Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1976
27
ERLENDUR JÓNSSON skrifar um bækur — JENNA JENSDÓTTIR skrifar um barna- og unglingabækur
Blaðamanna-
sagnfræði
30. MARZ 1949. 290 bls.
örn og örl. h.f.
Rvfk, 1976.
BÖKIN 30. marz 1949 er skrifuð
og unnin af tveim mönnum sem
talsvert hafa starfað við fjölmiðla,
Baldri Guðlaugssyni og Páli
Heiðari Jónssyni. Fyrri hlutinn,
saminn af Baldri, segir frá sögu-
legum og pólitískum aðdraganda,
seinni hlutinn, skrifaður af Páli
Heiðari, lýsir undanfara óeirð-
anna, þvl sem gerist daginn
sjálfan og loks ýmsum afleiðing-
um, persónulegum og félagsleg-
Bðkmennllr
eftir ERLEND
JÓNSSON
Hefur því hvflt mest á Baldri að
upplýsa ólitiska hlið málsans. Er
sú saga greinagóð, þó ekki með
glæsibrag. Margt er þar vel og
réttilega athugsð. Baldur mun
vera yngri maður en svo að hann
muni sjalfur árin eftir strfð og rás
atburðanna sem leiddi til stofnun-
ar Atlantshafsbandalagsins. Han
n hefur því stuðst við skriflegar
heimildir fyrst og fremst, að
minnsta kosti hvað varðar heims-
pólitíkina á umræddu tlmabili. Er
sá grundvöllur góður og nauðsyn-
legur út af fyrir sig. Ekki er þó að
öllu leyti hægt að byggja á honum
tilfinningalega hlið málanna.
Stjórnmálamenn eru þrátt fyrir
allt hófsamir í málflutningi miðað
við þann skaphita sem ólgað getur
undir niðri í þjóðum á róstu- og
hættutímum. Orð þeirra eru góð
vísbending en fela sjaldnast i sér
allan sannleikann. Baldur styðst
mest við orð stjórnmálamanna að
því er varðar erlenda viðburði og
verur saga hans nokkuð einhliða
fyrir bragðað en segja má að það
komi að litilli sök þar sem hinni
hlið málsins — hinni tilfinninga-
legu — eru gerð skil f seinni
hlutanum.
Hluti Páls Heiðars er dæmigerð
blaðamennska, mest stuðst við
samtímaheimildir er einnig leitað
til manna sem fylgdust með
atburðunum og eru enn á lifi. Er
þá jafnan höfð sú aðferð sem
nútfmablaðamenn telja sér eina
sæmandi: sem sé að leita til
beggja eða allra málsaðila eftir
atvikum. Páll heur unnið við út-
varp en lftið mun hafa farið fyrir
ritstörfum frá hendi hans til
þessa. Texti hans ber þess merki,
væri lfflegri f útvarpsflutningi
þar sem unnt væri að skipta um
raddir í samræmi við breytilegt
efni. Smáletursgreinar og innskot
eru þarna geysimörg en lftið um
samfelt mál. Hefur Páll Heiðar
einkum leitast við að draga fram f
dagsljósið sannleikann i hverju
atriði, grafast fyrir hver bar
ábyrgð á hverju. Fróðlegast þykir
mér það sem hann hefur eftir
ýmsum mönnum sem voru þátt-
takendur í atburðum dagsins, ef
ekki í hlutlægum þá að minnsta
kosti I huglægum skilninngi.
„Auk könnunar skráðra
heimilda," segja höfundar f for-
málanum, „hefur verið rætt við
stóran hóp manna er komu við
sögu þeirra atburða, sem hér er
fjallað um, með einum eða öðrum
hætti. Við suma heimildarmenn
ræddu höfundar báðir, f öðrum
tilvikum skiptu þeir með sér verk-
um. Við nokkra var rætt simleiðis
og fáeinir svöruðu spurningum
höfunda skriflega." — Þessar
heimildir gefa bókinni mest gildi
að dómi undirritáðs.
Atburðirnir 30. mars 1949 voru
pólitískur jarðskjalfti. Þá leystist
úr læðingi spenna sem lengi hafði
verið að magnast, gagnstæð öfl
toguðust á.
Kalda stríðið kom fáum á óvart
þó stjórnmálamenn hafi sumir
látið svo í veðri vaka í ræðum
sfnum á þessum árum. Við þvf
hafði verið búist, ef ekki nokkru
verra! Sá viðbúnaður verður að
vera með f dæminu þegar rætt er
um pólitik stórveldanna á þessum
árum. Hitt kom á óvart að
íslendingar skyldu í einu vetfangi
snúa frá hlutleysisstefnu sem
fram að þvfhafi verið hér trúar-
atriði og kennd hverju barni í
barnaskóla. Þegar til kastanna
kom reyndust Islendingar þó trúa
meir hver á sinn stjórnmálaflokk.
Flokksagi var hér geysiharður og
nánast ósjálfráöur, pólitfkin náði
til innstu hjartaróta — heiður
flokksins var sjalfs æra. Þó um-
ræddir atburðir væru pólitfskt
fyrirbæri voru þeir engu ómerki-
legri sem sálfræðilegt rann-
sóknarefni.
I myndun manna nær sjaldnast
lengra en að búast við status quo
— vænta þess að það, sem hefur
verið, verði áfram. Stríðinu
fylgdu gffurlegar breytingar.
Evrópukortið gerbreyttist. Var þá
furða þó búist væri við áfram-
haldanda skriði herja og landa-
mæra? Sá sem segir nú: ekkert
hefur gerst svo þetta var allt
óþarft — hefur þvi rangt að
mæla. Árið ’49 munu fæstir hafa
búist við að allt mundi sitja við
hið sama að tuttugu og sjö árum
liðnum — öðru nær!
I þessari bók hefur verið dregið
saman á einn stað hið helsta sem
gerðist þann dag sem hrikti í stoð-
um hins unga lýðveldis. Höfundar
eiga þakkir skilið fyrir það.
Ahugamenn um stjórnmál munu
finna þarna lesning við hæfi. Og
garpar þeir, sem þátt tóku í bar-
daganum 30. mars, munu sjálf-
sagt verða forvitnir að sjá hvort
þessum ungu mönnum hafi hér
með tekist að endurvekja
stemming dagsins.
Nokkrar mál- eða stafsteningar-
villur rakst ég á f bókinni en rek
þær fremur til höfundanna en
prentara.
Af formála höfunda má ráða á
hvað þeir treysta bók sinni til
brautargengis, sem sé að
„atburðir þeir sem hér er lýst
tilheyra í senn nútfð og fortíð.
Þeir eru hluti af liðinni sögu, en
samt sem áður ennþá f brenni-
punkti umræðna og deilna f
fslenzkum utanrfkis- og þjóðmál-
um.“ — Og það er víst hverju orði
sannara.
Mýs
rækta
líka
garðinn
sinn
Anna Kristín Brynjúlfsdóttir:
Matti Patti
Myndir: Olöf Knudsen
(Jtgefandi: Hergill sf.
Reykjavíkl976
Bókin Matti Patti er ævintýri
um mús. Anna Brynjúlfsdóttir
hefur áður skrifað tvær bækur
um Bangsabörn fyrir yngstu
lesendurna. Töframaðurinn á
Matta patta. Hann á líka Snjóhvít
móður hans, systkini hans og
fleiri, mýs, allar hvftar.
Heimur þessara músa er
þröngur og kynni þeirra af
veröldinni fyrir utan eru engin.
Matti patti vill sjá sig um i veröld-
inni — vera frjáls.
— Mamma ég vil ekki vinna hjá
töframanninum. Ég vil fara
eitthvað út í heiminn —
— Það er ekki hægt Matti minn
sagði mamma hans—
En Matti strýkur og ný veröld
blasir við honum. Hann upp-
götvar að litarháttur músa er mis-
munandi, þær eru ekki allar
hvítar. En það skiptir ekki svo
miklu máli lifsbaráttan f músa-
heimi er sú sama hvernig sem
músin er lit.
Hann fær lfka að vita að allar
mýs eiga yfir höfði sér þann ógn-
vald er köttur heitir. Matti Patti
kemst að því að það er hægt að
eiga fleiri að vinum en mýs. Álf-
urinn Toppur verður vinur hans
og sameiginlega eignast þeir
sólskríkjuna að vini, þegar þeir
bjarga henni úr háska og hlúa að
henni.
Þau koma ölf f músaland. Þar
verður Matti Patti eftir en
I vinirnir hans fara.
— Svo fóru vinirnir tveir út f
bátinn og Matti Patti stóð á
bryggjunni og veifaði. Hann
horfði lengi á eftir bátnum og
gekk svo heim í Músaland —
Þótt það væri flökkueðli i
Matta Patta byggði hann sér hús f
Músalandi og settist þar að.
Nágrannarnir voru góðir. — ÍJti
stóðu margar mýs. — Velkominn,
velkominn kölluðu þær, er þær
sáu hann i glugganum. Þetta voru
allt nágrannar hans —. Einkenni-
legt atvik verður þess valdandi að
Matti Patti lendir f Leikfanga-
landi. Þar ferðast hann um og sér
margt skemmtilegt — Brúður og
bangsar af öllum stærðum og
gerðum voru á ferð um götuna.
Einnig mörg önnur leikföng —
Þegar hann kom til Músalands
aftur eignaðist hann gullmola. Og
nú langaði hann til að kaupa ost
handa svöngu músunum í norð-
austurhluta landsins.
— Hanr. vissi að mennirnir
voru sólgnir f gull og hjá þeim
hlaut að vera til ostur —
Og Matti lagði af stað á ný.
Sagan af Matta Patta er unnin
af alúð og vandvirkni. Höfundur
lætur margt gerast í músaheimi, í
hversdagslífi músanna sem leiðir
þær til athafna og ástundunar-
semi.
— Svo kom að því að öllu
fræinu hafði verið sáð. Og um
haustið fengu mýsnar svo góða
gulrótauppskeru að allar mýsnar i
Músalandi gátu borðað nógar
gulrætur —
Myndirnar auka á gildi bókar-
innar.
Þetta er mjög skemmtileg bók
og frágangur ágætur.
Og frost-
ið kom
Knut Odegárd:
Fugl og draumur
Einar Bragi íslenskaði
Frits Solvang myndskreytti
Letur — bókaútgáfa
Reykjavfk 1976
Komin er út á íslensku bókin
Fugl og draumur eftir Knut Ode-
gárd í þýðingu Einars Braga, en
hann hefur áður þýtt ljóðabók
eftir skáldið: — Hljómleikar í
hvítu húsi (1973).
Þetta er um margt athyglisverð
bók. Höfundur skyggnist inn i líf
lítillar stúlku, Möggu og lætur
hana rifja upp minningar frá
liðnu sumri. Hann bregður upp
samhengislausum myndum minn-
inganna, í senn raunveruleika og
draumum.
Magga litla lifir margar
reynslustundir þetta sumar og
samofið þeim er ófrelsi borgar-
barnsins, sem ekki má stíga á
snoðklippt grasið og villigróður-
inn hjá blokkinni. Ekki má eiga
kanfnuna sína og hlúa að henni í
friði.
Bókmenntlr
JENNA
JENSDÓTTIR
skrifar um
barnabækur
Á Sólvangi 7 þriðju hæð í blokk-
inni búa þær systurnar Magga og
Helga litla, mamma sem skarkar í
eldhúsáhöldum og pabbi sem
hjólar til vinnu sinnar í Alverk-
smiðjunni á hverjum morgni.
Jörðin Bólsey kemur líka inn í
minningarnar: — Þar sem túnin
bíða og hvíta húsið sem þau áttu
heima í einu sinni—.
Verðleikar þessarar sögu felast
í þvi hve höfundur skapar sterk-
an bakgrunn og raðar siðan var-
færnislega brotum minninganna
um leið og þær koma í hug
Möggu, stundum óskýrar og
dularfullar.
Heimur veruleikans getur líka
verið dularfullur.
Heimur reynslunnar sár og
óskiljanlegur.
Pabbi er þreyttur. Og höfundur
laðar fram minninguna um fugl-
inn sem þær litlu vinkonurnar
fundu dáinn á götunni og jörð-
uðu: — Þær moka ofan á og dálít-
il mold verður afgangs, af því að
nú er fuglinn í gröfinni —.
Um kvöldið heyrir Magga inn
til sín, að pabbi og mamma eru að
tala saman.
— Pabbi: Ég er svo skelfilega
þreyttur, þreyttur allan daginn —
— Mamma: Þú ættir að leita
læknis, þú ert orðinn svo magur
og gugginn upp á síðkastið —
Þannig byrjar það með pabba.
En minningarnar verða aldrei
óbærilegar vegna þess að höfund-
ur fléttar af djúpum skilningi
leiki og atburði dagsins inn í
hugarheim Möggu samhliða því
er hún veit að krabbi er hættulegt
orð — og pabbi á að deyja.
Áhrifaríkur þykir mér kaflinn
á bls. 52 í bókinni, svo milt segir
höfundur frá því sem tengist
minningunni um hinstu stundír
pabba.
Minningar Möggu um Gerði og
pabba hennar, sem er drykkju-
maður, eru snilldarleg lýsing á
því hve börn eru fordómalaus og
fundvís á hreinar tilfinningar
hversu ömurlegt sem umhverfið
er.
Það er enginn vafi á því að
þessi listræna bók sýnir veruleik
ann eins og hann getur ofur eðli
lega birst í minningu barns sem
lifað hefur slíka reynslu.
Hún á því erindi við alla, ekki
sist þá sem skilja hana og finna til
lífsins við lestur hennar.
Þýðing Einars Braga er mjög
góð.
Myndskreyting Frits Solvang er
sérstæð og skemmtileg.
Meðalmálmur
Magnea Matthfasdóttir:
KOPAR. 62 bls.
Alm. bókaf. 1976.
ÞESSI ljóðabók Magneu Matt-
híasdóttur líkist ótal slfkum sem
út hafa komið á undanförnum ár-
um, er hvorki betri né verri en
meðallagið en hverfur þá líka í
fjöldann. Þetta eru í og með óræð
ljóð og myrk; skáldkonan fer með
hálfkveðnar visur, umskrifar
hlutina, lætur lesandann gruna
hitt og þetta, gætir sín oftast að
segja ekki meir en svo að hann
verði sjálfur að yrkja í málið.
Þetta á fyrst og fremst við um
fyrri og lengri hluta bókarinnar,
Ný lff og gömul, en að nokkru
leyti um hana alla. Getur verið
góð dægradvöl að „ráða" sum
ljóðin, velta fyrir sér meining-
unni I þeim, leggja þau út á ýmsa
vegu. En vitanlega er það þá les-
andans skáldskapur en ekki höf-
undarins.
Seinni parturinn heitir til
mannanna minna og er bæði ljós-
ari og hreinskilnislegri. Eins og
nafnið bendir til eru það ástarljóð
— eða ljóðaflokkur réttara sagt.
Heldur svífur þar dapurlegur
andi yfir vötnunum, ástarsælan
reynist annaðhvort skammvinn
eða fallvölt og eftir sitja elskend-
ur með söknuð einan i sinni. Eða
er þessi skilningur ekki nálægt
réttu Iagi?
Sé lagt einhvers konar skáld-
skaparmat á þessi ljóð Magneu
Matthíasdóttur verður útkoman
nærri miðju með hliðsjón af
frumraunum annarra skálda
þessi árin. Ekkert ljóð bókarinnar
tel ég vera minnisstætt. Það vant-
ar í þetta magn og spennu; skáld-
konan hefur ekki enn öðlast hæfi-
leikann að segja mikið i fáum
orðum. Myndvísi eða líkingar
Magneu eru sums staðar allvel
heppnaðar en annars staðar mis-
heppnaðar. Ekki ber þó svo að
skilja að eitt ljóðið sé betur lukk-
að en annað, miklu fremur er eitt
atriði öðru betra í sama ljóðinu.
Lakast virðist mér Magneu takast
að enda ljóðin. — Einhvern tíma
kastaði maður fram þeirri þver-
sögn i mín eyru að eiginlega væri
ekki hægt að enda skáldsögu.
Hafi falist sannleikskorn i þeirri
staðhæfing á það eins við um ljóð.
Upphöfin á Ijóðum Magneu eru
betri en endahnútar þeir sem hún
bindur að jafnaði á þau.
Ennfremur hefði Magnea þurft
að aga betur málfar sitt. Ljóð get-
ur verið með óteljandi móti. En
hvernig sem það er, stutt eða
langt, Ijóst eða myrkt, verður það
að vera gagnort, annars felur það
ekki i sér eðli ljóðs og ber þá ekki
heldur nafn með réttu. Magnea er
ekki nógu gagnorð. Miðað við
form það sem hún notar er það
víða of prósaískt. Einnig hættir
Bökmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
henni til að blanda saman skáld-
legum hátíðleika annars vegar og
strákslegu kæruleysi hins vegar
Sé á annað borð hægt að fella það
tvennt til listræns samræmis (og
þá á ég við málfarið, orðavalið) þá
hefur það að minnsta kosti naum-
lega tekist í þessari bók.
En hvað um það, dæmdu bók
eftir þvi hvaða tilfinning hún
skilur eftir með sjálfum þér að
lestri loknum, og ljóð Magneu eft-
irláta ekki nein óþægileg áhrif,
þvert á móti er eitthvað ferskt og
upprunalegt í þeim og af þeim
sökum verðskuldar Magnea ekki
alls kostar neikvæða umsögn fyrir
þennan Kopar sinn, kopar er ekki
gull en r. uðleitur samt — málm
ur svona i meðallagi.