Morgunblaðið - 12.12.1976, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 12.12.1976, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1976 47 Frá fundi félaga sjálfstœðis- manna um unglingavandamát Á FUNDI sjálfstæðisfélaganna I Mela- og Nes-, Vestur- og Mió- bæjarhverfi nýlega var fjailað um unglingavandamál: Hvað eigum við að gera fyrir unglingana okkar? Frummælendur voru Björn Jónsson, skólastjóri Hagaskóla, Hrönn Pétursdóttir, húsmóðir, Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn, og Helga Leifsdóttir, nemandi I Hagaskóla. I framsöguerindi sínu sagði Björn Jónsson að í því breyt- ingaskeiði sem íslenzkt þjóðfé- lag stæði nú i væri tímaleysi fullorðinna ein orsök þess að unglingunum væri ekki sinnt. Nefna mætti að öfugsnúnir fjöl- miðlar, getuleysi í löggæzlu og eftirlit með útivistartíma barna og unglinga væri til þess að ýmis vandamál sköpuðust. — hvað getum við gert? sagði Björn, hver á að annast það sem heimilin geta ekki annazt og taldi hann að skólarnir þyrftu að sinna meira tómstunda- og félagsstarfi fyrir unglinga. Hann sagði að margir hefðu orðið hissa þegar Tónabæ var lokað og komið auga á að eitt- hvert vandamál var á ferðinni en það hefði í raun og veru alltaf verið fyrir hendi, aðeins voru augu manna opnuð. Þá minntist Björn lftillega á að Hagaskóli hefði reynt að gera það sem hann gat til að sinna félagsstarfi, en „eigi skólinn að opna dyr sfnar er það annað og meira en að snúa lykli i skrá“. Sagði Björn að það þyrfti að styrkja skóla til að efla félags- starf og ef þetta væri gert t.d. á föstudagskvöldum í nokkrum skólum mætti hugsa sér að unglingarnir dreifðust meira en nú er i stað þess að ráfa um miðbæinn eða aðra staði. Niöur- staðan væri þvi sú að fjármuni vantaði til að efla og auka fé- lagsstarf í skólum. Unglingum oft ekki sinnt vegna tímaleys- is hinna fullorðnu.... sagt stað fyrir unglingana þar sem hægt væri að gera eitthvað annað en dansa. Taldi hún að opna mætti skólana í þessum tilgangi og gætu þeir skipzt á eftir hverfum að hafa opið hús þannig að samgangur yrði nokkur milli hverfa. Hrönn Pétursdóttir húsmóðir sagði að líkja mætti unglinga- vandamálinu í dag við ástandið eins og það var á gamlárskvöld fyrir nokkrum árum. Hún taldi að íþróttafélög og skátar gætu staðið fyrir opnum húsum og sjónvarp þyrfti að gera meira fyrir unglinga t.d. hafa þætti um skaðsemi fíkniefna og spurningaþætti og fleira létt- meti sem þau hefðu gaman af að horfa á. Bjarki Elíasson, yfirlögreglu- þjónn, talaði næstur og spurði m.a. hvort æskan væri svo gjör- spillt sem ætla mætti af frétt- um. Hann sagði það oft vera blásið upp sem miður færi en lítið getið um það sem vel væri gert i þjóðfélaginu. Það er oft róstusamt utan við Tónabæ, þar væru 500—600 unglingar lokað- ir úti vegna óláta sem aðeins hluti af hópnum ylli og er það ekki að hengja bakara fyr' smið, spurði Bjarki. Hann sagi það ekki vera vel hugsaða rá> stöfun að fjölga helgidögum um helming og það væri ekki að ástæðulausu að föstudagar væru orðnir erilsömustu dag- arnir i löggæzlunni. Ungling- ana vantar góða fyrirmynd, sagði Bjarki, og við getum spurt hvað þau geta gert fyrir okkur, þau geta tjáð okkur hug sinn og við síðan stutt þau til að fram kvæma það sem hugur þeirra stefnir til. Að loknum þessum framsögu- ræðum gaf sr. Þórir Stephen- sen orðið laust og tóku þá nokkrir fundarmanna til máls. Voru það liflegar umræður og margt kom þar fram til ábend- ingar og úrbóta í æskulýðsmál- Framhald á bls. 45 Helga Leifsdóttir, einn nem- enda í Hagaskóla, tók næst til máls og sagði að unglingar.leit- uðu út af heimilum til féíags- starfs og það væri skiljanlegt að ekki væri mjög friðsamt á „Hallærisplaninu" þegar ungl- ingum væri hent út úr Tónabæ, þá væri hímt úti „í norðankuld- anum og drukkið". Helga sagði að það þyrfti að opna skólana til að unglingar gætu komið saman á föstudags- og laugar- dagskvöldum eftir bíóferðir o.þ.h. til að spjalla saman og geta fengið keypt kakó eða aðr- ar veitingar og það vantaði sem Frá fundinum um málefni unglinga á miðvikudagskvöldið. Björn Jónsson skólastjóri Hagaskóla ræðustól. Sitjandi eru Bjarki Ellasson yfirlögregluþjónn og Hrönn Pétursdóttir húsmóðir. JÓN AUÐUNS UttP OGi LÍFSVIÐHORF Séra Jón Auðuns, frjálshyggju- maður í trúmálum, orðsnjall í ræðu sem riti, rekur hér æviþráð sinn.Hann segir frá uppvaxtar- og námsárum, afstöðu til guðfræði- kenninga, kynnum af skáldum og menntamönnum og öðru stór- brotnu fólki og hversdagsmann- eskjum, sem mótuðu lífsviðhorf hans og skoðanir. E4ÐIRAIINN SKIPSTJÓRINN Fjórtán þættir um fiskimenn og farmenn, skráðir af börnum þeirra. Þeir voru kjarnakarlar, þessir skipstjórar, allir þióðkunnir menn, virtir og dáðir fyrir kraft og dugnað, farsælir í störfum og urðu flestir þjóðsagnapersónur þegar í lifanda lífi. - Ósvikin og saltmenguð sjómannabók. l>ÓHðDtlUlt (ítlMlUMlSSON HÚSFREYJAN & SANDI Fagur óður um móðurást og makalausa umhyggju, gagnmerk saga stórbrotinnar og andlega sterkrar og mikilhæfrar alþýðu- konu, saga mikilla andstæðna og harðrar en heillandi lífsbaráttu, þar sem togaðist á skáldskapur og veruleiki, því Guðrún Öddsdóttir var eiginkona skáldbóndans Guð- mundar á Sandi. (SU.I UIISSI IVÍOL.OINNI ' GL.ITRAR GULLID Opinskáar og tæpitungulausar sögur úrfórumævintýramannsins og frásagnarsnillingsins Sigurðar Haralz, mannsins sem skrifaði Emigranta og Lassaróna. Fjöldi landskunnra manna kemur við sögu, m.a. Brandur í Ríkinu, Sigurður í Tóbakinu, Þorgrímur í Faugarnesi og þúsundþjalasmið- urinn Ingvar ísdal. FARMADUR I frioi oo STRÍOI Jóhannes fer hér höndum um sjóferðaminningar Ólafs Tómas- sonar stýrimanns frá þeirri kvöld- stund að hann fer barn að aldri í sína fyrstu sjóferð á Mótor Hans og til þeirrar morgunstundar að þýzkur kafbátur sokkti Dettifossi undir honum í lok síðari heims- styrjaldar. - Hér er listilegfrásögn og skráð af snilld. Einn allra mesti fjallagarpur og ævintýramaður heims segir frá mannraunum og hættum. Bók hans er skrifuð af geislandi fjöri og leiftrandi lifsgleði og um alla frásögnina leikur hugljúfur og heillandi ævintýrablær, tær og ferskur eins og fjallaloftið. - Þetta er kjörbók allra, sem unna fjall- göngum og ferðalögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.