Morgunblaðið - 14.12.1976, Side 8

Morgunblaðið - 14.12.1976, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1976 erró pre-art 2 nýjar bæk- ur um Erró Bók með 1882 myndum og bók um stíl Erró Nýlega kom út á Italfu yfirlits- bók um verk Errós, en i bókinni sem er mjög vönduð, eru myndir af 1882 verkum listamannsins. Bókin heitir General Catalog og er meginhluti myndanna f bók- inni svart-hvítar en um 50 lit- myndir. Myndir eru f bókinni af verkum allt frá árinu 1944, þegar Erró teiknar fslenzkt landslag og sfðan er rakin þróunin f mynd- gerð hans að mosaikmyndum meðtöldum. Einnig er komin út bók í Frakk- landi um Erró, rituó af Pierre Tilmann. Bókin er um málverk Errós og eru bæði svart-hvítar myndir og litmyndir í bókinni. Erró hefur m.a. verið með sýn- ingu á verkum sínum í O.K.Harris sýningarsalnum í New York að undanförnu, en allar myndir hans seldust þar á fysta degi sýningar- innar. Þá hefur Erró verið á ferðalagi í Texas Hudson að undanförnu þar sem hann skoð- aði rækilega allan aðbúnað og framkvæmdir hjá bandarfsku geimvísindastofnuninni NASA, en þar eru miklar geimflauga- verksmiðjur. „Þetta var áhrifa- mikið“, sagði Erró við blaða- manna Mbl.,“ og í þrjá daga var ég með gæsahúað. Ég hef aldrei séð annað merkilegra og þetta hentaði mér.vel, því eg er i miðju verki að vinna myndaflokk um geimferðir og geimfara." Geðdeiidir — Sjúkrahótel Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi frá framkvæmdastjóra Rauða kross Islands: Vegna ummæla Ragnhildar Helgadóttur alþingismanns (Mbl. 8. þessa mán.) skal þetta tekið fram: 1. Enginn greanarmunur er gerð- ur í Sjúkrahóteli Rauða krossins á sjúklingum frá geðdeildum og öðrum sjúkradeildum. 2. Frá upphafi hefur forráða- mönnum sjúkrahúsa verið kunn- ugt um jákvæða afstöðu fyrir- svarsmanna Sjúkrahótelsins til vistunar geðsjúklinga þar. 3. Ekki er kunnugt að sjúklingum geðdeilda hafi verið visað frá. Hins vegar er rúmleysi vaxandi vandamál Sjúkrahótelsins. 4. Það sem af er þessu ári hafa 12 sjúklingar frá geðdeildum verið á Sjúkrahóteli Rauða krossins í samtals 247 dvalardaga. 5. Sjúkrahótelið er ekki fært um að veita læknisþjónustu. Það gera þær sjúkradeildir sem senda sjúk- linga til dvalar þar. Sjúkrahóteli Rauða krossins er ætlað sjúklingum sem: A) Bíða vistunar á sjúkradeild, t.d. meðan á forrannsókn stendur. B) Hafa dvalist á sjúkradeild og þurfa á eftirmeðferð að halda, geta ekki strax lagt á sig erfiða heimferð eða séð um sig sjálfir. C) Eru I meðferð á sjúkradeild, eru ferða- færir og þurfa ekki að liggaj í rúmi inni á sjúkradeild. D) Geta dvalist utan sjúkradeildar t.d. milli aðgerða. Ég tek heilshugar undir áhuga Ragnhildar Helgadóttur á bættri aðstöðu fyrir geðsjúklinga. Þeir þurfa fleiri rúm og bætta læknis- hjálp. En hversu mikið sem sjúkra- húsrými eykst i landinu verður þörf fyrir sjúkrahótel. Kemur þar að sjálfsögðu til að kostnaður við dvöl á velbúnu sjúkrahúsi er mjög dýr. Hitt er þó mikilvægara að sé sjúklingur fær um að dveljast utan sjúkrahúsa, en njóta samt hinnar fullkomnu læknisþjónustu sem sjúkrahúsin geta veitt, er sá kostur að jafnaði betri fyrir hann. Reynslan af Sjúkrahóteli Rauða krossins hefur verið mjög góð. Hún hefur orðið til þess að verið er að koma upp á Akureyri sjúkrahóteli sem Rauða kross deild Akureyrar á og mun reka. Starfsræksla þess hefst væntan- lega í næsta mánuði. Er ég ekki f vafa um að tilkoma þess kemur geðsjúklingum að gagni ekki síð- ur en öðrum sjúklingum. 10.12.76. Eggert Ásgeirsson Minnist okkar minnstu bræðra ÞAÐ eru sjálfsagt mörg góðgerða- og líknarfélög hér i borg, sem láta eitthvað gott af sér leiða og þá ekki sizt um þetta leyti árs. Eða er ekki sem hlýni hið innra með mönnum á jólaföstunni, þótt kalt sé hið ytra í riki náttúrunnar? Jólin eru í nánd, og almennt er farið að undirbúa komu þeirra. Talað er um velmegun og pen- angaflóð, en er það rétt? Eru ekki margir með létta pyngju þessa dagana þótt ekki væri nema vegna hinnar miklu dýrtíðar? Nefnum t.d. ellistyrkinn, sem er rúmar tuttugu þúsundir rkóna. Hann hrekkur skammt hjá hinum öldnu, sem ekki geta aflað sér neins aukalega, þess vegna er ávallt þörf fyrir starf, lfknar- félaga. Ein er sú líknarstofnun, gott ef hún er ekki ein sú helzta hér á landi, sem hefur stafað af mikilli kostgæfni f full 80 ár, og á henni sjást engin ellimörk. Það er sú hreyfing sem frá upp- hafi hefur gætt þeirrar skyldu, sem jólabarnið lagði okkur öllum ríkt á herðar siðar meir i boðskap sfnum, er Jesús sagði: „Sannlega segi ég yður, svo framarlega, sem þér hafið gjört þetta einum þess- ara minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það.“ Hjálp- ræðisherinn hér á landi hefur ætið verðið trúr sínum minnstu bræðrum. Það er hið fagra starf, sem er ávöxtur lifandi trúar, vak- andi allan ársins hring, þótt í til- efni jólanna sé reynt að gera bet- ur, gleðja fleiri, bæði með sér- stöku hátiðarhaldi fyrir börn, haldurhnigna og erlenda sjó- menn, sem eru í höfn, auk þess sem fatnaði er dreift til fjöl- margra fátækra heimila og heimilslausra manna. Einbýli —Tvíbýli Höfum mjög góðan kaupanda að vönduðu einbýlishúsi í Reykjavík eða á Flötunum. Húsið þarf að vera 1 70—180 ferm. og vera vandað. Höfum einnig mjög góðan kaupanda að tví- býlishúsi 120—160 ferm. í Reykjavík. Eigna- skipti geta komið til greina. Höfum til sölu 180 ferm. einbýlishús á Flöt- unum laust og í Vesturbæ járnvarið timburhús með einstaklingsíbúð í kjallara, 3ja herb. íbúð á 1 hæð og 5 herb. íbúð á 2. hæð og í risi. Húsið er að talsverðu leiti ný standsett og laust nú þegar. Fasteignamiðstöðin, Austurstrætí 7. Símar 20424 — 14120 heima 42822 — 30008. Sölustj. Sverrir Kristjánsson, viðskfr. Kristján Þorsteinsson. SÍNIAR 21150 - 21370 Til sölu m .a. Raðhús í Smáíbúðarhverfi hæð 85 fm. og rishæð 70 fm. alls 6 herb. mjög góð íbúð. Húsið er endaraðhús á mjög góðum stað 3ja herb. íbúðir við Vfðihvamm 80 fm Mjög góðsérfbuð. Bilskúrsréttur Hátún kjallari 80 fm. Lítið niðurgrafin. Mjóahlið kjallari 85 fm. Samþykkt. Rúmgóð. Sér hita- veita. Laus strax. Veðréttir lausir fyrir kaupanda. 4ra herb. íbúðir við Skipasund hæð 90 fm. Góð endurnýjuð Þríbýli Leifsgata 1. hæð 1 10 fm. endurbætt. Risherb fylgir. Hraunbær 1 hæð 109fm Fullgerð Útsýni Hraunbær 3 hæð 100 fm Úrvals ibúð Fullgerð Útsýni. í Austurbænum 5 herb. endurnýjuð rishæð um 100 fm. á góðum stað Ný harðviðarinnrétting. Sérhitaveita. Svalir. Eignarlóð. Rishæð við Bólstaðarhtfð 4ra herb. mjög góð endurnýjuð rishæð um 90 fm. Svalir. Útsýni. Urvals íbúð við Dvergabakka 4ra herb. endaíbúð á 2. hæð 110 fm. Sér þvottahús og búr á hæðinni. Kjallaraherb fylgir Góð kjör. Góð sérfbúð óskast góð séríbúð um 100 fm. óskast í borginni. Mikil útb. Ný söluskrá neimsend. AIMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEGI 49 SÍMAR 21150-21370 L.Þ.V. SÖLUM. JÓHANN ÞORÐARSON HDL. Þegar dregur að jólum sjáum við sem um miðborgina förum að framan við sumar stórverzlanir eru jólapottar hjálpræðishersins, komnir enn einu sinni á fornar slóðir. Þeir hafa sett svip sinn á fjölförnustu göturnar frá þvf fyr- ir aldamót. Allir þekkja þessa potta. Um þá standa jafnan vörð brosandi hermenn og þakka hverjum og einum framlagið. Göngum ekki framhjá, leggjum okkar skerf i pottana til okkar minnstu bræðra. Látum sjóða af krafti i þeim. örugglega má treysta því, að hver króna sem í þá kemur fer til að gleðja og hjálpa hrelldum og fátækum á öllum aldri. Það verður engum gleymt meðan efni hrökkvatil. Það hefur ætið verið mér gleði- efni að sjá bros fólksins og þakk- læti, er tekið var á móti gjöfunum og hátíðlegum stundum fagnað, er góðar veitingar voru bornar fram og söngurinn lyfti hug og hjarta. Hve fagurt hlutverk er það ekki að styrkja hugfallið geð og beina sólargeislunum til þeirra sem þrá hina styrkjandi og vekjandi gleði. Ég vona og bið að Hjálpræðisherinn fáaenn að njóta þeirrar ánægju, sem er i því fólg- in að taka við brauðinu, frá hendi Drottins, og bera það fram fyrir þá sem það vantar. Góðir Reykvíkingar! Tökum allir þátt í því að auka jólagleði okkar minnstu bræðra. Frank M. Halldórsson. y r Sölumenn YV óli S. HallgrfmssonVX kvöldsfmi 10610 11 Q Magnús Þorvardsson 11 kvöldsfmi 34776 I/ Lögmaður 17 Valgarð Briem hrl.// i FASTEIGNAVER H/p Klapparstlg 16, almar 11411 og 12811. Brekkutangi Mos. Raðhús í smiðum 2 hæðir, kjallari og bílskúr. Alls 225 fm. Selst fokhelt. Tilbúið til afhend- ingar nú þegar, til greina kemur að skila húsinu tilbúnu undir tréverk. Flúðasel raðhús i smiðum 2x75 fm. Selst fokhelt. Tilbúið til afhendingar um áramót. Birkimelur 3ja herb. íbúð um 96 fm, ásamt góðu herbergi í risi. Geymslur og frystiklefi í kjallara. Laus strax. Hjarðarhagi 4ra herb. 120 fm. á 4. hæð. íbúðin er í sérflokki parket á öllum gólfum. Hörðaland góð 4ra herb. íbúð um 90 fm. á 2. hæð. Hjallabrekka 3ja herb. neðri hæð í tvibýlishúsi um 84 fm. Sérinngangur. sér- hiti. Laugarnesvegur 3ja herb. íbúð á 4. hæð í fjöl- býlishúsi. Herbergi í kjallara fylg- ir. Miðvangur, Hafn. 2ja herb. ibúð á 7. hæð. Þvotta- herbergi og geymsla í íbúðinni. Laus strax. Skerseyrarvegur 2ja herb. íbúð á 1. hæð öll nýstandsett með teppum. Ný raf- lögn. Hagstætt verð og greiðslu- kjör. Seljendur okkur vantar íbúðir og hús á söluskrá Sérstaklega er mikil eftirspurn eftir 2ja og 3ja herb. íbúðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.