Morgunblaðið - 12.12.1976, Page 32

Morgunblaðið - 12.12.1976, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1976 BIBLÍUSÖGUR Með guðsorð í gegnum gaddavírinn SNEMMA morguns einn góðan veðurdag í haust voru ískyggilegir menn á siglingu skammt undan ströndum Suðurkína. Þeir lónuðu meðfram strönd- inni þar til þeim þótti tíminn kominn. Þá þustu þeir upp til handa og fóta og ruddu útbyrðis þúsundum böggla, vöfðum plasti; straumurinn tók bögglana þegar og bar þá í átt til lands. Við bögglana var festur dálitill hjálmur svo, að þeir flytu fremur, en auk þess var á hverjum böggli tyggigúmpakki ætlaður til þess að hæna að menn, sem kynnu að rekast niður í fjöru. í bögglunum var hins vegar annað, og það var það sem máli skipti: það voru biblíur, ein í hverjum böggli, ætlaðar kristnum mönnum i Kina. Um svipað leyti var langferðabíll að aka út úr Júgóslavíu; hann var að koma úr siðustu sumarferðinni þangað. En allar þær ferðir voru farnar i sama augnamiði og siglingin, til þess eins að smygla biblium. Biblíusmyglarar hafa verið athafnasamir á þessu ári og sennilega aldrei verið meira að gera hjá þeim. Þetta er harðsnúinn hópur manna, sem gefa frægum njósnahetjum úr sögum ekkert eftir. Og þeir eru alltaf að . Nú mun vera búið að dreifa þremur milljónum biblía og annarra trúarrita handan járntjalds. Langmestu hefur verið smyglað inn með hinum ótrúlegasta hætti svo hugvitssam- lega að tollverðir i kommúnistalöndunum hafa ekki við því séð og eru þeir þó engir einfeldningar. En auk þeirra eru njósnarar alltaf á höttunum eftir bibliusmyglurunum. I Bretlandi einu eru fimm fyrirtæki, sem fást við bibliusmygl. Um þessar mundir eru þau að gera upp sáluhjálparreikningana fyrir 1976. Nokkur áföll hafa orðið á árinu. Einn sendimaður, að minnsta kosti lézt í starfi; hann féll fyrir aftöku- sveit í Kina. Annar er týndur og talinn af. Og einhverjir bibliuberar voru handteknir í Sovét- rikjunum. Er óviát um f jölda þeirra. Starfsemi þessara manna minnir mest á James Bond og afrek hans. Starfið er áhættusamt og gildir einu, hvort menn eru með eina bibliu á sér ellegar 100 faldar aftan í kornflutningabíl. Enda hvilir mikil leynd yfir öllu. Akvörðunarstaðir og aðrar upplýsingar eru allar bundnar í dulmál. Mönnum er uppálagt að láta smyglgóssið eiga sig, ef þeir verða þess varir að fylgzt sé með þeim. Ella kynni að komast upp um marga trúaða, sem ekki eru „á skrá“ í austantjaldsríkjunum. Og þeir menn sæju sina sæng upp reidda, ef kæmist upp um þá. Þeir yrðu fangelsaðir óðara. En forstöðumaður einnar biblíusmyglstöðvarihnar i Bretlandi sagði mér að kristnir menn í austantjaldsrikjunum væru líklega tvöfalt fleiri en þeir, sem yfirvöldin hefðu á skrá sinni. Stjórnstöð smyglsins er einhvers staðar í Þýzka- landi. Aðalstöðvarnar eru hins vegar í Banda- ríkjunum. En kristnir menn um allan heim leggja hönd á plóginn. Ein stofnun, Trúboðið til kristni i kommúnistaríkjunum, hefur 57 útibú með reglu- legu bili meðfram öllum landamærum kommúnistarikjanna. tlr þessum stöðvum ertrúar- ritum smyglað sjóleiðis, loftleiðis og landleiðis eftir þvi, sem hentar hverju sinni. Það voru menn úr einu þessara útibúa, sem fóru sjóferðina, sem frá sagði í greinarbyrjun. En svipaðar ferðir hafa verið farnar upp að ströndum Siberiu. Hafa fregnir borizt þaðan, að bibliubögglarnir hafi komizt til skila. Kommúnistar líta þessa iðju heldur óhýru auga eins og við mátti búast. En þeir eru ekki einir um það. Biblíusmyglararnir eiga sér andstæðinga viða og á undarlegum stöðum, að sumum þykir. Þeir, sem opinberlega fara með bibliumál, eru mjög á móti starfsháttum smyglaranna. Hafa ýmis biblíu- félög og heimssamband þeirra marglýst því yfir að þau komi hvergi nærri smygli, og þvo þau hendur sinar af þessari neðanjarðarstarfsemi. Þau hafa aðrar aðferðir. Þau reyna að fá yfirvöld í kommúnistarikjunum til þess að leyfa prentun ritningarinnar þar og veita fleiri innflutningsleyfi fyrir trúarrit. En sú viðleitni hefur borið heldur lítinn árangur fram að þessu. — BADEN HICKMAN. CHRISTIE — Músagildran hennar gefur á þriðju milljón á viku. LEIKLIST UM daginn var mér boðið í merkisafmæli í St. Martinleik- húsinu I Lond- on. Afmælis- barnið var leik- rit. Það var „Músagildran" eftir Agöthu Christie, orðin 24 ára. í 24 ár samfleytt hefur „Músagildran" verið sýnd á hverju kvöldi og verður aldrei lát á aðsókninni. Það var fjöl- mennt þarna i afmælisboðinu. Þar voru saman komnír allir leikararnir, sem leikið hafa í verkinu undan farin tvö ár og þeir, sem nú taka við af þeim. Úti voru menn að taka niður skilti svolátandi, að verkið hefði verið sýnt á 24. ár en settu töluna 25 upp í staðinn. Inni ríkti al- menn kæti, kampavínið flaut óspart og Helen Weir, sem tekur nú við aðalkvenhlutverkinu í leiknum, dansaði uppi á horði. Blaðamenn skáluðu við fram- kvæmdastjórann, Peter Saunders. Það hlýtur að vera til- breytingarlítið starf að vera fram- kvæmdastjóri leiksýningar, sem gengið hefur óbreytt á hverju kvöldi í 24 ár. En það er vel borgað. Ekki fékk ég þó að vita upphæðina. „Því svara ég aldrei,“ sagði framkvæmdastjórinn. „Spurðu mig um hvað annað, sem er „jafnvel bað hve mörg grá hár séu á hausnum á mér.“ Ég spurði, en hann fékkst ekki heldur til að svara því. En fróðir menn geta þess til, að ein 7000 pund (2.2 millj. kr.) komi í kassann á viku hverri. Afmælistertan, sem við át- um þarna um kvöldið kostaði 75 pund (nærri 24 þús. kr) og er það heldur meira en meðallaun leik- ara, eins og einn fráfarandi leik- ari sagði. Það ætti þvi að verða einhver afgangur .. . Leikararnir eru þó svo sæmi- legá launaðir, að ekki ættu þeir að fara á hreppinn fyrst um sinn. Að öðru leyti er ekki eftir miklu að sækjast fyrir þá. Tilbréytingin fer af eftir fyrstu kvöldin og úr því reyna þeir bara að þreyja. En ótaldar þúsindir manna hafa góða kvöldskemmtun af leiknum; þó væru þeir fleiri, ef kvikmynda- réttur hefði ekki verið seldur með því skilyrði, að kvikmyndagerð leikritsins verði ekki hafin fyrr en hálfu ári eftir, að leiksýning- um lýkur fyrir fullt og allt. Ný- lega reyndi Saunders fram- kvæmdastjóri að kaupa kvik- Eilífðarleik- ritið hennar Agötu Christie myndaréttinn aftur en hann var þá ekki falur. Og „Músagildran" nýtur stöð- ugra vinsælda. Helen Weir, hin nýja aðalleikkona, er þegar búin að fá fyrsta aðdáendabréfið sitt. Þar stóð m.a.: „Mér finnst þú leika dásamlega." Þótti Helen það gott því, að hún er ekki enn byrj- uð I hlutverkinu. Einn maður varð ákaflega feg- inn, þegar skipti um leikara í „Músagildrunni" á afmælinu. Það var Geoffrey Colville. Hann hefur leikið tvisvar í verkinu. I fyrri lotunni lék hann í fjögur ár. En undanfarin tvö ár hefur hann svo leikið Metcalf majór, einn hinna grunuðu gesta. Colville telur sig reyndar mega vel við una, segist hafa haft fastar tekjur af leikrit- inu og verið laus við lýjandi leik- ferðir um landið á meðan. Þó neit- ar hann þvi ekki, að gott sé að losna nú. Hann ætlar upp í sveit þar, sem hann býr búi sinu. Er hætt við þvi, að hann sjái leikur- um I „Músagildrunni" ekki fram- ar fyrir káli og nýorpnum eggj- um, eins og hann var vanur. Leikurum ber saman um það, að þeim veitist æ erfiðara að ein- beita sér, er líður á leikárið. Menn verða smám saman utan við sig á sýningum, fara að hugsa um garð- yrkju eða matarinnkaup eða eitt- hvað smáræði, sem þarf að gera við þakið heima hjá þeim. Stund- um verða þeir svo annars hugar, að þeir gleyma að fara inn á svið og taka ekki eftir gefnum merkj- um og hvíslingum. Sumir verða svo leiðir, að þeir eru sem lamað- ir, er þeir eiga að fara inn á, og geta sig varla hrært. Þó virtist Framhald á bls. 40 I Japan eru stjúpbörnin olnbogabörn Ekki alls fyrir löngu komu ung hjón fram I sjónvarpinu i Japan. Konan, Setsuko Takeda, sat hjá með barnungan son sinn í fang- inu meðan maður hennar , Nobutaka, fór þess á leit við áhorfendur, að þeir létu hann vita, ef þeir vissu eitthvað um fimm ára gamla dóttur hans, Kinuyo. Hún hafði horfið að heiman í Miyazaki i Suðurjapan fyrir hálfum mánuði og ekkert spurzt til hennar. Kinuyo var dóttir Nobutaka af fyrra hjóna- bandi, stjúpdóttir Setsuko. Tveimur dögum eftir, að þau hjón komu fram i sjónvarpinu var Setsuko tekin höndum og sökuð um morð. Henni hafði tekizt að láta á engu bera frammi fyrir sjónvarpsmyndavélunum. En hún guggnaði, þegar lygamælir lög- reglunnar vitnaði gegn henni. Hún játaði á sig sökina og það stóð heima sem hún sagði. Lögreglan fann hálfbrunnið lík Kinuyo litlu grafið í gólfið undir skáp heima hjá þeim Takedahjónum. Lögreglan í Japan mun ýmsu vön, en henni var þó nóg boðið, þegar Setsuk skýrði frá mála- vöxtum. Kinuyo hafði verið að rífast við yngri bróður sinn í baði. Þau voru ein heima með Setsuko; Nobutaka, maður hennar, var að heiman í viðskiptaerindum. Setsuko reiddist Kinuyo, stjúp- dóttur sinni, og rak hana nakta út í kuldann fyrir óþekktina. Þegar hún lét hjá líða að biðjast fyrir- gefningar var hún tekin inn aftur, sett niður i baðkerið — og skrúfað frá heita vatninu þar til nærri sauð í kerinu. Telpan æpti og veinaði auðvitað, en Setsuko lét það sem sem vind um eyru þjóta og hélt henni niðri i baðinu þar til leið yfir hana. Fjórum tímum síðar var hún látin. Nobu- taka frétti af handtöku konu sinnar, er hann var staddur I nær- liggjandi bæ; hann var þar að festa upp veggspjöld með þeim tilmælum, að fólk léti vita, ef það yrði vart Kinuyo litlu... Annar ungur maður, Norio Kobayashi, var að festa upp sams konar veggspjöld um týnda dóttur sina, er hann frétti að' k?>nan hans hefði verið handtekin. Hún var stjúpmóðir telpunnar. Telpan, sem hét Yuri, hafði horfið spor- laust fyrir mánuði. Hún fannst að lokum grafin undir stofugólfinu TELPA frá Yokohama — Tökubörn eiga ekki upp á pall- borðið heima hjá Kobayashi. Noriko, kona hans, hafði borið „harm“ sinn undra vel allan þann tíma, sem ekkert spurðist til stjúpdótt- ur hennar. Þegar gengið var á hana reyndist hún hafa barið telpuna til dauða með kústi; barn- ið hafði nefnilega ekki viljað borða matinn sinn. Þær stjúp- mæðgur voru einar heima, er þetta gerðist. Noriko neytti þess, gróf telpuna, og fann upp lyga- sögu um einhverja ræningja. Þessi óhugnanlegu mál eru til dæmis um mikinn vanda, sem alltaf er vakandi í Japan. Fjöl- skyldutengsl eru afar sterk þar í landi. Þau eru svo sterk, að það er nærri óhugsandi, að tökubarn eða stjúpbarn hljóti nokkurn tima fulla viðurkenningu stjúpforeldr- is sins. Þetta fyrirbæri er að visu þekkt um allar jarðir, og alls staðar ganga t.d. sögur af vondum stjúpum. En áreiðanlega kveður mest af þessu í Japan allra landa. Ýmis mikils háttar mein eru rak- in beint til þessa — drykkjusýki húsmæðra, framhjáhald og barna- morð þegar verst lætur. Þekktur, japanskur geðlæknir, Kunio Suzuki, komst svo að orði um þau tvö mál, sem rakin voru að framan: „Þetta eru, því miður, engin fádæmi. Liffræðileg tengsl og tilfinningatengsl mæðra og barna í Japan eru afar traust. Jafnvel svo sterk, að önnur verða ekki knýtt nema endi með ósköpum. Flestum japönskum konum og fjölmörgum körlum er ógerlegt að bindast annarra manna börnum einlægum til- finningaböndum. Japönsk kona gift manni, sem á börn frá fyrra hjónabandi, telur þau alla tíð hans börn og henni kemur aldrei til hugar að hún eigi neitt I þeim“. Og svo eindreginn er þessi hugsunarháttur, að hann leiðir jafnvel til barnamorða. MARKMURRAY. ATVINNULIFIÐ Við sem vinnum verstu störfin ÞAÐ ER nðurstaða nýlegrar skýrslu Sambands evrópskra verkalýðsfélaga, ETUC, að yfir- völd í Vesturevrópulöndum nýti vinnuafl kvenna afar illa — og fari I þokkabót illa með þær kon- ur, sem vinna utan heimilis. Skýrsla þessi tekur til 15 landa, þ.á m. allra Efnahagsbandalags- landanna. I þessum löndum eru útivinnandi konur einar 44 milljónir. Þrátt fyrir Rómarsam- komulag Efnahagsbandalagsins um launajafnrétti karla og kvenna og löggjöf um það efni bera konur í mörgum löndum enn mjög skarðan hlut frá borði. Fjölgar útivinnandi konum þó æ i öllum 15 löndunum, sem skýrsla verkalýðssambandsins tekur til.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.