Morgunblaðið - 14.12.1976, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1976
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Hveragerði Umboðsmaður óskast til að annast dreif- ingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Uppl. hjá umboðsmanni Helgu Eiríksdótt- ur eða afqreiðslunni í Reykjavík, sími 10100. Sölubörn óskast 20% sölulaun. Ferðahappdrætti H.S.Í. Iþróttamiðstöðinni, Laugardal, sími 85422. Opið daglega frá kl. 2 — 6. Setjari Óskum eftir að ráða setjara vanan um- broti. Umsóknir sendist blaðinu merkt: „Setjari — 4801", fyrir föstudag 17.12.
Sveitarstjóri Ölfushreppur óskar að ráða sveitarstjóra frá 1. maí n.k. Umsóknir, ásamt upplýsingum, um fyrri störf og menntun, berist til oddvita eða sveitarstjóra,á skrifstofu Ölfushrepps, Þor- lákshöfn, sími 99-3726. Umsóknarfrestur er til og með 5. janúar n.k. Hreppsnefnd Ölfushrepps.
Rafmagnstækni- fræðingur nýútskrifaður frá veikstraumsdeild Aarhus Teknikum — sérfag „analog styrings- teknik (reguleringsteknik)" óskar eftir góðri framtíðarstöðu. Uppl. í sima 50819.
Verslanir — Fyrirtæki Getum leyst út fyrir ykkur vörusendingar. Tilboð ergreini vörutegundir og upphæðir leggist inn á afgeiðslu blaðsins merkt „Gagnkvæmt — 4695".
| raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar |
nauöungaruppboö
Nauðungaruppboð að kröfu Benedikts Sigurðssonar hdl.,
Axels Kristjánssonar hrl., Jóhannesar Johannessen hdl.. og
innheimtumanna ríkissjóðs i Kópavogi og Keflavík verða
eftirtaldir lausafjármunir seldir á nauðungaruppboði sem
haldið verður að Vatnsnesvegi 33. Keflavík þriðjudaginn 21
des. 1976 kl 16. Bifreiðin Ö-2607. Ö-3447. X-1528, Ignis
frystikista, borðstofuborð ásamt 6 stólum, Ignis ísskápur,
Candy þvottavél, sjónvarp og plötuspilari af gerðinni Toshiba.
Uppboðshaldarinn i Keflavik,
Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu.
þakkir
Hugheilar þakkir sendi ég öllum vinum
og vandamönnum, sem sýndu mér marg-
víslega vináttu og tryggð á 80 ára afmæli
mínu, 1 9. nóv. sl.
Ég óska ykkur, og öllum sem ég þekki,
gleðilegra jóla, góðs nýárs og Guðs bless-
unar.
Helga S. Þorgilsdóttir.
lögtök
Lögtaksúrskurður
Skútustapahreppur
Samkvæmt beiðni oddvita Skútustaða-
hrepps úrskurðast hér með, að lögtök
geta farið fram vegna gjaldfallinna en
ógreiddra fasteignagjalda, útsvara og
aðstöðugjalda árið 1976 í Skútustaða-
hreppi, allt ásamt dráttarvöxtum og
kostnaði. Lögtök geta farið fram að liðn-
um 8 dögum frá birtingu úrskurðar
þessa.
Húsavík, 30. nóvember 1976,
Sýslumadur Þingey/arsýslu.
tilkynningar
Stjórn
Lífeyrissjóðs Rangæinga
hefur ákveðið að veita lán úr sjóðnum
hinn 15. febrúar 1977. Þeir, sem telja
sig eiga rétt á láni, þurfa að senda
sjóðnum umsóknir sínar fyrir 15. janúar
n.k.
Þar sem skrifstofa sjóðsins verður iokuð
til 29. des. verða eyðublöð afgreidd í
Búnaðarbanka íslands, Hellu til þess
tíma.
Lífeyrissjóður Rangæinga.
Styrktarsjóður
Málfundafélagsins Óðins
Sjóðurinn mun nú sem endranær veita styrki fyrir jólin til
aldraðra og sjúkra Óðinsfélaga eða maka þeirra.
Umsóknir sendist á skrifstofu Óðins Bolholti 7, fyrir 15.
desember.
Stjórn styrktarsjóðs Óðins.
tilboó — útboð
Útboð
Tilboð óskast í jarðvinnu og smíði grunna
þriggja fjölbýlishúsa við Ugluhóla í Breið-
holti III.
Útboðsgögn verða afhent hjá Gunnari
Torfasyni, verkfr, c/o Hagverk, Banka-
stræti 11, gegn 12.000 kr. skilatrygg-
ingu.
Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 28.
desember 1976.
Verkfræðistofa Gunnars Torfasonar.
— íþróttir
Framhald af bls. 23
steinsson bezti leikmaður
íslenzka liðsins í þessum leik, og
sennilega bezti maður vallarins,
ef Kay Jörgensen er undanskil-
inn. Geir var mjög virkur f
sóknarleiknum og ógnaði sífellt.
Reyndu Danirnir að koma vel út á
móti honum, en Geir reif sig þá
oft lausan og skoraði með gegn-
umbrotum. Þótt Geir skoraði 7
mörk í þessum leik var ekki unnt
að segja að hann hafi verið hepp-
inn með skot sín. Þannig komst
hann t.d. tvívegis i dauðafæri, en
lét Kay Jörgensen verja frá sér.
Viðar Símonarson átti einnig'
ágætan leik að þessu sinni, þótt
ekki væri hann jafn atkvæða-
mikill og hann var í leikjunum
við Austur-Þjóðverja. Viðar var
mjög öruggur í varnarleiknum og
hættulegur í sókninni. Nú kom
hins vegar að því að honum brást
bogalistin í vítaköstum. Varði
Kay Jörgensen frá honum, og þau
víti sem Islendingar fengu eftir
það dæmd í leiknum tók Jón H.
Karlsson og skoraði hann úr
þeim.
Ágúst Svavarsson ógnaði líka
sæmilega í þessum leik, en var
hins vegar alltof ragur við að
skjóta. Reyndi hann ekki nema
þrisvar sinnum að skjóta, skoraði
eitt mark og fékk tvívegis dæmd
aukaköst á Danina. Þá áttu þeir
Þorbjörn og Þórarinn ágætan
leik, en þeir voru mest inná í
vörninni.
— Úr Djúpadal
Framhald af bls 11
ákvörðun heimilishögum Hall-
gríms hastarlega, því upp frá
þessu helgaði hann Samvinnu-
hreyfingunni alla krafta sina,
en þær stundir, sem hann átti
með fjölskyldunni urðu sifellt
færri en hann hefði sjálfur ósk-
að. Hallgrimi auðnaðist að lyfta
mörgum Grettistökum fyrir
Samvinnuhreyfinguna meðan
hans naut við, en hann lést fyr-
ir aldur fram, aðeins fjörutíu
og sex ára...“
Saga Hallgrims Kristinsson-
ar, er prentuð í Prentverki
Odds Björnssonar á Akureyri.
Hönnun annaðist Kristján
Kristjánsson. Bókin er gefin út
í samvinnu við Samband ís-
lenzkra samvinnufélaga, eins
og raunar er minnst á hér að
framan.
I sögu Hallgríms KriStinsson-
ar er meðal annars greint frá
vináttu hans við Valtý Stefáns-
son, ritstjóra Morgunblaðsins.
En þess má geta til fróðleiks og
sem einskonar viðbót við þessa
sögu Hallgríms Kristinssonar
að í ævisöguágripi, sem ritstjóri
Morgunblaðsins skrifaði um
Valtý Stefánsson og birtist í
bókinni Með Valtý Stefánssyni,
(útg. 1962), er Hallgríms Krist-
inssonar meðal annars minnst
án þess að það koma fram I bók
Páls H. Jónssonar. Valtýr segir
m.a.: „Síðar var ég ekkert við-
riðinn blaðamennsku þangaó til
ég gerðist ritstjóri Freys, 1923,
nema hvað ég skrifaði stundum
erlendar fréttir í Timann fyrir
orð vinar mins Hallgráms Krist-
inssonar. Ég var ritstjóri Freys
um tveggja ára skeið og hafði
þá stuðning að norskum blöð-
um, sem fjölluðu um búnaðar-
mál, og ef satt skal segja, lagði
ég mig í framkróka með að gera
blaðið sem bezt úr garði, enda
þá farið að tala um að ég yrði
ritstjóri Morgunblaðsins, og
þdtti mér Freyr góður undir-
búningur undir það starf.“ Það
er ekki lítill þáttur í samtíðar-
sögunni að hafa átt hlutdeild að
því að Valtýr Stefánsson hóf
blaðamennsku og varð siðar rit-
stjóri Morgunblaðsins, en Hall-
grímur Kristinsson hefur sýni-
lega ýtt á hann, enda þótt hann
hafi fremur kosið að Valtýr
ilentist á Tímanum en Morgun-
blaðinu. Fáir menn höfðu jafn
mikil áhrif um sina daga og
einmitt Valtýr Stefánsson.
— Frumvarp
um tollskrá
Framhald af bls. 21
koma um 900 m kr. til framkvæmda
strax á næsta ári sem er um 300 m. kr
meira en fjárlagafrumvarpið eins og
það nú liggur fyrir gerir ráð fyrir. Það
dylst sjálfsagt engum að ríkissjóður
verður með einhverjum hætti að draga
úr útgjöldum eða bæta sér upp þann
tekjumissi sem hér um ræðir og mun
það mál koma til kasta þingsins þegar
þar að kemur en ekkert hefur að svo
stöddu verið ákveðið í þeim efnum
AFGREIÐSLA FRUMVARPSINS
FYRIR ÁRAMÓT BREYTT
VEGNA HAGSMUNA IÐNAÐARINS
Á árinu 1 975 var sú ósk borin fram
af samtökum iðnaðarins að leitað yrði
eftir því við EFTA og EBE að fá al-
menna framlengingu á aðlögunartíma
að því er snertir tollalækkun á verndar-
vörum Ríkisstjórnin taldi ekki rök vera
fyrir almennri framlengingu aðlögunar-
tímans, en hins vegar kæmi til álita að
óska eftir undanþágum fyrir einstakar
iðngreinar, er stæðu höllum fæti í
samkeppninni í þessu skyni var að
undirlagi ríkisstjórnarinnar hafin
athugun á vegum Þjóðhagsstofnunar á
áhrifum fríverslunarsamninganna á
innlendan verndarvöruiðnað og mun
skýrsla stofnunarinnar væntanleg á
næstunni
Gefst þá tækifæri til athugunar á því
hvort sérstakra undanþága er þörf fyrir
einstakar greinar verndarvöruiðnaðar-
ins.
j þessu sambandi vil ég leggja ríka
áherslu á það hér, að samþykkt þessa
frumvarps snertir engan veginn hug-
leiðingar um þetta efni, því að um-
samdar tollalækkanir koma til fram-
kvæmda frá ársbyrjun hvort sem þetta
frumvarp er þá afgreitt eða ekki vegna
skuldbindinga okkar I fríverslunar-
samningunum Dragist samþykkt
þessa frumvarps fram yfir áramót þá
hefur það eingöngu i för með sér, að
þær ívilnanir iðnaðinum til handa, sem
í því felast, frestuðust til mikils óhag-
ræðis fyrir iðnaðinn samtímis því, að
samkeppnisaðstaða hans yrði lakari frá
næstu áramótum vegna áðurnefndra
umsaminna tollalækkana á verndarvör-
um við EFTA og EBE.
Ég geri mér grein fyrir að frumvarp
þetta er lagt fram i allra síðasta lagi til
að hægt sé að afgreiða málið fyrir
jólaleyfi þingmanna Sá dráttur sem
orðið hefur á framlagningu frumvarps-
ins stafar fyrst og fremst af mikilli
undirbúningsvinnu sem tekur mikinn
tima Ég vil hins vegar eindregið fara
þess á leit við hæstvirta Alþingi að mál
þetta fáist afgreitt frá Alþingi fyrir ára-
mót, því að mínu mati skapar frestun á
afgreiðslu frumvarpsins mikil vanda-
mál og afgreiðsla þess er mjög brýn
vegna hagsmuna iðnaðarins. Munu
embættismenn tolladeildar ráðuneytis-
ins verða þingmönnum í hæstvirtum
fjárhagsnefndum þingsins svo og öðr-
um þingmönnum sem þess óska að því
liði sem hægt er til að svo megi verða