Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1976
KTN ER bAR KTR KTA TTIVTTRA TTÁ ”
^^JLiXÁ.^! JLiX V lr ijlAV XVllV
Um bók séra Jóns Auðuns:
Líf og lífsviðhorf
Frá 1930 til 1941 var séra Jón
Auðuns aðeins prestur
Fríkirkjusafnaðarins í Hafnar-
firði, en áhrifa hans sem gáfaðs
og mikilhæfs predikara og
boðanda þeirra líknarríku
sanninda, sem sálarrann-
sóknirnar hafa að flytja, náðu
fljótt til fjölmargra utan þess
safnaðar, sem hann þjónaði.
Árið 1939 varð hann formaður
Sálarrannsóknarfélags Islands
og var það i meira en tvo ára-
tugi, og gætti hann þess vand-
lega, að það bæri nafn með
réttu. Ari síðar gerðist hann
ritstjóri Morguns og lagði rika
áherzlu á að þar væri hismið
skilið frá kjarnanum, og þótti
sumum áhugasömum Skoðana-
bræðrum hans nóg um það, hve
gagnrýninn hann var, bæði sem
formaður Sálarrannsóknar-
félagsins og ritstjóri málgagns
þess. Frá 1941 — 45 var hann,
auk prestþjónustu sinnar í
Hafnarfirði, klerkur Frjáls-
lynda safnaðarins i Reykjavik,
sem stofnaður var af þeim er
dáðu hann sem predikara og
andlegan leiðsögumann, en
1945 varð hann prestur
dómkirkjunnar i Reykjavík og
sex árum síðar dómprófastur.
Loks er vert að geta þess, að
hann var valinn til forystu
Rauðakross tslands og fleiri
veigamikilla stofnana og sam-
taka á sviði mannúðar og
líknar.
Það má verða ijóst af þessu,
að séra Jón hefur haft mjög
náin og viðtæk kynni af starfi
jafnt leikra sem lærðra i þágu
andlegra mála- og samtaka, sem
þeim eru tengd, og auðsætt er,
að svo virkur sem hann hefur
verið, hvar sem hann hefur
komið við sögu þau meira en
fjörutíu ár, sem hann hefur
verið andlegur leiðtogi, hafa
áhrif hans tekið til mikils
meirihluta þjóðarinnar, beint
eða óbeint, og þá auðvitað
hneykslað suma, en ýmist vakið
vinsamlega Ihugun og athygli
hinna eða unnið þá til fylgis við
stefnu hans og störf. Saga hans
sem sálusorgara, innan og utan
veggja kirkjunnar, og starfs
hans að sálarrannsóknum og
kynningu þeirra er í svo nánum
tengslum, að þar verður lítt
greint á milli. Hann mætti og
einkanlega á fyrstu árum
þjónustu sinnar sem dóm-
kirkjuprestur, svo lúalegum
árásum að það minnir á póli-
tískt ofstæki ráðamanna i ein-
ræðisríkjum heims. Hann getur
þess i upphafi kaflans Friðþæg-
ing og fleiri kenningar, að
honum bárust bréf, sem
vitnuðu litt um andlega göfgi
„trúaða" fólksins. Hann kveður
þau flest hafa farið i bréfa-
körfuna en annars farast
honum þannig orð:
„Islendingum hefir lengi
verið tamt að grípa til rímaðs
máls til þess að veita útrás van-
máttugri gremju og heift. Ég
geymi enn eitt ljóð aðeins af
þeim, sem mér bárust, til þess
að varðveita sýnishorn af
mennangarstigi „kristna
fólksins“ á Islandi á tuttugustu
öld. Það kom að sjálfsögðu ekki
við mig, þótt í hótunum þessa
ljóðs væri ég á það minntur, að
„í helvíti verður heitt". Ég
trúði ekki á helviti þessa góða
fólks, sem til þess gat hugsað
með gleði að njóta sælunnar í
himni, „Dýrð handa mér, dýrð
handa mér“, meðan aðrir
kveldust undir fótum þess og
kvalavein þeirra þar niðri
myndu ekki trufla halelúja-
söngva hólpinna á himnum.“
Annars minnist hann með
virðingu slíkra stórmenna sern
séra Bjarna Jónssonar,
Guðrúnar Lárusdóttur og Knud
Zimsens — og eftirminnilegt
Bðkmenntlr
eftir GUÐMUND
G. HAGALÍN
sem séra Jóni Auðuns eru ekki
sizt hugstæð og tiltæk:
,JEín er þar kirkja undra há,
sem öllum býður rúm,
kcrleiks að hlýða kenning á
komnum af ýmsum trúm;
frá hverri tíð og úr hverjum stað,
hver sem hann vera kann,
engum er þaðan útskúfað,
, elski hann sannleikann.
Hvort Buddhas þessi, heiðnum hinn
hallaðist kreddum að,
þriðji kenndist við kóraninn,
kemur Isamastað;
hið sanna ef hann aðeins vill,
eins er hann velkominn
mörg kristins villa manns var iII,
en minni vorkunnin."
Það verður svo vart talið
furðulegt, þó að reyndum og
vissulega sannleiksunnandi
kennimanni, er hyllir slikar
skoðanir og auk þess er
spiritisti, sem ber I brjósti þá
von, er hér að framan getur,
hnykki við, þegar hann kemst
að raun um, að í nýjustu sálma-
bókinni er sleppt lofsöng
Davíðs skálds Stefánssonar frá
Lokagrein
Dagný og sr. Jón Auðuns.
„Hann sem dregur
allatilsín”
verður það, sem hann segir frá
þeim frú Guðrúnu og Zimsen.
Hann minnist og með gleði sam-
starfsfólks sins I söfnuðinum,
og þá ekki sizt hins mikla lista-
og drengskaparmanns Páls
Isólfssonar og söngfólksins
yfirleitt,” fórnarlundar þess og
sönggleði. Og það, sem almennt
mun erfiðast talið í sálgæzlu
presta, tilRynningar ástvina-
missis og heimsóknir að bana-
beði veitti honum andlegt
öryggi og djúptæka vissu um
gildi þekkingar sinnar og
reynslu á sviði sálarrannsókna,
og eru frásagnir hans um viðtöl
við syrgjendur og þá sem biðu
dauðans, hrifandi og átakan-
legar. Hvað getur og veitt sálu-
sorgara sannari lífsfyllingu en
að finna sig tygjaðan þeirri
raunhæfu þekkingu, sem fær
slævt brodd sárustu harma og
lokið upp dyrum eilífs lífs fyrir
leitandi sál deyjandi manns?
Flest af þvi, sem frá er sagt i
köflunum um prestþjónustu
séra Jóns og forystu hans um
sálarrannsóknir, er mjög for-
vitnilegt og þess vert, að á því
sé vakin athygli, en á sumt hef
ég minnzt áður í þessari grein
og um annað verður að duga
það sem ég hef nú dregið stutt-
lega saman. En ekki get ég látið
hjá liða að minnast á það.sem
eðlilega hefur veitt séra Jóni
Auðuns mikla og á stundum
óvænta gleði. Menn úr hópi
gáfuðustu og gagnrýnustu
fræðimanna og sannleiks-
leitenda á sviði sinna afmörk-
uðu viðfangsefna hafa ótil-
kvaddir vottað honum, að þeir
hafi látið sannfærast um það,
að spiritistar hafi haft samband
við framliðna menn — og vissu-
lega hefur þetta styrkt hann í
þeirri von og trú, að sálarrann-
sóknir spiritista og fordóma-
lausra vísindamanna i sálar-
fræði og dulrænum efnum
megi verða sá bjargvættur til
almennra mannbóta, sem aðrir
eins unnendur kærleiksboð-
skapar Krists og þeir Einar
Hjörleifsson Kvaran og séra
Haraldur Nielsson gerðu sér
fastlega vonir um. Hann hefur
og — eins og þegar hefur verið
að vikið — verið íslenzkra
manna vandastur að því,
hvernig að væri staðið hinum
spiritisku sálarrannsóknum,
vill alls ekki að óvirðulega eða
gálauslega sé að þeim unnið og
þar með varpað skugga á það
málefni, sem trúmaðurinn og
eldhuginn Haraldur Níelsson
leýfði sér að kalla mikilvægasta
málið i heimi...
Svo eru það þá kaflarnir i
siðari helft þessarar sögu lifs
og lífsviðhorfa. Séra Jón hefur
lesið vel islenzkar bókmenntir
og skírskotar gjarnan til þessa
eða hins sem þar er honum
geðfellt. Hann víkur að því,
sem Egilssaga greinir frá um
samskipti þeirra Egils og
Þórólfs, sona Skallagríms, og
Aðalsteins konungs. Þeir
bræður létu primsignast, þ.e.
skírast eins konar minni skírn,
„en höfðu þat at átrúnaði, er
þeim var skapfelldast." Séra
Jón dregur ekki dul á að í trú-
málum hafi honum orðið meir
og meir að þessu leyti sem þeim
bræðrum.
Hann er — sem áður getur —
Ijóðelskur og segir að séra
Haraldur Nielsson hafi brýnt
fyrir nemendum sínum að lesa
og læra ljóð og hafa svo á tak-
teinum tilvitnanir úr þeim, svo
sem við geti átt hverju sinni.
Séra Jón vitnar einkum I
þessari bók í hið sérstæða
kvæði hins hámenntaða og
spakvitra Grims Thomsens,
Stjörnu-Odda draum nýrri, en
sem kunnugt mætti vera, orti
Grímur einnig hinn fagra sálm
Huggun, sem er . seinustu út-
gáfum íslenzku sálmabókarinn-
ar. I öðrum hluta hins langa
kvæðis, sem Grímur kennir við
Stjörnu-Odda, eru þessi erindi,
Fagraskógi, Þú mikli eilífi
andi, auðsýnilega vegna þess,
að þar eru þessar Ijóðlinur:
„Við altari kristinnar.kirkju,
við blótstall hins heiðna hofs,
er elskað og sungið þér einum lof...“
Og hvort má annars vænta en
að slikum boðanda Orðsins þyki
bregða iskyggilega dökkum
skugga á framtíð kirkju og
sigurvænlegrar kærleiks-
kristni, þegar skólameistari
hins langþráða þjóðlega og
próffjötrum óháða lýðháskóla I
Skálholti lýsir því yfir fyrir
alþjóð, að dauðinn sé ægi-
legasta staðreynd lifsins og
kominn I heiminn sem refsing
fyrir syndina? Og svo... og svo
kom það, sem séra Jón Auðuns
getur þannig i bók sinni:
„Mér var raunaleg saga sögð
frá prestastefnu þeirri I Skál-
holti sem það frægðarverk
vann að syngja fyrir alþjóðar-
eyrum bann yfir dultrú, án þess
að láta þess getið við hvað væri
átt, hvort heldur væri verið að
fordæma sakramentistrú
kirkjunnar, sem auðvitað er
hreint dultrúarfyrirbæri, eða
sálræn fyrirbæri af sama stofni
og þau, sem guðspjöll herma, að
ríkulega hafi gerzt í návist
Jesú. Sú saga var mér sögð af
þessari samkomu í Skálholti, að
þegar einn prestanna, einn
þeirra sárafáu, sem héldu fram
frjálslyndum sjónarmiðum,
hafi lýst skilyrðum Helgakvers
fyrir sáluhjálp, hafi lesturinn
orkað svo á ungan prest, sem
fyrir skömmu hafi orðið fyrir
þeirri reynslu að missa barn,
sem náði ekki skírn, að haldinn
stórri geðshræringu hafi hann
gengið á dyr. Sé Helgakver
tekið alvarlega er vandséð,
hvernig þeir óskirðu eiga að ná
sáluhjálp."
Og séra Jón heldur áfram og
segir:
„Enginn skyldi gleyma þvi að
„aðgát skal höfð I nærveru
sálar“, sem í musteri sorgar-
innar situr, en þessi saga frá
Skálholti minnti mig óþægilega
á það að nokkru fyrr hafði ég
lesið ritgerð ungs manns, þar
sem fullyrt var að skírnin veiti
fyrirgefningu syndanna!
Hverra synda? Þeirra, sem sak-
laust barnið á eftir að drýgja
siðar á ævinni? Hvað er hér á
ferð? Er ekki Guði trúandi
fyrir barnssál, þótt prestur hafi
ekki ausið barnið vatni áður en
það dó?“
Skyldi það svo ekki vera
þakkarvert, að hinn aldni, en
þó í hug og hjarta ungi séra Jón
Auðuns, reis upp af friðarstóli
að ósk viðsýnna trúmanna og
sannleiksleitenda og freistaði
þess að dreifa hinum dökku
skuggum erfðasyndar og eilifr-
ar útskúfunar mikils meiri-
hluta mannkyns, þeim skugg-
um, sem í bernsku minni höfðu
nærfellt svipt mig og margan
annan blessun trúar og bænar
— og ég — við þriggja ára
margvisleg kynni af frændum
okkar í Noregi — sannfærðist
um, að formyrkvuðu svo skyn-
semi, þekkingarþrá og
ábyrgðartilfinningu hinna
„sanntrúuðu" meðal Norð-
manna að þeir væru rétt-
nefndir menn myrkursins, eins
og skáldið og frelsishetjan
Arnulf överland kallaði þá —
sem og kristindóm þeirra
tiundu landpláguna!
Séra Jón bendir á það, að
ómótmælanlega á kenningin
um erfðasyndina einustu rót
sína i þjóðsögunni um synda-
fallið — og að erfðasyndin „er
grundvöllur sjálfrar endur-
lausnarkenningar kristinnar
kirkju, — og ekkert minna og
að allt trúfræðikerfið er i raun-
inni ekkert annað en marklaust
bull, ef ekki er litið á mennina
sem fallið mannkyn...“
Honum farast og þannig orð:
„Hverjum er ætlað að trúa
þvi að Guð hafi skapað hina
fyrstu foreldra mannkyns sem
sælar og saklausar verur i
unaðslegum aldingarði og ætlað
þeim þar eilífa vist, eilífan
barnaskap, og lagt fyrir þá það
eina bann að snerta ekki ávexti
skilningstrés góðs og ills, svo að
þeir öðluðust aldrei hlutdeild I
þekkingu, sem Guði einum ber?
Vita menn ekki það, að frumlíf
mannsins á jörðu var enginn
dans á Edensrósum, ekkert lif i
barnaskap og áhyggjuleysi
aldingarðsins, heldur barátta,
hörð og ströng fyrir milljónum
ára, barátta lifsvera sem voru á
mörkum dýrs og manns?“
1 bókarköflum í síðari
helmingi bókarinnar er
höfundur víðförull og ærið
margt forvitnilegt, sem hann
kemur þar að til lokaskýringar
andlegum viðhorfum sínum.
Rökvislega og skorinort og í
fyllsta samræmi við andlega
reynslu sína, langþjálfaða skyn-
semi og viðkvæma samvizku af-
sannar hann það i kenningum
kirkjunnar, sem er henni ekki
samboðið og ekki verður með
sannindum ráðið af orðum Jesú
Krists — og varpar ennfremur
yfir hiö undursamlega i
guðspjöllunum skæru ljósi
spiritiskrar þekkingar og rann-
sókna síðustu tima vísinda, sem
fjallað hafa um dulardóma
mannssálarinnar. Hann segir i
lokakaflanum, sem hann kallar
Leikslok:
„Þér sem ég hef verið að
segja frá eða sýna lifsviðhorf
mín, hef ég áður sagt, að fyrir
löngu er ég fráhverfur með öllu
þeirri trú, að blóð Krists geti
borgað nokkurs manns sekt, og
ég hef trúað þér fyrir þvi að
eindregin ummæli Jesú — ekki
postulans Páls eða annarra guð-
fræðanga kirkju minnar — er
mér ekki unnt að skilja á annan
veg en þann, að sekt sina verði
hver maður sjálfur að greiða i
einhverri mynd, ýmist þessa
heims eða annars."
_ Hann dregur heldur enga dul
Framhald á bls. 36