Morgunblaðið - 13.01.1977, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 1977
5
Baksfðuauglýsing úr janúarhefti brezka tfmaritsins Honey.
í slenzk fy rir-
sæta vekur at-
hy gli í E vrópu
ISLENZK stúlka, Kolbrún
Sveinsdóttir, hefur vakið veru-
lega athygli undanfarið og öðl-
azt skjótan frama meðal tizku-
sýningarfólks í Evrópu. Hefur
Kolbrún siðastliðið ár starfað á
vegum austurrísks fyrirtækis,
sem hefur starfsemi viða um
lönd. Hefur Kolbrún starfað
viða á þessu tímabili og ekki
hvað minnst á Ítalíu. I nóvem-
ber-, desember- og janúarheft-
um nokkurra heimsfrægra
tfmarita hefur m.a. mátt sjá
heilsíðuauglýsingu, þar sem
Kolbrún auglýsir ilmvatnsteg-
und. Af þeim tímaritum, sem
auglýsingin hefur birzt i má
nefna Honey, Vogue, Nineteen
og Harpers.
Kolbrún Sveinsdóttir varð
númer 2 i keppninni um
fegurðardrottningu íslands ár-
ið 1972 og fékk þá titilinn ung-
frú Reykjavík. Ári síðar tók
hún þátt i alheimsfegurðarsam-
keppninni í Tokyo og þó svo að
hún kæmist ekki í úrslit keppn-
innar, þá vakti hún mikla at-
hygli og fékk mörg atvinnutil-
boð. Hefur Kolbrún starfað er-
lendis 3—4 síðustu ár og þá
meðal annars notað sér þau til-
boð, sem hún fékk í keppninni í
Tokyo. Kolbrún varð þriðja i
röðinni i fyrsta skipti, sem
keppnin um „Fulltrúa ungu
kynslóðarinnar“ fór fram hér á
landi. Þess má geta til gamans
að i fegurðarsamkeppninni
1972 vakti Kolbrún mikla at-
hygli fyrir málakunnáttu sina,
en hún talaði þá 7 tungumál og
var að læra það áttunda.
Athugasemd um
skipadeild SÍS
1 AFMÆLISGREINUM um hr.
Hjört Hjartar, framkvstj. skipa-
deildar S.t.S. nú um s.l. helgi I
Morgunblaðinu og Tímanum (og
reyndar einnig áður i Samvinnu-
fréttum) er skrifað þannig, að
ekki verður annað lesið né skilið
en hann hafi verið fyrsti fram-
kvæmdastjóri skipadeildarinnar.
Ilér er um missögn að ræða að
minu mati og ég tel nauðsyn á að
fjalla nánar um hvers vegna.
Skipadeild sambandsins hóf
störf undir forustu hr. Vilhjálms
Þórs, forstjóra S.Í.S. 1946 með
kaupum á M/S Hvassafelli frá
ítaliu. Þá er hr. Sigurður
Benediktsson fulltrúi Vilhjálms
og honum er falið það vandasama
verkefni að taka við stjórnun á
rekstri skipsins og hefja undir-
búning að þvi að samvinnumenn
eigi sinn kaupskipaflota. Ég og að
minu mati allir sem vorum á
kaupskipum samvinnumanna
þessi ár töldum að hér væri komin
skipadeild S.I.S. í RAUN og ein-
hver formbreyting i innri tilhög-
un og með tilheyrandi titlatogi
skipti EKKI mál. Ef ég man rétt
starfaði Sigurður Benediktsson
við skipadeildina sem forstöðu-
maður framá síðari hluta ársins
1953 eða um eða á 7. ár. Á þessum
árum komu einnig skipin M/S
ARNARFELL, sem Sverrir Þór
var lengst með og Jökulfell, sem
kom 1951 og Guðni Jónsson varð
fyrsti skipstjóri á og i 6 ár.
Við, sem störfuðum á skipum
samvinnumanna þessi ár munum
vel eftir hve Sigurður heitinn
lagði sig fram við að mæta þörf-
um kaupfélaganna með vörur, og
það mjög margbreytilegar, næst-
um inn á hvaða höfn sem vera
skal, svo sem Óspakseyri, Borð-
eyri, á Bakkafjörð, Vopnafjörð
o.s.frv., en menn verða að hafa
það, f huga, að þá voru aðstæður
allar aðrar en nú er. Allir vissu
það, að skipulag á þessari þjón-
ustu við kaupfélögin var í hönd-
um Sigurðar og sem dæmi má
nefna, að hann hafði simann
ævinlega i seilingarfjarlægð hvar
sem hann var staddur, jafnt á
nóttu sem degi. Ég fullyrði að
áhugi hans fyrir velferð skipanna
var takmarkalaus og ódrepandi.
Mér vitanlega mátu skipstjórnar-
menn Sigurð mikils og undruðust
oft hörku hans ásamt lægni við að
finna lausn á erfiðu vandamáli
við að fullnægja mjög vaxandi
siglingaþörf samvinnuverslunar
út um allt land. Á þessum árum
var gifurleg vinna um borð í skip-
unum og gamlar dagbækur minar
sýna, að vinnuvikan var mánuð
eftir mánuð 75—80 stundir og
jafnvel meir.
Ég vil að lokum geta þess, að
Sigurður Benediktsson hóf störf
1933 hjá Kaupfélagi Þingeyinga á
Húsavík, á fjórtánda ári og helg-
aði samvinnuhreyfingunni allt
sitt líf. Hann féll frá i blóma
lifsins og hafði þá tekið við for-
stjórastarfi og uppbyggingu á
Osta- og smjörsölunni.
Ég vil einnig nota þetta tæki-
færi og minnast ferðar þar sem
Hjörtur Hjartar var með Hvassa-
fellinu og góðum samræðum okk-
ar i þeirri ferð og þá sýndi hann
sem síðar kom í ljós, að hann var
vel vakandi fyrir framgangi
skipadeildarinnar.
Jón Arm. Iléðinsson.
Bridge
Umsjón:
Arnór Ragnarsson
Úrslitakeppni í
Reykjanestyimenning
lýkur um helgina
Urslit í tvímenningskeppni
Reykjanesumdæmis, hið annað
sinnar tegundar fara fram n.k.
föstudag og laugardag (14. og
15. jan) í Þinghól, Kóp. Spila-
mennská hefst kl. 20.00 á föstu-
dag en kl. 13.00 laugardag.
Spiluð eru 5 spil á milli para,
alls 75 spil. Keppt verður um
silfurstig. Keppnisstjóri verður
Sigurjón Tryggvason en honum
til aðstoðar verður Vigfús Páls-
son. 16 pör eiga rétt í þessa
úrslitakeppni, en nv. meistarar
eru þeir bræður Hermann og
Ólafur Lárussynir BAK
Alls komast 6 pör í íslands-
mót, auk 1 v-pars.
Sveit Jóns Stefáns-
sonar með titilinn
í seilingarfjarlægð
Nú er aðeins einni umferð
ólokið 1 aðalsveitakeppni
Bridgedeildar Breiðfirðinga-
félagsins. Sveit Jóns Stefáns-
sonar hefir örugga forystu og
er aðeins ein sveit sem gæti
komið til með að ógna veldi
hennar, sveit Ingibjargar
Ilalldórsdóttur. Þó er mjög
ólfklegt annað en þeir beri
sigur úr býtum, þar sem þeir
hafa 23 stiga forystu.
Staða efstu sveita er nú þessi:
Jóns Stefánssonar 153
Ingibjargar Halldórsd. 130
Sigríðar Pálsdóttur 113
Hans Nielsens 110
Elísar R. Helgasonar 107
Vörðu titilinn og
hafa unnið 3svar
sl. fjögur ár
Tvímenningskeppni Bridge-
félags Borgarness er nýlega
lokið. Þátttakendur voru 20 pör
og voru alls spiluð 135 spil.
Sigurvegarar urðu Baldur
Bjarnason og Jón Einarsson.
Hlutu þeir félagar 665 stig.
Unnu þeir tvlmenninginn einn-
Framhald á bls. 19
MEIRIHLUTI vagn-
stjóra S.V.R. telur, að
nagladekk séu nauðsyn-
legur öryggisútút-
búnaður fyrir vagnana,
eins og fram hefur komið
í fréttum og hafa þeir
Ingi U. Magnússon gatnamála-
stjóri
Söltun er betri
vörn en naglar
— segir gatnamálastjóri
bent á, að s.l. laugardag
hafi 8 vagnar annaðhvort
lent í árekstri á Lauga-
veginum eða stöðvazt af
völdum skyndihálku.
Ingi U. Magnússon, gatna-
máiastjóri, sagði í viðtaii við
Mbl. að hið rétta væri, að einn
vagn hefði runnið utan I aðra
bifreið og valdið lítilsháttar
skemmdum, og nokkrir aðrir
strætisvagnar raðað sér upp
fyrir aftan og beðið eftir söltun.
— Þegar þessi töf á saltdreif-
ingunni var athuguð, sagði
gatnamálastjóri, kom i Ijós að
saltdreifingarbillinn, sem átti
að sjá um Breiðholtshverfið var
í viógerð og sá, sem átti að sjá
um Laugaveginn, var sendur í
Breiðholt þvi þar var talin
meiri þörf. Þessar ráðstafanir
urðu þess valdandi, að nokkrir
strætisvagnar urðu að biða i um
20 minútur eftir saltdreifingu á
Laugaveginum.
Til þess að koma í veg fyrir
að svona óhapp geti komið fyrir
hefur varasaltbifreið verið
bætt inn í kerfið, sagði Ingi, og
S.V.R. hefur verið útveguð tal-
stöðvarrás við saltbifreiðarnar.
„Með góðri samvinnu starfs-
manna minna og S.V.R. á að
vera hægt að leysa þetta
öryggismál vagnanna á betri
hátt en með nagladekkjum og
að þvi er stefnt af hálfu borgar-
yfirvaldanna með fljótvirkari
hálkueyðingarkerfi." Þá nefndi
Ingi U. Magnússon, að nú væri
tiltækur snjóblásari og önnur
snjóruðningstæki, auk salt-
dreifingarbilanna fjögurra og
eins til vara.
Við siðustu talningu á
negldum hjólbörðum kom i ljós
að um 74% bifreiða voru með
neglda hjólbarða en um 90% á
sama tima í fyrra. Rakti Ingi
það til hinnar góðu tíðar í vetur
og til breytts hugsunarháttar
bilstjóra á kostum nagladekkja.
„Ef nú fengist fram að
notkun nagladekkja yrði
bönnuð myndi slik ákvörðun
hafa i för með sér auknar ráð-
stafanir til hálkueyðingar. Slíkt
bann myndi hafa I för með sér
sparnað á viðhaldi gatna er
næmi um 200 milljónum króna
og heildarsparnaði er næmi
a.m.k. 160 m. kr. Þessum fjár-
munum mætti verja til þarfari
hluta, t.d. kostar leikskóli er
rúmar 2x60 börn um 55 m. kr.
eða fyrir það sem sparast mætti
fá rými fyrir 360 börn svo dæmi
sé tekið,“ sagði Ingi Ú. Magnús-
son að lokum.
FÉLAGI HINS VANDLÁTA
KA - 5500 55+55 RMS 8 ohms 20-20000 HZ
paf
y-
Einstaklega kröftugur ,,Low Distortion“ magnari, búinn því
allra nýjasta eins og ICL, FET og mælum, sem sýna tónstyrkinn í
wöttum til hvors hátalara fyrir sig. A|„ fyma flokks frá
$KÉNWOOD
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
//tynsla
'Rionustpr Fálkinn
póstsendir
allar nánari
upplýsingar,
sé þess óskað.