Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1976
5
Þreyttir Islendingar töpuðu
fyrir úrvalsliði Siálands
Islenzka handknatt-
leikslandsliðið tapaði f
gærkvöldi leik sfnum við
úrvalslið Sjálands, er
leikið var í Griskove-
höllinni á Sjálandi. Úrslit
leiksins urðu 25—20 fyrir
danska liðið, eftir að
tslendingarnir höfðu haft
2 mörk yfir í háifleik
11—9.
Auðséð var á íslenzka lið-
inu i leik þess*um að áhugi
leikmanna á leiknum var
ekki mikill, og þreyta eftir
erfiða keppnisferð einnig
greinilega farin að segja til
sín og kom hún bezt í ljós í
seinni hálfleiknum, þegar
menn voru hreinlega „á
hælunum“. Þarf raunar
engan að undra það. FH-
ingarnir i landsliðinu voru
t.d. að leika þarna sinn
fimmta leik á sex dögum og
hinir sinn fjórða leik á
fimm dögum. Auk þess
vantaði svo leikmennina
frá Val í landsliðið, en þeir
héldu til Moskvu i gær, þar
sem þeir leika seinni leik
seinn við MAI á morgun.
Gangur leiksins í gær-
kvöldi var í stuttu máli sá,
að íslendingarnir voru
jafnan með forystu í fyrri
hálfleik, mest 5 mörk, er
staðan var 8—3. I seinni
hálfleik snerist dæmið svo
við. Staðan var jöfn
13—13, eftir 10 mínútna
leik, en þar með misstu
íslendingarnir leikinn al-
gjörlega úr höndunum á
sér og Danirnir skoruðu
hvert markið af öðru, flest
eftir hraðaupphlaup, þar
sem íslendingarnir sátu al-
gjörleg eftir. Komst
danska liðið mest 7 mörk
yfir, er staðan var 21—14.
Mörk íslendinganna
skoruðu: Viðar Símonar-
son 5 (2 v), Ágúst Svavars-
son 3, Ölafur Einarsson 3,
Þorbergur Aðalsteinsson 3,
Geir Hallsteinsson 2,
Björgvin Björgvinsson 2,
Þórarinn Ragnarsson 1 og
Viggó Sigurðsson 1.
Margir fyrrverandi
landsliðsmenn léku í
danska liðinu. Var Ole
Lindqvist markhæstur með
6 mörk, en Irving Larsen
næst markhæstur, skoraði
5 mörk.
Bækur sem ekki hafa
fengist lengi — En eru nú til
1907
Hreppamenn sýna
Deleríum Búbónis
ÍSAFOLD
Syðra-Langholti 12. desember
UNGMENNAFÉLAG Hruna-
manna frumsýndi á föstudags-
kvöld gamanleikinn Deleríum
búbónis eftir þá Jónas og Jón
Múla Arnasyni f Félagsheimilinu
á Flúðum.
Með helztu hlutverk i leiknum
fara Kjartan Helgason, sem
ieikur Ægi Ö. Ægis, fórstjóra,
Sigurbjörg Hreiðarsdóttir, leikur
Pálinu Ægis, og Guðrúnu Ægis,
dóttur þeirra, leikur Sólveig Guð-
mundsdóttir. Jafnvægismálaráð-
herrann leikur Jóhannes Helga-
son en alls eru leikendur 9 og
flestir hafa þeir komið fram áður.
Þau Sigurbjörg og Jóhannes hafa
til að mynda unnið I rúmlega 30
ár að leiklistarmálum hér i sveit-
inni.
Sýningunni var vel tekið og
voru undirtektir áhorfenda mjög
góðar. Voru leikendur og leik-
stjórinn, Jón Sigurbjörnsson,
leikari, kallaðir margsinnis fram i
leikslok. Höfundunum, sem við-
staddir voru frumsýninguna, var
einnig þökkuð skemmtunin. Þess
má geta að þetta er i fjórða sinn,
sem Jón Sigurbjörnsson leikstýrir
verki hjá UMF Hrunamanna.
Flutningi tónlistar stjórnaði
Loftur Loftsson. Á þriðjudags-
kvöld verður leikritið sýnt i Ara-
tungu en fyrirhugað er að sýna
Ieikritið viðar á Suðurlandi á
næstunni. Sig. Sigm.
Leidrétting
VEGNA greinar í Morgunblaðinu
11. desember undir fyrirsögninni
Eiga sumir rithöfundar að fá
starfslaun — aðrir „medalfu" vil
ég vinsamlegast biðja blaðið að
leiðrétta ummæli, sem þar eru
ýmist með öllu ranglega eftir mér
höfð eða slitin svo úr réttu sam-
hengi, að þau eru algerlega vill-
andi, eins og fyrirsögnin vekur
þegar gun um.
1. Ég er ekki og hef aldrei verið
formaður Launasjóðs rithöfunda.
2. Eg sagði aldrei neitt í þá átt,
að menntamálaráðuneytið hefði
óskað eftir, að umsækjendur
skyldu greina frá skattskyldum
tekjum á umsóknareyðublaði
Launasjóðs. Hins vegar gat ég
þess, að á hliðstæðum eyðublöð-
um fyrir umsóknir um starfs-
styrki, sem sumir hverjir væru á
vegum menntamálaráðuneytisins,
væri mjög oft óskað eftir upp-
lýsingum um tekjur umsækjanda
næsta ár á undan.
3. Setninguna „peningar vega
þar ekki minnst" kannast ég
hreint ekki við. Hins vegar taldi
ég, að fjárhagsástæður
umsækjenda væri eitt atriði af
mörgum, sem gætu skipt máli,
þegar úr vöndu væri að ráða um
veitingu starfslauna.
4. Blaðamaðurinn upphóf
sjálfur fjálglegt tal um höfunda,
sem teldu, að fjármunir skiptu þá
engu máli, en heiðurinn öllu. Mér
þótti harla ólíklegt, að slíkir
menn færu að sækja um starfs-
laun, og taldi vandamál þeirra
liggja utan verkahrings sjóðsins. I
andvaraleysi nefndi ég þá
„medalíu" sem hugsanlega
úrlausn, en vitaskuld án allra
tengsla við Launasjóð rithöfunda.
Öraði mig ekki fyrir, að úlfaldi
yrði gerður úr þeirri mýflugu.
Að öðru leyti leyfi ég mér að
visa til greinargerðar stjórnar
Launasjóðs rithöfunda, sem um
þessar mundir er birt i öllum dag-
blöðunum, um starfsemi sjóð-
stjórnar, sbr. Morgunblaðið
sunnudaginn 12. desember.
Með þökk fyrir birtinguna.
Bjarni Vilhjálmsson
Saumavélin sem eerir alla saumavinnu einfalda er
NECCHI
NECCHIL YDIA 3 er fullkomin sjálfvirk saumavél með fríum armi.
NECCHIL YDIA 3 er sérlega auðveld ínotkun. Með aðeins einum takka má velja um 17 mismunandi
sporgerðir.
NECCHILYDIA 3 mánota viðaðsauma, falda, þrceða, festa á tölur, gerahnappagötogskrautsaum
auk sauma sem henta öllum nýtízku teygjuefnum.
NECCHI LYDIA 3 vegur aðeins um 11 kg með tösku og fylgihlulum, og er því einkar meðfcerileg í
geymslu og flutningi.
NECCHI LYDIA 3 fylgir fullkominn íslenzkur leiðarvtsir. 40 ára reynsla NECCHI á íslenzkum
markaði tryggir góða varahluta- og viðgerðaþjónustu. Góð greiðslukjör -
Fást einnigvíða um land. NECCHILYDIA 3 kostar aðeins kr. 55.875,-
Fálkinn
póstsendir
allar nánari
upplýsingar,
sé þess óskað.
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
tSATOVD