Morgunblaðið - 13.01.1977, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1977
184 milljónir kr.
til malbikunar í
Haf narf irdi í ár
RAÐGEKT cr að verja 184
milljónum króna I ár til
lagningar varanlegs slitlags á
götur og gangbrautir I Hafnar-
firði í ár. Standa vonir til þess að
unnt verði jafnvel á þremur árum
að Ijúka öllum framkvæmdum I
Ilafnarfirði f lagningu slitlags á
eldri götur.
Frá þessu segir f blaðinu
Borgaranum í Hafnarfirði og þar
er einnig greint frá því hvaða
götur verða í fyrsta áfanga fram-
kvæmdanna. Eru það:
Sléttahraun, Krókahraun,
Hjallahraut að Breiðvangi,
,,Börðin“ á Hvaleyrarholti, þ.e.
efri hluti Hvaleyrarholts, Hring-
braut, Lækjarkinn. Vesturbær:
Hellisgata og þarf yfir neðan,
Vesturbær: ofan Hellisgötu, Alfa-
skeið, Smyrlahraun og smágötur
neðan Arnarhrauns, Miðvangur,
Suðurvangur, Suðurgata, Hellu-
braut, Hamarsbraut, Kaldár-
stígur, Hvaleyrarbraut, Herjólfs-
gata, Drangagata og Klettagata.
Þá er fyrirhugað að steypa í
þessum áfanga aðra akreinina á
Flatahrauni.
Enginn ágreiningur varð í
bæjarstjórn um þessa áætlun og
val gatnanna í fyrsta áfanga.
Standa vonir til þess að unnt
verði jafnvel á þrem árum að
Ijúka öllum framkvæmdum í
bænum í lagningu slitlags á eldri
götur, ef sú heildarstefna, sem nú
hefur verið mörkuð fær nægan
stuðning kjósenda til fullnaðar-
framgangs og aðrar ástæður
leyfa.
Hafnarfjörður:
Nýr skóli og
íbúðum aldr-
aðra fjölgar
í Fjárhagsáætlun Hafnarfjarð-
arbæjar er gert ráð fyrir að 60
milljónum verði í ár varið til
byggingar nýs skóla í Norðurbæn-
um, Engidalsskóla. Af þeirri upp-
hæð eru 15 milljónir þátttaka
ríkissjóðs, en áætlaður heildar-
kostnaður við byggingu skólans
er 126 milljónir króna. Þá er
áformað að hefja í ár byggingu
sex kennslustofa I viðbót við
Lækjarskóla og hefur á fjárhags-
áætlun verið varið 10 milljónum í
byrjunarframkvæmdir í ár.
Á árinu er gert ráð fyrir að
fullgera 3 hús með 18 íbúðum
fyrir aldraða á Sólvangssvæðinu í
Hafnarfirði. Ennfremur er stefnt
að því að steypa upp 2 önnur hús
á árinu, með 12 íbúðum. Verða
þessar framkvæmdir fjármagnað-
ar með lántökum.
Tímaritid Satt
hættir útkomu
TÍMARITIÐ satt hefur frá
og með síðasta tölublaði
ársins 1976 hætt útkomu
sinni. I ávarpsorðum til
lesenda segir útgefandinn,
Sigurður Arnalds, að hann
hæt'ti nú útkomu blaðsins
vegna heilsufarslegra
ástæðna, en það hefur
komið út í 24 ár.
Ennfremur segír Sigurður:
„Það hefur orðið tímaritinu til
ómetanlegs framdráttar, að
nokkrir af ritfærustu mönnum
landsins hafa fúslega lagt því til
efni bæði af islenzkum og
erlendum vettvangi. Þeir Tómas
Guðmundsson, skáld, og Sverrir
Kristjánsson, sagnfræðingur,
urðu einkum til þess fyrsta ára-
tuginn að auka gildi ritsins, því að
þar birtust i fyrsta sinn á prenti
ýmsir af þáttum úr íslenzku þjóð-
lifi sem þeir rituðu og síðar hafa
verið gefnir út, ásamt fleiri rit-
gerðum þessara höfunda i bókum,
sem bera samheitið Islenzkir ör-
lagaþættir." Þá nefnir Sigurður
Arnalds að Loftur Guómundsson
rithöfundur hafi tvímælalaust átt
þátt i því að auka hróður ritsins
með frumsömdum frásögum og
þýðingum erlendra greina.
Brezku fiskibœirnir:
Ovissuástand
en hátt verð
OVISSUASTAND ríkir enn I
fiskibæjunum á Bretlandi, að
þvf er Jón Olgeirsson, ræðis-
maður tslands f Grimsby, sagði
I viðtali við Morgunblaðið I
gær. Atvinnuleysi hefur vaxið í
þessum bæjum, en erfitt er að
meta hversu stór hluti þeirrar
aukningar er meðal sjómanna
og innan fiskiðnaðarins. Þá
kvað Jón markaðsverð á fiski
vera mjög hátt I Bretlandi um
þessar mundir.
Hinir stærri togarar Breta
halda sig um þessar mundir á
Hvitahafinu, en þar mega þeir
halda sig þar til gengið hefur
verið frá samkomulagi milli
Efnahagsbandalagsins og Norð-
manna um gagnkvæm veiðirétt-
indi. Astandið núna væri hálf-
gerð hiðstaða, því að menn biðu
eftir því að sjá hver yrði sam-
eiginleg stefna bandalagsins í
fiskimálum og hvað yrði ofan á
i samskiptum bandalagsins við
Norðmenn, Islendinga og Fær-
eyinga í fiskveiðimálum. Af
heimamiðum brezku fiskiskip-
anna væri það helzt að frétta að
Norðursjávarflotinn væri um
þessar mundir að tygja sig af
stað en þar hefði verið slæm tíð
undanfarið. Tveir bátar hefðu
þó landað í gær með um 30 tonn
úr Norðursjónum og fengtð
13—14 þúsund pund fyrir afl-
ann. Einnig hefði bátur landað
6. eða 7. janúar og hefði sá
verið 3 daga á sjó. Sá hefði
komið að með 20—25 tonn og
selt fyrir um 18 þúsund pund,
þannig að það mætti sjá að það
værí rokverð á fiski i Bretlandi.
Austur-þýzkir alþýðulögreglumenn („Vopos") halda mótmælafólki I skefjum
Nýjar hömlur settar
á ferdir til A-Berlínar
VESTUR-Þjóöverjar,
Bretar, Frakkar og
Bandaríkjamenn hafa
mótmælt nýjum hömlum
Austur-Þjóðverja á
ferðir útlendinga til
Austur-Berlinar.
Samkvæmt þeim verða
allir útlendingar sem
ætla til Austur-Berlinar
að greiða fimm mörk
fyrir vegabréfsáritun
sem nú gildir aðeins til
miðnættis en gilti áður i
einn sólarhring og var
ókeypis.
Margir útlendingar starfa I
Vestur-Berlín og eiga unnustur
eða fjölskyldur austan múrsins.
Þannig hafa þeir getað búið í
Austur-Berlin ef þeir hafa
endurnýjað vegabréfsáritunina
i Vestur-Berlín einu sinni á
sólarhring. Nú verða þeir að
vera farnir á miðnætti og þótt
þeir geti snúið við með nýja
vegabréfsáritun verða margir
þeirra að taka til endur-
skoðunar samband sitt við
austur-þýzka vini.
Við Checkpoint Charlie verða
menn að biða i tvo tíma til að
komast fram og aftur yfir
borgarmörkin. Hömlurnar
virðast aðallega ná til Grikkja,
Tyrkja, Júgóslava og Araba
sem árum saman hafa starfað
sem „gistiverkamenn" í Vestur-
Þýzkalandi og ekki til Vestur-
Þjóðverja sem urðu að fara
fyrir miðnætti samkvæmt
gömlu reglunum.
Austur-Þjóðverjar gefa i
skyn að þeir vilji stöðva straum
gesta sem færi sér í nyt að
framfærslukostnaður sé lægri í
Austur-Berlín. Ein afleiðingin
er sú, að margir Vestur-
Berlínarbúar hafa ákveðið að
sækja minna en áður leikhús og
veitingahús i austurhlutanum.
Austur-Þjóðverjar hafa einnig
gefið í skyn, að stefnt sé að því
að stöðva „brask" með austur-
þýzkar vörur.
Stúlkurnar, sem bíða við
Checkpoint Charlie, segja hins
vegar að tilgangurinn sé að stia
þeim og unnustum þeirra í
sundur. Vesturveldin telja að
nýju reglurnar eigi að styðja þá
afstöðu Austur-Þjóðverja að
fjórveldasamningurinn frá
1971 nái ekki til Austur-
Berlínar.
Hófsemi og stilling á
báða bóga í Póllandi
Varsjá, 12. janúar. AP.
POLSKIR verkamenn, mennta-
menn og rómversk-kaþólska
kirkjan hafa sameinazt f fyrsta
skipti f 20 ár og leggja fast að
stjórninni að hætta að refsa
mönnum sem tóku þátt f matvæla-
óeirðunum f fyrrasumar.
Stjórnin hefur ráðizt til atlögu
gegn menntamönnunum þar sem
hún telur þá veikasta hlekkinn f
þessu raunverulega bandalagi og
áreitir þá með hótunum, húsleit
og gæzluvarðhaldi. En stjórnin
hefur þó tekið tiltölulega vægt á
þeim miðað við það sem hún gæti
gert að sögn vestræns sendiráðs-
manns.
Herferð stjórnarinnar virðist til
dæmis hófsamari en barátta sú
sem yfirstendur i Tékkóslóvakíu
gegn menntamönnum þar.
Pólski áfrýjunarrétturinn hef-
ur stytt fangelsisdóma margra
þeirra verkamanna sem voru
dæmdir fyrir þátttöku i óeirð-
unum í Radom og Ursus 25. júní
er kostuðu að minnsta kosti fjóra
lífið. PMestir verkamenn sem
misstu atvinnuna hafa aftur feng-
ið vinnu.
.Jafnframt hafa æðstu menn
kirkjunnar undir forystu Stefáns
kardinála Wyszynskis gætt þess
að ganga ekki of langt. Kardinál-
inn sagði i jólaboðskap, að enginn
mætti halda að biskuparnir væru
að ráðast á kerfið.
20 menntamenn, sem hafa
stofnað „Varnanefnd verka-
manna", segja að þeir séu „ekki i
andstöðu" við stjórnina. Þeir segj-
ast halda sig við staðreyndir í
fréttatilkynningum og viðtölum
og lýsa andúð sinni á því sem þeir
kalla ýktar fréttir vestrænna
blaða.
Verkamenn hafa einskorðað sig
við að senda bænaskjöl og þó eru
þeir harðsnúnasta aflið í Pól-
landi. Hækkunin á matvælum,
sem leiddi til óeirða, nam 69% en
var tekin til baka og nú er verðið
hið sama og 1966. 45 biðu bana i
óeirðum sem svipaðar verðhækk-
unartilraunir leiddu til í Eystra-
saltsborgunum 1970.
Stilling allra aðila á sér meðal
annars þá skýringu að menn vilja
forðast ástand sem geti leitt til
sovézkrar innrásar eins og í
Tékkóslóvakíu 1968. Stjórnin býr
sig jafnframt undir ráðstefnu
sem verður haldin í Belgrad I
sumar til að kanna árangur
Helsinki-sáttmálans, en eitt
ákvæði hans fjallar um mannrétt-
indi.
„Pólland er mesta lýðræðisríki
kommúnistablokkarinnar," segir
prófessor og andófsmaður.
„Stjórnin vill ekki glata þvi áliti
sínu."
Praphas Charusathien, áóur valdamesti maður herforingjastjórnar-
innar í Thailandi, er kominn aftur til Bangkok úr rúmlega þriggja ára
útlegð. Myndin var tekin við komuna og hann er umkringdur blaða-
mönnum og öryggisvörðum.