Morgunblaðið - 14.12.1976, Side 21

Morgunblaðið - 14.12.1976, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1976 rekstrarvörum einum sér þ.e á ýmsum vörum til tækninota og verkfæra ýmiss konar nemi um 170 m. kr. á næstu fjórum árum Koma lækkanir þessar til framkvæmda á mislöngum tlma en leitast var við að þær lækkanir sem mikilvægastar virtust. kæmu að fullu til framkvæmda strax frá næstu ára- mótum TOLLAR Á FJÁRFESTINGARVÖRUM Fjórði þáttur endurskoðunarinnar beinist að lækkunum tolla á fjárfest- ingarvörum og hef ég þegar vikið nokkuð að þeim þætti Gert er ráð fyrir að lækkanir þessar komi til fram- kvæmda I áföngum og þá I fyrsta sinn hinn 1 jan. 1978 í grófum dráttum má segja, að tolla- lækkun þessi taki til vöruflokka eins og byggingaplata ýmiss konar. furu, þak- járn, einangrunarplata og -efnis. steypustyrktarjárns, plpa og plpuhluta. raflagnaefnis ýmiss konar, auk lækk- ana á vélum, vélahlutum og varahlut- um almennt, sem þó að mestu leyti er notað I iðnaði og öðrum atvinnurekstri Gert er ráð fyrir að tekjutap rlkissjóðs af þessum sökum þegar allar lækkan- irnar eru komnar til framkvæmda nemi um 1.150 m. kr. á grundvelli fjárlaga 1977. vinna gegn alvarlegum brotum á tolla- lögum svo sem ólögmætum viðskipt- um með áfengi, ávana og flkniefni o.fl. Hefur fjármálaráðuneytið upp á slð- kastið lagt áherslu á virka þátttöku af íslands hálfu I þessu samstarfi og mun því verða áfram haldið næstu árin. TAKA VERÐUR UPP VIRÐIS AUKASKATTKERFI TIL AÐ JAFNA SAMKEPPNISAÐSTÖÐU IONAÐ ARINS Tveimur þáttum endurskoðunarinn- ar hefur ekki verið gerð grein fyrir en það er breytingar á annarri og þriðju grein gildandi tollskrárlaga um heimildir r.n. til lækkunar eða niður- fellingar aðflutningsgjalda og hins veg- ar breytingar á ýmsum framkvæmdar- atriðum I tollalöggjafarinnar I 4—38 gr. frumvarpsins. Fer ég ekki nánar út I þau atriði hér, enda er Itarlega gerð grein fyrir breytingum þessum I athugasemdum við frumvarpið. Auk þeirra breytinga sem nú hafa verið lýst hafa verið gerðar einstakar breytingar aðrar og má þar m.a nefna lækkun tolla á vörubifreiðum undir 3 t úr 40% I 30% til samræmis við gjöld af vörubifreiðum yfir 3 t., hækkun tolla á jeppabifreiðum úr 40% I 90% en á móti er gert ráð fyrir lækkun innflutn- ingsgjalds af jeppabifreiðum úr 90% I 50%. Er með þessari breytingu endan- lega búið að samræma gjöld af þessari tegund bifreiða við gjöld af almennum fólksbifreiðum sem lengi hefur sýnst nauðsynlegt og eðlilegt. Þá má nefna lækkun tolla á smyglnæmum vörum að ræða þar sem hinn hái tollur hefur fyrirbyggt eðlilega verslunarhætti Áð- ur höfðu af sömu ástæðum m.a. verið lækkuð gjöld af úrum, sjónaukum, myndavélum og ilmvötnum. en það var gert með tollskrársbreytingunni 1974 Ljóst má vera að þvl sem fyrr hefur verið sagt I ræðu þessari að frumvarp þetta miðar fyrst og fremst að þvl að ná jöfnun I samkeppnisaðstöðu innlends verndarvöruiðnaðar við erlendan áður en tollvernd hans lýkur I ársbyrjun 1 980. Til viðbótar þeim leiðréttingum sem I frumvarpi þessu felast og ganga I fyrrgreinda átt vil ég minna á heimildarákvæði I fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1 977 þess efnis að fella megi niður að fullu sölugjald eða söluskatt af vélum og tækjum til samkeppnis- iðnaðar Það ákvæði er sett inn I fjár- lagafrumvarpið I beinu tengslum við samningu þessa frumvarps og verður að skoða þá lækkun sem hluta af Ivilnandi aðgerðum rlkisstjórnarinnar sem að er stefnt iðnaðinum til handa Sú lækkun er talin nema um 150 m kr. á ársgrundvelli 1977. Ljóst er að breytingar þær sem I frumvarpi þessu felast eru ærið umfangsmiklar og ættu eins og fyrr var getið að jafna verulega samkeppnis- stöðu innlends verndarvöruiðnaðar. sé litið á tollahlið málsins sérstaklega Ef hins vegar á að jafna samkeppnisað- stöðu Islensks iðnaðar við erlendan til fulls og láta hann að auki njóta staðar- verndar, sem verið getur veruleg I ýmsum greinum, sem framleiða fyrir innlendan markað, sýnist óhjákvæmi- legt að taka upp virðisaukaskattkerfi hér á landi eða söluskattskerfi með virðisaukasniði Þrátt fyrir þær breytingar og lagfær- ingar sem I frumvarpinu felast og miða að bættri samkeppnisaðstöðu innlends iðnaðar fer ekki hjá því að islensk tollalöggjöf. sem um langa tið hefur mótast af háum tollum verður vart lagfærð á skömmum tima svo að ekki verði einstök vandamál óleyst Sérstak- lega á þetta við þegar aðföng ákveð- innar iðngreinar eru jöfnum höndum til almennra nota og eins og dæmi eru um. Til þess að unnt sé að leiðrétta alvarlegt misræmi af þessu tagi er I 3 gr. frumvarpsins tekið upp viðtækt heimildarákvæði þess efnis að fella megi niður eða endurgreiða aðflutn- ingsgjöld af aðföngum I verndarvöru- iðnaði Mun fjármálaráðuneytið verða að meta hverju sinni beiðni um béit- ingu umrædds heimildarákvæðis á grundvelli mikilvægis hvers máls svo og út frá sjónarmiðum öruggra toll- framkvæmdar og samkeppnisstöðu viðkomandi framleiðslu. í greinargerð frumvarpsins er að finna tölulegt yfirlit um áætlað tekju- tap, sem tollalækkanir frumvarpsins. munu valda ríkissjóði á þeinn fjórum árum sem hér um ræðir Ljóst er að hér er um verulega lækkun að ræða eða samtals um 4400 m.kr. og þar af Framhald á bls. 32 LÆKKUN HÆSTU FJÁRÖFLUNARTOLLA NIÐURFELLING MAGNTOLLA Sjötti þáttur endurskoðunarinnar miðar að þvl að allir magntollar að undanskildum magntollum á ollum I 27. kafla tollskrárinnar verði felldir niður. Yfirleitt hafa þessir tollár numið óverulegum fjárhæðum og þar af leið- andi er ekki gert ráð fyrir að I þeirra stað verði lagður á verðtollur nema I kartöflur þar sem I stað 20 kr. magn- tolls per 100 kg. kæmi 4% verðtollur. Er ekki gert ráð fyrir neinni aukningu tekna af þessari breytingu og þvi fyrst og fremst um formbreytingu að ræða ALÞJÓÐLEGT TOLLASAMSTARF Þá er komið að mjög veigamikilli breytingu sem i frumvarpinu felst frá gildandi lögum enda þótt ekki hafi sú breyting ein sér neina tekjubreytingu I för með sér Er hér átt við þær veru- legu textabreytingar sem lagt er til að gera á tslensku tollskránni vegna breyt- inga sem gerðar hafa verið á tollskrá Tollasamvinnuráðsins I Brussel sem. ísland er aðili að og islenska tollskráin er byggð á eins og fyrr er að vikið Með þeim breytingum, sem hér um ræðir fæst mun nánari sundurliðun á innflutningi til landsins sem I mörgum tilvikum getur haft hagnýtt gildi jafnt fyrir opinbera aðila sem innflytjendur og framleiðendur. Breytingar þessar munu þó vafalaust fyrst I stað valda innflytjendum og tollstarfsmönnum nokkrum erfiðleikum en eru hins vegar ugglaust til mikilla bóta Þessu til við- bótar hafa borist beiðnir frá ýmsum samtökum atvinnulifsins hér I landi um enn nánari sundurgreiningu innflutn- ings eftir tollskrárnúmerum og hefur I frumvarpinu verið reynt að koma til móts við þær óskir eins og frekast hefur verið unnt Fyrst hér er minnst á hið alþjóðlega samstarf á sviði tollamála fyrir milli- göngu tollasamvinnuráðsins má geta þess að þetta samstarf nær ekki einungis til samvinnu og samræming- ar á sviði tollskrárlöggjafar heldur og til samræmingar á öðrum sviðum toll- tæknilegs eðlis svo sem á sviði verð- mætisákvarðana og ýmis konar fram- kvæmdaatriða auk samstarfs til að Fimmti þáttur endurskoðunarinnar beinist að lækkun hæstu fjáröflunar- tolla í tollskrárlögum þeim er tóku gildi I' ársbyrjun 1974 voru tollar á fjölmörg- um vörum, sem báru 100% toll, lækkaðir I 80% Var litið á þessa breytingu sem fyrsta skrefið I átt til lækkunar fjáröflunartolla almennt og lýstu ýmsir alþingismenn fylgi við slika lækkun I umræðum um málið hér á Alþingi. Um almennan rökstuðning fyrir nauðsyn þess að lækka fjáröfl- unartolla visa ég til athugasemda frum- varpsins um það efni, sem tvimæla- laust á erindi inn I umræður um fram- tíðarskipan þessara mála Af tekjuöflunarsjónarmiðum þótti ekki fært á þessu stigi að lækka almenna fjáröflunartolla meira en svo að þeir tollar, sem enn eru 100%, verði lækkaðir I 80% svo og allir 90% tollar, að undanskildum tollum á bif- reiðum Ég tel, að nauðsyn beri til að gera enn frekara átak I þessum efnum, enda þótt ekki þyki fært I þessu frum- varpi að tlmasetja hugsnlegar lækkanir af þvi tagi Hin öra eftirspurn eftir innréttingum okkar hefur gert okkur kleift að bjóða nú ódýrustu eldhúsinnréttingarnar á markaðnum. í Haga eldhúsum er hver hlutur á sínum stað í léttu samræmi lita og forma. Enda um 283 mismunandi einingar að velja og fjórar gerðir - fjórar blómalínur, sem bjóða upp á marga valkosti um verð, efni og sam- setningu. Þannig er afar auðvelt að uppfylla óskir kaupandans, hvort sem hann er að endurnýja gamla innrétt- ingu eða flytja inn í nýja íbúð. Spyrjið, hringið eða skrifið og / biðjið um litmyndabækling. Við / tökum mál, skipuleggjum og /' $ teiknum - ykkur að kostn- / aðarlausu og gerum tilboð $ án skuldbindinga af /^ ykkar hálfu. MAGIr Suðurlandsbraut 6, Reykjavík. Sími: (9I) 84585. /^ft /jp /W/ /^/ / / Verslunin Glerárgötu Akureyri. Sími: (96) 21507. 26,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.