Morgunblaðið - 12.12.1976, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.12.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1976 35 Einnig mætti nefna að Inúk-hópurinn hefði verið með um 80—90 sýningar fyrir skóla af þeim 200 sýningum, sem verið hefðu til þessa. Ovefengjanlegur stuðningur Sveinn var spurður að því hversu mikið Þjóðleikhúsið ætti undir aðsókn- inni komið. ,,Ef við berum Þjóðleikhús- ið saman við samsvarandi leikhús á Norðurlöndum, sem eru nokkuð svipað upp byggð, þá liggur styrkur hins opin- bera til reksturs Þjóðleikhússins langt undir því sem þar gerist,“ svaraði Sveinn. „Á hinum Norðurlöndunum mun láta nærri að aðgöngumiðasalan standi aðeins undir um 10% af heildar- útgjöldum leikhúsanna en hér er sam- svarandi hlutfall um 30%. Það væri því viðbúið að við yrðum að draga saman segiin, ef aðsóknin væri minni, og þess vegna erum við mjög fegin að finna þann áhuga sem er hjá öllum almenningi fyrir starfsemi hússins. Og óneitanlega er skemmtilegra að fá stuðninginn með þessum hætti, því að hann er þá óvefengjanlegur." Sveinn ítrekar, að Þjóðleikhúsinu sé raunverulega ætlað að hýsa þrjár list- greinar — leiklist, listdans og óperu- flutning en í ljósi örra framfara og aukinnar starfsemi megi ljóst vera að ekki sé alltaf auðvelt að koma öllu fyrir og því oft þröngt á þingi. Þann dag sem þetta viðtal fór fram kom til dæmis í ljós að þá var dansflokkurinn á æfingu á stóra sviðinu, verið var að æfa Gullna hliðið á sal, þar sem æfing á Dýrunum í Hálsaskógi tók síðan við en í kjallara í aðalsal var æfing á nýju verki eftir Odd Björnsson og í hliðarsal i kjall- aranum var verið að vinna að nýju hópverkefni. Afskiptir þættir „Því er þó ekki að leyna að það er tvennt sem ég hefði viljað að Þjóðleik- húsið rækti betur en í báðum tilfellum þyrfti að koma til sérstakur fjár- stuðningur til að einhver mynd yrði á því,“ segir Sveinn. „Annars vegar er það óperuflutningur. Öperur eru mun dýrara fyrirtæki en flest annað, sem leikhúsið fæst við og þyrftum við að hafa sérstaka fjárveitingu til að annast þann þátt, því að nánast allir þeir kraftar sem koma fram í óperum telj- ast ekki til fasts starfsliðs leikhússins en þessir kraftar geta skipt mörgum tugum í hverri sýningu. Þess vegna nýtist ekki hið fasta leikaralið leik- hússins þann tíma sem óperusýningar eru á kvöldin og segir það sig sjálft að slíkt er að mörgu leyti óhagkvæmt. Hins vegar finnst mér skiljanleg sú ákefð sem vart verður um, að þessi liður i starfsemi hússins verði aukin, en strangt til tekið eru ekki verulega góðar aðstæður hér fyrir hendi til að svo megi verða að einhverju marki — bæði má segja að tónlistargryfjan sé of lítíl til flutnings á hinum viðameiri óperum og að geymslurými fyrir leik- myndir ekki fullnægjandi, en alkunna er að leikmyndir í óperum eru oftast mun fyrirferðarmeiri en gerist og g'engur um venjulegar leikmyndir. Hitt vandamálið, segir Sveinn, „er hvernig leikhús allrar þjóðarinnar sem komið hefur verið fyrir á einum stað, geti rækt hlutverk sitt við þá sem fjarri þeim stað búa. Að vísu hefur það færst í vöxt, eins og ég gat um áðan, að farið sé með leikverk á vegum Þjóðleikhússins út á land og önnur aðferð sem einnig hefur færst í aukana, er að lána marga af helztu kröftum leikhússins til ýmissa áhugaleikhópa úti á landi. Leikhúsið sjálft hefur verið mjög hvetjandi um þetta, þar sem því verður við komið. En til þess að Þjóðleikhúsið sjálft geti sinnt þörfum landsbyggðarinnar að einhverju marki verður að stækka hér leikarahópinn ellegar fara út á sömu braut og gert hefur verið á Norðurlöndunum, þar sem stofnað hef- ur verið sérstakt leikhús til að sinna þessum þætti. Þjóðleikhúsið hefur nú 30 fastráðna leikara á sínum vegum auk tíu leikara á svonefndum . C- samningi en alls munu um 50 leikarar vera viðriðnir leiksýningar hússins á hverju leikári alla jafna. En til þess að Þjóðleikhúsið sjálft geti rækt skyldur sínar við strjálbýlið að einhverju marki hygg ég að leikarahópurinn þyrfti að stækka um 1/4 eða þar um bil. Aðbúnaður ýmiss konar innan Þjóð- leikhússins hefur lítt verið á dagskrá og vafalaust að einhverju leyti fallið í skuggann af þeim aðstæðum sem Leik- Meiri rækt er nú lögS við listdans innan Þjóðleikhússins en nokkru sinni áður. félag Reykjavíkur hefur mátt búa við í Iðnó. Engu að síður er vert að hafa i huga, að Þjóðleikhúsið var teiknað fyrir um 55 árum, kröfur timans hafa breytzt og tækni allri fleygt fram frá þeim tíma. Allt frá því að Þjóðleikhúsið varð til á teikniborðinu upp úr 1920 hefur ekki verið gerð á þvi nema ein meiriháttar breyting," segir Sveinn, „en það var þegar gerð var hér neðanjarðar við húsið smíðastofa, sem losaði þá um ýmsa aðra starfsemi sem fram fer í húsinu. Nú er aftur orðið mjög þröngt um ýmsar deildir hússins, svo sem föðrun og hárkollugerð, saumastofuna, skrifstofuna o.fl. og þess vegna gæti nú komið til greina að byggja yfir smíða- stofuna en með slíkri viðbyggingu mætti rýmka um ýmsa starfsemi í húsinu." Sveinn nefnir, að nú sé mjög ófullkomin aðstaða i húsinu varðandi leikmyndir og notkun þeirra. Smíða verði þær allar í bútum eða í flekum til að koma þeim milli geymslustaðar og sviðs, þar eð dyr í húsinu séu í mörgum tilfellum svo þröngar að ekki sé unnt að flytja þær á milli með öðrum hætti og stafi af þessu mikið óhagræði. Þá séu í leikhúsum nú á dögum gerðar kröfur til mikils rýmis fyrir leik- myndir beggja vegna sviðsins en því sé ekki til að dreifa i Þjóðleikhúsinu. Eins sé geymslurými fyrir leikmyndir litla sviðsins af mjög skornum skammti, þannig að við ýmis vandamál sé að etja í þessi efni. Þetta sé ekki aðeins spurning um rými heldur ekki síður hagræðingu. Aukið atvinnu- lýðræði Sveinn var beðinn um að lýsa því hvernig val á verkefnum Þjóðleik- hússins færi fram, og svaraði hann því til að starfandi væri leikritavalsnefnd, sem skipuð væri þjóðleikhússtjóra, for- manni þjóðleikhúsráðs og einum fulltrúa leikara og leikstjóra við húsið. Þessi nefnd fjallaði um verkefnavalið en frumkvæðið væri oftast hjá þjóð- leikhússtjóra. Síðan væri valið í heild lagt fyrir þjóðleikhúsráð og hlýtur samþykki þar. Sveinn gat þess, að nú lægi fyrir nýtt lagafrumvarp um Þjóð- leikhúsið og kvaðst hann hafa orðið var við það að starfsfólk Þjóðleikhússins hefðu viljað fá meiri itök í yfirstjórn leikhússins en frumvarpið gerði ráð fyrir og væru þessar óskir í takt við þróunina víða erlendis um aukið at- vinnulýðræði innan stofnana af þessu tagi. Sveinn var þá spurður að því hvort honum þætti mikill munur á því að hafa verið leikhússtjóri hjá Leikfélaginu og Þjóðleikhúsinu. „Jú, það er óneitanlega töluverður munur á ytra borðinu að minnsta kosti, því að hjá Leikfélaginu er beinlíns gert ráð fyrir meiri þátttöku félaganna við stefnumótunina heldur en á sér stað hér samkvæmt lögunum, sem við verð- um að starfa eftir. En í reynd er munurinn þó ekki svo ýkja mikill þegar allt kemur til alls og það get ég sagt fólkinu hér til hróss að það lætur sér mjög annt um að viðgangur þess- arar stofnunar sé sem mestur. Þessi munur kæmi helzt fram í því hversu fámennur starfshópurinn hér er miðað við svo umfangsmikla starfsemi. Ég var nýlega í Bergen, þar sem leikhúsið kemur minna í verk en við. Þar eru starfsmenn þó um 50 fleiri en hjá okkur. Annars býst ég við að reynslan úr Iðnó komi mér að einhverju haldi. Ég var þar í 9 ár, svo bráðtega er ég búinn að vera við leikhússtjórn í 14 ár. Tvenns konar viðmiðun Talið berst að umræðum um stórar opinberar leikstofnanir og smáa sjálf- stæða leikhópa. „I ákafa sinum að opna augu fólks fyrir því sem virðist vera nýtt — og er stundum ágætlega ferskt — hættir mönnum til að halla á það sem fyrir er — tala um steinkassa og svo framvegis," segir Sveinn. „Ég er nú ekki kominn til að sjá að formið skipti höfuðmáli, þegar til lengdar lætur — og er ákaflega lítið ginnkeyptur fyrir því þegar fólk heldur sig hafa höndlað hina endanlegu lausn. Saman við blandast svo oft í umræð- um hin rótgróna samúð Íslendingsins með þeim sem hann heldur lítilmagn- ann og er ekki nema gott eitt um að segja. I Iistrænu mati er heldur ekki til nema stuðull og Guði sé lof fyrir það. Hins vegar kann það að rugla dómgreínd almennings að sjá í. fjöl- miðlum notuð hástig lýsingarorða um virðingarverða frammistöðu viðvaninga — orðalag sem sjaldan eða ekki er gripið til um fremstu listamenn þjóðarinnar á þessu sviði. Hér er einfaldlega um tvenns konar viðmiðun að ræða — og seint dytti okkur leikhús- fólki í hug að varpa rýrð á menningar- gildi áhugaleikhúss. En skýrast kemur þetta ólíka mat í Ijós i þau skipti sem okkur þykir mistakast ■— þegar í besta falli er harmað, hvernig til tókst, oftar þó hlakkað yfir, svo að listamönnunum þykir þeir standa eftir sem sakfelldir óbótamenn. Og þegar mjög vel tekst til, verður það ekki alltaf ráðið af skrifum blaða. Verið nú ekki svona hörundssár, segja einhverjir. Nei, því að innst inni vitum við að þarna eru gerðar meiri kröfur, og í því felst mest viður- kenning, þó að formerkin séu öfug. Þetta kemur glöggt í ljös, þegar leiklistin hér í húsi er borin saman við þær aðrar listgreinar, sem samferða okkur eru og báðar eiga nokkuð undir högg að sækja. Ég ætla ekki að það stafi bara af því, að um óperuflutning eins og aðra tónlist og Hstdans dettur engum í hug að skrifa gagnrýni, nema hann sé stúderaður í faginu. En þarna ríkir miklu meira hvetjandi örlæti, þó að við vitum náttúrlega hvar við erum stödd, heldur en gagnvart leiksýning- um, sem myndu standast samanburð erlendis, þar sem meiri kröfur væru gerðar. Það sem ég vildi minna á með þessu, er að hinir fremstu listamenn þurfa jafnt á örlæti og hvatningu að halda og þeir sem ekki eru komnir til fulls þroska, en eru efnilegir, eða hinir sem eru að brjótast í einhverju nýju sér á báti. Eins og er, kemur þessi hvatning fyrst og fremst frá áhorfendum. I minni fyrstu tölu við leikara og annað starfsfólk hér í leikhúsinu fyrir rúm- um fjórum árum lét ég þess getið, að ég teldi það ekkert sjálfsagðara að sækj- ast eftir vinnu í einu Þjóðleikhúsi en t.d. í sjálfstæðri leiksmiðju, báðir gætu verið hinir ágætustu vinnustaðir. Kannski kom þessi skoðun einhverjum á övart þá, þegar ýmsum mun hafa þótt „fínna" að starfa við eitt Þjóðleikhús. Þessi skoðun mín er óbreytt í dag. þegar kannski einhverjum finnst „fínna" að starfa í sjálfsta'ðum litlum leikhóp. Svona sveiflur í tilfinningalegri og vitsmunalegri afstöðu til vinnuforms eða aðferða eru eðlilegar, en um leið svolitið tískuð og tímabundnar. Kjarni málsins er auðvitað sá, að hið ytra form verður aldrei aðalatriði — enda skjóta þau hin sömu form upp kollinum í nýjum og nýjum myndum í þröunar- sögu leiklistarinnar Það er hinn lifandi áhugi, sem er aðalatriðið, sam- fara kunnáttu og listra'num þroska. Og það má ég segja þeim hóp, sem í Þjöð- leikhúsinu starfar um þessar mundir til hróss, að hann vinnur af fjölþættum iðnaði og lifandi áhuga. Við vitum að við erum að sa'kja fram,“ sagði Sveinn að endingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.