Morgunblaðið - 13.01.1977, Page 12

Morgunblaðið - 13.01.1977, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 1977 Uganda-húsið WMMM Þanníg er fyrírhugað að Uganda-húsið f New York Ifti út þegar það verður fullsmfðað á næsta ári. • HAFINN er undirbúningur að smfði 15 hæða húss á Manhattan- eyju 1 New York, sem vakið hefur talsverða athygli þar vestra. Er þetta svonefnd „Uganda House“, og þegar það er fulismfðað á næsta ári verður það aðsetur sendinefndar Uganda hjá Sam- einuðu þjóðunum. Uppgröftur fyrir grunni húss- ins hófst fyrir þremur vikum, og verður húsið við Eystra 45. stræti, næst við stöðvar sendinefndar Bandaríkjanna, en þremur hæð- um hærra. Þykir það aðallega tíðindum sæta að Uganda, sem nýlega hef- ur farið fram á 15 milljóna doll- ara ián úr sérstökum hjálparsjóði vegna erfiðrar efnahagsaðstöðu, skuli treysta sér til að verja 4 milljónum dollara, eða um 760 milljónum króna, til að hýsa 10—12 manna sendinefnd sina hjá SÞ. Jae Y. Ko arkitekt hefur teikn- að Uganda-húsið, en hann er fæddur í Japan og búsettur í Bandaríkjunum. Segir hann að á jarðhæð verði aðstaða til sýninga á listmunum frá Uganda, og verð- ur anddyrið klætt svörtum marm- ara. Að öðru leyti verða i húsinu skrifstofur sendinefndarinnar, samkomu- og danssalur, og svo fimm ibúðir á efri hæðunum. íburðarmesta íbúðin er með svöl- um skreyttum gróðri, og er trú- legt að hún verði aðallega notuð til að hýsa Idi Amin forseta þegar hann heimsækir Sameinuðu þjóð- irnar. Að austanverðu á Uganda-húsið að vera áfast við álmu frá aðal- stöðvum bandarisku nefndarinn- ar, þótt ekki hafi sambúð þessara rikja verið sem bezt að undan- förnu. Sendiráði Bandarikjanna í Kampala, höfuðborg Uganda, var lokað eftir að Amin forseti hafði sakað ýmsa starfsmenn þess um að vera á mála hjá leyniþjónust- unni CIA. Ekki varð þó um alger slit á stjórnmálasambandi að ræða, og Uganda hefur enn fjöl- mennt sendiráð I Washington. Þegar Idi Amin ávarpaði Alls- herjarþing SÞ 1. október 1975, skoraði hann á Bandaríkin að losa sig undan áhrifum Zionista, og hvatti til þess að ísraelsríki yrði lagt niður. Taldi Amin i ræðu sinni að Bandaríkin væru hjá- lenda Gyðinga. Þessu svaraði Daniel P. Moynihan þáverandi að- alfuiltrúi Bandarikjanna hjá SÞ í ræðu i San Francisco tveimur dögum síðar, og kvaðst vera sam- mála þeim dómi um Amin, sem birzt hafði i ritstjórnargrein bandarísks stórblaðs, að Amin væri haidinn kynþáttahatri auk þess sem hann væri fjöldamorð- ingi. Máli sínu tii stuðnings vitn- aði Moynihan i fréttir frá Uganda þess efnis að allt frá 25.000 og upp í 250.000 Ugandabúar hefðu verið teknir af lífi þar frá þvi Amin hrifsaði til sin völdin tæpum þremur árum áður, eða i janúar 1971. Eins og fyrr segir verður Uganda-húsið þremur hæðum hærra en aðalstöðvar bandarísku sendinefndarinnar. Var einn bandarísku fulltrúanna spurður hvort hann héldi ekki að Uganda- nefndin vildi með þessu skaga upp fyrir þá bandarísku, en hann svaraði aðeins: Það skiptir ekki máli. Við reistim bara hærri fána- stöng á þakinu hjá okkur. Stórafmæli símans 0 Á föstudag I fyrri viku gerSist það I New York a8 Rose DePalma tók upp slmann og hringdi beint til Isa bel Ivy Baker I London. BáSar eru þessar konur fyrrum slmastúlkur hvor I slnu landi. og þær voru I hópi þeirra fyrstu. sem komu í slmasam- bandi yfir Atlantshafið fyrir fimmtlu árum. Þ*r Isabel og Rose hafa aldrei hitzt, en þær toluðu oft satnan og skrifuSust á I mörg ár eftir aS síma- sambandiS var fyrst opnaS 7. janúar 1927. Nú eru þær báSar komnar á eftirlaun. enda Isabel 74 ára og Rose 73. Fyrsta daginn. sem slminn var op- inn milli London og New York urSu slmtölin alls 31, og þá kostaSi þriggja mlnútna samtal 75 dollara. sem var mikill peningur á þeim ár- um. i dag fara aS meSaltali 34.000 slmtöl á dag milli Bretlands og Bandarlkjanna. og lágmarksgjald fyr- ir beint slmtal er 3.60 dollarar. Isabel Ivy Baker ILondon og Rose DePalma f New York Skrýtin skorða Gylfi Gröndal í Dvöl hefur oft verið klárari í kollinum en þegar hann gerði gagnrýnendum blaðanna að tilgreina í hljóðnemann athyglisverðustu bókina sem þeir lásu á jólaföstunni Óheimilt var að tilgreina nema eina bók Það var skrýtin skorða, enda kvörtuðu einhverj- ir rýnanna undan henr>i, hlýddu þó utan einn sem nefndi tvær bækur, minnugur þess að sumar reglur eru til þess eins að láta brjóta sig Nokkur hundruð bækur komu út í ár Þátturinn hefði verið gagnlegri ef mennirnir hefðu mátt tilgrema þrjár fjórar bækur hver. en því var ekki að heilsa Gagn- semi þáttarins er kannski aukaatriði Það virðist Ifka vera að bera í bakkafull- an lækinn að tilkalla niður í útvarp — aðsjóða saman umsagnir — menn sem búnir eru að oftaka sig á gagnrýni í blöðum allan desembermánuð Til- breytni hefði verið að því að fá að heyra hljóðið í almennum lesendum af greindara taginu Fólk er að vonum dauðuppgefið í bili á stöðluðu orðfæri manna sem hafa það að atvinnu að lesa bækur Aðfararorð umsjónar- mannsins, innskot og lokaorð, vöktu sérstaka athygli; í þeirri umgerð glitti sumstaðar i ryð gegnum gyllinguna En Gylfi er prúður maður, greindur eins og hann á kyn til, og rödd hans lætur vel í eyrum Mest fræðimanna- snið var að vonum á máli Gunnars lektors Stefánssonar. hann nær næst- um því jafn vel utan um orðin og Óskar Halldórsson prófessor, og raddstyrkur- inn er langt umfram það sem vænta mætti að óreyndu frá manni ekki meiri að flatarmáli en Gunnar er í þessari jarðvist, það sem kemur úr túbum er mjög breytilegt þótt ytra borðið kunni að vera áþekkt. Gunnar er alveg ófeiminn að fjalla á sjálfstæðan hátt um löggilta verkmenn í umsögn í Tímanum 9 des tekur hann upp eftir- farandi Ijóð Hannnesar Péturssonar, kveður það einskonar stefnuskrá eða játningu skáldsins: Fátækur að hugsjónum ei fátækur, vona ég. að umhugsun kem ég fyrir þinn dóm þú dagur hinn næsti eftir þennan. Þitt er að skoða skyldur vorar og efndir. Þitt er aS greina það sem gagnsamt vér ortum. Þitt er aS meta hvort marklausari var hreinskilinn efi en háleit óvissa. Þitt er aS dæma þú dagur hinn næsti eftir þennan. LjóS mín öll legg ég I þfna gerS. Út af þessu Ijóði leggur svo Gunnar svofelldum orðum: „Ekki þarf að leggja út af þessu Ijóði, það talar slnu máli. En vitaskuld má andmæla þeim skiln- ingi eða hugmyndalegu afstöðu sem Ijóðið lýsir og jafnframt þeirri Iffs- skoðun sem í því felst Þótt dómur um „skyldur vorar og efndir" heyri morgundeginum til, þá lifir skáldið í samtið sinni, hér og nú. Og skiptir það oss mestu máli hvað sagt verður á morgun? Er ástæða til að ætla að skáldlist, svo að dæmi sé tekið, sem ekki talar máli sinnar samtiðar og nær eyrum hennar muni teljast þess verð að koma fyrir dómstól framtfðarinnar." Jarðnánd og firrð í lok greinarinnar, sem ber yfirskrift- ina Að fara sér hægt. kveður Gunnar verk Hannesar ætlð hafa jarðnánd þrátt fyrir dulhyggjuna sem einkenni þau, , hann yrki sinn eigin garð. til hliðar við dyn samtimans. Gunnar mætti oftar en hann gerir hafa ofan af fyrir fólki I rikisútvarpinu Ég á ekki endilega við að hann fari að þylja auglýsingar um rakdót og þess- háttar I sjónvarpinu eins og einn kollegi hans, og skal það þó ekki vanmetiðað háskólinn láti til sln taka á þeim vettvangi Áekkert hlusta blessuð börnin og horfa I jafn rlkum mæli og sjónvarpsauglýsingar. þau læra þær utan að. ef þær eru smellnar, framsögnina engu siður en textann Söluborð morðsagna á heimilunum Ólafur lektor Jónsson hefur verið að lesa glæpasögu f útvarpið að undan- förnu — við mikinn fögnuð þess fólks sem ber uppi bingómenninguna í landinu. Kvenmaður suður með sjó var svo hrifinn að hann krafðist í Dagblað- inu heilsíðumyndar f litum af Ólafi að bóla á svefnþilið sitt. í lestrinum sem ég hlustaði á nauðugur, staddur á gufubaðstofu. var morðinginn með til- styrk raddbanda Ólafs að lýsa þvf hvernig hann batt snarlega endi á líf eins farþega í strætisvagni og skaut alla hina farþeganna f leiðinni svo enginn yrði til frásagnar. Sagan virtist fagmannlega gerð, ekki vantaði það, en á þeirri vargöld sem við lifum held ég að svona sögum sé ofaukið f ríkis- fjölmiðlunum, og mér er til efs að miðlun af þessari gerð eigi sér stað í anda útvarpslaganna Ég beini spurn- ingunni til útvarpsráðs Svona nokkuð eru menn ekkert ofgóðir að meðtaka f einrúmi — af bók Kveikjuna að mörg- um Ifkamsárásum er áreiðanlega að finna í viðtækri opinberri miðlun á glæpasögum Hið oprnbera á ekki að slá upp söluborðum morðsagna á heimilum manna Þaðer góðra gjalda vert að reyna að gera sem flestum til hæfis. og þaðgerir útvarpið, stundum um of virðist manni, en þaðá ekki að þjóna dónum, ekki heimskingjum oú ekki siðferðilega sjúku fólki Það hefnir sfn — og hefir hefnt sfn, oftar en margur hyggur. Þetta þyrfti að kanna — og það er lögreglunnar að gera það Niðurstöður kannana erlendis ætti a.m.k. að vera hægt að koma höndum undir. Sælastir sælla Furðufrétt sfðustu vikna er hugmynd fjármálaráðherra að láta Reykvíkinga borga símareikninga landsbyggðar- innar með einhverskonar jöfnunar-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.