Morgunblaðið - 14.12.1976, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 14.12.1976, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1976 Björn Jónsson: 99 Viljirðu svívirða.. 99 í Morgunblaðinu 10. þ.m. birtist grein eftir Guðlaugu Svein- bjarnardóttur sem titlar sig sjúkraþjálfara. Grein þessi er svo barmafull af illkvittni, aðdróttun- um og rætni, að fleirum en mér hljóta að koma i hug hin alkunna vísa: „Viljirðu svívirða saklausan mann / Segðu ekki ákveðnar skammir um hann / en láttu það svona í veðrinu vaka / þú vitir hann hafi unnið til saka.“ Tilefni greinar þessarar virðist vera það að Heilsuræktin í Glæsi- bæ, sem starfað hefur í nokkur ár við hinn ágætasta orðstir, hefur nú tekist með aðstoð Tryggingar- stofnunar ríkisins og Sjúkrasam- lags Reykjavíkur að hefjast handa um endurhæfingu gamals fólks, sem þjáð er af ýmsum öldrunarsjúkdómum, sem bæta má að læknisráðum og gera þann- ig lif viðkomandi bærilegra. Þetta fer ákaflega I taugar „sjúkraþjálf- arans“ og telur hann sýnilega, að hér geti ekkert legið að baki ann- að en misnotkun almannafjár til að „auka rekstrarfé og tryggja velmegun eigendanna", eins og hann komst að orði. Sjálfsagt hefði „sjúkraþjálfar- anum" verið innan handar að fá réttar upplýsingar um eignarhald Heilsuræktarinnar I Glæsibæ og hefði þá getað sparað sér rætnina um þetta atriði, en hið sanna er, að Heilsuræktin er sjálfseignar- stofnun og fari því svo, sem er harla ólíklegt að rekstur hennar skili arði, mundi hann renna óskiptur til stofnunarinnar sjálfr- ar og þar með til eflingar hennar og aukinnar þjónustu fyrir eldri sem yngri, sem henni er ætlað að koma til bættrar heilsu og/ eða fyrirbyggja vanheilsu, en gæti aldrei orðið gróða- eða tekjulind neinna einstaklinga, hvorki þeirra sem „sjúkraþjálfarinn" Imyndar sér að „eigi“ stofnunina eða annarra. Hefði „sjúkraþjálfarinn" enn reynt að afla sér réttra upplýs- inga, hefði hann lika komist hjá því að festa á blað þá fáránlegu fullyrðingu sína, að það sé skil- yrði fyrir meðferð i Heilsurækt- inni að viðkomandi sé heilbrigður og ella sé honum úthýst þaðan. Þá hefði hann vitað, að jafnframt því sem Heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytið veitti Heilsuræktinni heimild til að reka sjúkraþjálfun I húsakynnum slnum var tilskilið af þess hálfu að „sjúkraþjálfarar annist meðferðina og að hún sé undir eftirliti og að fyrirmælum læknis“ eins og orðrétt segir I bréfi ráðuneytisins. Af ummælum „sjúkraþjálfar- ans“ má greinilega merkja að hann telur hvorttveggja mikla of- rausn („skyndilega rausn og óvænta umhyggju hins opin- bera“) að greiða fyrir meðferð 50 gamalmenna á dag og þó enn meiri ofrausn að sjá þeim fyrir fari til og frá Heilsuræktinni og væri það f jármagn betur komið til brýnni þarfa fólksins vegna hinna lágu tryggingabóta. Sjálfsagt má um slíkt metast, en flestir munu þó þeirrar skoðunar, að hið sama gildi um aldraða sem yngri, að bærileg heilsa sé flestu eða öllu mikilvægari fyrir lifshamingju og jafnvel lífslöngun manna. Þess vegna hlýtur allt velviljað fólk að gleðjast yfir þvf, að þeim áfanga er náð i þjónustu við hina öldr- uðu, sem samningur Heilsurækt- arinnar og hinna opinberu aðila tryggir. Með þvi er isinn brotinn og eftirleikurinn auðveldari fyrir þá, sem berjast vilja fyrir kjara- bótum og betri liðan aldraðs fólks. Þykist ég vita, að þetta sé flestum gleðiefni öðrum en hin- um þungbúna „sjúkraþjálfara“. Ekki ætla ég mér að gerast tals- maður borgarlæknis, Sjúkrasam- B jörn Jónsson lags Reykjavikur né Tryggingar- stofnunar ríkisins, þvi bæði borgarlæknir og forsvarsmenn hinna 2ja stofnana eru áreiðan- lega fullfærir um að verja sínar gerðir, ef þeim þykir ástæða til, en hitt þykir mér furðu gegna, að því ágæta fólki, sem árum saman hefur lagt á sig ómælt ólaunað erfiði, og lagt fram stórfé, án nokkurra líka á endurgreiðslu til þess að koma þeim mikilvæga 31 þætti endurhæfingarmálanna, sem hér um ræðir áleiðis, sé opin- berlega núið þvi um nasir, að því gangi eiginhagsmunir til. Slikar aðdróttanir eru ekki aðeins mark- lausar, heldur einnig svo ómak- legar að til skammar er hverjum þeim, sem þær viðhefur og þó enn frekar, þegar þær koma frá aðil- um, sem vegna stöðu sinnar og starfa, ættu öðrum fremur að hafa skilning á málefnum þeirra, sem við vanheilsu búa. Og svo aðeins að lokum: Að áliti okkar, sem notið höfum árangurs- ríkrar meðferðar I Heilsurækt- inni i Glæsibæ, ættu allir að gleðjast yfir þvi að fórnfúst starf frú Jóhönnu Tryggvadóttur og annarra, sem I heilan áratug hafa barist við litt yfirstiganlega erfið- leika og oft takmarkaðan skilning opinberra aðila er nú að sanna að það hefur ekki verið unnin fyrir gýg. Stofnunin er nú komin i það horf, að formaður danska yfir- sjúkraþjálfarafélagsins, frú Birg- itte Löye, lét svo um mælt eftir að hafa skoðað stofnunina fyrir skömmu síðan, að Heilsuræktin 1 Glæsibæ væri best búna endur- hæfingastöð, sem hún hefði aug- um litið. Óneitanlega skýtur álit þessa merka sérfræðings nokkuð skökku við álit „sjúkraþjálfar- ans“, sem þykist þess umkominn að hæðast að þvi stórmerka fram- taki, sem hér hefur verið að unn- ið, án þess að hafa svo mikið sem rekið nefið inn fyrir dyrastaf stofnunarinnar. Væri ekki ráð fyrir greinarhöfund að kynna sér stofnunina fyrst og dæma síðan? Frá Menningarsjódi NÝR BÓKAFLOKKUR: ÍSLENZK RIT í samvinnu við Háskóla íslands Jón á Bægisá i útgáfu Heimis Pálssonar Bjarni Thorarensen í útgáfu Þorleifs Haukssonar HIÐ MERKA HEIMILDARIT SAGA REYKJA VÍKURSKÓLA 1. bindi FROÐLEIKSBRUNNUR OG HEIMILISPRÝÐI Barnaplötnr sem hitta í mark og hafa sannað ágæti sitt. Gleðjið börnin með hljómplötum sem enginn verður svikinn af. Á.Á. hljómpiötnr, sími 26288

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.