Morgunblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1977 Bandaríkin geta og vilja hafa for- gstu en þarfnast aðstoðar annarra sagði Jimmy Carter í boð- skap sínum til umheimsins James Earl Carter, 39. forseti Banda- ríkjanna, flutti umheiminum sérstak- an boðskap í tilefni embættistöku sinnar, og var eftirfarandi ræða, sem ekki á sér fordæmi í sögu Bandaríkj- anna, birt stundu eftir að forsetinn sór embættiseið sinn í Washington í gær: „Ég hefi kosið að ávarpa ekki aðeins mína eigin þjóð nú þegar ég tek við embætti forseta Bandaríkj- anna, eins og venja er, heldur einnig yður, íbúa heimsins, sem ákvarðanir mínar munu varða, enda þótt þér hafið ekki átt þátt í að kjósa mig til þessa embættis. Það er skoðun mín, að sem vinir hafið þér rétt til að vita hvernig hin nýja ríkisstjórn hyggst beita áhrifum sínum og valdi. Ég fullvissa yður um, að í stjórnartíð vorri verður samskiptum Bandaríkjanna við önnur ríki hagað með tilliti til þess að vér viljum móta veröld þar sem aukið tillit er tekið til óska mannsins. Bandaríkin munu rækja hlutverk sitt með því að stuðla að stöðugleika, réttlæti og friði í heiminum. Vér munum ekki sækjast eftir yfirráðum eða annarlegum áhrifum með öðrum þjóðum. Nú þegar lokið er einum kafla í sögu bandarísku þjóðarinnar og annar er að hefjast, er það skoðun mín, að vér séum færir um að leggja yfirvegaðra mat á vandamál þau, sem við er að etja í veröldinni. Þetta mat felur í sér viðurkenningu á þeirri staðreynd, að einir kunnum vér ekki svör við því hvernig leysa á vandamál heimsins. Bandaríkin ein geta ekki létt af heiminum þeirri martröð, sem óttinn við eyðingu af völdum kjarn- orku hefur valdið, en vér munum leita eftir sam- starfi við aðra um það. Bandaríkin ein geta ekki tryggt þau sjálfsögðu mannréttindi hvers einstaklings að búa við frelsi frá fátækt, hungri, líkamlegri vesöld og stjórnmálalegri kúgun. Við getum og viljum berjast við þessa óvini mannkynsins við hlið annarra. Bandaríkin ein geta ekki tryggt réttlæti í skipt- ingu auðlinda jarðarinnar eða staðið vörð um að umhverfi spillist ekki. En vér getum og viljum vinna að því ásamt öðrum. Bandaríkin geta og vilja hafa forystu á þessum sviðum. Til að ná þessum markmiðum þurfum vér á aðstoð yðar að halda, og bjóðum fram aðstoð vora. Vér höfum þörf fyrir virka þátttöku yðar til að náð verði sameiginlegu takmarki, þannig að raunveru- leiki sá, sem heimurinn stendur frammi fyrir, megi færast nær hugsjónum um frelsi og göfgi. Sem vinir megið þér treysta því að Bandaríkin hafi forystu um að koma á friði í heiminum. Þér megið treysta því að Bandaríkin munu ekki bregðast hug- sjónum sínum um frelsi mannsins. Og þér megið treysta því að Bandaríkin munu sýna skilning á óskum yðar og áhugamálum, taka ráðleggingum yðar með þökkum og gera sitt ýtrasta til að leysa alþjóðleg ágreiningsmál í anda samvinnu. Vandamál heimsins eru ekki auðleyst. Þó veltur velferð hvers og eins — og raunar sameiginleg von okkar allra um áframhaldandi líf — á því að lausn þeirra takist. Sem forseti Bandaríkjanna get ég fullvissað yður um að vér munum gera það sem í okkar valdi stendur. Ég bið yður um að taka saman höndum til að lyfta sameiginlegu átaki, með gagn- kvæmu trausti og gagnkvæmri Virðingu. Ford og Carter ræðast við fyrir innsetningu Carters í embætti. Ford notaði síðasta daginn til að kveðja Washington. 10. janúar. Keuter. Síðasti dagur Fords forseta f Hvíta húsinu hófst með því að hann bauð ráðherrum sínum og helztu aðstoðarmönnum til morgunverðar. Á meðan voru verkamenn f óða önn að fjarlægja myndir af forsetafjölskvIdunni, en skjöl forsetans höfðu þegar verið flutt hurtu. Blaðafulltrúi Fords, Ron Ness- en, sagði að forsetinn væri ( góðu skapi siðasta dag sinn f Hvfta húsinu þar sem hann bjó f tvö ár, fimm mánuði og 11 daga. Forsetinn sagði ráðherrum sín- um og aðstoðarmönnum að hann hefði kunnað vel við sig í Hvíta húsinu, aðallega vegna þess að hann hefði haft góða samsarfs- menn. „Þið hafið allir lagt fram ykkar skerf til ríkisstjórnar sem ég tel að hafi verið góð og muni fá góða dóma í sögunni," sagði hann. Ford bauð Nelson Rockefeller varaforseta að gista í Hvíta hús- inu í nótt og í gærkvöldi hringdi hann í sovézka kommúnistaleið- togann Leonid Brezhnev og talaði við hann í 15 mínútur en frá því var ekki skýrt hvað þeir hefðu rætt. Ford hringdi í fleiri heimsleið- toga til þess að kveðja þá, en nöfn þeirra voru ekki nefnd. Jafnframt sýknaði Ford frú Iva Toguri d'Aquino sem útvarpaði japönskum áróðri til bandarískra hermanna í síðari heimsstyrjöld- inni og gekk undir nafninu „Tokyo-Rósa“. Hann daufheyrðist við áskorun- um um víðtæka sakaruppgjöf manna sem komu sér undan her- skyldu í Víetnamstríðinu en gerði ráðstafanir til þess að um 600 fyrrverandi hermenn sem særð- ust eða voru sæmdir heiðurs- merkjum gætu sótt um breytingu á tilskipunum um brottvikningu. Ráðstafanirnar ná ekki til 24.000 manna sem komu sér undan her- skyldu og eru í Bandaríkjunum og Kanada, allt að 30.000 lið- hlaupa í Bandaríkjunum og er- lendis og 790.000 hermanna sem reknir voru úr herþjónustu. Dr. Kissinger stoltur eftir átta ára störf New York. 20. janúar. NTB. DR. HENRY Kissinger segir f við- tali við New York Times f dag að hann sé stoltur af þvf að eftir átta ára störf á sviði utanrfkismála sitji ráðamenn f Washington ekki lengur fastir f hugsanagangi sfð- ari heimsstyrjaldarinnar. „Það varð hlutskipti mitt að vera utanrfkisráðherra þegar Bandarfkin fóru inn á nýjar brautir f utanríkismálum," segir Kissinger f viðtalinu. „Sú utanríkisstefna, sem við erfðum, voru leifar þess, sem var mótað 1940 og samræmdist ekki lengur veruleika heimsins í lok sjöunda áratugarins, “ segir hann. Kissinger kvaðst vera stoltur af því að heimurinn hefði orðið frið- sælli á undanförnum átta árum. „Ef við berum saman ástandið 1969 og ástandið nú tel ég að við lifum í heimi þar sem friðsam- legra er um að litast, meiri ástæða til bjartsýni og fleiri tækifæri til að þoka málum áfram," sagði hann. Hins vegar harmaði Kissinger að í utanríkisráðherratíð sinni hefðu Bandaríkjamenn orðið að ganga í gegnum harðar umræður um Víetnám og Watergate- hneykslið. Hann harmaði einnig að vissum störfum væri ólokið nú þegar hann færi frá Washington og nefndi einkum viðræðurnar um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar (Salt). Óður til Carters WashiiiKton. 20. jan. — Reuter. HIÐ opinbera kvæði, sem samið er í tilefni og til minningar um em- bættistöku Banda- rfkjaforseta að þessu sinni, er eftir rithöfundinn Jam- es Diekey. Kvæðið nefnist „The Strength of Fields" og segir skáldið andagiftina hafa komið yfir sig við að sjá fréttamynd af Jimmy Uarter, þar sem hann stik- aði hnetuakra klæddur gallabux- um og vinnuskyrtu. James Dickey er Suðurríkjamaður líkt og forsetinn og hefur skrifað skáldsögur frá heimahögunum. Kunnasta skáld- saga hans er „Deliverance", sem segir frá bátsferð eftir á, sem rennur um lítt byggð skóg- arhéruð. Bátsfélag- arnir, sem eru stór- borgarbúar, verða fyrir árásum frá íbúum héraðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.