Morgunblaðið - 14.12.1976, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1976
Sigurður Guðjónsson:
Geðs júklingar—horn-
rekur þjóðfélagsins
I Morgunblaðinu 7. desember, á
annarri bláðsíðu, er frétt sem ber
þessa fyrirsögn: „Um 530 rúm
skortir fyrir geðveikt fólk. — Að
óbreyttum framkvæmdahraða
verður geðdeild Landspítala ekki
lokið fyrr en 1980.“
Siðan segir orðrétt með dökku
letri: „Nú er talið, að um 530 rúm
skorti hér á landi fyrir fólk, sem
þjáist af hinum ýmsu tegundum
geðsýki. Þar af skortir um 280
rúm á geðdeildir fyrir skamm-
tima vistun sjúklinga. A
hjúkrunarheimili vantar a.m.k
120 rúm fyrir geðsjúklinga til
langdvalar. Um 100 rúm skortir á
sérstökum geðveikrastofnunum
og á drykkjumannahæli vantar
um 30 rúm fyrir langdvalarsjúk-
linga. Um nokkurra ára skeið hef-
ur verið í byggingu geðdeild við
Landspitalann og var lokið við að
steypa þá byggingu upp á sl.
sumri en að óbreyttum aðstæðum
verða engin rúm tekin þar i notk-
un á næsta ári, hins vegar mun
stefnt að þvi að ljúka göngudeild i
hinni nýju geðdeild á næsta ári.“
Þá er bætt við í fréttinni að nú
séu til í landinu samtals 428 rúm
fyrir geðsjúka, þar af 128 rúm á
Kleppsspítala fyrir skammtima
vistun (18 af þeim sérstaklega
ætluð drykkjusjúkum) og 31 rúm
á Borgarspítala, 50 rúm fyrir
langdvalarsjúklinga á Kleppi
sjálfum, en auk þess á sérstökum
hjúkrunarheimilum á hans veg-
um 104 rúm og fyrir sams konar
sjúklinga 86 rúm á vegum Borgar-
spitalans. Þetta gera í heild 190
rúm fyrir langdvalarsjúklinga, öll
í Reykjavík að undanskildum 16 á
sjúkrahúsinu í Stykkishólmi og
14 á Bjargi. Loks er samtals 81
rúm á drykkjumannahælum.
Ekki kemur fram hvort nokkur
hæli séu til fyrir drykkjusjúkar
konur. Nú er ný geðdeild í bygg-
ingu við Landspitalann en i frétt-
inni segir, að þó árið 1976 hafi
fjárveitingar til hennar verið
áætlaðar 78 milljónir króna og
árið 1977 125 milljónir króna
bendi ekkert til þess miðað við
núverandi áætlanir að byggingu
geðdeildar Landspítalans verði
lokið fyrr en árið 1980 og að öllu
óbreyttu verði engin sjúkrarúm
tekin í notkun I hinni nýju geð-
deild fyrr en i fyrsta lagi á árinu
1978. I Morgunblaðinu daginn eft-
ir að þessi frétt birtist, þ.e. 8.
desember, staðfestir Tómas
Helgason yfirlæknir á Kleppi, að
þessar tölur um skort á sjúkra-
rúmi fyrir geðsjúka séu réttar og I
meginatriðum kemur hið sama
fram í svari Matthíasar Bjarna-
sonar heilbrigðisráðherra á al-
Ef við nú á næstu mánuðum,
eða nánar, til næstu samninga
íhugum stöðu okkar matsveina i
samanburði við aðra launþega,
kemur í ljós að við erum langt á
eftir öðrum — ef miðað er við
vinnuálag á fiskiskipunum.
Hvaða matsveinn vill ekki leysa
starf sitt samvizkusamlega af
hendi? Og útgerðarmenn vita,
hve mikið fjármagn fer um hend-
ur þessara manna, og þess vegna
veit ég, að margur mætur út-
gerðarmaðurinn skilur okkar
sjónarmið og lítur með sanngirni
á okkar mál.
Stéttarfélag okkar er landsfél-
ag, og verðum við því að fylkja
ok..ur undir eitt sameiginlegt
merki, og hvetja alla starfandi
þingi 7. desember við fyrirspurn
Ragnhildar Helgadóttur.
Umræður
á Alþingi
Nokkrar umræður urðu um
þessi mál í sameinuðu þingi. Til-
efni fyrirspurnar Ragnhildar er
sú, samkvæmt fréttum Morgun-
blaðsins 8. desember, að „henni
fyndist ekki alveg ljóst af fjár-
lagafrumvarpi næsta árs, hver
áætlunin í þessu efni yrði nú,
hvort halda ætti áfram á sömu
braut og áður hefði verið mörk-
uð“. Meginatriðin í svari Matt-
hiasar ráðherra voru á þessa leið:
Byggingaframkvæmdir hafi geng-
ið með eðlilegum hætti fram á
mitt ár 1976. En síðan segja þing-
fréttirnar: „Tillögur heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytisins
um fjárveitingar til geðdeildar á
fjárl. þessa árs voru lækkaður úr
188 millj. í 78 mill. (leturbr. min)
og olli þessi lækkun því, að ekki
var hægt i byrjun þessa árs að
gera ráð fyrir öðru en að bygg-
ingarframkvæmdir við geðdeild
myndu stöðvast, þegar lokið var
þáverandi samningsáfanga, en
það var að gera húsið fokhelt og
glerja það.“ Þá kemur í ljós af
orðum ráðherra, að síðastliðið vor
hafi byggingarstjórn óskað eftir
því við Háskóla íslands að fá að
láni 50 milljónir króna af fé því
sem gert var ráð fyrir að færi til
bygginga Háskólans á Landspít-
alalóð á þessu ári, til að halda
áfram framkvæmdum við geð-
deildina. Þetta Ián fékkst með
þvi skilyrði að féð yrði endurgreitt
af fjárveitingum ársins 1977. Þá
voru gerðar útboðslýsingar um
áframhaldandi vinnu við geð-
deildina, en aðferðin við fjárveit-
inguna hafi valdið því að það
hönnunarstarf sem í byrjun var
gert vegna geðdeildarinnar hafi
„hvergi nærri komið að þeim not-
um sem upphaflega var gert ráð
fyrir, vegna þess að bjóða hefur
orðið út miklu minni byggingar-
áfanga en fyrirhugað var“. Það
kemur fram i svari heilbrigðisráð-
herra að hann geti ekki á þessu
stigi málsins sagt um hvenær
byggingu geðdeildarinnar verði
lokið, m.a. vegna niðurskurðar
fjárveitinga á síðasta ári. Þá segir
í þingfréttum Morgunblaðsins: „I
fjárlagafrumvarpi þvi sem nú
liggur fyrir alþingi, eru fjárfram-
lög til geðdeildar skorin niður úr
185 millj. I 125 millj. eða um 60
millj.“ (Leturbr.mín). Ráðherr-
ann segist hafa lagt áherzlu á það
að í fjárlögum næsta árs verði
varið fé til að ljúka göngudeild-
matsveina á fiskiskipum til að
ganga í MatsveinafélagSjómanna-
sambands Islands, og vil ég biðja
alla aðila að senda okkur ábend-
ingar — sem eru ævinlega vel
þegnar.
Ég sagði einu sinni, — réttilega
— að háseti væri gulls igildi. En
hvers virði skyldi matsveinn
vera? Nú eru menn að minnsta
kosti hættir að segja, þegar spurt
er um skipshöfn: „Það er svo og
svo margir menn um borð — og
svo kokkurinn!"
Mér finnst mál til komið, að
matsveinar, með eða án réttinda,
vakni af þyrnirósarsvefni sínum,
og taki höndum saman um sin
málefni. örfáir áhugamenn innan
stéttarinnar fá afar takmörkuðu
inni þannig að hún geti tekið til
starfa á næsta ári, en þingmenn
geti reynt að gera sér grein fyrir
þvi sjálfir, hve það myndi lengja
byggingartímann ef tillögur ráðu-
neytisins verði áram lækkaðar á
sama hátt og áður hefur verið.
Það kemur einnig fram að nú I
október hafi verið greiddar til
geðdeildar rúmlega 260 milljónir
króna en áætlaður kostnaður við
alla bygginguna sé um 750—800
milljónir króna. Til þess að geð-
deildin geti öll verið komin í notk-
un árið 1980, þyrfti að veita til
hennar um 200 milljónir króna á
ári. Matthías telur að auðvelt
verði að taka deildina í not í
áföngum ef fjárveitingar væru
nægar. Þannig geti göngudeildin
tekið til starfa i lok næsta árs og
tvær sjúkradeildir á árinu 1978.
Verði hins vegar áfram haldið
þeirri stefnu er mörkuð var í fjár-
veitingum ársins í ár, konfa
sjúkradeildir ekki i gagnið fyrr
en árið 1979 eða jafnvel 1980.
Hvaða
ályktanir
má draga?
Svona eru staðreyndir þessa
máls. En hvaða ályktanir má
draga af þessum staðreyndum? I
Morgunblaðinu 8. desember er
einnig viðtal við Tómas Helgason
yfirlækni á Kleppi og kemur þar
m.a. þetta fram. Ef fer fram sem
horfir um framkvæmdahraða nú
miðað við tillögur í fjárlögum þá
verður húsnæðið til þess að „hinir
geðveiku verði áfram einangraðir
og við færumst aftur á bak á
þessu sviði I stað þess að miða
nokkuð á leið.“ (Leturbr. min).
Ætla mætti af framangreinduni
staðreyndum að ástandið væri í
þessum efnum svo bágborið að illt
væri að það stæði í stað hvað þá að
það versnaði. 1 viðtali Morgun-
blaðsins 9. desember við Jón G.
Stefánsson geðlækni á Kleppi
kemur það berlega fram að stofn-
unin er mjög ófullnægjandi og
aðstaða erfið.
Jón segir t.d.: „Kleppsspítalinn
er í raun löngu orðinn úreltur og
staðall hans er I raun miklu lakari
en gengur og gerist um sjúkrahús
á Islandi." Jón bætir við síðar að
þó vissulega hefðu orðið endur-
bætur á siðustu árum, hefði spít-
alinn alls ekki í tré við þá þróun
sem orðið hefði. Þetta sama við-
horf kemur mjög skýrt I ljós I
myndskreyttum frásögnum við
Kleppsspitalinn er birtust sömu
helgina i haust af tilviljun bæði í
Vísi og Alþýðublaðinu.
En nú skulum við athuga og
áorkað, hversu mjög sem þeir
leggja sig fram — í félagi sem á
að vera stórt og öflugt.
Að endingu vil ég benda út-
gerðarmönnum og skipstjórum á,
að samkvæmt samningum er
óheimilt að ráða réttindalausan
mann til matsveinsstarfa, ef rétt-
indamaður er fyrir hendi. — Tel
ég, að skipstjórar hafi gert tölu-
vert af þvi að ráða vini sína og
venzlafólk i matsveinsstöður, ef
hagnaðar er von.
Þrátt fyrir að rikt hafi mikið
samtakaleysi innan stéttar okkar,
vonq ég að nú sjáist fyrir endann
á því með samstöðu góðra manna I
félagi okkar — Matsveinafélagi
Sjómannafélags tslands. — Geta
þá allir unað glaðir við sitt —
þegar réttlætið ræður ríkjum.
bera saman við upplýsingar Matt-
híasar ráðherra um þróunina.
Hvernig Tómas Helgason yfir-
læknir telur nauðsynlegt að hún
þurfi að verða. Hann segir i fyrr-
nefndu viótali Morgunblaðsins:
„Ég tel að það eigi að leggja
áherzlu á að koma sem allra fyrst
á alhliða geðlæknisþjónustu og
ljúka fyrst við eina sjúkradeild
fyrir 15 sólarhringssjúklinga og 3
dagsjúklinga ásamt hluta af fyrir-
hugaðri göngudeildaraðstöðu. Ég
tel bráðnauðsynlegt að hvort
tveggja verði komið í gagnið ekki
siðar en I árslok 1977 eða árs-
byrjun 1978. Siðan verði unnið að
næstu legudeild með það fyrir
Sigurður Guðjðnsson
augum að hún verði tekin í notk-
un I árslok 1978 og um leið verði
aukið göngudeildarpláss. Það
skiptir mjög miklu máli að koma á
samhliða sjúkradeild og göngu-
deild. Til þess að göngudeild nýt-
ist vel þarf sjúkradeildin að vera
komin á og göngudeildin býður
einnig upp á betri nýtingu sjúkra-
deildar. „ (Leturbr: mínar.)
Þetta eru viðhorf Tómasar. Það
sem hann telur bráðnauðsynlegt
miðað við tiltekin árabil stangast
heldur betur á við áætlanir um
hvenær þessum áföngum verður
náð í raun og veru samkvæmt
áætlunum.
En hvaða afleiðingar hefur
seinkun geðdeildarinnar á mál-
efni geðsjúkra? Þær telur Tóm-
as þessar helztar: „Ef fram-
kvæmdahraði verði ekki aukinn,
mun það leiða til þess, að sjúk-
lingar, sem nauðsynlega þurfa að
komast á sjúkrahús, komast ekki
að og það er þvi hætta að ekki
takist að lækna þessa sjúklinga
og þeir verði krðniskir sjúklingar
og örýrkjar. Það myndi hins veg-
ar leiða til þess, að meira lang-
dvalarpláss þarf fyrir þetta fólk
síðar, en ella þyrfti, ef unnt
reýndist að lækna það í tíma.“
Þá kemur fram ótti Tómasar
um tregðu aðstandenda sjúklinga
að veita þeim viðtöku eftir að
þeim er batnað ef þeir hafa orðið
að sinna þeim langan tima veik-
um áður en þeir komust á sjúkra-
hús. En síðar segir hann: „Það
hefur einnig ýmsar aðrar afleið-
ingar ef fólk, sem er geðveikt,
kemst ekki á sjúkrahús í tæka tið.
Það getur leitt til fleiri sjálfs-
morða, aukningar á lyfjanotkun
og aukningar á áfengisnotkun,
sem í mörgum tilvikum leiðir til
áfengissýki". ((Leturbr: mtnar).
Þetta ályktar Tómas Helgason.
Matthías ráðherra segir að úrbæt-
ur í heilbrigðismálum verói að
gera fyrst þar sem þær eru brýn-
astar. Af þvi sem Tómas segir,
Jón G. Stefánsson, Ragnhildur
Helgadóttir og fleiri þingmenn I
umræðunum á alþingi og mun
auk þess vera almenn skoðun
þeirra er fjalla um heilbrigðis-
mál, er ástandið liklega hvergi
lakara en einmitt í sviði geð-
heilsu. 1 leiðara Morgunblaðsins
8. desember er þetta ófremdar-
ástand kallað „svartur blettur á
þjóðinni."
Aldagatnlir
fordómar
Liggur það ekki I augum uppi
að veita mest útgjöld til þeirra
mála sem brýnust þörf er á
að leysa? Þvi svarar Matthias ját-
andi. En samt bætir hann því við
að meðan hann sé heilbrigðisráð-
herra muni hann ekki gera geð-
heilbrigðismálum hærra undir
höfði en öðrum þáttum heilsu-
gæzlu. Hann er því greinilega í
mótsögn við sina eigin hugsjón-a-
stefnu I sérgrein sinni sem ráð-
herra. Þeir sem liða svo og svo
mikið vegna lélegs ástands á sviði
geðheilbrigðismála verða því ef
til vill að biða eftir því að málum
þeirra verði komið I sómasamlegt
horf þangað til einhver annar tek-
ur við embætti heilbrigðisráð-
herra af Matthíasi.
Geðsjúkdómar hafa löngum
haft mjög ákveðna sérstöðu i hug-
um fólks miðað við aðra sjúk-
dóma. Alveg fram á síðustu tima
hafa aldagamlir fordómar blindað
augu almennings gagnvart þess-
um fyrirbærum. Þó viðhorfin hafi
mjög breyzt i frjálslyndari átt á
siðari árum er þó langt i frá að
leifar þessara fordóma séu horfn-
ir. Þeir eru að visu sjaldan núorð-
ið illkynja. Það er að skilja: Fólk
vill gjarna hafa viðsýnt og vin-
gjarnlegt viðhorf til þessara sjúk-
dóma og leggja „úrbótum" lið. En
skilningur almennings á vanda-
málum geðsjúkra, bæði I einkalifi
þeirra og hvernig þau koma fram
og hindra þátttöku þeirra i þjóð-
félaginu og umhverfi sínu, er
mjög óljós og eiginlega langt frá
lagi. Ég á hér auðvitað við hlut-
lægan skilning sem sér fyrirbærið
eins og það er i raun og veru en
ekki skilning sem sprettur af ein-
hverrf meira og minna yfirborðs-
kenndri samúð sem fyrr en varir
getur breytzt í ómeðvitaða eða
vísvitandi tortryggni og andúð.
Tiltölulega fáir gera sér glögga
mynd af dálitið sérstæðum vanda-
málum margra geðsjúklinga
nema þeir sem hafa haft náin
kynni af sjúklingum I gegnum
starf, skyldmenni eða á einhvern
annan hátt. Þó eru geðrænir kvill-
ar mjög algengir og geðsjúkdóm-
ar eru ekki einn sjúkdómur held-
ur margir. En flestir þurfa ekki
að leggjast á sjúkrahús vegna geð-
heilsu sinnar og það veldur þvi að
meiri háttar mörk eru dregin
milli þeirra sem eru eða hafa ver-
ið á sjúkrahúsi og þeirra sem
aldrei hafa þurft að leita hælis
á sjúkradeildum. Én i sambandi
við geðsjúkdóma gildir það lög-
mál eins og við flesta sjúkdóma
að sjúklingurinn komi sem allra
fyrst undir læknishendur. Því
fyrr þvi betri batahorfur. Þvi
seinna þvi lakari batahorfur.
Þetta á ekki sizt við um aivarlegri
tegundir geðsjúkdóma. Ef aðeins
grunur vaknar um að einhver
gangi með krabbamein er viðkom-
andi einstaklingur umsvifalaust
settur í rækilega rannsókn og
þykir álíka sjálfsagt mál og
að rétta drukknandi manni
hjálparhönd. Margir geðsjúkdóm-
ar gera fyrst vart við sig þegar
fólk er I „blóma lífsins", kannski
að hefja lífsstarf sitt. Fái þeir að
þróast óáreittir, en slík tilfelli
hljóta að vera ótrúlega mörg á
Islandi, samkvæmt þeim upplýs-
ingum sem fram hafa komið, get-
ur það leitt til að sjúklingar, sem
hægt er að lækna, verði eins og
Tómas Helgason bendir á krón-
ískir öryrkjar. Þeir verða kannski
andlegir örkumlamenn óhæfir til
þátttöku í þjóðfélaginu og jafnvel
þvi umhverfi sem þeir lifa I.
Framtið þessa fólks hrynur bók-
staflega í rúst, menntun þeirra,
hugsun og hæfileikar koma eng-
um að gagni. Þeir hverfa í raun og
veru af sjónarsviði þjóðfélagsi
veruleika nema sem flöktandi
skuggar. Hvað skyldi það kosta
þjóðfélagið i peningum að halda
uppi andlegum öryrkjum á viku,
mánuði eða ári? Hvað verður sú
upphæð há eftir fimm ár ef svo og
svo margir læknanlegirsjúklingar
eru bókstaflega neyddir til að
sætta sig við þessi örlög? Og hvað
um lífshamingju þessa fólks og
ættingja þeirra? Það er sagt að
Framhald á bls. 34
Skúli Einarsson matsveinn:
Hugleiðingar til mat-
sveina á fiskiskipum