglýsir lausar stöður Norræna samvinnuverkefnið i Kenya. Danska utanrikisráðuneytið hefir óskað eftir þvi að auglýstar verði hér á landí sem annarsstaðar á norðurlöndum 1 1 stöður ráðunauta við norræna samvinnuverkefnið i Kenya Ráðning- artimi er frá 1. mai 1 977 tiM . maí 1979. Stöðurnar eru eftirfarandi: 1 Staða yfirmanns við stjórn verkefnisins (project coordinat- or). Menntun á sviði búnaðarhagfræði eða rekstrarhagfræði æskileg, ennfremur reynsla i stjórnsýslustörfum hjá samvinnu- fyrirtækjum og þekking á högum þróunarlanda. 5 ráðunautastöður á sviði stjórnunar (management). Starfs- reynsla í stjórnun og góð bókhaldsþekking æskileg. 3 bankamannastöður, þar af ein staða eftirlitsmanns, ein staða ráðunautar um hagræðingu og ein staða ráðunautar um stofnun og rekstur útibúa (sveitabanka). Menntun og starfs- reynsla á sviði bankastarfsemi nauðsynleg. 1 staða ráðunautar um samvinnufræðslu. Reynsla á sviði fullorðinsfræðslu og kennsluaðferða æskileg. 1 staða ráðunautar fyrir samvinnufélögin á sviði reiknings- halds og bókfærslu. Menntun og reynsla á sviði bókfærslu og endurskoðunarnauðsynleg. ennfremur myndi þekking á tölvu- notkun vera kostur. Góð enskukunnátta eröllum umsækjendum nauðsynleg. Nánari upplýsingar um launakjör og störfin að öðru leyti verða veittar á skrifstofu Aðstoðar íslands við þróunarlöndin, Lindar- götu 46, (herb. 8). Rvk. Skrifstofan er opin mánudaga og fimmtudaga kl. 6 — 7 e.h. Þar fást einnig umsóknareyðublöð. Umsóknarfrestur er til 6. janúar 1 977. Hjúkrunar- fræðingar Sjúkrahús Akraness óskar að ráða ! hjúkrunarfræðinga. Hlutavinna kemur til greina. Húsnæði fyrir hendi. Nánari uppl. i sima 93-231 1. Hjúkrun arfors tjóri. Félagsráðgjafar Stöður félagsráðgjafa við Borgarspítalann eru lausar til umsóknar. Frekari upplýs- ingar um stöður þessar veitir fram- kvæmdastjóri. Umsóknarfrestur til 8. janúar 1 977. Reykjavík 10. desember 19 76 Stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar. Rannsóknamaður — Meinatæknir Hafrannsóknastofnunin óskar að ráða starfskraft á sjórannsóknadeild. Próf í meinatækni er æskilegt ellegar nokkur undirstöðuþekking í efnafræði eða störfum á rannsóknastofu. Skriflegum umsóknum og upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast skilað fyrir 23. desember. Hafrannsóknastofnunin, Skúlagötu 4. Skrifstofustarf Okkur vantar færan starfskraft til skrif- stofustarfa frá næstu áramótum. Upplýs- ingar á staðnum, ekki í síma. Sigurður E/íasson h.f., Auðbrekku 52, Kópavogi. Rafmagnstækni- fræðingur Ég leita fyrir mér eftir heppilegu starfi. Fullnægi ég kröfum yðar, sendið mér þá svar. Núverandi starf, sem sölutæknifræðingur í Svíþjóð. Hef hverskonar reynslu og þekkingu á rafbúnaði, til húsa, iðnaðar og rafmagnsveitna. Margt kemurtil greina. Er staddur á landinu í lok desember. Svar sendist blaðinu fyrir áramót, merkt: „góð meðmæli — 4656". Laus staða Staða deildarstjóra í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu er laus til umsókn- ar. Umsækjandi þarf að vera hagfræðingur eða hafa aðra menntun, er nýtist við úrlausn verkefna á sviði vátryggingamála, tryggingamála og áætlanagerða. Laun eru samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytinu, Arnar- hvoli, fyrir 1 0. janúar 1977. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 9. desember 1976.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.